Fleiri fréttir Camara verður frá í sex vikur Enska úrvalsdeildarliðið Wigan verður án framherja síns Henri Camara í jólatörninni og fram á nýja árið eftir að í ljós kom að hann er illa meiddur á hné. Búist er við að kappinn verði frá keppni í sex vikur, en þar fyrir utan er Lee McCulloch að taka út þriggja leikja bann svo liðið á aðeins tvo heila framherja fyrir komandi leikjatörn. 21.12.2006 12:32 Drogba bjargaði Chelsea Framherjinn magnaði Didier Drogba var hetja Chelsea í kvöld þegar hann tryggði Chelsea 1-0 sigur á Newcastle með glæsilegu marki eftir aukaspyrnu, aðeins fjórum mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður í síðari hálfleik. Chelsea er því komið í undanúrslit keppninnar. 20.12.2006 21:37 Markalaust í hálfleik Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í viðureign Newcastle og Chelsea í enska deildarbikarnum eftir fjörugan fyrri hálfleik. Newcastle hefur átt skot í þverslá og vildu margir meina að skot Obafemi Martins hefði farið inn fyrir marklínuna. Þá hefur Andriy Shevchenko átt skot í stöngina á marki Newcastle. Ekkert mark er komið í leik Southend og Tottenham þegar skammt lifir fyrri hálfleiks. 20.12.2006 20:44 Mourinho hvílir lykilmenn Leikur Newcastle og Chelsea er að hefjast í beinni á Sýn nú klukkan 19:45, en athygli vekur að Jose Mourinho hefur ákveðið að hvíla marga af lykilmönnum sínum í leiknum í kvöld. Þeir Frank Lampard, Ashley Cole, Michael Ballack og Didier Drogba sitja allir á bekknum. 20.12.2006 19:36 17 leikmannaskipti rannsökuð frekar Lord Stevens tilkynnti á blaðamannafundi í dag að 17 af þeim 362 leikmannaskiptum sem rannsökuð hafa verið í spillingarmálinu í enska boltanum verði rannsökuð enn frekar. Lítið markvert kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var vegna þessa í dag, en þar lýsti Stevens yfir óánægju sinni með óliðlegheit nokkurra stórra umboðsmanna. 20.12.2006 15:19 Gat ekki neitað United Sænski framherjinn Henrik Larsson segir að þegar sér hafi boðist tilboð um að ganga í raðir Manchester Unted sem lánsmaður hafi hann einfaldlega ekki getað sagt nei við svona stórt félag. 20.12.2006 14:45 Saha framlengir við Man Utd Franski framherjinn Louis Saha hefur framlengt samning sinn við Manchester United til ársins 2010. Franski landsliðsmaðurinn er 28 ára gamall og gekk í raðir félagsins árið 2004 fyrir 12,8 milljónir punda. Hann hefur skoraði 12 mörk það sem af er leiktíðinni og er óðum að ná fyrra formi eftir erfiða baráttu við meiðsli. 20.12.2006 14:30 Bikarleiknum frestað fram til 9. janúar Stórleik Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum hefur verið frestað fram til 9. janúar eftir að hann gat ekki farið fram á Anfield í gærkvöldi vegna svartaþoku. Það vekur athygli að það verður annar leikur liðanna á þremur dögum, því þau mætast einnig í þriðju umferð enska bikarsins. Leikur Newcastle og Chelsea í enska deildarbikarnum verður í beinni á Sýn í kvöld klukkan 19:35. 20.12.2006 13:35 Niðurstöður úr spillingarmálinu birtar í dag Lord Stevens, maðurinn sem rannsakaði meinta spillingu í ensku knattspyrnunni í kjölfar sjónvarpsþáttar sem sýndur var í breska sjónvarpinu í sumar, mun í dag afhjúpa skýrslu um ítarlega rannsókn sína í dag. Þar kemur í ljós hvort stjórar í ensku úrvalsdeildinni hafa gerst sekir um að taka við mótugreiðslum frá umboðsmönnum leikmanna og ljóst að mikið fjaðrafok verður í deildinni ef einhverjir verða fundnir sekir. 20.12.2006 13:28 Mourinho biðst afsökunar Jose Mourinho, stjóri Chelsea, baðst í dag afsökunar á ummælum sem hann lét falla um framherjann Andy Johnson hjá Everton um síðustu helgi, þegar hann hélt því fram að leikmaðurinn hefði reynt að fiska vítaspyrnu í leiknum. Forráðamenn Everton tóku afsökunarbeiðninni vel og segja málið úr sögunni. 