Handbolti

Ólafur með sjö mörk í sigri Kristianstad

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ólafur Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu í janúar.
Ólafur Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu í janúar.
Ólafur Guðmundsson var hetja IFK Kristianstad er liðið lagði IK Sävehof, 26-25, í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi liðanna í danska handboltanum. Ólafur skoraði sjö mörk í leiknum.

Staðan í hálfleik var 14-11 fyrir heimamenn í IFK Kristianstad. Ólafur og félagar voru þremur mörkum yfir í leiknum þegar um 10 mínútur voru eftir en gestirnir úr IK Sävehof náðu að jafna leikinn. Markus Olsson skoraði sigurmark IFK Kristianstad þegar um mínúta var eftir af leiknum.

Ólafur stóð einnig sína plikt í vörninni og braut á leikmanni IK Sävehof þegar aðeins sekúnda var eftir af leiknum og fékk tveggja mínútna brottvísun. Hann kom þar með í veg að IK Sävehof næði að jafna metin. Staðan í einvígi liðanna er 1-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×