Handbolti

Kiel vann frábæran sigur á Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Pálmarsson átti fínan leik fyrir Kiel í dag.
Aron Pálmarsson átti fínan leik fyrir Kiel í dag. Mynd. / Getty Images.
Kiel vann frábæran sigur,32-27, á Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu en leikið var á Spáni í dag.

Lærissveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel voru með fín tök á leiknum nánast allan tímann en Madrid var aldrei langt undan.

Staðan var 17-15 fyrir Kiel í hálfleik og sá munur hélst nánast allan leikinn. Það var síðan undir lok leiksins sem Kiel stakk örlítið af og vann að lokum fimm marka sigur.

Filip Jicha átti stórleik fyrir Kiel og gerði sjö mörk en Aron Pálmarsson var einnig frábær hjá gestunum með fjögur mörk. Kiril Lazarov var markahæstur í liðið Atletico Madrid með sex mörk.

Kielce vann fínan sigur, 35-26 , á Bjerringbro-Silkeborg en leikurinn fór fram í Póllandi á heimavelli Kielce . Þórir Ólafsson kom lítið við sögu hjá Kielce og sama má segja um Guðmund Árna Ólafsson hjá Bjerringbro-Silkeborg.

Flensburg vann flottan útisigur á Grosswallstadt í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik en staðan var 13-10 fyrir gestina í hálfleik.

Arnór Atlason skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg en Sverre Jakobsen lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Grosswallstadt. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×