Fleiri fréttir

Vignir fær nýjan þjálfara

Ulf Schefvert, þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Minden, hefur verið leystur frá störfum. Ekki er ljóst hver tekur við af honum.

Daniel Svensson með krabbamein

Danski handboltamaðurinn Daniel Svensson hefur greinst með krabbamein en hann er á mála hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Lübbecke.

Ævintýralegt jafntefli hjá Löwen

Rhein-Neckar Löwen komst upp að hlið Kiel á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa nælt í ævintýralegt jafntefli, 27-27, gegn Lemgo í kvöld. Jöfnunarmark Löwen kom á lokasekúndu leiksins.

Verðum að framfylgja lögum

Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun.

Dýrt tap hjá Bjerringbro

Guðmundi Árna Ólafssyni og félögum í danska liðinu Bjerringbro/Silkeborg mistókst að komast á topp dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Afsökunarbeiðni krafist

Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla um liðna helgi.

Stökk fram af brú vegna taps liðsins síns

Eldheitur stuðningsmaður handboltaliðsins Buducnost stökk fram af brú í Podgorica í Svartfjallalandi eftir að liðið tapaði mikilvægum leik í Meistaradeild Evrópu.

Einar með tilboð frá Molde í Noregi

Einar Jónsson, þjálfari Fram í N1-deild karla, er nú með tilboð í höndunum frá kvennaliði Molde í Noregi. Einar þjálfaði sem kunnugt er kvennalið Fram þar til nýverið.

Viljum ekki skerða hlut neins

Framkvæmdastjóri Rúv segir atvik sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla í handbolta óheppilegt. Framkvæmdastjóri HSÍ segir að reglur hafi verið í gildi á leiknum en að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant.

Segir atvikið á vellinum óheppilegt

Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, vill að litlu leyti tjá sig um atvik sem kom upp í tengslum við ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis nú um helgina.

Algjörlega til skammar

Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerir athugasemdir við vinnubrögð Rúv í tengslum við leiki helgarinnar í bikarkeppninni í handbolta.

Sex íslensk mörk í sigri Löwen

Rhein-Neckar Löwen skellti sér á topp B-riðils EHF-bikarsins í handbolta með því að sigra Kolding frá Danmörku 28-25 í Þýskalandi. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Löwen.

Eisenach vann Íslendingaslaginn

Bergischer og Eisenach halda sínu striki í toppbaráttu þýska 2. deildarinnar en bæði lið unnu leiki sína í dag. Bergischer sigraði Bad Schwartau örugglega og Eisenach skellti Ludwigshafen-Friesenheim 24-22

Rúv bannar myndatökur á gólfinu

Ekki verður boðið upp á neinar hefðbundnar fagnmyndir af gólfinu eftir bikarúrslitaleik Vals og Fram á eftir þar sem Rúv hefur meinað ljósmyndurum að fara inn á völlinn eftir leik.

Hefðin með Fram þó Valur eigi titil að verja

Fjórða árið í röð verður það Fram eða Valur sem verður bikarmeistari kvenna í handbolta því liðin mætast í úrslitum Síma bikarsins í dag klukkan 16:00. Þetta er jafnframt í þriðja skiptið á fjórum árum sem liðin mætast í úrslitum.

ÍR mun sigurstranglegra þó hefðin sé með Stjörnunni

ÍR og Stjarnan mætast í úrslitum Síma bikars karla í handbolta í dag klukkan 13:30 í Laugardalshöll. Flestir búast við því að ÍR sem leikur í N1 deild karla eigi að vinna Stjörnuna sem leikur í 1. deild nokkuð örugglega.

Öruggt hjá Emsdetten

Emsdetten vann mikilvægan sigur á HC Erlangen 24-20 í baráttunni um efsta sæti þýsku 2. deildar í handbolta. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði 3 mörk fyrir Emsdetten og Ernir Örn Arnarson 2.

Góður sigur hjá Mors-Thy | Stórt tap hjá SönderjyskE

Einar Ingi Hrafnsson skoraði þrjú mörk fyrir Mors-Thy sem sigraði Álaborg 22-21 í hörku leik í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Ekki gekk eins vel hjá Atla Ævari Ingólfssyni og Antoni Rúnarssyni og félögum í SönderjyskE sem töpuðu fyrir Århus 33-25.

Ágúst: Valur og Fram fara í úrslit

Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna, spáir því að Valur og Fram fari alla leið í úrslit Símabikars kvenna, en undanúrslitin fara fram í dag. Ágúst býst við því að undanúrslitaleikirnir verði ekki eins ójafnir og margir búast við.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 19-27 | Bikarmeistararnir í úrslit

Nýkrýndir deildarmeistar í N1- deild kvenna, Valur, sigraði ÍBV í undanúrslitum Símabikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Þær fara því í úrslitaleikinn sem háður verður á morgun. En seinna í dag kemur það í ljós hvort þær mæta liði Fram eða Gróttu.

Eyjastúlkur komnar til Reykjavíkur

Óvissunni um leiki morgundagsins í undanúrslitum Símabikars kvenna hefur verið eytt því að lið ÍBV kom upp á land með Herjólfi síðdegis.

Erfitt fyrir neðrideildarliðin

1. deildarliðin Selfoss og Stjarnan verða bæði í eldlínunni þegar undanúrslit Símabikars karla fara fram í dag. Þau fá að reyna sig gegn úrvalsdeildarliðunum ÍR og Akureyri. Ágúst Jóhannsson, þjálfari 1. deildarliðs Gróttu, gerir ekki ráð fyrir því að neð

Team Tvis öruggt með annað sætið

Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði tvö mörk þegar að Team Tvis Holstebro vann öruggan sigur á Odense, 34-23, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Annað óvænt tap hjá Emsdetten

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði sex mörk fyrir Emsdetten sem tapaði afar óvænt fyrir Eintracht Hildesheim í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld, 31-23.

Hammerseng endanlega hætt í norska landsliðinu

Gro Hammerseng, ein allra besta handboltakona heims, hefur nú gefið það endanlega út að hún muni ekki spila aftur með norska landsliðinu. Hammerseng var síðast með norska landsliðinu í desember 2010 en hefur síðan eignast barn.

Óvænt tap á heimavelli

Heimir Óli Heimisson skoraði eitt mark þegar að lið Guif tapaði fyrir Aranäs í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 28-25. Aranäs er í næstneðsta sæti deildarinnar.

Ólafur og félagar unnu toppliðið

Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk þegar að lið hans, Kristianstad, vann góðan útisigur á toppliði Lugi, 25-23, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Passi í boði á alla leikina á úrslitahelgi Símabikarsins

Bikarúrslitaleikir allra flokka í Símabikarnum í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni um næstu helgi en í fyrsta sinn eru undanúrslitaleikir hjá körlum og konum spilaðir á sömu helgi og sjálfir bikarúrslitaleikirnir.

Myndband: Valur deildarmeistari

Valsstúlkur tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Liðið vann þá öruggan sigur á HK, 33-28.

Sjá næstu 50 fréttir