Fleiri fréttir

Ólafur Bjarki og Ernir á toppnum

Emsdetten er með fullt hús á toppi þýsku B-deildarinnar í handbolta en liðið vann í dag sigur á Hildesheim, 28-25, á útivelli.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 24-28

Haukar unnu góðan sigur á nýliðum ÍR-inga, 24-28, í Austurberginu í dag. Þetta var fyrsti heimaleikur ÍR í efstu deild í fimm ár eða síðan árið 2007.

Pekarskyte valin í landsliðið

Ramune Pekarskyte mun leika sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd þegar að liðið leikur æfingaleiki gegn Svíum og Norðmönnum í næstu viku.

Snorri sagður á leið til GOG

Snorri Steinn Guðjónsson er í dag orðaður við sitt gamla félag, GOG, í dönskum fjölmiðlum. Snorri hefur verið án félags síðan að stórliðið AG fór á hausinn í sumar.

Handboltamyndir kvöldsins

Þrír leikir fóru fram í N1-deild karla í kvöld. HK, FH og Akureyri unnu sína leiki og gátu leyft sér að fagna.

Arnór skoraði fjögur mörk í Meistaradeildinni

Arnór Atlason átti virkilega góðan leik fyrir Flensburg í Meistaradeildinni í kvöld er það gerði jafntefli, 37-37, gegn franska liðinu Montpellier. Arnór skoraði fjögur mörk í leiknum.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Akureyri 23-28

Akureyringar unnu þægilegan 5 marka sigur á Fram í N1 deild karla í dag. Þeir náðu góðu forskoti strax um miðjan fyrri hálfleik og litu aldrei við eftir það.

Berlin á toppinn

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í þýska úrvalsdeildarliðinu Füchse Berlin komust í kvöld á topp þýsku úrvalsdeildarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 21-26 | Öruggt hjá ÍBV

Eyjakonur sóttu tvö stig í Mýrina í kvöld þegar þær unnu fimm marka sigur á Stjörnunni, 26-21, í lokaleik 2. umferð N1 deildar kvenna í handbolta. Eyjakonur byrjuðu báða hálfleik mjög vel en hleyptu Stjörnuliðinu aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleiknum var hinsvegar aldrei spurning um hvar sigurinn endaði.

Fram valtaði yfir HK - myndir

HK kom allra liða mest á óvart í N1-deild kvenna í fyrra og vann góðan sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð N1-deildar kvenna. Liðið brotlenti aftur á móti í Safamýrinni í kvöld.

Snorri Steinn mun semja í vikunni

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum íþróttadeildar mun landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson ganga frá samningi við danskt lið í vikunni.

Fínn sigur hjá Kiel

Lið Alfreðs Gíslasonar, Kiel, komst aftur á beinu brautina í þýsku úrvalsdeildinni er Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Magdeburg komu í heimsókn. Lokatölur 33-30 í hörkuleik þar sem Magdeburg leiddi í hálfleik, 16-17.

Björgvin Páll og Aron mætast í kvöld

Vinirnir og landsliðsfélagarnir Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson eigast við í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar að Kiel tekur á móti Magdeburg. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.

Stemning í Mosfellsbænum - myndir

Það var flott stemning í íþróttahúsinu að Varmá í kvöld þegar Afturelding tók á móti ÍR í N1-deild karla í handbolta.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 25-28

ÍR-ingar komu sáu og sigruðu í Mosfellsbænum í kvöld þegar þeir unnu Aftureldingu, 28-25, í N1-deild karla en gestirnir léku sinn fyrsta leik í efstu deild í nokkur ár.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 31-24

Bikarmeistarar Hauka hófu leiktíðina með öruggum sigri á reynslulitlu liði Fram. Staðan í hálfleik var 20-11. Haukum var spáð góðu gengi í vetur og þeir stóðu heldur betur undir væntingum í þessum leik.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 29-23

HK vann öruggan sigur á Valsmönnum 29-23 í viðureign liðanna sem spáð er neðstu tveimur sætum deildarinnar. Eftir hnífjafnan fyrri hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum í þeim síðari og sigur heimamanna sanngjarn.

Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 23-23

Það var boðið upp á fínasta handbolta og góða stemmingu á Akureyri í kvöld þegar heimamenn tóku á móti FH. Gestirnir mættu norður án þess að taka með sér Ólaf Gústafsson sem er að slást við meiðsli í ökkla og Baldvin Þorsteinsson sem var fjarverandi vegna vinnu en þetta eru tveir mjög svo mikilvægir leikmenn í liði FH.

Igor Vori ekki með á HM á Spáni

Igor Vori, línumaðurinn öflugi hjá Hamburg, hefur gefið það út að hann ætli að taka sér frí frá króatíska landsliðinu í vetur.

Ásbjörn og Ólafur í sigurliðum

Íslenskir handboltamenn létu að sér kveða í handboltanum Skandinavíu í dag. Ásbjörn Friðriksson og félagar í Alingsås unnu góðan sigur á Skånela 30-23 og eru enn ósigraðir í sænsku úrvalsdeildinni.

Atli Ævar með fimm mörk í sigri SönderjyskE

SönderjyskE er að byrja ágætlega í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta og hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. SönderjyskE vann 31-29 heimasigur á TMS Ringsted í dag.

Arna Sif með flottan leik í sigri á SönderjyskE

Landsliðslínumaðurinn Arna Sif Pálsdóttir skoraði sex mörk fyrir Aalborg DH í dönsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann fjögurra marka heimasigur á SönderjyskE, 31-27. Þetta var langþráður sigur hjá Álaborgarliðinu því liðið var stigalaust fyrir leikinn.

HK vann sannfærandi sigur á Stjörnunni

HK-konur komu á óvart í fyrstu umferð N1 deildar kvenna í handbolta með því að vinna sexmarka sigur á Stjörnunni, 25-19, í Digarnesi í dag en Stjörnuliðinu var spáð mun betra gengi en HK í vetur.

Fjölmennasta kvennadeildin í þrettán ár hefst í dag

Fyrsta umferðin í N1 deild kvenna í handbolta fer fram í dag þegar fimm leikir verða spilaðir. Ellefu lið eru í deildinni og verða tíu á ferðinni í dag. Þetta er í fyrsta sinn síðan tímabilið 1999-2000 eða í þrettán ár, sem svo mörg lið eru í úrvalsdeild kvenna.

Íslenski handboltinn verður á RÚV næstu fimm árin

Handknattleikssamband Íslands gerði í gær nýjan samning við RÚV um sýningarrétt frá íslenskum handknattleik. Samningurinn er til næstu fimm ára og tryggir RÚV sýningarrétt á öllum leikjum Íslands- og bikarkeppna karla og kvenna sem og landsleikja Íslands hér á landi.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 29-23 | Meistarakeppni HSÍ

Íslandsmeistarar og fallkandídatar HK blésu á allar spár með því að sigra Íslandsmeistaraefnum Hauka 29-23 í Meistarakeppni HSí í kvöld. HK var yfir allan seinni hálfleikinn og vann verðskuldaðan sigur með því að skora sjö af átta síðustu mörkum leiksins.

Öruggur sigur Vals í Meistaraleiknum

Valur vann tíu marka sigur á ÍBV, 29-19, í Meistarakeppni HSÍ í kvöld. Eyjastúlkur voru þó með yfirhöndina í hálfleik, 15-14.

Aron: Erum ekki með neitt yfirburðalið

Landsliðsþjálfarinn mun stýra Haukaliðinu í vetur en síðan segja skilið við félagið. Í bili að minnsta kosti. Lærisveinum Arons er spáð yfirburðasigri í N1-deildinni í vetur.

Birna: Hugsaði um EM í leiðinlegu æfingunum

Tvær landsliðskonur, landsliðsfyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir og örvhenta skyttan Birna Berg Haraldsdóttir, urðu fyrir því óláni að slíta krossband á síðasta tímabili en þær eru báðar í góðum gír og hafa sett stefnuna á EM í Serbíu í desember.

Danski Íslendingurinn er markahæstur í þýsku deildinni

Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg hefur byrjað vel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á þessu tímabili og er markahæsti leikmaður deildarinnar eftir leiki helgarinnar. Foreldrar Hanes eru eins og kunnugt er báðir íslenskir en Lindberg er uppalinn í Danmörku.

Sjá næstu 50 fréttir