Handbolti

Danski Íslendingurinn er markahæstur í þýsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hans Lindberg.
Hans Lindberg. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg hefur byrjað vel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á þessu tímabili og er markahæsti leikmaður deildarinnar eftir leiki helgarinnar. Foreldrar Hanes eru eins og kunnugt er báðir íslenskir en Lindberg er uppalinn í Danmörku.

Hans Lindberg er búinn að skora 41 mark í fyrstu fimm leikjum HSV Hamburg á tímabilinu eða 8,2 mörk að meðaltali í leik. Lindberg skoraði 9 mörk um helgina þegar liðið vann Hannover-Burgdorf.

Lindberg skorað 7,0 mörk að meðaltali í leik á síðasta tímabili og var með 6,2 mörk í leik tímabilið 2010-11. Hann hefur spilað með HSV Hamburg frá 2007 og er þegar búinn að brjóta þúsund marka múrinn í þýsku úrvalsdeildinni.

Hans Lindberg hefur reyndar bara eins marks forskot á Uwe Gensheimer, lærisvein Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen en í 3. til 4. sæti eru síðan Daninn Morten Olsen og Þjóðverjinn Timm Schneider.

Markahæstir í þýsku úrvalsdeildinni:

1. Hans Lindberg, HSV Hamburg 41/15

2. Uwe Gensheimer, Rhein-Neckar Löwen 40/13

3. Morten Olsen, TSV Hannover-Burgdorf 37/14

3. Timm Schneider, TBV Lemgo 37/17

5. Kentin Mahé, VfL Gummersbach 35/12

6. Sven-Sören Christophersen, Füchse Berlin 34/0

7. Momir Rnic, Frisch Auf Göppingen 30/4

7. Rolf Hermann, TBV Lemgo 30/0

9. Nenad Bilbija, TSV GWD Minden 29/0

10. Pavel Horak, Frisch Auf Göppingen 28/0

10. Steffen Fäth, HSG Wetzlar 28/4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×