Handbolti

Bergischer og Eisenach í fínum málum

Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer í dag er liðið gerði óvænt jafntefli, 30-30, gegn Henstedt-Ulzburg sem er eitt af neðstu liðum þýsku B-deildarinnar í handknattleik.

Bergischer er engu að síður enn í öðru sæti deildarinnar og stefni hraðbyri upp í úrvalsdeildina.

Hannes Jón Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Eisenach sem vann flottan sigur, 34-30, á Leutershausen. Eisenach, sem Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson þjálfari, styrkti því stöðu sína í þriðja sæti.

Lið Rúnars Sigtryggsonar, EHV Aue, varð að sætta sig við tap á heimavelli, 25-29, gegn Hüttenberg. Sveinbjörn Petursson stóð í marki Aue í leiknum en liðið er í fallsæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×