Handbolti

Fínn sigur hjá Kiel

Lið Alfreðs Gíslasonar, Kiel, komst aftur á beinu brautina í þýsku úrvalsdeildinni er Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Magdeburg komu í heimsókn. Lokatölur 33-30 í hörkuleik þar sem Magdeburg leiddi í hálfleik, 16-17.

Gestirnir frá Magdeburg létu Þýskalandsmeistarana í Kiel hafa fyrir sigrinum en yfirburðir Kiel í deildinni virðast ekki vera eins miklir og í fyrra. Liðið er líka talsvert breytt.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Kiel en Aron Pálmarsson komst ekki á blað.

Björgvin Páll Gústavsson lék ekkert með Magdeburg í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×