Handbolti

Rúnar skoraði tvö mörk í mikilvægum sigri

Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason.
Íslendingaliðið Grosswallstadt vann botnslaginn gegn Essen í kvöld, 22-27, en sigurinn var lífsnauðsynlegur fyrir Grosswallstadt.

Þarna mættust liðin í tveim neðstu sætum deildarinnar en Grosswallstadt komst upp að hlið Neuhausen með sigrinum.

Rúnar Kárason skoraði tvö mörk fyrir Grosswallstadt í kvöld. Sverre Jakobsson komst ekki blað en var rekinn einu sinni af velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×