Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 25-30 | Fram jafnaði metin Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 28. apríl 2013 00:01 Mynd/Daníel Fram jafnaði metin í úrslitaeinvígi N1 deildar kvenna í handbolta þegar liðið sigraði Stjörnuna 30-25 í Mýrinni í Garðabæ í dag. Fram var 15-12 yfir í hálfleik. Stjarnan byrjaði leikinn betur. Liðið lék frábæra vörn og skoraði sjö af átta fyrstu mörkum sínum úr hraðaupphlaupum. Liðið komst mest fjórum mörkum yfir, 6-2, en lenti á vegg um miðbik fyrri hálfleiks. Þessi veggur var varnarmúr Fram því Fram vann forskot Stjörnunnar hratt upp og má segja liðið hafi fellt Stjörnuna á eigin bragði. Fram vann boltann ítrekað í vörninni og hraðaupphlaupin fylgdu í kjölfarið. Fram komst fimm mörkum yfir 13-8 en Stjarnan náði að minnka muninn í þrjú mörk fyrir hálfleik. Fram byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og var sex mörkum yfir eftir átta mínútna leik 22-16. Sóknarleikur Fram var frábær í seinni hálfleik og náði leikurinn aldrei að verða spennandi. Hin frábæra vörn sem Stjarnan lék í byrjun hvarf drottni sínum og er eins gott fyrir liðið að það finna vörnina fyrir þriðja leikinn í Safamýrinni á miðvikudag. Stella Sigurðardóttir fór mikinn, sérstaklega í seinni hálfleik og Guðrún Bjartmarz varði vel á mikilvægum augnablikum í leiknum. Rakel Dögg Bragadóttir sýndi glæsileg tilþrif í seinni hálfleik en þá var leikurinn í raun tapaður. Miklu munaði um að Jóna Margrét Ragnarsdóttir náði sér ekki á strik. Leikurinn einkenndist af töpuðum boltum hjá báðum liðum en það má að hluta til skrifa á hraða leiksins sem var mikill enda var hraðaupphlaup beggja liða þeirra helstu vopn framan af leiknum en uppstilltar sóknir gengu betur er leið á leikinn eftir brösuga byrjun. Stella: Trúi varla að við höfum unnið„Fyrstu tíu mínúturnar voru skelfilegar, þær skoruðu átta mörk, þar af sjö úr hraðaupphlaupum. Við misstum boltann og gripum hann ekki en um leið og við róuðumst aðeins og náðum upp vörninni, þá fengum við ódýru mörkin í staðin fyrir þær og þá kom þetta hægt og rólega,“ sagði Stella Sigurðardóttir sem skoraði 7 mörk fyrir Fram í dag. „Við fengum mjög mikilvæg hraðaupphlaupsmörk í lok fyrri hálfleiks og í byrjun seinni hálfleiks. Svo varði Guðrún frábærlega í markinu. Liðsheildin skilaði þessu í dag. „Við gerum rosalega mikið af tæknifeilum í þessum leik og ég trúi því varla að við höfum unnið þennan leik. við gerðum örugglega um 15 tæknifeila í þessum leik. Að sama skapi gerðu þær líka mikið af tæknifeilum. „Það var eins og boltinn hafi verið heitur. Hann var ekki gripinn og það var kastað útaf. Við þurfum að laga þetta ef við ætlum okkur sigur á miðvikudaginn,“ sagði Stella sem er ákveðin í að hefna fyrir tapið í fyrsta leiknum á heimavelli þegar liðin mætast 1. maí klukkan 17 í Safamýrinni. „Mér fannst sigur þeirra í Safamýrinni ekki sanngjarn. Við dettum niður á hælana síðustu tíu mínúturnar og var tvo daga að jafna sig. Mér fannst við vera með leikinn og við vorum ákveðnar í að svara fyrir okkur og ætlum áfram á þessari leið. Þetta verður hnífjafnt áfram. Liðið sem vill þetta meira, spilar fastari vörn og ódýru mörkin mun vinna að lokum,“ sagði Stella að lokum. Rakel Dögg: Vörnin klikkar rosalega„Mér fannst sóknarleikurinn miklu betri í dag en síðast en við gerðum rosalega mikið af tæknifeilum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Algjörum aula tæknifeilum þar sem við fáum hraðaupphlaup í bakið. Það verður okkur að falli,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir sem skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í dag. „Vörnin var ekki nógu góð. Við skorum 25 mörk og við klikkum á tveimur vítum og einhverjum fimm dauðafærum. Það er allt í lagi en hins vegar er allt of mikið að fá 30 mörk á sig. Við þurfum að halda þeim helst í kringum 20 mörkin. „Við þurfum að skoða vörnina. Eftir síðasta leik vorum við ánægðar með vörnina en óánægðar með sóknina. Nú er þetta öfugt. Vörnin klikkar rosalega. Við stígum ekki út í þær og teljum vitlaust og svo var markvarslan ekki eins og í síðasta leik. Það var margt jákvætt og margt miklu betra en í síðasta leik nema hvað við klikkum á vörninni. „Við gerum aula feila þar sem ég kasta boltanum tvisvar frá mér og Jóna og Esther sömuleiðis og þær keyra í bakið á okkur og komast fimm mörkum yfir. Það var skellur og eitthvað sem við þurfum að forðast. „Þær spila mjög framarlega og þá er eðlilegt að það verði einhverjir feilar en við þurfum að laga þetta. „Fram og Valur hafa verið í sérflokki í allan vetur og þær eru góðar á öllum sviðum og með góða leikmenn í hverri einustu stöðu. Til að vinna þetta lið þarf að leika góðan leik alls staðar. Það þarf góða vörn, góða sókn, fá markvörslu og hraðaupphlaup. Það var ekki allt til staðar í dag og það þarf að vera allt til staðar til að við náum að vinna,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Fram jafnaði metin í úrslitaeinvígi N1 deildar kvenna í handbolta þegar liðið sigraði Stjörnuna 30-25 í Mýrinni í Garðabæ í dag. Fram var 15-12 yfir í hálfleik. Stjarnan byrjaði leikinn betur. Liðið lék frábæra vörn og skoraði sjö af átta fyrstu mörkum sínum úr hraðaupphlaupum. Liðið komst mest fjórum mörkum yfir, 6-2, en lenti á vegg um miðbik fyrri hálfleiks. Þessi veggur var varnarmúr Fram því Fram vann forskot Stjörnunnar hratt upp og má segja liðið hafi fellt Stjörnuna á eigin bragði. Fram vann boltann ítrekað í vörninni og hraðaupphlaupin fylgdu í kjölfarið. Fram komst fimm mörkum yfir 13-8 en Stjarnan náði að minnka muninn í þrjú mörk fyrir hálfleik. Fram byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og var sex mörkum yfir eftir átta mínútna leik 22-16. Sóknarleikur Fram var frábær í seinni hálfleik og náði leikurinn aldrei að verða spennandi. Hin frábæra vörn sem Stjarnan lék í byrjun hvarf drottni sínum og er eins gott fyrir liðið að það finna vörnina fyrir þriðja leikinn í Safamýrinni á miðvikudag. Stella Sigurðardóttir fór mikinn, sérstaklega í seinni hálfleik og Guðrún Bjartmarz varði vel á mikilvægum augnablikum í leiknum. Rakel Dögg Bragadóttir sýndi glæsileg tilþrif í seinni hálfleik en þá var leikurinn í raun tapaður. Miklu munaði um að Jóna Margrét Ragnarsdóttir náði sér ekki á strik. Leikurinn einkenndist af töpuðum boltum hjá báðum liðum en það má að hluta til skrifa á hraða leiksins sem var mikill enda var hraðaupphlaup beggja liða þeirra helstu vopn framan af leiknum en