20.12.2006 13:15 Ótrúlegur sigur Wycombe á Charlton Þriðjudeildarlið Wycombe Wanderers gerði sér lítið fyrir og sló úrvalsdeildarlið Charlton út úr enska deildarbikarnum í kvöld með 1-0 sigri á heimavelli Charlton, The Valley. Þetta eru sannarlega ótrúleg úrslit, en þrjár deildir skilja þessi tvö lið að. Wycombe er því komið í undanúrslit keppninnar en Charlton er í bullandi vandræðum í deildinni. Hermann Hreiðarsson lék ekki með Charlton í kvöld. 19.12.2006 21:52 Liverpool - Arsenal frestað Leik Liverpool og Arsenal sem fara átti fram í enska deildarbikarnum í kvöld hefur verið frestað vegna þoku. Leikur Charlton og Wycombe verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn þess í stað og hefst nú klukkan 20. Hermann Hreiðarsson er ekki í liði Charlton að þessu sinni. 19.12.2006 19:58 Mikil þoka í Liverpool Óvíst er hvort leikur Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum geti farið fram vegna mikillar þoku sem nú er í borginni. Aðstæður verða kannaðar á ný í kring um klukkan 18 og þá verður ákveðið hvort leikurinn fer fram eða hvort honum verður frestað. 19.12.2006 17:43 McCulloch fær þriggja leikja bann Lee McCulloch, leikmaður Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur gengist við ákæru aganefndar knattspyrnusambandsins og mun því taka út þriggja leikja keppnisbann fyrir að kýla Chris Morgan, fyrirliða Sheffield United, í leik liðanna á dögunum. 19.12.2006 16:48 Liverpool - Arsenal í beinni á Sýn í kvöld Stórleikur Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:35. Bæði lið gera miklar breytingar fyrir leik kvöldsins. 19.12.2006 15:06 Henry íhugar að spila fimm ár í viðbót Franski framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal segist geta hugsað sér að spila fimm ár til viðbótar áður en hann leggur skóna á hilluna. Þetta sagði Frakkinn eftir að hann var kjörinn knattspyrnumaður Frakklands í fimmta sinn í gær, en hann er 29 ára gamall. 19.12.2006 14:02 Everton leggur fram kvörtun vegna Mourinho Forráðamenn Everton hafa nú ákveðið að leggja fram formlega kvörtun vegna ummæla Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea á hendur framherjanum Andy Johnson eftir leik liðanna á sunnudag. Mourinho sakaði Johnson um leikaraskap og hafa Everton menn brugðist harkalega við þessu. 19.12.2006 13:50 Hargreaves til sölu? Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, hefur nú látið í veðri vaka að Owen Hargreaves gæti farið frá félaginu í framtíðinni, en aðeins ef félagið gæti fengið mann í staðinn á viðráðanlegu verði. Hann segir þó að liðið þurfi á enska landsliðsmanninum að halda í næstu umferð Meistaradeildarinnar þegar hann verði búinn að ná sér af meiðslum. 19.12.2006 13:47 Heiðar skoraði í sigri Fulham Heiðar Helguson skoraði fyrra mark Fulham þegar liðið lagði Middlesbrough 2-1 í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar kom Fulham yfir með marki úr víti eftir 12 mínútur og Brian McBride kom heimamönnum í 2-0 í fyrri hálfleik. Mark Viduka minnkaði muninn fyrir Boro eftir 74 mínútur en lengra komst Boro ekki. 18.12.2006 21:47 McCulloch kærður Miðjumaðurinn Lee McCulloch hjá Wigan hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að kýla andstæðing sinn Chris Morgan í leik liðanna á dögunum. McCulloch hefur frest fram á morgundaginn til að svara til saka, en hann fer væntanlega í þriggja leikja bann vegna þessa. 18.12.2006 21:30 Reo-Coker fékk hatursbréf Umboðsmaður miðjumannsins Nigel Reo-Coker hjá West Ham segir að leikmanninum unga hafi borist hatursbréf fyrir leik West Ham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. 18.12.2006 20:55 Heiðar í byrjunarliði Fulham Heiðar Helguson er í fremstu víglínu hjá liði Fulham sem tekur á móti Middlesbrough í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Fulham er í 15. sæti deildarinnar með 20 stig og Middlesbrough í því 17. með 17 stig. 18.12.2006 19:43 Wenger ákærður fyrir ólæti Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var í dag ákærður fyrir ólæti sín í garð dómara í annað sinn á stuttum tíma, en hann lét dómara heyra það og var sendur upp í stúku á leik Arsenal og Portsmouth á dögunum. Wenger hefur frest til 5. janúar til að svara fyrir sig, en hann var sektaður um 10.000 pund fyrir rimmu sína við Alan Pardew á dögunum. 18.12.2006 18:24 Curbishley skorar á Tevez að sanna sig Alan Curbishley, stjóri West Ham, hefur skorað á Carlos Tevez og aðra varamenn liðsins að sýna hvað í þeim býr á æfingum næstu daga, því liðið muni þurfa á þeim að halda í jólatörninni framundan. 18.12.2006 16:51 Jol hefur áhyggjur af hnénu á Lennon Martin Jol, stjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, segist vonast til að enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon verði orðinn klár í slaginn þegar liðið mætir Southend í deildarbikarnum á miðvikudag. Lennon fór í uppskurð á hné í haust og virðist enn ekki hafa náð sér að fullu. 18.12.2006 15:49 O´Neill hefur áhyggjur Martin O´Neill, þjálfari Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, viðurkennir að hann hafi miklar áhyggjur af gengi liðins undanfarið eftir að því mistókst að sigra í sjötta leiknum í röð þegar það tapaði fyrir Bolton um helgina. 18.12.2006 15:41 Everton ósátt við Mourinho Knattspyrnufélagið Everton hefur farið þess á leit við Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea að hann biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Andy Johnson, framherja Everton eftir leik liðanna í gær. Mourinho sagði Johnson hafa sótt of fast að markverðinum Hilario og vændi hann um ruddaskap. 18.12.2006 13:35 Verðum að klára færin okkar Sir Alex Ferguson sagði sína menn í Manchester United hafa farið illa með færi sín enn eina ferðina í dag og sagði það helstu ástæðuna fyrir tapinu gegn West Ham. Hann vill þó ekki meina að Chelsea sé komið í vænlega stöðu til að hirða af þeim toppsætið í deildinni. 17.12.2006 19:06 Sjálfstraustið lykillinn að sigri Jose Mourinho segir að sjálfstraust leikmanna sinna hafi verið það sem gerði útslagið í mögnuðum sigri Chelsea á Everton í dag þar sem liðið lenti tvívegis undir á útvelli áður en það tryggði sér 3-2 sigur með glæsimarki Didier Drogba. 17.12.2006 18:57 West Ham lagði Manchester United Alan Curbishley knattspyrnustjóri átti sannkallaða draumabyrjun með liði West Ham í dag þegar hann stýrði liðinu til 1-0 sigurs á toppliði Manchester United í lokaleik dagsins í enska boltanum. Það var Nigel Reo-Coker, fyrirliði West Ham, sem skoraði sigurmark liðsins á 75. mínútu og því er forskot Man Utd aðeins tvö stig á toppnum eftir sigur Chelsea á Everton í dag. 17.12.2006 18:00 Loksins útisigur hjá Tottenham Tottenham vann í dag sinn fyrsta útisigur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni þegar liðið skellti Manchester City 2-1 á útivelli. Ungu mennirnir Calum Davenport og Tom Huddlestone komu Tottenham yfir í leiknum en Joey Barton minnkaði muninn fyrir City. Heimamenn áttu síðari háfleikinn og hefðu með öllu átt að fá vítaspyrnu undir lokin, en höfðu ekki heppnina með sér. 17.12.2006 17:14 Chelsea lagði Everton Englandsmeistarar Chelsea lentu tvisvar undir í leik sínum við Everton á útivelli í dag en náðu samt að hirða öll stigin og vinna 3-2 og halda því enn í við topplið Manchester United. Mikel Arteta og Joseph Yobo skoruðu mörk West Ham, en þeir Frank Lampard og Michael Ballack jöfnuðu fyrir Chelsea áður en Didier Drogba skoraði sigurmarkið með þrumuskoti skömmu fyrir leikslok. 17.12.2006 15:52 Everton leiðir gegn Chelsea Everton leiðir 1-0 gegn Englandsmeisturum Chelsea þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna á Goodison Park. Mikel Arteta skoraði mark Everton úr víti þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Síðar í dag eigast svo við Manchester City og Tottenham og þá tekur West Ham á móti Man Utd. 17.12.2006 15:03 Curbishley fær tíma og peninga Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, hefur lýst því yfir að Alan Curbishley knattspyrnustjóri muni fá allan þann tíma og fjármuni sem hann þarf til að koma West Ham á réttan kjöl í vetur. 17.12.2006 14:05 Leikmennirnir græða mest Sam Allardyce, stjóri Bolton, segir að auknar tekjur félaganna í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili í kjölfar nýrra sjónvarpssamninga muni nær eingöngu renna í vasa leikmanna. 16.12.2006 22:15 Curbishley ætlar sækja til sigurs á morgun Alan Curbishley, nýráðinn knattspyrnustjóri West Ham, segist aðeins hafa eitt markmið í huga þegar hann stýrir liðinu í fyrsta skipti gegn Mancehster United í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Hann ætlar að sækja þrjú stig. 16.12.2006 21:15 Lélegasti hálfleikur undir minni stjórn Paul Jewell, stjóri Wigan, sagði að fyrri hálfleikurinn í dag hefði verið lélegasti hálfleikur sem lið hans hafi spilað síðan hann tók við stjórn þess fyrir fjórum árum. Wigan tapaði á heimavelli fyrir lærisveinum Neil Warnock í Sheffield United, en þar á bæ voru menn að vonum kátari með niðurstöðuna. 16.12.2006 19:59 Bolton lagði Aston Villa Bolton vann mikilvægan 1-0 útisigur á Aston Villa í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag og lyfti sér með sigrinum í 5. sæti deildarinnar. Það var gamla kempan Gary Speed sem skoraði sigurmark Bolton úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik. Bolton er í fimmta sæti með 30 stig en Aston Villa er enn í því áttunda með 25 stig. 16.12.2006 19:06 Ótrúlegt að vera á topp fjögur Harry Redknapp gat ekki verið annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í Portsmough í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Arsenal á útivelli. Hann hrósaði sínum mönnum í hástert og sagði það ótrúlegt að liðið væri á meðal fjögurra efstu liðanna í deildinni. 16.12.2006 19:01 Wenger óhress með fyrsta mark Portsmouth Arsene Wenger fékk ekki að standa á hliðarlínunni í síðari hálfleik í dag þegar hans menn í Arsenal náðu aðeins 2-2 jafntefli gegn spræku liði Portsmouth. Wenger þótti fyrsta mark Portsmouth ansi blóðugt en hrósaði leikmönnum sínum fyrir að ná að jafna leikinn. 16.12.2006 18:40 Arsenal og Portsmouth skildu jöfn Arsenal og Portsmouth skildu jöfn 2-2 í hörkuleik á Emirates vellinum í dag þar sem heimamenn lentu tveimur mörkum undir. Noe Pamarot kom Portsmouth yfir með skalla undir lok fyrri hálfleiks og Matt Taylor kom gestunum í 2-0 í upphafi þess síðari. Gilberto og Adebayor jöfnuðu metin svo með 2 mínútna millibili eftir klukkutíma leik. Freddie Ljungberg þurfti að fara meiddur af velli hjá Arsenal. 16.12.2006 17:04 Vantar allt sjálfstraust í liðið Les Reed, stjóri Charlton í ensku úrvalsdeildinni, segir að lið sitt vanti allt sjálfstraust eftir hörmulegt gengi það sem af er vetri og segir að mikil meiðsli í herbúðum þess hjálpi ekki til. Liðið tapaði 3-0 fyrir Liverpool á heimavelli í dag og er í vondum málum á fallsvæðinu. 16.12.2006 16:14 Portsmouth yfir gegn Arsenal Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fjórum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Portsmouth hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Arsenal þar sem varnarmaðurinn Noe Pamarot skoraði mark gestanna. Reading hefur yfir 1-0 gegn Blackburn og þá er Sheffield United yfir 1-0 gegn Wigan á útivelli. Stöðuna í leikjunum má skoða á Boltavaktinni. 16.12.2006 16:01 Liverpool vann Charlton Ófarir Hermanns Hreiðarssonar og félaga í Charlton halda áfram í ensku úrvalsdeildinni en í dag lá liðið 3-0 á heimavelli fyrir Liverpool eftir 5-1 tap í síðasta leik sínum. Xabi Alonso kom Liverpool yfir með marki úr vítaspyrnu strax í byrjun leiks og þeir Craig Bellamy og Steven Gerrard bættu við tveimur mörkum á lokamínútunum. 16.12.2006 14:42 Newcastle sigraði í Intertoto bikarnum Enska knattspyrnuliðið Newcastle er Intertoto meistari þetta árið eftir að ljóst varð að liðið komst lengst liðanna fimm sem fóru í UEFA keppnina. Liðið fær afhentan bikar fyrir næsta leik sinn í UEFA keppninni þann 22. febrúar og er þetta fyrsti bikarinn sem Newcastle vinnur í 1969. 16.12.2006 14:17 Sjá næstu 50 fréttir
