Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 19-27 | Bikarmeistararnir í úrslit Sigmar Sigfússon í Laugardalshöll skrifar 9. mars 2013 00:01 Mynd/Stefán Nýkrýndir deildarmeistar í N1- deild kvenna, Valur, sigraði ÍBV í undanúrslitum Símabikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Þær fara því í úrslitaleikinn sem háður verður á morgun. En seinna í dag kemur það í ljós hvort þær mæta liði Fram eða Gróttu. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur og voru markmenn beggja liða í aðalhlutverki. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markmaður Vals varði ellefu bolta í marki Vals en Florentina Stanciu, markmaður ÍBV, varði níu bolta hinum megin og þar á meðal eitt víti. Valsstúlkur voru ávallt skrefinu lengra í leiknum og náðu mest sjö marka forystu í stöðuna 9 - 16 þegar flautað var til hálfleiks. Þorgerður Anna Atladóttir var öflug fyrir Val í hálfleiknum og skoraði sjö mörk. Forysta Vals skapaðist aðalega upp úr góðri markvörslu og þá voru þær duglegar að keyra hraðaupphlaupin. Staðan var eins og áður segir 9 – 16 fyrir Val þegar flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik komu Eyjastúlkur virkilega grimmar til leiks og skoruðu nokkur mörk í röð. ÍBV náði þá að minnka forystu Vals í þrjú mörk, 15 – 18. Stuttu áður hafði Valur tekið leikhlé sem skilaði litlu. Engu að síður var þetta aldrei í hættu, Valur var mun sterkari aðilinn í leiknum og kláraðu leikinn í fyrri hálfleik. Valur sýndi það í dag að þetta er besta liðið á Íslandi um þessar mundir. Guðný Jenný, markmaður Vals varði alls tuttugu og þrjá bolta í marki Vals og var kjörinn maður leiksins. Svavar Vignisson: Sjálfum okkur til skammar„Mín fyrstu viðbrögð við þessum leik er hörmung, við töpuðum þessum leik í fyrri hálfleik. Við gefumst upp eftir 15 mínútur og tveir-þrír leikmenn hjá okkur farnar í fýlu. Vorum farnar að hengja haus og við megum alls ekki við því, ekki með breiðari mannskap en þetta. Bæði ég og stelpurnar ættum að skammast okkar því þetta er langt frá því sem við ætluðum okkur og neita að trúa því að þetta sé munurinn á þessum liðum,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir leikinn. „Jenný var frábær í markinu hjá þeim en Florentina var það einnig hjá okkur og hún kannski sú sem stendur upp úr hjá okkur, annað var ömurlegt því miður. „Við áttum góðan séns að komast inn í þetta í upphafi seinni hálfleiksins, minnkuðum þetta í þrjú þá og gátum náð þessu í tvö en þá klúðraðist hraðarupphlaup hjá okkur. En þá slökknaði á þessum neista sem við náðum upp og við duttum í sama farið. Eins og ég sagði hérna áðan að þá er þetta okkur og öðrum til skammar,“ sagði Svavar að lokum. Guðný Jenný: Góð liðsheild„Þetta var góð liðsheild, góð sókn og góð vörn. Þegar vörnin er góð kemur markvarslan. Ég fékk góða hjálp frá vörninni og þetta gekk bara eins og við lögðum þetta upp,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markmaður Vals og jafnframt maður leiksins eftir leik. „Ég hef heyrt af því að Valur – Fram sé drauma úrslitaleikur og við erum búnir að koma okkur þangað svo það verður spurning hvernig hin leikurinn fari. „Ég vissi það svo sem að þegar maður er kominn með svona forystu að þá er þetta alltaf spurning um hausinn og hugarfarið. Það má ekkert slaka á, á móti þeim því þær eru með fínan hóp, góðar skyttur,sterka línu og öfluga vörn. Þannig var þetta bara spurning hjá okkur að halda áfram og klára þetta sem við og gerðum,“ sagði Guðný brosmild að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira
Nýkrýndir deildarmeistar í N1- deild kvenna, Valur, sigraði ÍBV í undanúrslitum Símabikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Þær fara því í úrslitaleikinn sem háður verður á morgun. En seinna í dag kemur það í ljós hvort þær mæta liði Fram eða Gróttu. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur og voru markmenn beggja liða í aðalhlutverki. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markmaður Vals varði ellefu bolta í marki Vals en Florentina Stanciu, markmaður ÍBV, varði níu bolta hinum megin og þar á meðal eitt víti. Valsstúlkur voru ávallt skrefinu lengra í leiknum og náðu mest sjö marka forystu í stöðuna 9 - 16 þegar flautað var til hálfleiks. Þorgerður Anna Atladóttir var öflug fyrir Val í hálfleiknum og skoraði sjö mörk. Forysta Vals skapaðist aðalega upp úr góðri markvörslu og þá voru þær duglegar að keyra hraðaupphlaupin. Staðan var eins og áður segir 9 – 16 fyrir Val þegar flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik komu Eyjastúlkur virkilega grimmar til leiks og skoruðu nokkur mörk í röð. ÍBV náði þá að minnka forystu Vals í þrjú mörk, 15 – 18. Stuttu áður hafði Valur tekið leikhlé sem skilaði litlu. Engu að síður var þetta aldrei í hættu, Valur var mun sterkari aðilinn í leiknum og kláraðu leikinn í fyrri hálfleik. Valur sýndi það í dag að þetta er besta liðið á Íslandi um þessar mundir. Guðný Jenný, markmaður Vals varði alls tuttugu og þrjá bolta í marki Vals og var kjörinn maður leiksins. Svavar Vignisson: Sjálfum okkur til skammar„Mín fyrstu viðbrögð við þessum leik er hörmung, við töpuðum þessum leik í fyrri hálfleik. Við gefumst upp eftir 15 mínútur og tveir-þrír leikmenn hjá okkur farnar í fýlu. Vorum farnar að hengja haus og við megum alls ekki við því, ekki með breiðari mannskap en þetta. Bæði ég og stelpurnar ættum að skammast okkar því þetta er langt frá því sem við ætluðum okkur og neita að trúa því að þetta sé munurinn á þessum liðum,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir leikinn. „Jenný var frábær í markinu hjá þeim en Florentina var það einnig hjá okkur og hún kannski sú sem stendur upp úr hjá okkur, annað var ömurlegt því miður. „Við áttum góðan séns að komast inn í þetta í upphafi seinni hálfleiksins, minnkuðum þetta í þrjú þá og gátum náð þessu í tvö en þá klúðraðist hraðarupphlaup hjá okkur. En þá slökknaði á þessum neista sem við náðum upp og við duttum í sama farið. Eins og ég sagði hérna áðan að þá er þetta okkur og öðrum til skammar,“ sagði Svavar að lokum. Guðný Jenný: Góð liðsheild„Þetta var góð liðsheild, góð sókn og góð vörn. Þegar vörnin er góð kemur markvarslan. Ég fékk góða hjálp frá vörninni og þetta gekk bara eins og við lögðum þetta upp,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markmaður Vals og jafnframt maður leiksins eftir leik. „Ég hef heyrt af því að Valur – Fram sé drauma úrslitaleikur og við erum búnir að koma okkur þangað svo það verður spurning hvernig hin leikurinn fari. „Ég vissi það svo sem að þegar maður er kominn með svona forystu að þá er þetta alltaf spurning um hausinn og hugarfarið. Það má ekkert slaka á, á móti þeim því þær eru með fínan hóp, góðar skyttur,sterka línu og öfluga vörn. Þannig var þetta bara spurning hjá okkur að halda áfram og klára þetta sem við og gerðum,“ sagði Guðný brosmild að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira