Fleiri fréttir

Samúel Ívar tekur við HK

Samúel Ívar Árnason verður næsti þjálfari Íslandsmeistara HK í handbolta. Hann tekur við starfinu af Kristni Guðmundssyni sem er á leið til Noregs.

Höfum engu að tapa

Lokaúrslitin í umspilskeppni N1-deildar karla hefjast í Vodafone-höllinni í kvöld en þá mætast Valur og Stjarnan. Það lið sem vinnur fyrst tvo leiki spilar í N1-deild karla á næstu leiktíð.

Enginn dauðadómur

Arnór Atlason spilaði sinn fyrsta leik með Flensburg mánuði á undan áætlun eftir að hafa slitið hásin. Hann ætlar að njóta hverrar mínútu með liðinu á lokaspretti tímabilsins en í sumar söðlar hann um og heldur til Frakklands.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 23-24

Fram er komið í vænlega stöðu í undanúrslitaeinvígi sínu gegn FH eftir að hafa unnið sterkan útisigur, 23-24, í Kaplakrika í kvöld. Leikur liðanna fer seint í sögubækurnar fyrir fegurð en spennandi var hann. Liðin héldust í hendur nær allan leikinn en taugar Framara voru sterkari undir lokin og lukkan var einnig með þeim.

Hlýddu kalli Hrafnhildar

Eftir að Valur tapaði öðrum leik sínum gegn Stjörnunni í undanúrslitum kvenna í handbolta hraunaði Hrafnhildur Skúladóttir, leikmaður Vals, yfir stuðningsmenn liðsins. Mætingin á fyrstu tvo leikina var ansi dræm.

Arnór spilaði með Flensburg

Arnór Atlason spilaði sinn fyrsta leik með Flensburg í kvöld síðan hann sleit hásin fyrr á þessu tímabili.

Handboltaliðið Guðrún að gera góða hluti í Danmörku

Íslendingaliðið Guðrún Handbolti er komið upp í efstu deild í Kaupmannarhafnar-deildinni í handbolta en þetta lið er eingöngu skipað íslenskum leikmönnum og félagsmenn líta á sig sem eina raunverulega íslendingaliðið í Danmörku.

Arnór má spila með Flensburg í kvöld

Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Atlason hefur fengið grænt ljós frá læknum og má því spila á nýjan leik með þýska liðinu Flensburg Handewitt. Arnór verður í hópnum á móti TSV Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta kemur fram á heimasíðu Flensburg.

Kári tekur aftur við kvennaliði Gróttu

Kári Garðarsson mun þjálfa kvennalið Gróttu næstu tvö árin en hann skrifaði í gær undir tveggja ára samning og mun taka við liðinu af fráfarandi þjálfara, Ómari Erni Jónssyni. Kári tekur því aftur við kvennaliði Gróttu sem hann þjálfaði síðast 2005-2006.

Ilic fer frá Kiel í sumar

Serbneska stórskyttan Momir Ilic mun yfirgefa herbúðir Kiel í sumar þegar að samningur hans við félagið rennur út.

Spila sóknarleik með HSÍ

Advania hefur undirritað viðamikinn samstarfssamning við Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) til tveggja ára.

Sýning hjá herbergisfélögunum

Justin Shouse og Jón Ólafur Jónsson buðu áhorfendum í Ásgarði upp á sýningu í þriggja stiga körfum í viðureign Stjörnunnar og Snæfells í Domino's-deild karla á föstudagskvöldið.

Baráttan byrjar á föstudag

Karlalið Vals og Stjörnunnar leiða saman hesta sína á föstudagskvöld í fyrsta leiknum í einvígi liðanna um sæti í efstu deild á næstu leiktíð.

Orðrómurinn staðfestur

Valero Rivera, þjálfari heimsmeistara Spánverja í handbolta karla, hefur staðfest að hann muni láta af störfum sem þjálfari liðsins.

Bræður sameinast á ný

Árni Þór Sigtryggsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við EHV Aue í b-deild þýska handboltans. Rúnar Sigtryggsson, bróðir Árna Þórs, er þjálfari liðsins.

EM á ekki að snúast um mig

Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, ætlar að hætta með danska landsliðið eftir EM karla í handbolta sem fer fram í Danmörku í byrjun næsta árs. Íslenska landsliðið er eitt af þremur landsliðinum, sem hafa auk gestgjafana frá Danmörku, tryggt sér þátttökurétt á mótinu.

Þórir bikarmeistari með Kielce

Íslenski landsliðsmaðurinn Þórir Ólafsson varð í gær pólskur bikarmeistari með liði sínu KS VIVE Targi Kielce en liðið vann þá eins marks sigur á Orlen Wisla Plock í bikarúrslitaleiknum, 28-27.

Stuðningsmenn Vals til skammar

"Í alvöru talað. Það eru 30 manns uppi í stúku hjá okkur. Tuttugu þeirra eru fjölskyldumeðlimir,“ sagði ósátt Hrafnhildur Skúladóttir eftir tap Valskvenna gegn Stjörnunni í dag.

Stella spilaði og Fram vann stórsigur

Fram er komið með annan fótinn í úrslitarimmu N1-deildar kvenna eftir sigur, 28-18, gegn ÍBV í Eyjum í dag. Staðan í einvígi liðanna er 2-0 fyrir Fram sem kemst í úrslit með sigri í næsta leik.

Kiel bikarmeistari þriðja árið í röð

Kiel varð í dag þýskur bikarmeistari eftir frábæran sigur á Flensburg, 33-30, í úrslitum en liðið lagði Melsungen auðveldlega í undanúrslitum í gær.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Víkingur 27-19

Stjarnan vann Víking, 27-19, í oddaleik í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í N1-deild karla í handknattleik. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og gáfu aldrei neitt eftir. Liðið byrjaði leikinn á því að komast í 5-0 og það forskot fór aldrei.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 28-24

Stjarnan vann magnaðan sigur, 28-24, á Val í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik og jöfnuðu þar með einvígið 1-1. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í leiknum en Þorgerður Anna Atladóttir var með tíu hjá Val.

Bergischer og Eisenach í fínum málum

Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer í dag er liðið gerði óvænt jafntefli, 30-30, gegn Henstedt-Ulzburg sem er eitt af neðstu liðum þýsku B-deildarinnar í handknattleik.

Kiel valtaði yfir Melsungen og komst í úrslit

Það verða Kiel og Flensburg sem mætast í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Kiel skellti Melsungen, 35-23, en Flensburg lagði Hamburg fyrr í dag í framlengdum leik.

Flensburg í bikarúrslit

Ólafur Gústafsson og félagar í Flensburg eru komnir í úrslit þýsku bikarkeppninnar. Þeir lögðu Hamburg, 26-25, í frábærum leik sem varð að framlengja.

Stella er ekki brotin

Besti leikmaður kvennaliðs Fram, Stella Sigurðardóttir, meiddist í leiknum gegn ÍBV í gær og var óttast að hún væri alvarlega meidd.

Breiddin gegn góðu byrjunarliði

"Við höfum endurheimt menn úr meiðslum. Tíminn hefur því verið góður fyrir okkur og við erum komnir langt í að slípa liðið saman," segir Óskar Ármannsson aðstoðarþjálfari Hauka.

Pressan er á þeim

"Pásan var alltof löng og við getum ekki beðið eftir að byrja aftur. Kosturinn við þetta er að sárin eru búin að gróa og menn eru orðnir þokkalega heilir," segir Jón Heiðar Gunnarsson, línumaður ÍR.

Sannfærður um að við tökum þetta

"Ég hugsa að það sé bara gott fyrir okkur að fá þetta frí. Við erum lúnir menn inni á milli. Þetta hefði mátt vera vika, kannski aðeins of langt, en bara fínt að slípa sig til. Við mætum ferskir til leiks," segir varnartröllið Ægir Hrafn Jónsson.

Sjá næstu 50 fréttir