Camara verður frá í sex vikur Enska úrvalsdeildarliðið Wigan verður án framherja síns Henri Camara í jólatörninni og fram á nýja árið eftir að í ljós kom að hann er illa meiddur á hné. Búist er við að kappinn verði frá keppni í sex vikur, en þar fyrir utan er Lee McCulloch að taka út þriggja leikja bann svo liðið á aðeins tvo heila framherja fyrir komandi leikjatörn. 21.12.2006 12:32
Drogba bjargaði Chelsea Framherjinn magnaði Didier Drogba var hetja Chelsea í kvöld þegar hann tryggði Chelsea 1-0 sigur á Newcastle með glæsilegu marki eftir aukaspyrnu, aðeins fjórum mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður í síðari hálfleik. Chelsea er því komið í undanúrslit keppninnar. 20.12.2006 21:37
Markalaust í hálfleik Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í viðureign Newcastle og Chelsea í enska deildarbikarnum eftir fjörugan fyrri hálfleik. Newcastle hefur átt skot í þverslá og vildu margir meina að skot Obafemi Martins hefði farið inn fyrir marklínuna. Þá hefur Andriy Shevchenko átt skot í stöngina á marki Newcastle. Ekkert mark er komið í leik Southend og Tottenham þegar skammt lifir fyrri hálfleiks. 20.12.2006 20:44
Mourinho hvílir lykilmenn Leikur Newcastle og Chelsea er að hefjast í beinni á Sýn nú klukkan 19:45, en athygli vekur að Jose Mourinho hefur ákveðið að hvíla marga af lykilmönnum sínum í leiknum í kvöld. Þeir Frank Lampard, Ashley Cole, Michael Ballack og Didier Drogba sitja allir á bekknum. 20.12.2006 19:36
17 leikmannaskipti rannsökuð frekar Lord Stevens tilkynnti á blaðamannafundi í dag að 17 af þeim 362 leikmannaskiptum sem rannsökuð hafa verið í spillingarmálinu í enska boltanum verði rannsökuð enn frekar. Lítið markvert kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var vegna þessa í dag, en þar lýsti Stevens yfir óánægju sinni með óliðlegheit nokkurra stórra umboðsmanna. 20.12.2006 15:19
Gat ekki neitað United Sænski framherjinn Henrik Larsson segir að þegar sér hafi boðist tilboð um að ganga í raðir Manchester Unted sem lánsmaður hafi hann einfaldlega ekki getað sagt nei við svona stórt félag. 20.12.2006 14:45
Saha framlengir við Man Utd Franski framherjinn Louis Saha hefur framlengt samning sinn við Manchester United til ársins 2010. Franski landsliðsmaðurinn er 28 ára gamall og gekk í raðir félagsins árið 2004 fyrir 12,8 milljónir punda. Hann hefur skoraði 12 mörk það sem af er leiktíðinni og er óðum að ná fyrra formi eftir erfiða baráttu við meiðsli. 20.12.2006 14:30
Bikarleiknum frestað fram til 9. janúar Stórleik Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum hefur verið frestað fram til 9. janúar eftir að hann gat ekki farið fram á Anfield í gærkvöldi vegna svartaþoku. Það vekur athygli að það verður annar leikur liðanna á þremur dögum, því þau mætast einnig í þriðju umferð enska bikarsins. Leikur Newcastle og Chelsea í enska deildarbikarnum verður í beinni á Sýn í kvöld klukkan 19:35. 20.12.2006 13:35
Niðurstöður úr spillingarmálinu birtar í dag Lord Stevens, maðurinn sem rannsakaði meinta spillingu í ensku knattspyrnunni í kjölfar sjónvarpsþáttar sem sýndur var í breska sjónvarpinu í sumar, mun í dag afhjúpa skýrslu um ítarlega rannsókn sína í dag. Þar kemur í ljós hvort stjórar í ensku úrvalsdeildinni hafa gerst sekir um að taka við mótugreiðslum frá umboðsmönnum leikmanna og ljóst að mikið fjaðrafok verður í deildinni ef einhverjir verða fundnir sekir. 20.12.2006 13:28
Mourinho biðst afsökunar Jose Mourinho, stjóri Chelsea, baðst í dag afsökunar á ummælum sem hann lét falla um framherjann Andy Johnson hjá Everton um síðustu helgi, þegar hann hélt því fram að leikmaðurinn hefði reynt að fiska vítaspyrnu í leiknum. Forráðamenn Everton tóku afsökunarbeiðninni vel og segja málið úr sögunni. 20.12.2006 13:15
Ótrúlegur sigur Wycombe á Charlton Þriðjudeildarlið Wycombe Wanderers gerði sér lítið fyrir og sló úrvalsdeildarlið Charlton út úr enska deildarbikarnum í kvöld með 1-0 sigri á heimavelli Charlton, The Valley. Þetta eru sannarlega ótrúleg úrslit, en þrjár deildir skilja þessi tvö lið að. Wycombe er því komið í undanúrslit keppninnar en Charlton er í bullandi vandræðum í deildinni. Hermann Hreiðarsson lék ekki með Charlton í kvöld. 19.12.2006 21:52
Liverpool - Arsenal frestað Leik Liverpool og Arsenal sem fara átti fram í enska deildarbikarnum í kvöld hefur verið frestað vegna þoku. Leikur Charlton og Wycombe verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn þess í stað og hefst nú klukkan 20. Hermann Hreiðarsson er ekki í liði Charlton að þessu sinni. 19.12.2006 19:58
Mikil þoka í Liverpool Óvíst er hvort leikur Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum geti farið fram vegna mikillar þoku sem nú er í borginni. Aðstæður verða kannaðar á ný í kring um klukkan 18 og þá verður ákveðið hvort leikurinn fer fram eða hvort honum verður frestað. 19.12.2006 17:43
McCulloch fær þriggja leikja bann Lee McCulloch, leikmaður Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur gengist við ákæru aganefndar knattspyrnusambandsins og mun því taka út þriggja leikja keppnisbann fyrir að kýla Chris Morgan, fyrirliða Sheffield United, í leik liðanna á dögunum. 19.12.2006 16:48
Liverpool - Arsenal í beinni á Sýn í kvöld Stórleikur Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:35. Bæði lið gera miklar breytingar fyrir leik kvöldsins. 19.12.2006 15:06
Henry íhugar að spila fimm ár í viðbót Franski framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal segist geta hugsað sér að spila fimm ár til viðbótar áður en hann leggur skóna á hilluna. Þetta sagði Frakkinn eftir að hann var kjörinn knattspyrnumaður Frakklands í fimmta sinn í gær, en hann er 29 ára gamall. 19.12.2006 14:02
Everton leggur fram kvörtun vegna Mourinho Forráðamenn Everton hafa nú ákveðið að leggja fram formlega kvörtun vegna ummæla Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea á hendur framherjanum Andy Johnson eftir leik liðanna á sunnudag. Mourinho sakaði Johnson um leikaraskap og hafa Everton menn brugðist harkalega við þessu. 19.12.2006 13:50
Hargreaves til sölu? Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, hefur nú látið í veðri vaka að Owen Hargreaves gæti farið frá félaginu í framtíðinni, en aðeins ef félagið gæti fengið mann í staðinn á viðráðanlegu verði. Hann segir þó að liðið þurfi á enska landsliðsmanninum að halda í næstu umferð Meistaradeildarinnar þegar hann verði búinn að ná sér af meiðslum. 19.12.2006 13:47
Heiðar skoraði í sigri Fulham Heiðar Helguson skoraði fyrra mark Fulham þegar liðið lagði Middlesbrough 2-1 í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar kom Fulham yfir með marki úr víti eftir 12 mínútur og Brian McBride kom heimamönnum í 2-0 í fyrri hálfleik. Mark Viduka minnkaði muninn fyrir Boro eftir 74 mínútur en lengra komst Boro ekki. 18.12.2006 21:47
McCulloch kærður Miðjumaðurinn Lee McCulloch hjá Wigan hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að kýla andstæðing sinn Chris Morgan í leik liðanna á dögunum. McCulloch hefur frest fram á morgundaginn til að svara til saka, en hann fer væntanlega í þriggja leikja bann vegna þessa. 18.12.2006 21:30
Reo-Coker fékk hatursbréf Umboðsmaður miðjumannsins Nigel Reo-Coker hjá West Ham segir að leikmanninum unga hafi borist hatursbréf fyrir leik West Ham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. 18.12.2006 20:55
Heiðar í byrjunarliði Fulham Heiðar Helguson er í fremstu víglínu hjá liði Fulham sem tekur á móti Middlesbrough í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Fulham er í 15. sæti deildarinnar með 20 stig og Middlesbrough í því 17. með 17 stig. 18.12.2006 19:43
Wenger ákærður fyrir ólæti Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var í dag ákærður fyrir ólæti sín í garð dómara í annað sinn á stuttum tíma, en hann lét dómara heyra það og var sendur upp í stúku á leik Arsenal og Portsmouth á dögunum. Wenger hefur frest til 5. janúar til að svara fyrir sig, en hann var sektaður um 10.000 pund fyrir rimmu sína við Alan Pardew á dögunum. 18.12.2006 18:24
Curbishley skorar á Tevez að sanna sig Alan Curbishley, stjóri West Ham, hefur skorað á Carlos Tevez og aðra varamenn liðsins að sýna hvað í þeim býr á æfingum næstu daga, því liðið muni þurfa á þeim að halda í jólatörninni framundan. 18.12.2006 16:51
Jol hefur áhyggjur af hnénu á Lennon Martin Jol, stjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, segist vonast til að enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon verði orðinn klár í slaginn þegar liðið mætir Southend í deildarbikarnum á miðvikudag. Lennon fór í uppskurð á hné í haust og virðist enn ekki hafa náð sér að fullu. 18.12.2006 15:49
O´Neill hefur áhyggjur Martin O´Neill, þjálfari Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, viðurkennir að hann hafi miklar áhyggjur af gengi liðins undanfarið eftir að því mistókst að sigra í sjötta leiknum í röð þegar það tapaði fyrir Bolton um helgina. 18.12.2006 15:41
Everton ósátt við Mourinho Knattspyrnufélagið Everton hefur farið þess á leit við Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea að hann biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Andy Johnson, framherja Everton eftir leik liðanna í gær. Mourinho sagði Johnson hafa sótt of fast að markverðinum Hilario og vændi hann um ruddaskap. 18.12.2006 13:35
Verðum að klára færin okkar Sir Alex Ferguson sagði sína menn í Manchester United hafa farið illa með færi sín enn eina ferðina í dag og sagði það helstu ástæðuna fyrir tapinu gegn West Ham. Hann vill þó ekki meina að Chelsea sé komið í vænlega stöðu til að hirða af þeim toppsætið í deildinni. 17.12.2006 19:06
Sjálfstraustið lykillinn að sigri Jose Mourinho segir að sjálfstraust leikmanna sinna hafi verið það sem gerði útslagið í mögnuðum sigri Chelsea á Everton í dag þar sem liðið lenti tvívegis undir á útvelli áður en það tryggði sér 3-2 sigur með glæsimarki Didier Drogba. 17.12.2006 18:57
West Ham lagði Manchester United Alan Curbishley knattspyrnustjóri átti sannkallaða draumabyrjun með liði West Ham í dag þegar hann stýrði liðinu til 1-0 sigurs á toppliði Manchester United í lokaleik dagsins í enska boltanum. Það var Nigel Reo-Coker, fyrirliði West Ham, sem skoraði sigurmark liðsins á 75. mínútu og því er forskot Man Utd aðeins tvö stig á toppnum eftir sigur Chelsea á Everton í dag. 17.12.2006 18:00
Loksins útisigur hjá Tottenham Tottenham vann í dag sinn fyrsta útisigur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni þegar liðið skellti Manchester City 2-1 á útivelli. Ungu mennirnir Calum Davenport og Tom Huddlestone komu Tottenham yfir í leiknum en Joey Barton minnkaði muninn fyrir City. Heimamenn áttu síðari háfleikinn og hefðu með öllu átt að fá vítaspyrnu undir lokin, en höfðu ekki heppnina með sér. 17.12.2006 17:14
Chelsea lagði Everton Englandsmeistarar Chelsea lentu tvisvar undir í leik sínum við Everton á útivelli í dag en náðu samt að hirða öll stigin og vinna 3-2 og halda því enn í við topplið Manchester United. Mikel Arteta og Joseph Yobo skoruðu mörk West Ham, en þeir Frank Lampard og Michael Ballack jöfnuðu fyrir Chelsea áður en Didier Drogba skoraði sigurmarkið með þrumuskoti skömmu fyrir leikslok. 17.12.2006 15:52
Everton leiðir gegn Chelsea Everton leiðir 1-0 gegn Englandsmeisturum Chelsea þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna á Goodison Park. Mikel Arteta skoraði mark Everton úr víti þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Síðar í dag eigast svo við Manchester City og Tottenham og þá tekur West Ham á móti Man Utd. 17.12.2006 15:03
Curbishley fær tíma og peninga Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, hefur lýst því yfir að Alan Curbishley knattspyrnustjóri muni fá allan þann tíma og fjármuni sem hann þarf til að koma West Ham á réttan kjöl í vetur. 17.12.2006 14:05
Leikmennirnir græða mest Sam Allardyce, stjóri Bolton, segir að auknar tekjur félaganna í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili í kjölfar nýrra sjónvarpssamninga muni nær eingöngu renna í vasa leikmanna. 16.12.2006 22:15
Curbishley ætlar sækja til sigurs á morgun Alan Curbishley, nýráðinn knattspyrnustjóri West Ham, segist aðeins hafa eitt markmið í huga þegar hann stýrir liðinu í fyrsta skipti gegn Mancehster United í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Hann ætlar að sækja þrjú stig. 16.12.2006 21:15
Lélegasti hálfleikur undir minni stjórn Paul Jewell, stjóri Wigan, sagði að fyrri hálfleikurinn í dag hefði verið lélegasti hálfleikur sem lið hans hafi spilað síðan hann tók við stjórn þess fyrir fjórum árum. Wigan tapaði á heimavelli fyrir lærisveinum Neil Warnock í Sheffield United, en þar á bæ voru menn að vonum kátari með niðurstöðuna. 16.12.2006 19:59
Bolton lagði Aston Villa Bolton vann mikilvægan 1-0 útisigur á Aston Villa í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag og lyfti sér með sigrinum í 5. sæti deildarinnar. Það var gamla kempan Gary Speed sem skoraði sigurmark Bolton úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik. Bolton er í fimmta sæti með 30 stig en Aston Villa er enn í því áttunda með 25 stig. 16.12.2006 19:06
Ótrúlegt að vera á topp fjögur Harry Redknapp gat ekki verið annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í Portsmough í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Arsenal á útivelli. Hann hrósaði sínum mönnum í hástert og sagði það ótrúlegt að liðið væri á meðal fjögurra efstu liðanna í deildinni. 16.12.2006 19:01
Wenger óhress með fyrsta mark Portsmouth Arsene Wenger fékk ekki að standa á hliðarlínunni í síðari hálfleik í dag þegar hans menn í Arsenal náðu aðeins 2-2 jafntefli gegn spræku liði Portsmouth. Wenger þótti fyrsta mark Portsmouth ansi blóðugt en hrósaði leikmönnum sínum fyrir að ná að jafna leikinn. 16.12.2006 18:40
Arsenal og Portsmouth skildu jöfn Arsenal og Portsmouth skildu jöfn 2-2 í hörkuleik á Emirates vellinum í dag þar sem heimamenn lentu tveimur mörkum undir. Noe Pamarot kom Portsmouth yfir með skalla undir lok fyrri hálfleiks og Matt Taylor kom gestunum í 2-0 í upphafi þess síðari. Gilberto og Adebayor jöfnuðu metin svo með 2 mínútna millibili eftir klukkutíma leik. Freddie Ljungberg þurfti að fara meiddur af velli hjá Arsenal. 16.12.2006 17:04
Vantar allt sjálfstraust í liðið Les Reed, stjóri Charlton í ensku úrvalsdeildinni, segir að lið sitt vanti allt sjálfstraust eftir hörmulegt gengi það sem af er vetri og segir að mikil meiðsli í herbúðum þess hjálpi ekki til. Liðið tapaði 3-0 fyrir Liverpool á heimavelli í dag og er í vondum málum á fallsvæðinu. 16.12.2006 16:14
Portsmouth yfir gegn Arsenal Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fjórum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Portsmouth hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Arsenal þar sem varnarmaðurinn Noe Pamarot skoraði mark gestanna. Reading hefur yfir 1-0 gegn Blackburn og þá er Sheffield United yfir 1-0 gegn Wigan á útivelli. Stöðuna í leikjunum má skoða á Boltavaktinni. 16.12.2006 16:01
Liverpool vann Charlton Ófarir Hermanns Hreiðarssonar og félaga í Charlton halda áfram í ensku úrvalsdeildinni en í dag lá liðið 3-0 á heimavelli fyrir Liverpool eftir 5-1 tap í síðasta leik sínum. Xabi Alonso kom Liverpool yfir með marki úr vítaspyrnu strax í byrjun leiks og þeir Craig Bellamy og Steven Gerrard bættu við tveimur mörkum á lokamínútunum. 16.12.2006 14:42
Newcastle sigraði í Intertoto bikarnum Enska knattspyrnuliðið Newcastle er Intertoto meistari þetta árið eftir að ljóst varð að liðið komst lengst liðanna fimm sem fóru í UEFA keppnina. Liðið fær afhentan bikar fyrir næsta leik sinn í UEFA keppninni þann 22. febrúar og er þetta fyrsti bikarinn sem Newcastle vinnur í 1969. 16.12.2006 14:17