Handbolti

Füchse Berlin með frábæran sigur á Dinamo Minsk í Meistaradeildinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin unnu fínan sigur á HC Dinamo Minsk 29 -25 í Meistaradeild Evrópu í handknattleik.

Leikurinn fór fram í Max-Schmeling-höllinni, heimavelli Füchse Berlin. Leikurinn var gríðarlega jafn allan tímann og voru liðin bæði ákveðin í sigur.

Það var bara undir lokin sem Þjóðverjarnir voru sterkari og innbyrtu frábæran sigur.

Füchse Berlin leikur með Barcelona, Croatia Osiguranje Zagreb, Kadetten Schaffhausen, Pick Szeged og Dinamo Minsk í riðli og það verður hægara sagt en gert fyrir félagið að komast áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×