Erfitt fyrir neðrideildarliðin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2013 08:00 Fyrirliðar liðanna fjögurra sem berjast um bikarinn takast hér á. Hreinn Þór Hauksson frá Akureyri, Hörður Bjarnarson frá Selfossi, Víglundur Jarl Þórsson frá Stjörnunni og Björgvin Þór Hólmgeirsson frá ÍR. Fréttablaðið/Pjetur Bikarúrslitahelgi HSÍ hefst í dag þegar undanúrslit karla fara fram í Laugardalshöllinni. Í fyrsta skipti fara undanúrslit og úrslit fram sömu helgina og allir leikir í Laugardalshöllinni. Úrslitaleikir yngri flokka fara líka fram þessa helgi. Það eru karlarnir sem ríða á vaðið í dag og undanúrslit kvenna fara svo fram á morgun. Úrslitaleikirnir verða svo spilaðir á sunnudag. Tvö 1. deildarlið eru í undanúrslitum í karlakeppninni, sem kemur nokkuð á óvart. Fréttablaðið fékk Ágúst Jóhannsson, þjálfara 1. deildarliðs Gróttu, til þess að spá í spilin fyrir leiki dagsins. „Ég held að þetta verði ansi strembið fyrir 1. deildarliðin. Þó svo að 1. deild sé alltaf að styrkjast er enn stigsmunur á gæðunum þar og í efstu deild. Ég held að ÍR og Akureyri fari nokkuð þægilega í gegnum þetta," sagði Ágúst en hvað þarf að gerast til að 1. deildarliðin komi á óvart? „Þau þurfa að eiga algjöran toppleik. Það þarf líka að vera vanmat hjá úrvalsdeildarliðunum en ég sé það ekki gerast þegar svona langt er liðið á keppnina. Ég hefði haft gaman af því að fá 1. deildarlið í úrslitin en ég sé það ekki gerast," sagði Ágúst, en hann stýrði Gróttu alla leið í úrslit á sínum tíma þegar liðið var í 1. deild. Er það í eina skiptið sem 1. deildarlið hefur komist í úrslit. Ef spá þjálfarans gengur eftir verða það ÍR og Akureyri sem spila á sunnudaginn. Hvernig leggst sá leikur í hann? „Ég held að það verði hörkuleikur. Akureyri er með ungt og efnilegt lið í bland við reynslumeiri menn eins og Bjarna og Heimi sem þjálfa líka liðið. ÍR er með gríðarlega sterkt varnarlið og mikil stemning í kringum félagið. Það er líka stemning í kringum Akureyringa og ég held að þetta verði flottur úrslitaleikur," segir Ágúst en hvort liðið vinnur leikinn? „Ég hallast að sigri ÍR-inga en það verður ekki auðvelt. Varnarleikur ÍR-inga mun gera gæfumuninn." Það er almenn jákvæðni í handboltahreyfingunni með þetta nýja fyrirkomulag á úrslitahelginni. Ágúst er á meðal þeirra jákvæðu. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er gaman að prófa þetta. Svona fyrirkomulag hefur heppnast mjög vel erlendis. Það er flott umgjörð í kringum keppnina og nú snýst þetta um hvernig félögin standa að sínum málum og hversu margt fólk mætir á svæðið. Þetta er flott framtak og til fyrirmyndar hvernig er staðið að þessu." Örlög N1-deildarliðanna í bikarnum í vetur:Haukar - duttu út á móti ÍR (8 liða úrslit)FH - datt út á móti Akureyri (8 liða úrslit)Fram - datt út á móti Stjörnunni (32 liða úrslit)ÍR - mætir Selfossi í undanúrslitunum í kvöldAkureyri - mætir Stjörnunni í undanúrslitunum í kvöldHK - datt út á móti FH (16 liða úrslit)Afturelding - datt út á móti Akureyri (16 liða úrslit)Valur - datt út á móti Selfossi (16 liða úrslit) Handbolti Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
Bikarúrslitahelgi HSÍ hefst í dag þegar undanúrslit karla fara fram í Laugardalshöllinni. Í fyrsta skipti fara undanúrslit og úrslit fram sömu helgina og allir leikir í Laugardalshöllinni. Úrslitaleikir yngri flokka fara líka fram þessa helgi. Það eru karlarnir sem ríða á vaðið í dag og undanúrslit kvenna fara svo fram á morgun. Úrslitaleikirnir verða svo spilaðir á sunnudag. Tvö 1. deildarlið eru í undanúrslitum í karlakeppninni, sem kemur nokkuð á óvart. Fréttablaðið fékk Ágúst Jóhannsson, þjálfara 1. deildarliðs Gróttu, til þess að spá í spilin fyrir leiki dagsins. „Ég held að þetta verði ansi strembið fyrir 1. deildarliðin. Þó svo að 1. deild sé alltaf að styrkjast er enn stigsmunur á gæðunum þar og í efstu deild. Ég held að ÍR og Akureyri fari nokkuð þægilega í gegnum þetta," sagði Ágúst en hvað þarf að gerast til að 1. deildarliðin komi á óvart? „Þau þurfa að eiga algjöran toppleik. Það þarf líka að vera vanmat hjá úrvalsdeildarliðunum en ég sé það ekki gerast þegar svona langt er liðið á keppnina. Ég hefði haft gaman af því að fá 1. deildarlið í úrslitin en ég sé það ekki gerast," sagði Ágúst, en hann stýrði Gróttu alla leið í úrslit á sínum tíma þegar liðið var í 1. deild. Er það í eina skiptið sem 1. deildarlið hefur komist í úrslit. Ef spá þjálfarans gengur eftir verða það ÍR og Akureyri sem spila á sunnudaginn. Hvernig leggst sá leikur í hann? „Ég held að það verði hörkuleikur. Akureyri er með ungt og efnilegt lið í bland við reynslumeiri menn eins og Bjarna og Heimi sem þjálfa líka liðið. ÍR er með gríðarlega sterkt varnarlið og mikil stemning í kringum félagið. Það er líka stemning í kringum Akureyringa og ég held að þetta verði flottur úrslitaleikur," segir Ágúst en hvort liðið vinnur leikinn? „Ég hallast að sigri ÍR-inga en það verður ekki auðvelt. Varnarleikur ÍR-inga mun gera gæfumuninn." Það er almenn jákvæðni í handboltahreyfingunni með þetta nýja fyrirkomulag á úrslitahelginni. Ágúst er á meðal þeirra jákvæðu. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er gaman að prófa þetta. Svona fyrirkomulag hefur heppnast mjög vel erlendis. Það er flott umgjörð í kringum keppnina og nú snýst þetta um hvernig félögin standa að sínum málum og hversu margt fólk mætir á svæðið. Þetta er flott framtak og til fyrirmyndar hvernig er staðið að þessu." Örlög N1-deildarliðanna í bikarnum í vetur:Haukar - duttu út á móti ÍR (8 liða úrslit)FH - datt út á móti Akureyri (8 liða úrslit)Fram - datt út á móti Stjörnunni (32 liða úrslit)ÍR - mætir Selfossi í undanúrslitunum í kvöldAkureyri - mætir Stjörnunni í undanúrslitunum í kvöldHK - datt út á móti FH (16 liða úrslit)Afturelding - datt út á móti Akureyri (16 liða úrslit)Valur - datt út á móti Selfossi (16 liða úrslit)
Handbolti Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira