Keflavík í undanúrslitin 17. mars 2009 21:00 Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta með sigri á Njarðvík í öðrum leik liðanna 104-92. Keflavík vann einvígið því 2-0. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi í kvöld. 20:55 - Keflavík vinnur leikinn. Lokatölur 104-92 og liðið vinnur því einvígið 2-0. 20:46. Njarðvík 79 - Keflavík 89. 2:47 mín eftir af leiknum. Sitton og Rosa skiptast á körfum. 20:39 - Njarðvík 73 - Keflavík 85. 4:45 eftir af leiknum. 20:31 - Njarðvíkingar neita að gefast upp og minnka muninn í 68-78 með tveimur þristum í röð frá Loga og Magnúsi. 7 mín eftir af leiknum. Þriðja leikhluta lokið. Njarðvík 59 - Keflavík 73. Keflvíkingar stóðust að mestu áhlaup heimamanna í þriðja leikhluta og eru með pálmann í höndunum fyrir lokaleikhlutann. Njarðvík er á leið í sumarfrí eftir tíu leikmínútur að öllu óbreyttu. 20:16 - Staðan 65-51 fyrir Keflavík þegar 2:57 eru eftir af þriðja leikhluta. Heimamenn miklu hressari en í fyrri hálfleik og skárra væri það nú. Þetta er orðið leikur á ný og áhorfendur að ærast hér í Ljónagryfjunni. 20:11 - Smá lífsmark hjá Njarðvík. Heimamenn hafa minnkað muninn í 60-45 eftir góða rispu. Á sama tíma hefur sóknarleikur Keflavíkur ekki gengið upp. Þriðji leikhluti hálfnaður. 20:00 - Jesse Rosa var stigahæsti leikmaður Keflavíkur í fyrri hálfleik með 21 stig og 4 stoðsendingar og 4 fráköst. Hann er með 25 í framlag líkt og Sigurður Þorsteinsson, en Sigurður er með 16 stig (8-10 í skotum) og 10 fráköst í hálfleiknum. Hjá Njarðvík er Logi Gunnarsson stigahæstur með 11 stig en hefur aðeins hitt úr 2 af 9 skotum sínum. Magnús Gunnarsson er með 10 stig. Hálfleikur. Keflavík hefur yfir 58-34. Það er hægt að lýsa leik Njarðvíkinga með einu orði. Vandræðalegt. Vörn liðsins er ekki nógu góð og menn eru hikandi í sókninni. Ekki bætir úr skák að Jesse Rosa hjá Keflavík er gjörsamlega að fara hamförum. Maðurinn er kominn með 21 stig og setti sjö í röð hér á stuttum kafla í öðrum leikhluta. 19:40 - Annar leikhluti hálfnaður. Keflavík hefur yfir 36-18 og ræður algjörlega ferðinni í leiknum. Jesse Rosa er með 11 stig hjá Keflavík og Sigurður Þorsteinsson 10. Magnús Gunnarsson 8 hjá Njarðvík. Fyrsta leikhluta lokið. Keflavík 26 - Njarðvík 14. Keflvíkingar byrja mun betur og hafa góða forystu eftir fyrsta leikhlutann. Njarðvíkingar verða að laga hjá sér vörnina. 19:29 - Keflavík hefur yfir 21-11. Góð rispa hjá gestunum. Ein og hálf mínúta eftir af fyrsta leikhluta. 19:21 - Leikhlé tekið þegar 6:06 eru eftir af fyrsta leikhluta. Keflavík yfir 6-2. Baráttan hefur verið gríðarleg hér á upphafsmínútunum en stóru byssurnar eru ekki að finna sig enn sem komið er. Logi Gunnarsson og Magnús Gunnarsson hafa klikkað á fyrstu fimm skotunum sínum samanlagt hjá Njarðvík. 19:15 - Joey Drummer og félagar í stuðningsmannasveit Keflavíkur láta sitt ekki eftir liggja og beina söngvum sínum yfir í græna enda stúkunnar. En nóg um það - leikurinn er hafinn! 19:12 - Nú er búið að kynna liðin og hávaðinn hér í gryfjunni er gríðarlegur. Stuðningsmenn Njarðvíkur berja trommur og leiðinlega margir þeirra virðast hafa mætt með flautur sem þeir þenja óspart. Þetta lofar góðu fyrir stemminguna. 19:04 - Nú styttist í að flautað verði til leiks hér í Ljónagryfjunni. Liðin eru búin að hita upp og áhorfendur bíða með eftirvæntingu á pöllunum. Rétt er að geta þess að leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport fyrir þá sem hafa aðgang að þeirri ágætu stöð. Arnar Björnsson og Friðrik Ingi lýsa leiknum beint og eru hressir að sjá. Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta með sigri á Njarðvík í öðrum leik liðanna 104-92. Keflavík vann einvígið því 2-0. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi í kvöld. 20:55 - Keflavík vinnur leikinn. Lokatölur 104-92 og liðið vinnur því einvígið 2-0. 20:46. Njarðvík 79 - Keflavík 89. 2:47 mín eftir af leiknum. Sitton og Rosa skiptast á körfum. 20:39 - Njarðvík 73 - Keflavík 85. 4:45 eftir af leiknum. 20:31 - Njarðvíkingar neita að gefast upp og minnka muninn í 68-78 með tveimur þristum í röð frá Loga og Magnúsi. 7 mín eftir af leiknum. Þriðja leikhluta lokið. Njarðvík 59 - Keflavík 73. Keflvíkingar stóðust að mestu áhlaup heimamanna í þriðja leikhluta og eru með pálmann í höndunum fyrir lokaleikhlutann. Njarðvík er á leið í sumarfrí eftir tíu leikmínútur að öllu óbreyttu. 20:16 - Staðan 65-51 fyrir Keflavík þegar 2:57 eru eftir af þriðja leikhluta. Heimamenn miklu hressari en í fyrri hálfleik og skárra væri það nú. Þetta er orðið leikur á ný og áhorfendur að ærast hér í Ljónagryfjunni. 20:11 - Smá lífsmark hjá Njarðvík. Heimamenn hafa minnkað muninn í 60-45 eftir góða rispu. Á sama tíma hefur sóknarleikur Keflavíkur ekki gengið upp. Þriðji leikhluti hálfnaður. 20:00 - Jesse Rosa var stigahæsti leikmaður Keflavíkur í fyrri hálfleik með 21 stig og 4 stoðsendingar og 4 fráköst. Hann er með 25 í framlag líkt og Sigurður Þorsteinsson, en Sigurður er með 16 stig (8-10 í skotum) og 10 fráköst í hálfleiknum. Hjá Njarðvík er Logi Gunnarsson stigahæstur með 11 stig en hefur aðeins hitt úr 2 af 9 skotum sínum. Magnús Gunnarsson er með 10 stig. Hálfleikur. Keflavík hefur yfir 58-34. Það er hægt að lýsa leik Njarðvíkinga með einu orði. Vandræðalegt. Vörn liðsins er ekki nógu góð og menn eru hikandi í sókninni. Ekki bætir úr skák að Jesse Rosa hjá Keflavík er gjörsamlega að fara hamförum. Maðurinn er kominn með 21 stig og setti sjö í röð hér á stuttum kafla í öðrum leikhluta. 19:40 - Annar leikhluti hálfnaður. Keflavík hefur yfir 36-18 og ræður algjörlega ferðinni í leiknum. Jesse Rosa er með 11 stig hjá Keflavík og Sigurður Þorsteinsson 10. Magnús Gunnarsson 8 hjá Njarðvík. Fyrsta leikhluta lokið. Keflavík 26 - Njarðvík 14. Keflvíkingar byrja mun betur og hafa góða forystu eftir fyrsta leikhlutann. Njarðvíkingar verða að laga hjá sér vörnina. 19:29 - Keflavík hefur yfir 21-11. Góð rispa hjá gestunum. Ein og hálf mínúta eftir af fyrsta leikhluta. 19:21 - Leikhlé tekið þegar 6:06 eru eftir af fyrsta leikhluta. Keflavík yfir 6-2. Baráttan hefur verið gríðarleg hér á upphafsmínútunum en stóru byssurnar eru ekki að finna sig enn sem komið er. Logi Gunnarsson og Magnús Gunnarsson hafa klikkað á fyrstu fimm skotunum sínum samanlagt hjá Njarðvík. 19:15 - Joey Drummer og félagar í stuðningsmannasveit Keflavíkur láta sitt ekki eftir liggja og beina söngvum sínum yfir í græna enda stúkunnar. En nóg um það - leikurinn er hafinn! 19:12 - Nú er búið að kynna liðin og hávaðinn hér í gryfjunni er gríðarlegur. Stuðningsmenn Njarðvíkur berja trommur og leiðinlega margir þeirra virðast hafa mætt með flautur sem þeir þenja óspart. Þetta lofar góðu fyrir stemminguna. 19:04 - Nú styttist í að flautað verði til leiks hér í Ljónagryfjunni. Liðin eru búin að hita upp og áhorfendur bíða með eftirvæntingu á pöllunum. Rétt er að geta þess að leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport fyrir þá sem hafa aðgang að þeirri ágætu stöð. Arnar Björnsson og Friðrik Ingi lýsa leiknum beint og eru hressir að sjá.
Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira