Fleiri fréttir

Tvíhöfði í Safamýrinni

Það verður mikið um dýrðir í íþróttahúsi Fram í dag enda boðið til sannkallaðrar handboltaveislu. Tveir leikir í úrslitum Íslandsmótsins í handbolta.

Einvígið ræðst í þessum leik

Fram og Haukar mætast öðru sinni í úrslitum N1-deildar karla í kvöld. Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, auglýsir eftir frumkvæði hjá leikmönnum Hauka og spáir því að einvígið ráðist á útkomu leiksins í kvöld. Þriðji leikur Fram og Stjörnunnar í úrslitum fer fram í Safamýri í kvöld.

Meistaravonir Löwen úr sögunni

Liðsmenn Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin unnu 32-26 sigur á Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Tapið gerir svo gott sem úti um von Löwen um þýska meistaratitilinn.

Ilic yfirgefur Alfreð

Löngu og farsælu samstarfi Serbans Momir Ilic og Alfreðs Gíslasonar lýkur í sumar en þá mun hann ganga í raðir ungverska liðsins Veszprem frá Kiel.

Hugurinn leitar heim núna

Handboltaþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson gekk í gegnum mikið síðasta vetur og nú þegar tímabilinu er að ljúka er hann án vinnu. Hann þjálfaði bæði karla- og kvennalið danska liðsins Viborg og var rekinn frá kvennaliðinu um daginn. Óskar hefur áhuga á því að vera áfram erlendis en reiknar með því að koma heim.

Ólafur með sex í dramatískum leik

IFK Kristianstad er komið með yfirhöndina í undanúrslitaeinvíginu gegn Sävehof í sænska karlahandboltanum. Kristianstad vann 29-27 sigur í framlengdum leik liðanna í kvöld.

Kielce flaug inn í undanúrslit með stæl

Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Kielce tryggðu sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Kielce valtaði þá yfir makedónska liðið Metalurg, 26-15, og komst í undanúrslit í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Róbert og Ásgeir Örn meistarar í Frakklandi

Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson í Paris Saint-Germain urðu franskir meistarar í gærkvöldi eftir fínan sigur á Cesson-Rennes, 32-27, en leikurinn fór fram á heimavelli Rennes.

Frábær sigur hjá Kiel í Veszprem

Kiel varð í dag fyrsta liðið til þess að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Kiel vann þá frækinn sigur, 28-29, á Veszprem í Ungverjalandi.

Þórey Rósa og félagar á leið í úrslit

Þórey Rósa Stefánsdóttir átti stórleik þegar að lið hennar, Team Tvis Holstebro, fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum um danska meistaratitilinn í handbolta.

Geir gengur í raðir Valsmanna

Valsmenn fengu góðan liðsstyrk í dag þegar skyttan örvhenta frá Akureyri, Geir Guðmundsson, skrifaði undir samning við félagið.

Þorgerður Anna á leið til Noregs

Ein besta handknattleikskona landsins, Þorgerður Anna Atladóttir, er á förum frá Val en hún hefur samið við norska félagið Flint/Tønsberg til tveggja ára.

Brynja og Ramune söðla um

Brynja Magnúsdóttir, leikstjórnandi HK, er á leið til Noregs og þá er landsliðskonan Ramune Pekarskyte að bætast í leikmannahóp Íslendingaliðsins SönderjyskE.

Kom bara heim til að kjósa

Ólafur Stefánsson kom til landsins í fyrradag og stýrði þá sinni fyrstu æfingu með Val. Hann er strax byrjaður að undirbúa lið sitt fyrir næsta tímabil og hefur ráðið Claes Hellgren sem markvarðaþjálfara.

Líklega vont að vera blankur í Rússlandi

Ekkert verður af því að hornamaðurinn Bjarki Már Elísson semji við rússneska félagið Chekhovski Medvedi á næstunni þar sem félagið er í fjárhagsvandræðum. Bjarki Már stefnir engu að síður ótrauður á að komast út í sumar.

Jón þjálfar ÍBV með Svavari

Jón Gunnlaugur Viggósson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs ÍBV í handknattleik. Hann mun stýra liðinu með Svavari Vignissyni.

Snorri hafnaði tilboði Westwien

Forráðamenn austurríska úrvalsdeildarfélagsins Westwien buðu Snorra Stein Guðjónssyni að gerast spilandi þjálfari liðsins.

Var röng ákvörðun

Í ágúst árið 2011 gaf handknattleiksdeild Stjörnunnar út tilkynningu um að draga kvennalið sitt úr N1-deild kvenna. Nú, innan við tveimur árum síðar, er liðið komið í lokaúrslit um Íslandsmeisatratitilinn eftir fjögurra ára fjarveru.

Erlingur með tilboð frá Austurríki

Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, gæti verið á leið í þjálfun í Austurríki en hann er með tilboð frá liði þar í landi.

Ólafur meistari í Katar

Ólafur Stefánsson bætti enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn í kvöld er hann varð katarskur meistari með Lekhwiya.

Gylfi í banni í fyrsta leik

Haukamaðurinn Gylfi Gylfason verður í banni þegar að Haukar mæta Fram í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum N1-deildar karla.

Ólafur með sjö mörk í sigri Kristianstad

Ólafur Guðmundsson var hetja IFK Kristianstad er liðið lagði IK Sävehof, 26-25, í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi liðanna í danska handboltanum. Ólafur skoraði sjö mörk í leiknum.

Upp og niður í Meistaradeildinni

Þórir Ólafsson og félagar í Kielce eru í góðum málum í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðið vann tveggja marka sigur á Metalurg frá Skopje í fyrri leik liðanna í Makedóníu.

Fínt að vera hetjan

"Ég man þegar að Siggi Eggerts skoraði eitt svona mark á móti HK en þetta var þvílíka dramatíkin,“ sagði Róbert Aron Hostert, hetja Framara í dag

Sleggja frá Narcisse bjargaði Kiel

Kiel vann dramatískan 32-31 sigur á Veszprem í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Daniel Narcisse tryggði Kiel sætan sigur með marki undir lokin.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 22-23

Valur hélt sæti sínu í N1 deild karla í handbolta með því að leggja Stjörnuna öðru sinni í umspili um sæti í deildinni í kvöld 23-22. Stjarnan átti síðustu sóknina í leiknum en Hlynur Morthens varði skot Víglundar Þórssonar.

Sjá næstu 50 fréttir