Handbolti

Björgvin Páll og Aron mætast í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. Nordic Photos / Bongarts
Vinirnir og landsliðsfélagarnir Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson eigast við í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar að Kiel tekur á móti Magdeburg. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.

Kiel er ríkjandi meistari og vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. Þjálfari liðsins er sem kunnugt er Alfreð Gíslason og Guðjón Valur Sigurðsson leikur sömuleiðis með Kiel.

Kiel tapaði ekki stigi allt síðasta tímabil í þýsku úrvalsdeildinni en mátti sætta sig við jafntefli, 26-26, við Dag Sigurðsson og lærisveina hans í füchse Berlin í síðustu umferð. Liðið er með sjö stig af átta mögulegum og í fjórða sæti deildarinnar enda á liðið nokkra leiki til góða á önnur.

Magdeburg hefur unnið þrjá leiki af fimm til þessa en liðið hefur tapað fyrir Hamburg og Lübbecke. Leikurinn hefst klukkan 17.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×