Sverrir Þór: Við eigum líka inni 17. mars 2009 14:42 Sverrir Þór lék með Njarðvík á síðustu leiktíð Mynd/Daníel Leikstjórnandinn Sverrir Þór Sverrisson hjá Keflavík segir sína menn ákveðna í að klára einvígið við Njarðvík í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deildinni. Keflavík vann nokkuð öruggan 96-88 sigur í fyrsta leiknum í Keflavík en í kvöld eigast liðin við í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem heimamenn eru á leið í sumarfrí ef þeir vinna ekki leikinn. "Við erum að fara í þetta með það markmið að vinna leikinn og við erum ekkert að hugsa um að fá annað tækifæri til að klára þetta. Það var mjög sterkt að vinna fyrsta leikinn og eru allir staðráðnir í að klára verkefnið í kvöld," sagði Sverrir Þór, sem lék sjálfur með Njarðvík á síðustu leiktíð. Það var mál manna að lið Njarðvíkur ætti inni eftir fyrsta leikinn en Sverrir segir það sama uppi á teningnum hjá Keflavíkurliðinu. "Njarðvíkingarnir mega ekki tapa fleiri leikjum og koma því dýrvitlausir til leiks, en við verðum líka að koma brjálaðir í þetta. Baráttan var góð hjá okkur í síðasta leik en við eigum líka inni, því hittnin hjá okkur á vítalínunni og í þriggja stiga skotunum var ekkert sérlega góð. Ég vona að við mætum með það allt í leikinn í kvöld," sagði Sverrir. Keflvíkingar mættu til leiks með nýjan bandarískan leikmann í síðasta leik, en það var Jesse Pellot-Rosa sem lék með liðinu fyrir bankahrunið í haust. Hann var atkvæðamikill í fyrsta leiknum og skoraði 29 stig og hirti 12 fráköst. "Það gekk bara mjög vel að koma Jesse inn í hlutina. Hann var fljótur að rifja þetta upp þegar hann sá þetta á töflunni hjá Sigurði (Ingimundarsyni þjálfara), enda var hann hjá okkur í haust. Við erum með vel mannað lið og það er gott að fá hann ofan á það," sagði Sverrir. Eins og flestir vita spilar stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson nú með Njarðvíkingum eftir að hafa orðið margfaldur meistari með Keflavík undanfarin ár. Við spurðum Sverri hvort hann teldi að Magnús yrði fyrrum félögum sínum erfiður í kvöld. "Maggi er auðvitað klassaleikmaður og verður eflaust ákveðinn í að eiga sinn besta leik. Við verðum að vera á tánum og spila góða vörn á þá, alveg sama hvort það er Logi (Gunnarsson) eða Maggi eða einhver af ungu strákunum," sagði Sverrir. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, auk þess sem Vísir mun fylgjast með gangi mála í beinni textalýsingu. Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Leik lokið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Sjá meira
Leikstjórnandinn Sverrir Þór Sverrisson hjá Keflavík segir sína menn ákveðna í að klára einvígið við Njarðvík í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deildinni. Keflavík vann nokkuð öruggan 96-88 sigur í fyrsta leiknum í Keflavík en í kvöld eigast liðin við í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem heimamenn eru á leið í sumarfrí ef þeir vinna ekki leikinn. "Við erum að fara í þetta með það markmið að vinna leikinn og við erum ekkert að hugsa um að fá annað tækifæri til að klára þetta. Það var mjög sterkt að vinna fyrsta leikinn og eru allir staðráðnir í að klára verkefnið í kvöld," sagði Sverrir Þór, sem lék sjálfur með Njarðvík á síðustu leiktíð. Það var mál manna að lið Njarðvíkur ætti inni eftir fyrsta leikinn en Sverrir segir það sama uppi á teningnum hjá Keflavíkurliðinu. "Njarðvíkingarnir mega ekki tapa fleiri leikjum og koma því dýrvitlausir til leiks, en við verðum líka að koma brjálaðir í þetta. Baráttan var góð hjá okkur í síðasta leik en við eigum líka inni, því hittnin hjá okkur á vítalínunni og í þriggja stiga skotunum var ekkert sérlega góð. Ég vona að við mætum með það allt í leikinn í kvöld," sagði Sverrir. Keflvíkingar mættu til leiks með nýjan bandarískan leikmann í síðasta leik, en það var Jesse Pellot-Rosa sem lék með liðinu fyrir bankahrunið í haust. Hann var atkvæðamikill í fyrsta leiknum og skoraði 29 stig og hirti 12 fráköst. "Það gekk bara mjög vel að koma Jesse inn í hlutina. Hann var fljótur að rifja þetta upp þegar hann sá þetta á töflunni hjá Sigurði (Ingimundarsyni þjálfara), enda var hann hjá okkur í haust. Við erum með vel mannað lið og það er gott að fá hann ofan á það," sagði Sverrir. Eins og flestir vita spilar stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson nú með Njarðvíkingum eftir að hafa orðið margfaldur meistari með Keflavík undanfarin ár. Við spurðum Sverri hvort hann teldi að Magnús yrði fyrrum félögum sínum erfiður í kvöld. "Maggi er auðvitað klassaleikmaður og verður eflaust ákveðinn í að eiga sinn besta leik. Við verðum að vera á tánum og spila góða vörn á þá, alveg sama hvort það er Logi (Gunnarsson) eða Maggi eða einhver af ungu strákunum," sagði Sverrir. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, auk þess sem Vísir mun fylgjast með gangi mála í beinni textalýsingu.
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Leik lokið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Sjá meira