Handbolti

Brutu kúluna með kaffikönnu | Myndband

Félagarnir frekar neyðarlegir með kúluna erfiðu.
Félagarnir frekar neyðarlegir með kúluna erfiðu.
Drátturinn í undanúrslit Meistaradeildarinnar í handknattleik í morgun var eftirminnilegur. Sérstaklega fyrir þá staðreynd að ekki reyndist unnt að opna eina kúluna.

Tveir heldri menn sáu um dráttinn og eftir að hafa reynt að opna kúluna árangurslaust í eina mínútu þá gáfust þeir upp og báðu um aðstoð. Var þá búið að reyna að ýta kúlunni í borðið meðal annars.

Einhver hugmyndaríkur maður út í sal kom þá með kaffikönnu sem notuð var til þess að klára verkið. Heldri mönnunum var létt enda uppákoman mjög neyðarleg svo ekki sé meira sagt.

Hægt er að sjá uppákomuna hér en vandræðadansinn byrjar eftir 5.30 mínútur af myndbandinu. Sjón er sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×