Handbolti

Flensburg í bikarúrslit

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Ólafur Gústafsson og félagar í Flensburg eru komnir í úrslit þýsku bikarkeppninnar. Þeir lögðu Hamburg, 26-25, í frábærum leik sem varð að framlengja.

Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda. Bæði lið fengu tækifæri til þess að skora á lokamínútunni markverðir liðanna í stuði og sáu til þess að það þurfti að framlengja leikinn. Staðan eftir 60 mínútur var 23-23.

Í framlengingunni reyndist Flensburg sterkara liðið og þeir fögnuðu hreint ógurlega á heimavelli Hamburg. Ólafur komst ekki á blað í leiknum.

Flensburg mætir Kiel eða Melsungen í úrslitaleiknum en þau mætast á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×