Fleiri fréttir Öruggur sigur Kiel Kiel vann í kvöld öruggan sigur á Lemgo á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 33-26. 12.4.2011 19:43 Ólafur: Ég veit ekki hvernig við ætlum að toppa forsetann Ólafur Guðmundsson var einn af þremur leikmönnum FH sem fengu verðlaun þegar umferðir 15 til 21 í N1 deild karla voru gerðar upp í dag. Ólafur hefur verið lykilmaður í FH-liðinu sem náði í 13 af 14 mögulegum stigum í þriðju umferðinni. 12.4.2011 19:00 Hlynur: Mér fannst ég alltaf skulda liðinu „Við vorum einum leik frá því að komast í úrslitakeppnina sem er alveg grátlegt en svona er þetta bara. Þetta hafðist ekki," sagði Hlynur Morthens, markvörður Vals og besti markvörðurinn í umferðum 15 til 21 í N1 deild karla. 12.4.2011 17:30 Einar Andri: Liðið er hægt og rólega að ná heilsu Einar Andri Einarsson var í dag valinn besti þjálfari umferða 15 til 21 í N1 deild karla en hann hlaut verðlaunin ásamt Kristjáni Arasyni. Þeir félagar hafa stýrt FH-liðinu saman í vetur og eru að koma upp með liðið á hárréttum tíma. FH fékk 13 af 14 mögulegum stigum í þriðju umferðinni. 12.4.2011 14:45 Ásbjörn: Fullt af öðrum leikmönnum í FH sem voru líka frábærir „Ég er hæstánægður með þessi verðlaun enda er þetta fínasta viðurkenning fyrir mann," sagði Ásbjörn Friðriksson sem í dag var valinn besti leikmaður umferða 15 til 21 í N1 deild karla í handbolta. 12.4.2011 13:45 FH-ingar sópuðu til sín verðlaunum - Ásbjörn valinn bestur FH-ingar hlutu fjögur stærstu verðlaunin þegar Handknattleikssambandið gerði upp umferðir 15 til 21 í N1 deild karla í hádeginu í dag. Ásbjörn Friðrksson var valinn besti leikmaðurinn, Kristján Arason og Einar Andri Einarsson, þjálfarar FH þóttu vera bestu þjálfararnir, Sigurgeir Árni Ægisson var valinn besti varnarmaðurinn og FH-ingar fengu auk þess verðlaun fyrir bestu umgjörðina. 12.4.2011 12:15 Fylkismenn búnir að finna arftaka Guðrúnar Óskar Heiða Ingólfsdóttir, sem stóð sig frábærlega með ÍBV í N1 deild kvenna í handbolta, hefur gert þriggja ára samning við Fylki. Heiða leysir þar með af Guðrúnu Ósk Maríasdóttur sem er á leiðinni til Fram. 12.4.2011 11:30 Guðjón Valur gagnrýnir leikmannastefnu Löwen Guðjón Valur Sigurðsson fer hörðum orðum um leikmannastefnu Rhein-Neckar Löwen í þýskum fjölmiðlum í dag. 11.4.2011 18:45 Guðný fór á kostum gegn Fram - myndir Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, er á góðri leið með að tryggja sínu liði Íslandsmeistaratitilinn í handbolta en hún hefur farið algjörlega á kostum í fyrstu leikjum úrslitaeinvígisins gegn Fram. 11.4.2011 06:00 Stefán: Höfum ekki unnið eitt né neitt „Að sigra þennan leik var virkilega mikilvægt og við erum komnar í þægilega stöðu,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í dag. 10.4.2011 19:00 Einar: Lykilmenn þurfa að stíga upp Fram tapaði, 20-19, í dag gegn Val í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Staðan er því 2-0 í einvíginu og útlitið orðið virkilega dökkt fyrir Safamýrastúlkur. 10.4.2011 18:44 Jenný: Þetta er langt frá því að vera búið „Ég er ofboðslega fegin að hafa náð að landa þessu í lokin,“ Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir sigurinn í dag. Guðný gerði sér lítið fyrir og varði 28 skot í leiknum í dag. Valsstúlkur unnu leikinn 20-19 og leiða einvígið um Íslandsmeistaratitilinn 2-0. 10.4.2011 18:32 Valur kominn í 2-0 gegn Fram Kvennalið Vals er aðeins einum sigri frá því að verja Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta. Valur vann annan leik sinn í úrslitum gegn Fram, 19-20, í dag og leiðir einvígið, 2-0. 10.4.2011 17:32 Sverre og félagar náðu jafntefli gegn toppliðinu Sverre Andreas Jakobsson og félagar í þýska handboltaliðinu Grosswallstadt halda áfram að gera það gott á útivelli gegn bestu handboltaliðum Þýskalands. 10.4.2011 17:06 Einar Jónsson: Stelpurnar eru klárar í slaginn Fram tekur í dag á móti Val í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn, en leikurinn fer fram kl 16:00 í Safamýrinni. Valur bar sigur úr býtum á föstudagskvöldið 24-20 og leiðir einvígið 1-0. Þetta er því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir Safamýrastúlkur. 10.4.2011 14:30 Róbert flopp ársins samkvæmt handball-planet.com Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson fær þann vafasama heiður að vera valinn flopp ársins í handboltaheiminum samkvæmt úttekt handball-planet.com. Þetta er topp tíu listi yfir leikmenn sem fundu sig ekki hjá nýjum félögum í Evrópu. 10.4.2011 12:29 Tap hjá Rúnari og félögum Rúnar Kárason og félagar í þýska B-deildarliðinu Bergischer HC misstu af gullnu tækifæri í kvöld til þess að koma sér afar þægilega fyrir í toppsæti Suðurriðils. Bergischer tapaði þá fyrir Korsenbruich, 32-29. 9.4.2011 20:01 Hannover fór langt með að bjarga sér frá falli Íslendingaliðið Hannover-Burgdorf vann óvæntan og afar mikilvægan sigur á Göppingen er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. 9.4.2011 19:50 Aron hafði betur gegn Kára - Þórir sjóðheitur Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk fyrir Kiel í kvöld er það lagði Kára Kristján Kristjánsson og félaga í Wetzlar, 24-32. Kári skoraði 4 mörk fyrir Wetzlar. Kiel er í öðru sæti deildarinnar en Wetzlar því áttunda. 9.4.2011 18:39 Arnór markahæstur í góðum sigri AGK á AaB Arnór Atlason átti mjög góðan leik fyrir AG Köbenhavn í dag er það lagði Ingimund Ingimundarson og félaga í AaB í úrslitakeppni danska handboltans. 9.4.2011 18:01 Einar: Margt jákvætt í okkar leik „Það er alltaf hundfúlt að tapa svona leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapið gegn Val í kvöld. 8.4.2011 23:33 Stefán: Frábær vörn og markvarsla skilaði sigrinum "Það er gríðarlega mikilvægt að byrja einvígið vel,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. 8.4.2011 23:01 Umfjöllun: Valur leiðir einvígið 1-0 eftir sigur á Fram Valsstúlkur unnu virkilega mikilvægan sigur, 24-20, í kvöld gegn Fram í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var jafn stóra part af leiktímanum en Valur sleit sig frá gestunum undir lokin og unnu flottan sigur. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, var hreint út sagt stórkostleg en hún varði 23 skot og lagði grunninn af sigri Vals í kvöld. 8.4.2011 22:32 Valur vann fyrstu orrustuna Valur er kominn í 1-0 í úrslitaeinvíginu gegn Fram í handbolta kvenna. Valur vann nokkuð sannfærandi sigur, 24-20, í Vodafonehöllinni í kvöld. Valsstúlkur voru lengstum með frumkvæðið í leiknum þó afar litlu hefði munað á liðunum í hálfleik. 8.4.2011 21:46 Kristín: Ætlum að taka titilinn aftur Kristín Guðmundsdóttir, skytta Vals, hefur marga fjöruna sopið á sínum ferli og hún segir að Valsliðið mæti vel stemmt til leiks í úrslitaeinvígið við Fram um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. 8.4.2011 15:45 Marthe: Kominn tími á að klára dæmið "Þetta leggst mjög vel í okkur. Við erum bara spenntar að spila þessa leiki enda búnar að bíða lengi," sagði Marthe Sördal, hornamaður Fram, um rimmuna sem fram undan er gegn Val í úrslitum N1-deildar kvenna. Fyrsti leikur liðanna er í kvöld. 8.4.2011 14:30 Kristinn: Vorum bara klaufar í lokin „Ég er bara svekktur því við ætluðum okkar að vinna þennan leik,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir ósigurinn í kvöld. 8.4.2011 00:28 Kristján Arason: Erum klárir í úrslitakeppnina "Ég var bara mjög ánægður með liðið í kvöld,“ sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. 7.4.2011 23:44 Umfjöllun: FH vann HK í hörkuleik FH-ingar unnu virkilega sterkan sigur gegn HK, 29-27, í sveiflukenndum leik í lokaumferð N1 deildar-karla. FH-ingar voru með frumkvæðið stóra part af leiknum og komust mest sex mörkum yfir í síðari hálfleik, en HK-ingar gefast aldrei upp. 7.4.2011 22:04 Lokaumferðin í N1 deild karla: Fram hélt 3. sætinu Fram hélt þriðja sætinu í N1 deild karla þrátt fyrir níu marka tap á Akureyri, 26-35, í lokaumferðinni í kvöld. HK átti möguleika á að ná Fram en tapaði með tveggja marka mun fyrir FH, 27-29 í Digranesi. Akureyri mætir HK í undanúrslitum úrslitakeppninnar en FH mætir Fram. Undanúrslitaeinvígin hefjast á fimmtudaginn eftir eina viku. 7.4.2011 20:55 Þjálfari Fram tók armbeygjur á blaðamannafundi Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram í handknattleik, var tekinn á teppið á blaðamannafundi HSÍ í dag vegna úrslitarimmu Fram og Vals í N1-deild kvenna. 7.4.2011 15:15 Lokaumferð N1-deildar karla í kvöld Stórleikurinn í Vesturbænum í kvöld er ekki eini íslenski íþróttaviðburðurinn í dag. Lokaumferð N1-deildar karla fer einnig fram í kvöld. 7.4.2011 14:30 Stjakaði við dómara og fékk fjögurra leikja bann Aganefnd HSÍ dæmdi Arnar Birki Hálfdánarson, leikmann Fram, í fjögurra leikja bann vegna mjög alvarlegrar framkomu í garð dómara í leik með 3. flokki Fram gegn FH. 7.4.2011 13:15 Rhein-Neckar Löwen vann í Kiel Guðmundur Guðmundsson stýrði Rhein-Neckar Löwen til 33-31 sigurs á móti Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli Kiel. 6.4.2011 19:14 AG slapp með skrekkinn í fyrsta leik úrslitakeppninnar Mikkel Hansen og Steinar Ege voru mennirnir á bak við nauman 27-25 sigur AG Kaupmannahöfn á Team Tvis Holstebro í kvöld í fyrsta leik í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Ege varði víti á lokasekúndunum áður en Hansen tryggði liðinu sigurinn með lokamarki leiksins. 6.4.2011 18:36 Guðmundur heimsækir Alfreð í kvöld Það er sannkallaður stórleikur í þýska handboltanum í kvöld þegar lið þeirra Alfreðs Gíslasonar, Kiel, og Guðmundar Guðmundssónar, Rhein-Neckar Löwen, mætast. 6.4.2011 14:30 Þórir tilnefndur sem þjálfari ársins Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta, er einn þriggja þjálfara sem kemur til greina í vali á þjálfara ársins í handboltaheiminum. 6.4.2011 12:45 Ágúst valdi þrjá nýliða í sinn fyrsta hóp Hinn nýráðni þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta, Ágúst Þór Jóhannsson, hefur valið sinn fyrsta leikmannahóp en hann er fyrir vináttulandsleiki í Tyrklandi. 5.4.2011 14:40 Sverre og félagar fengu Lemgo í undanúrslitum Sverre Andreas Jakobsson og félagar í þýska handboltaliðinui Grosswallstadt eru einu skrefi frá því að komast í undanúrslit EHF-keppninnar í handknattleik. 5.4.2011 11:30 Meistaradeildin: Kiel mætir Barcelona Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska liðinu Kiel eiga erfitt verkefni fyrir höndum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Kiel dróst gegn spænska stórliðinu Barcelona. 4.4.2011 17:48 Aron í liði vikunnar Þýska handboltaritið Handball-Woche valdi Aron Pálmarsson, leikmann Kiel, í lið vikunnar í dag. Þetta er í fyrsta sinn í vetur sem að Aroni hlotnast þessi heiður. 3.4.2011 22:37 Guðjón Valur skoraði sjö mörk Guðjón Valur Sigurðsson stimplaði sig inn í lið Rhein-Neckar Löwen í dag með því að skora sjö mörk er lið hans, Rhein-Neckar Löwen, vann öruggan sigur á Melsungen á útivelli, 37-28. 3.4.2011 17:55 Björgvin Páll og félagar úr leik Kadetten Schaffhausen er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að liðið tapaði fyrir franska meistaraliðinu Montpellier á útivelli í dag, 35-27. 3.4.2011 16:57 Finnbogi: Markmiðið verður að stíga næsta skref að ári „Þetta eru mikil vonbrigði, en við ætluðum okkur í oddaleik,“ sagði Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson, þjálfari Fylkis, eftir ósigurinn í dag. Fylkir tapaði gegn Val, 28-20, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna og eru því úr leik. 2.4.2011 19:04 Auðvelt hjá Kiel sem komst áfram Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel er liðið tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri á Kolding frá Danmörku, 36-29. 2.4.2011 18:58 Sjá næstu 50 fréttir
Öruggur sigur Kiel Kiel vann í kvöld öruggan sigur á Lemgo á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 33-26. 12.4.2011 19:43
Ólafur: Ég veit ekki hvernig við ætlum að toppa forsetann Ólafur Guðmundsson var einn af þremur leikmönnum FH sem fengu verðlaun þegar umferðir 15 til 21 í N1 deild karla voru gerðar upp í dag. Ólafur hefur verið lykilmaður í FH-liðinu sem náði í 13 af 14 mögulegum stigum í þriðju umferðinni. 12.4.2011 19:00
Hlynur: Mér fannst ég alltaf skulda liðinu „Við vorum einum leik frá því að komast í úrslitakeppnina sem er alveg grátlegt en svona er þetta bara. Þetta hafðist ekki," sagði Hlynur Morthens, markvörður Vals og besti markvörðurinn í umferðum 15 til 21 í N1 deild karla. 12.4.2011 17:30
Einar Andri: Liðið er hægt og rólega að ná heilsu Einar Andri Einarsson var í dag valinn besti þjálfari umferða 15 til 21 í N1 deild karla en hann hlaut verðlaunin ásamt Kristjáni Arasyni. Þeir félagar hafa stýrt FH-liðinu saman í vetur og eru að koma upp með liðið á hárréttum tíma. FH fékk 13 af 14 mögulegum stigum í þriðju umferðinni. 12.4.2011 14:45
Ásbjörn: Fullt af öðrum leikmönnum í FH sem voru líka frábærir „Ég er hæstánægður með þessi verðlaun enda er þetta fínasta viðurkenning fyrir mann," sagði Ásbjörn Friðriksson sem í dag var valinn besti leikmaður umferða 15 til 21 í N1 deild karla í handbolta. 12.4.2011 13:45
FH-ingar sópuðu til sín verðlaunum - Ásbjörn valinn bestur FH-ingar hlutu fjögur stærstu verðlaunin þegar Handknattleikssambandið gerði upp umferðir 15 til 21 í N1 deild karla í hádeginu í dag. Ásbjörn Friðrksson var valinn besti leikmaðurinn, Kristján Arason og Einar Andri Einarsson, þjálfarar FH þóttu vera bestu þjálfararnir, Sigurgeir Árni Ægisson var valinn besti varnarmaðurinn og FH-ingar fengu auk þess verðlaun fyrir bestu umgjörðina. 12.4.2011 12:15
Fylkismenn búnir að finna arftaka Guðrúnar Óskar Heiða Ingólfsdóttir, sem stóð sig frábærlega með ÍBV í N1 deild kvenna í handbolta, hefur gert þriggja ára samning við Fylki. Heiða leysir þar með af Guðrúnu Ósk Maríasdóttur sem er á leiðinni til Fram. 12.4.2011 11:30
Guðjón Valur gagnrýnir leikmannastefnu Löwen Guðjón Valur Sigurðsson fer hörðum orðum um leikmannastefnu Rhein-Neckar Löwen í þýskum fjölmiðlum í dag. 11.4.2011 18:45
Guðný fór á kostum gegn Fram - myndir Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, er á góðri leið með að tryggja sínu liði Íslandsmeistaratitilinn í handbolta en hún hefur farið algjörlega á kostum í fyrstu leikjum úrslitaeinvígisins gegn Fram. 11.4.2011 06:00
Stefán: Höfum ekki unnið eitt né neitt „Að sigra þennan leik var virkilega mikilvægt og við erum komnar í þægilega stöðu,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í dag. 10.4.2011 19:00
Einar: Lykilmenn þurfa að stíga upp Fram tapaði, 20-19, í dag gegn Val í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Staðan er því 2-0 í einvíginu og útlitið orðið virkilega dökkt fyrir Safamýrastúlkur. 10.4.2011 18:44
Jenný: Þetta er langt frá því að vera búið „Ég er ofboðslega fegin að hafa náð að landa þessu í lokin,“ Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir sigurinn í dag. Guðný gerði sér lítið fyrir og varði 28 skot í leiknum í dag. Valsstúlkur unnu leikinn 20-19 og leiða einvígið um Íslandsmeistaratitilinn 2-0. 10.4.2011 18:32
Valur kominn í 2-0 gegn Fram Kvennalið Vals er aðeins einum sigri frá því að verja Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta. Valur vann annan leik sinn í úrslitum gegn Fram, 19-20, í dag og leiðir einvígið, 2-0. 10.4.2011 17:32
Sverre og félagar náðu jafntefli gegn toppliðinu Sverre Andreas Jakobsson og félagar í þýska handboltaliðinu Grosswallstadt halda áfram að gera það gott á útivelli gegn bestu handboltaliðum Þýskalands. 10.4.2011 17:06
Einar Jónsson: Stelpurnar eru klárar í slaginn Fram tekur í dag á móti Val í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn, en leikurinn fer fram kl 16:00 í Safamýrinni. Valur bar sigur úr býtum á föstudagskvöldið 24-20 og leiðir einvígið 1-0. Þetta er því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir Safamýrastúlkur. 10.4.2011 14:30
Róbert flopp ársins samkvæmt handball-planet.com Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson fær þann vafasama heiður að vera valinn flopp ársins í handboltaheiminum samkvæmt úttekt handball-planet.com. Þetta er topp tíu listi yfir leikmenn sem fundu sig ekki hjá nýjum félögum í Evrópu. 10.4.2011 12:29
Tap hjá Rúnari og félögum Rúnar Kárason og félagar í þýska B-deildarliðinu Bergischer HC misstu af gullnu tækifæri í kvöld til þess að koma sér afar þægilega fyrir í toppsæti Suðurriðils. Bergischer tapaði þá fyrir Korsenbruich, 32-29. 9.4.2011 20:01
Hannover fór langt með að bjarga sér frá falli Íslendingaliðið Hannover-Burgdorf vann óvæntan og afar mikilvægan sigur á Göppingen er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. 9.4.2011 19:50
Aron hafði betur gegn Kára - Þórir sjóðheitur Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk fyrir Kiel í kvöld er það lagði Kára Kristján Kristjánsson og félaga í Wetzlar, 24-32. Kári skoraði 4 mörk fyrir Wetzlar. Kiel er í öðru sæti deildarinnar en Wetzlar því áttunda. 9.4.2011 18:39
Arnór markahæstur í góðum sigri AGK á AaB Arnór Atlason átti mjög góðan leik fyrir AG Köbenhavn í dag er það lagði Ingimund Ingimundarson og félaga í AaB í úrslitakeppni danska handboltans. 9.4.2011 18:01
Einar: Margt jákvætt í okkar leik „Það er alltaf hundfúlt að tapa svona leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapið gegn Val í kvöld. 8.4.2011 23:33
Stefán: Frábær vörn og markvarsla skilaði sigrinum "Það er gríðarlega mikilvægt að byrja einvígið vel,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. 8.4.2011 23:01
Umfjöllun: Valur leiðir einvígið 1-0 eftir sigur á Fram Valsstúlkur unnu virkilega mikilvægan sigur, 24-20, í kvöld gegn Fram í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var jafn stóra part af leiktímanum en Valur sleit sig frá gestunum undir lokin og unnu flottan sigur. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, var hreint út sagt stórkostleg en hún varði 23 skot og lagði grunninn af sigri Vals í kvöld. 8.4.2011 22:32
Valur vann fyrstu orrustuna Valur er kominn í 1-0 í úrslitaeinvíginu gegn Fram í handbolta kvenna. Valur vann nokkuð sannfærandi sigur, 24-20, í Vodafonehöllinni í kvöld. Valsstúlkur voru lengstum með frumkvæðið í leiknum þó afar litlu hefði munað á liðunum í hálfleik. 8.4.2011 21:46
Kristín: Ætlum að taka titilinn aftur Kristín Guðmundsdóttir, skytta Vals, hefur marga fjöruna sopið á sínum ferli og hún segir að Valsliðið mæti vel stemmt til leiks í úrslitaeinvígið við Fram um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. 8.4.2011 15:45
Marthe: Kominn tími á að klára dæmið "Þetta leggst mjög vel í okkur. Við erum bara spenntar að spila þessa leiki enda búnar að bíða lengi," sagði Marthe Sördal, hornamaður Fram, um rimmuna sem fram undan er gegn Val í úrslitum N1-deildar kvenna. Fyrsti leikur liðanna er í kvöld. 8.4.2011 14:30
Kristinn: Vorum bara klaufar í lokin „Ég er bara svekktur því við ætluðum okkar að vinna þennan leik,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir ósigurinn í kvöld. 8.4.2011 00:28
Kristján Arason: Erum klárir í úrslitakeppnina "Ég var bara mjög ánægður með liðið í kvöld,“ sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. 7.4.2011 23:44
Umfjöllun: FH vann HK í hörkuleik FH-ingar unnu virkilega sterkan sigur gegn HK, 29-27, í sveiflukenndum leik í lokaumferð N1 deildar-karla. FH-ingar voru með frumkvæðið stóra part af leiknum og komust mest sex mörkum yfir í síðari hálfleik, en HK-ingar gefast aldrei upp. 7.4.2011 22:04
Lokaumferðin í N1 deild karla: Fram hélt 3. sætinu Fram hélt þriðja sætinu í N1 deild karla þrátt fyrir níu marka tap á Akureyri, 26-35, í lokaumferðinni í kvöld. HK átti möguleika á að ná Fram en tapaði með tveggja marka mun fyrir FH, 27-29 í Digranesi. Akureyri mætir HK í undanúrslitum úrslitakeppninnar en FH mætir Fram. Undanúrslitaeinvígin hefjast á fimmtudaginn eftir eina viku. 7.4.2011 20:55
Þjálfari Fram tók armbeygjur á blaðamannafundi Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram í handknattleik, var tekinn á teppið á blaðamannafundi HSÍ í dag vegna úrslitarimmu Fram og Vals í N1-deild kvenna. 7.4.2011 15:15
Lokaumferð N1-deildar karla í kvöld Stórleikurinn í Vesturbænum í kvöld er ekki eini íslenski íþróttaviðburðurinn í dag. Lokaumferð N1-deildar karla fer einnig fram í kvöld. 7.4.2011 14:30
Stjakaði við dómara og fékk fjögurra leikja bann Aganefnd HSÍ dæmdi Arnar Birki Hálfdánarson, leikmann Fram, í fjögurra leikja bann vegna mjög alvarlegrar framkomu í garð dómara í leik með 3. flokki Fram gegn FH. 7.4.2011 13:15
Rhein-Neckar Löwen vann í Kiel Guðmundur Guðmundsson stýrði Rhein-Neckar Löwen til 33-31 sigurs á móti Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli Kiel. 6.4.2011 19:14
AG slapp með skrekkinn í fyrsta leik úrslitakeppninnar Mikkel Hansen og Steinar Ege voru mennirnir á bak við nauman 27-25 sigur AG Kaupmannahöfn á Team Tvis Holstebro í kvöld í fyrsta leik í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Ege varði víti á lokasekúndunum áður en Hansen tryggði liðinu sigurinn með lokamarki leiksins. 6.4.2011 18:36
Guðmundur heimsækir Alfreð í kvöld Það er sannkallaður stórleikur í þýska handboltanum í kvöld þegar lið þeirra Alfreðs Gíslasonar, Kiel, og Guðmundar Guðmundssónar, Rhein-Neckar Löwen, mætast. 6.4.2011 14:30
Þórir tilnefndur sem þjálfari ársins Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta, er einn þriggja þjálfara sem kemur til greina í vali á þjálfara ársins í handboltaheiminum. 6.4.2011 12:45
Ágúst valdi þrjá nýliða í sinn fyrsta hóp Hinn nýráðni þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta, Ágúst Þór Jóhannsson, hefur valið sinn fyrsta leikmannahóp en hann er fyrir vináttulandsleiki í Tyrklandi. 5.4.2011 14:40
Sverre og félagar fengu Lemgo í undanúrslitum Sverre Andreas Jakobsson og félagar í þýska handboltaliðinui Grosswallstadt eru einu skrefi frá því að komast í undanúrslit EHF-keppninnar í handknattleik. 5.4.2011 11:30
Meistaradeildin: Kiel mætir Barcelona Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska liðinu Kiel eiga erfitt verkefni fyrir höndum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Kiel dróst gegn spænska stórliðinu Barcelona. 4.4.2011 17:48
Aron í liði vikunnar Þýska handboltaritið Handball-Woche valdi Aron Pálmarsson, leikmann Kiel, í lið vikunnar í dag. Þetta er í fyrsta sinn í vetur sem að Aroni hlotnast þessi heiður. 3.4.2011 22:37
Guðjón Valur skoraði sjö mörk Guðjón Valur Sigurðsson stimplaði sig inn í lið Rhein-Neckar Löwen í dag með því að skora sjö mörk er lið hans, Rhein-Neckar Löwen, vann öruggan sigur á Melsungen á útivelli, 37-28. 3.4.2011 17:55
Björgvin Páll og félagar úr leik Kadetten Schaffhausen er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að liðið tapaði fyrir franska meistaraliðinu Montpellier á útivelli í dag, 35-27. 3.4.2011 16:57
Finnbogi: Markmiðið verður að stíga næsta skref að ári „Þetta eru mikil vonbrigði, en við ætluðum okkur í oddaleik,“ sagði Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson, þjálfari Fylkis, eftir ósigurinn í dag. Fylkir tapaði gegn Val, 28-20, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna og eru því úr leik. 2.4.2011 19:04
Auðvelt hjá Kiel sem komst áfram Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel er liðið tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri á Kolding frá Danmörku, 36-29. 2.4.2011 18:58