uppstilltar sóknir gengu betur er leið á leikinn eftir brösuga byrjun. Stella: Trúi varla að við höfum unnið„Fyrstu tíu mínúturnar voru skelfilegar, þær skoruðu átta mörk, þar af sjö úr hraðaupphlaupum. Við misstum boltann og gripum hann ekki en um leið og við róuðumst aðeins og náðum upp vörninni, þá fengum við ódýru mörkin í staðin fyrir þær og þá kom þetta hægt og rólega,“ sagði Stella Sigurðardóttir sem skoraði 7 mörk fyrir Fram í dag. „Við fengum mjög mikilvæg hraðaupphlaupsmörk í lok fyrri hálfleiks og í byrjun seinni hálfleiks. Svo varði Guðrún frábærlega í markinu. Liðsheildin skilaði þessu í dag. „Við gerum rosalega mikið af tæknifeilum í þessum leik og ég trúi því varla að við höfum unnið þennan leik. við gerðum örugglega um 15 tæknifeila í þessum leik. Að sama skapi gerðu þær líka mikið af tæknifeilum. „Það var eins og boltinn hafi verið heitur. Hann var ekki gripinn og það var kastað útaf. Við þurfum að laga þetta ef við ætlum okkur sigur á miðvikudaginn,“ sagði Stella sem er ákveðin í að hefna fyrir tapið í fyrsta leiknum á heimavelli þegar liðin mætast 1. maí klukkan 17 í Safamýrinni. „Mér fannst sigur þeirra í Safamýrinni ekki sanngjarn. Við dettum niður á hælana síðustu tíu mínúturnar og var tvo daga að jafna sig. Mér fannst við vera með leikinn og við vorum ákveðnar í að svara fyrir okkur og ætlum áfram á þessari leið. Þetta verður hnífjafnt áfram. Liðið sem vill þetta meira, spilar fastari vörn og ódýru mörkin mun vinna að lokum,“ sagði Stella að lokum. Rakel Dögg: Vörnin klikkar rosalega„Mér fannst sóknarleikurinn miklu betri í dag en síðast en við gerðum rosalega mikið af tæknifeilum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Algjörum aula tæknifeilum þar sem við fáum hraðaupphlaup í bakið. Það verður okkur að falli,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir sem skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í dag. „Vörnin var ekki nógu góð. Við skorum 25 mörk og við klikkum á tveimur vítum og einhverjum fimm dauðafærum. Það er allt í lagi en hins vegar er allt of mikið að fá 30 mörk á sig. Við þurfum að halda þeim helst í kringum 20 mörkin. „Við þurfum að skoða vörnina. Eftir síðasta leik vorum við ánægðar með vörnina en óánægðar með sóknina. Nú er þetta öfugt. Vörnin klikkar rosalega. Við stígum ekki út í þær og teljum vitlaust og svo var markvarslan ekki eins og í síðasta leik. Það var margt jákvætt og margt miklu betra en í síðasta leik nema hvað við klikkum á vörninni. „Við gerum aula feila þar sem ég kasta boltanum tvisvar frá mér og Jóna og Esther sömuleiðis og þær keyra í bakið á okkur og komast fimm mörkum yfir. Það var skellur og eitthvað sem við þurfum að forðast. „Þær spila mjög framarlega og þá er eðlilegt að það verði einhverjir feilar en við þurfum að laga þetta. „Fram og Valur hafa verið í sérflokki í allan vetur og þær eru góðar á öllum sviðum og með góða leikmenn í hverri einustu stöðu. Til að vinna þetta lið þarf að leika góðan leik alls staðar. Það þarf góða vörn, góða sókn, fá markvörslu og hraðaupphlaup. Það var ekki allt til staðar í dag og það þarf að vera allt til staðar til að við náum að vinna,“ sagði Rakel Dögg að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira