Handbolti

Kiel valtaði yfir Melsungen og komst í úrslit

Guðjón Valur á ferðinni í dag.
Guðjón Valur á ferðinni í dag.
Það verða Kiel og Flensburg sem mætast í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Kiel skellti Melsungen, 35-23, en Flensburg lagði Hamburg fyrr í dag í framlengdum leik.

Kiel var í nokkru basli með Melsungen framan af leik og munurinn aðeins tvö mörk í hálfleik, 16-14. Kiel steig svo á bensínið í síðari hálfleik og vann öruggan sigur.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk fyrir Kiel í dag og Aron Pálmarsson tvö. Alfreð Gíslason þjálfar liðið eins og flestum ætti að vera kunnugt um.




Tengdar fréttir

Flensburg í bikarúrslit

Ólafur Gústafsson og félagar í Flensburg eru komnir í úrslit þýsku bikarkeppninnar. Þeir lögðu Hamburg, 26-25, í frábærum leik sem varð að framlengja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×