Birna: Hugsaði um EM í leiðinlegu æfingunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2012 08:00 Birna Berg Haraldsdóttir Tvær landsliðskonur, landsliðsfyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir og örvhenta skyttan Birna Berg Haraldsdóttir, urðu fyrir því óláni að slíta krossband á síðasta tímabili en þær eru báðar í góðum gír og hafa sett stefnuna á EM í Serbíu í desember. Birna Berg sleit krossband í janúar síðastliðnum en vonast til þess að vera í hópnum í fyrsta leik Fram á tímabilinu. „Þetta gengur bara ótrúlega vel. Ég fæ vonandi að spila með á æfingu í dag og stefnan er sett á það að vera í hóp í fyrsta leik og fá kannski að spila í svona fimm til tíu mínútur," sagði Birna Berg Haraldsdóttir þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Ef ég verð nógu góð handboltalega séð þá auðvitað stefni ég á það að komast á EM," segir Birna og staðan á hnénu er góð. „Ég er alltaf verkjalaus og mér finnst ég ekki vera að stíga upp úr meiðslum. Nú þarf ég bara að fara að komast í spilaform," segir Birna Berg en hún var í hópnum sem fór á HM í Brasilíu fyrir ári. Birna Berg meiddist í stórleik Fram og Vals 14. janúar síðastliðinn og missti því af öllum stóru leikjum tímabilsins. „Það var mjög erfitt að horfa á stelpurnar síðasta vor. Ég hafði bara svo mikla trú á þeim og það var svo svekkjandi að geta ekki gert neitt og þurfa bara að sitja upp í stúku," segir Birna Berg. Hún hefur gert allt sem í hennar valdi stendur til að snúa sem fyrst inn á handboltavöllinn. „Ég er búin að æfa sex daga vikunnar síðan í febrúar og EM í Serbíu hefur haldið mér gangandi alla endurhæfinguna. Það er svo auðvelt að mæta á æfingu þegar maður hefur eitthvað að stefna að. Það var auðvelt að hugsa um EM í Serbíu þegar maður var að gera eitthvað hundleiðinlegt," sagði Birna Berg og nú sér hún fyrir endanum á leiðindunum. „Eins og sjúkraþjálfarinn segir við mig þá er ótrúlega lítið eftir af endurhæfingunni. Nú þarf ég bara að taka seinustu skrefin," segir Birna Berg. Það var ekki bara handboltinn sem missti sterkan leikmann því Birna var einnig aðalmarkvörður ÍBV í Pepsi-deild kvenna. „Ég er ekki alveg búin að ákveða mig. Ég horfði á eitt heilt fótboltasumar og ég verð að viðurkenna að mig langaði alveg að vera með. Það var erfitt að horfa á það líka. Ég fer kannski eitthvað að leika mér í fótboltanum næsta sumar en ég er ekki búin að spila minn síðasta fótboltaleik. Nú er handboltinn samt í fyrsta sæti," sagði Birna að lokum. Handbolti Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira
Tvær landsliðskonur, landsliðsfyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir og örvhenta skyttan Birna Berg Haraldsdóttir, urðu fyrir því óláni að slíta krossband á síðasta tímabili en þær eru báðar í góðum gír og hafa sett stefnuna á EM í Serbíu í desember. Birna Berg sleit krossband í janúar síðastliðnum en vonast til þess að vera í hópnum í fyrsta leik Fram á tímabilinu. „Þetta gengur bara ótrúlega vel. Ég fæ vonandi að spila með á æfingu í dag og stefnan er sett á það að vera í hóp í fyrsta leik og fá kannski að spila í svona fimm til tíu mínútur," sagði Birna Berg Haraldsdóttir þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Ef ég verð nógu góð handboltalega séð þá auðvitað stefni ég á það að komast á EM," segir Birna og staðan á hnénu er góð. „Ég er alltaf verkjalaus og mér finnst ég ekki vera að stíga upp úr meiðslum. Nú þarf ég bara að fara að komast í spilaform," segir Birna Berg en hún var í hópnum sem fór á HM í Brasilíu fyrir ári. Birna Berg meiddist í stórleik Fram og Vals 14. janúar síðastliðinn og missti því af öllum stóru leikjum tímabilsins. „Það var mjög erfitt að horfa á stelpurnar síðasta vor. Ég hafði bara svo mikla trú á þeim og það var svo svekkjandi að geta ekki gert neitt og þurfa bara að sitja upp í stúku," segir Birna Berg. Hún hefur gert allt sem í hennar valdi stendur til að snúa sem fyrst inn á handboltavöllinn. „Ég er búin að æfa sex daga vikunnar síðan í febrúar og EM í Serbíu hefur haldið mér gangandi alla endurhæfinguna. Það er svo auðvelt að mæta á æfingu þegar maður hefur eitthvað að stefna að. Það var auðvelt að hugsa um EM í Serbíu þegar maður var að gera eitthvað hundleiðinlegt," sagði Birna Berg og nú sér hún fyrir endanum á leiðindunum. „Eins og sjúkraþjálfarinn segir við mig þá er ótrúlega lítið eftir af endurhæfingunni. Nú þarf ég bara að taka seinustu skrefin," segir Birna Berg. Það var ekki bara handboltinn sem missti sterkan leikmann því Birna var einnig aðalmarkvörður ÍBV í Pepsi-deild kvenna. „Ég er ekki alveg búin að ákveða mig. Ég horfði á eitt heilt fótboltasumar og ég verð að viðurkenna að mig langaði alveg að vera með. Það var erfitt að horfa á það líka. Ég fer kannski eitthvað að leika mér í fótboltanum næsta sumar en ég er ekki búin að spila minn síðasta fótboltaleik. Nú er handboltinn samt í fyrsta sæti," sagði Birna að lokum.
Handbolti Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira