Fleiri fréttir

Vignir skoraði fjögur í naumu tapi

Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta Vignir Svavarsson skoraði fjögur mörk fyrir danska úrvalsdeildarliðið Midtjylland sem tapaði naumlega 25-23 fyrir Bjerringbro-Silkeborg í dag.

Öruggt hjá strákunum hans Geirs

Magdeburg vann öruggan sigur á Lu-Friesenheim 36-28 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Geir Sveinsson þjálfari lið Magdeburg.

Þetta lýsir vonandi upp myrkrið fyrir íslensku þjóðina

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var ánægður með fréttir gærkvöldsins þegar Ísland fékk sæti á HM í Katar ásamt Sádí-Arabíu en þetta var niðurstaða fundar Framkvæmdastjórnar IHF. "Við gleðjumst svo sannarlega yfir þessu og teljum þetta vera mikið og stórt skref fyrir hreyfinguna,“ sagði Guðmundur.

Guðjón Valur: Það skiptir engu máli hvernig við komust á HM

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er gríðarlega ánægður með fréttirnar um að íslenska handboltalandsliðið verði með á HM í Katar í janúar. Framkvæmdastjórn Alþjóðahandboltasambandsins hleypti Íslandi inn bakdyramegin á mótið í kvöld.

Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til

Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar.

Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin

Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum.

Haukaliðin drógust saman í bikarnum

Það var dregið í sextán liða úrslit Coca Cola bikars karla í handbolta í kvöld en drátturinn fór fram í hálfleik á leik Hauka og FH í Olís-deild karla.

Níu sigrar í níu leikjum hjá Fram

Framkonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Olís-deild kvenna í kvöld þegar Safamýrarstúlkur unnu sex marka sigur á FH í Framhúsinu, 21-15.

Hafnarfjarðarliðin mætast í níunda sinn á árinu 2014

Stórleikur kvöldsins í Olís-deild karla er heimsókn FH-inga til Hauka í Schenker-höllina á Ásvöllum. Leikur Hafnarfjarðarliðanna hefst klukkan 20.00. Það er jafnan mikil hátíð í Hafnarfirði í kringum leiki liðanna enda erfitt að finna meiri ríg milli félaga á Íslandi.

Snorri Steinn og Arnór fögnuðu báðir sigri á útivelli

Landsliðsmennirnir Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason unnu báðir góða útisigra með liðum sínum í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Ásgeir Örn Hallgrímsson var aftur á móti í tapliði. Róbert Gunnarsson og félagar í PSG unnu sigur á heimavelli.

Kiel ekki í miklum vandræðum með Frisch Auf! í kvöld

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar fóru á kostum í kvöld þegar liðið endurheimti toppsætið með fjögurra marka sigri á útivelli á móti Frisch Auf! Göppingen, 29-25, en þarna mættust tvö af þremur efstu liðum deildarinnar.

Ljónin stungu af í seinni hálfleiknum

Rhein-Neckar Löwen vann öruggan sjö marka sigur á Wetzlar, 27-20, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og náði efsta sæti deildarinnar í að minnsta kosti rúman klukkutíma.

Ellefu sigrar í röð hjá strákunum hans Arons

Lærisveinar Arons Kristjánssonar í KIF Kolding lentu í hörkuleik á móti Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en lönduðu að lokum fjögurra marka sigri, 30-26.

Birna Berg markahæst í sigri Sävehof

Íslenska landsliðskonan Birna Berg Haraldsdóttir átti flottan leik í kvöld þegar Sävehof vann 18 marka útisigur á Skånela IF, 37-19, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Barein og Furstadæmin biðja IHF um að fá að vera aftur með

Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmin hafa nú óskað eftir því formlega við Alþjóðahandboltasambandið að fá aftur sæti sín á HM í handbolta í Katar. Veik von Íslands um að fá að vera með á heimsmeistaramótinu er því væntanlega úr sögunni.

Patrekur: Þarf að finna menn sem eru ekki farþegar

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna á Akureyri þegar liðið tapaði með sjö marka mun fyrir liði Akureyrar í 11. umferð Olís-deildar karla.

Sjá næstu 50 fréttir