Handbolti

Kiel mætir Hamburg í Meistaradeildinni

Leikmenn Kiel fagna sigri í Meistaradeildinni.
Leikmenn Kiel fagna sigri í Meistaradeildinni.
Einn vandræðalegast dráttur í sögu íþrótta fór fram í morgun er dregið var í undanúrslit Meistaradeildarinnar í handknattleik. Þeir sem sáu um að draga liðin saman lentu í stórkostlegum vandræðum með að opna kúluna þar sem nafn Kiel var inn í.

Tveir menn skiptust á að reyna að opna kúluna en án árangurs. Varð að kalla á aukamann á sviðið til þess að opna kúluna. Sá lamdi kaffikönnu af fullu afli í kúluna til þess að opna hana. Það gekk eftir. Stórkostleg uppákoma.

Evrópumeistarar Kiel lentu á móti Hamburg en í hinum undanúrslitaleiknum mætast lið Þóris Ólafssonar, Kielce, og Barcelona. Það er því von um úrslitaleik með Íslendingum í báðum liðum því Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson leika með Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar.

Úrslitahelgin fer fram um næstu mánaðarmót og er leikið í Köln að venju.

Drátturinn:

Kielce - Barcelona

Kiel - Hamburg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×