Enginn dauðadómur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Arnór Atlason er hér í leik með Flensburg fyrr á tímabilinu, áður en hann sleit hásin í nóvember síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images Það tók Arnór Atlason aðeins rétt tæpa fimm mánuði að koma sér aftur á völlinn með Flensburg í Þýskalandi eftir að hafa slitið hásin í leik gegn Hamburg í Meistaradeild Evrópu þann 18. nóvember síðastliðinn. Arnór spilaði í nokkrar mínútur með Flensburg þegar liðið vann Hannover-Burgdorf í fyrrakvöld, 32-26. Arnór skoraði ekki en fagnaði því fyrst og fremst að komast inn á handboltavöllinn á ný. „Þetta gekk ágætlega, svo sem. Aðalmálið var að ná að spila. Það var þrælfínt,“ sagði Arnór við Fréttablaðið í gær. „Ég er þó enn aðeins takmarkaður og treysti mér ekki í allar aðgerðir hundrað prósent. En ég fékk „fílinginn“ aftur og það var gott.“ Þessi undraverði bati er ekki síst að þakka dugnaði Arnórs, sem hefur lagt hart að sér í endurhæfingunni. „Þetta er búið að ganga í raun frábærlega, enda er það að slíta hásinina ekki sami dauðadómur og það var fyrir nokkrum árum. Það eru komnar alls kyns nýjar leiðir og aðgerðir. Viðmiðið er 6-8 mánuðir en það er svo persónubundið hversu lengi hver og einn er að ná fullum bata.“ Arnór hefur æft með liði sínu af fullum krafti í fjórar vikur og var búinn að fá samþykki úr mörgum áttum, eins og hann orðaði það, til að spila á ný. Hann óttast því ekki að fara of geyst af stað. „Auðvitað getur komið bakslag eins og gengur og gerist en það þýðir ekkert annað en að vera áfram duglegur. Ég mun alla vega njóta hverrar mínútu sem ég fæ með Flensburg áður en ég fer í sumar,“ segir Arnór en hann var búinn að semja við franska liðið St. Raphäel áður en hann meiddist og fer þangað eftir að tímabilinu lýkur í Þýskalandi. Hann segir margt skemmtilegra en að vera í stífri sjúkraþjálfun og endurhæfingu en segir að góður stuðningur fjölskyldu sinnar hafi gert allt ferlið auðveldara. „Það hefur auðvitað verið alveg vonlaust að missa af bæði HM á Spáni og ótrúlega mörgum skemmtilegum leikjum með Flensburg. En liðið er sem betur fer búið að standa sig vel í vetur,“ segir Arnór en Flensburg er í þriðja sæti deildarinnar og í baráttu um að vera í hópi þriggja efstu liðanna sem fá þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Þjálfarinn Ljubomir Vranjes er að minnsta kosti viss um að liðið hagnist á því að endurheimta Arnór fyrir lokasprettinn. „Hann fékk smjörþefinn í kvöld og ég er þess fullviss að hann mun hjálpa okkur gegn Hamburg,“ sagði Vranjes en Flensburg mætir einmitt liðinu á sunnudaginn í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég veit ekki hversu stóru hlutverki ég get gegnt á næstunni en vonandi stækkar það eftir því sem á líður. Það er bara fyrst og fremst gaman að vera kominn til baka,“ segir Arnór. Handbolti Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Sjá meira
Það tók Arnór Atlason aðeins rétt tæpa fimm mánuði að koma sér aftur á völlinn með Flensburg í Þýskalandi eftir að hafa slitið hásin í leik gegn Hamburg í Meistaradeild Evrópu þann 18. nóvember síðastliðinn. Arnór spilaði í nokkrar mínútur með Flensburg þegar liðið vann Hannover-Burgdorf í fyrrakvöld, 32-26. Arnór skoraði ekki en fagnaði því fyrst og fremst að komast inn á handboltavöllinn á ný. „Þetta gekk ágætlega, svo sem. Aðalmálið var að ná að spila. Það var þrælfínt,“ sagði Arnór við Fréttablaðið í gær. „Ég er þó enn aðeins takmarkaður og treysti mér ekki í allar aðgerðir hundrað prósent. En ég fékk „fílinginn“ aftur og það var gott.“ Þessi undraverði bati er ekki síst að þakka dugnaði Arnórs, sem hefur lagt hart að sér í endurhæfingunni. „Þetta er búið að ganga í raun frábærlega, enda er það að slíta hásinina ekki sami dauðadómur og það var fyrir nokkrum árum. Það eru komnar alls kyns nýjar leiðir og aðgerðir. Viðmiðið er 6-8 mánuðir en það er svo persónubundið hversu lengi hver og einn er að ná fullum bata.“ Arnór hefur æft með liði sínu af fullum krafti í fjórar vikur og var búinn að fá samþykki úr mörgum áttum, eins og hann orðaði það, til að spila á ný. Hann óttast því ekki að fara of geyst af stað. „Auðvitað getur komið bakslag eins og gengur og gerist en það þýðir ekkert annað en að vera áfram duglegur. Ég mun alla vega njóta hverrar mínútu sem ég fæ með Flensburg áður en ég fer í sumar,“ segir Arnór en hann var búinn að semja við franska liðið St. Raphäel áður en hann meiddist og fer þangað eftir að tímabilinu lýkur í Þýskalandi. Hann segir margt skemmtilegra en að vera í stífri sjúkraþjálfun og endurhæfingu en segir að góður stuðningur fjölskyldu sinnar hafi gert allt ferlið auðveldara. „Það hefur auðvitað verið alveg vonlaust að missa af bæði HM á Spáni og ótrúlega mörgum skemmtilegum leikjum með Flensburg. En liðið er sem betur fer búið að standa sig vel í vetur,“ segir Arnór en Flensburg er í þriðja sæti deildarinnar og í baráttu um að vera í hópi þriggja efstu liðanna sem fá þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Þjálfarinn Ljubomir Vranjes er að minnsta kosti viss um að liðið hagnist á því að endurheimta Arnór fyrir lokasprettinn. „Hann fékk smjörþefinn í kvöld og ég er þess fullviss að hann mun hjálpa okkur gegn Hamburg,“ sagði Vranjes en Flensburg mætir einmitt liðinu á sunnudaginn í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég veit ekki hversu stóru hlutverki ég get gegnt á næstunni en vonandi stækkar það eftir því sem á líður. Það er bara fyrst og fremst gaman að vera kominn til baka,“ segir Arnór.
Handbolti Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Sjá meira