Alfreð: Of gott tækifæri til að sleppa því Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2013 07:00 Alfreð Örn Finnsson. Mynd/Pjetur Alfreð Örn Finnsson var í gær ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Storhamar en félagið þykir eitt það besta í Noregi. Norska úrvalsdeildin er ein sú sterkasta í heimi en til marks um það hefur norska landsliðið náð frábærum árangri í gegnum tíðina og er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Alfreð kom til Noregs fyrir tveimur árum síðan og tók þá við Volda sem leikur í C-deildinni. Liðið var við fall þá en hann var nálægt því að fara upp með liðið í fyrra og liðið hefur nú unnið alla 22 leiki sína í deildinni til þessa. Við tekur umspil í vor um þrjú laus sæti í norsku B-deildinni og stefnir Alfreð að því að kveðja liðið með því að koma því upp um deild. Svo flytur hann um set og tekur við Storhamer, sem er nú í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. „Ég er mjög ánægður með að það skuli hafa verið leitað til mín," sagði Alfreð í samtali við Vísi. „Það kom mér á óvart, enda virðist svona lagað gerast þegar maður er ekkert að velta þeim fyrir sér." Hann segir að viðræður hafi ekki tekið langan tíma en Alfreð var frjálst að semja við Storhamer þar sem að samningur hans við Volda rennur út í sumar. „Það tók ekki langan tíma. Ég var stressaður í upphafi því venjulega eru þessi lið að tala við 2-3 þjálfara í einu. Ég var því ekki að gera mér of miklar væntingar. En svo kom fljótlega í ljós að þeir vildu fá mig og þá var gengið í þetta." Alfreð býr ytra með Evu Björk Hlöðversdóttur og eiga þau saman tvö börn. Eva Björk lék lengi vel undir stjórn Alfreðs, bæði með ÍBV og Gróttu á sínum tíma. Hún hefur einnig spilað með Volda ytra, þar sem liðinu hefur gengið mjög vel eins og fyrr segir. „Ég hafði alltaf stefnt að þessu og þetta var góður stökkpallur fyrir mig. Gengi liðsins hefur hjálpað mikið til og þá eru margir Íslendingar að gera það gott í þjálfun sem kemur orðsporinu áfram." Hann segir þó ekki fullkomna sátt ríkja um brottför hans en stjórnarmenn Volda urðu fyrir vonbrigðum er Alfreð ákvað að taka tilboði Storhamar. „Ég hef alla tíð komið heiðarlega fram og þrátt fyrir að það séu einhver læti í kringum þetta núna vona ég að þetta leysist farsællega og að ég fái tækifæri til að klára verkefni vetrarins." Alfreð segir sér og fjölskyldu sinni líði mjög vel í Volda. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun því við höfum það mjög gott. En þetta var of gott tækifæri til að hafna því." Handbolti Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
Alfreð Örn Finnsson var í gær ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Storhamar en félagið þykir eitt það besta í Noregi. Norska úrvalsdeildin er ein sú sterkasta í heimi en til marks um það hefur norska landsliðið náð frábærum árangri í gegnum tíðina og er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Alfreð kom til Noregs fyrir tveimur árum síðan og tók þá við Volda sem leikur í C-deildinni. Liðið var við fall þá en hann var nálægt því að fara upp með liðið í fyrra og liðið hefur nú unnið alla 22 leiki sína í deildinni til þessa. Við tekur umspil í vor um þrjú laus sæti í norsku B-deildinni og stefnir Alfreð að því að kveðja liðið með því að koma því upp um deild. Svo flytur hann um set og tekur við Storhamer, sem er nú í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. „Ég er mjög ánægður með að það skuli hafa verið leitað til mín," sagði Alfreð í samtali við Vísi. „Það kom mér á óvart, enda virðist svona lagað gerast þegar maður er ekkert að velta þeim fyrir sér." Hann segir að viðræður hafi ekki tekið langan tíma en Alfreð var frjálst að semja við Storhamer þar sem að samningur hans við Volda rennur út í sumar. „Það tók ekki langan tíma. Ég var stressaður í upphafi því venjulega eru þessi lið að tala við 2-3 þjálfara í einu. Ég var því ekki að gera mér of miklar væntingar. En svo kom fljótlega í ljós að þeir vildu fá mig og þá var gengið í þetta." Alfreð býr ytra með Evu Björk Hlöðversdóttur og eiga þau saman tvö börn. Eva Björk lék lengi vel undir stjórn Alfreðs, bæði með ÍBV og Gróttu á sínum tíma. Hún hefur einnig spilað með Volda ytra, þar sem liðinu hefur gengið mjög vel eins og fyrr segir. „Ég hafði alltaf stefnt að þessu og þetta var góður stökkpallur fyrir mig. Gengi liðsins hefur hjálpað mikið til og þá eru margir Íslendingar að gera það gott í þjálfun sem kemur orðsporinu áfram." Hann segir þó ekki fullkomna sátt ríkja um brottför hans en stjórnarmenn Volda urðu fyrir vonbrigðum er Alfreð ákvað að taka tilboði Storhamar. „Ég hef alla tíð komið heiðarlega fram og þrátt fyrir að það séu einhver læti í kringum þetta núna vona ég að þetta leysist farsællega og að ég fái tækifæri til að klára verkefni vetrarins." Alfreð segir sér og fjölskyldu sinni líði mjög vel í Volda. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun því við höfum það mjög gott. En þetta var of gott tækifæri til að hafna því."
Handbolti Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira