Fleiri fréttir Láttu Bent í friði Les Reed, sitjandi knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Charlton, segist þegar hafa sent fyrrum stjóra félagsins Alan Curbishley sms-skilaboð og varað hann við því að reyna að bjóða í framherjann Darren Bent. Curbishley tók við West Ham í gær og breskir fjölmiðlar slá því föstu að Curbishley muni reyna að ná í markaskorarann unga. 14.12.2006 22:15 Blackburn að landa Nesmachniy Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn á nú aðeins eftir að ganga frá formsatriðum til að landa úkraínska landsliðsmanninum Andriy Nesmachniy frá Dinamo Kiev. Nesmachniy er 27 ára gamall miðvörður og gengur í raðir Blackburn í janúar ef hann stenst læknisskoðun á Ewood Park á morgun. 14.12.2006 20:30 Terry fer fram á réttarhöld í máli sínu Enski landsliðsmaðurinn John Terry hjá Chelsea hefur farið fram á að réttað verði sérstaklega í máli sínu frá því þann 5. nóvember þegar hann fékk að líta rauða spjaldið í leik Tottenham og Chelsea. Terry segir dómarann Graham Poll hafa verið tvísaga þegar hann greindi frá ástæðu brottrekstursins og krefst þess að aganefndin hlusti á framburð sinn. 14.12.2006 19:17 Van der Sar framlengir við United Markvörðurinn Edwin van der Sar hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United og segir Alex Ferguson knattspyrnustjóri búast við því að Hollendingurinn standi milli stanganna hjá liðinu í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar. 14.12.2006 18:36 Kiraly hleypur í skarðið hjá Villa Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur fengið ungverska markvörðinn Gabor Krialy frá Crystal Palace að láni og verður honum ætlað að fylla skarð þeirra Stuart Taylor og Thomas Sörensen sem báðir eru meiddir. Kiraly var fenginn til West Ham undir sömu kringustæðum fyrir skömmu. 14.12.2006 18:27 Ekkert pláss fyrir gamlar hetjur á lista Ferguson Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur talið upp þá fimm leikmenn sem sér þykja hafa skarað framúr í stjórnartíð sinni hjá United í doðrantinum Manchester United Opus, þar sem saga félagsins er rakin. Leikmenn eins og David Beckham, Bryan Robson og Ruud Van Nistelrooy eru ekki á þessum lista. 14.12.2006 16:30 Allir byrja með hreint borð hjá Curbishley Alan Curbishley, nýráðinn knattspyrnustjóri West Ham, segir að allir leikmenn liðsins fái að byrja með hreint borð undir sinni stjórn og fái tækfæri til að sanna að þeir eigi skilið sæti í liðinu. West Ham fær það erfiða verkefni að mæta Manchester United í fyrsta leik Curbishley við stjórnvölinn. 14.12.2006 15:45 Gríðarleg meiðsli hjá Newcastle Charles N´Zogbia verður keppni um óákveðin tíma hjá enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle eftir að hann meiddist á hné í leiknum við Chelsea í gærkvöld. Antonie Sibierski meiddist líka á hásin og verða þau meiðsli skoðuð betur á næstu dögum. Glenn Roeder er með 12 menn úr liði sínu á meiðslalista. 14.12.2006 15:17 Wenger fær sekt og aðvörun Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið sektaður um 10.000 pund og fékk sterka áminningu um að gæta hegðunar sinnar í framtíðinni eftir að hann réðst að Alan Pardew, þáverandi knattspyrnustjóra West Ham, í leik í byrjun nóvember. Pardew á enn yfir höfði sér refsingu fyrir sinn þátt í málinu. 14.12.2006 14:52 Áttum ekki skilið að tapa þessum leik Paul Jewell, stjóri Wigan, var ósáttur við að tapa 1-0 fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, en hans menn fengu ágætis færi í leiknum og hefðu með smá heppni geta náð í stig. Arsene Wenger talaði um þreytu í liði sínu eins og við var að búast. 13.12.2006 22:53 Höfðum ekki efni á að tapa stigum í kvöld Jose Mourinho hrósaði Didier Drogba í hástert í kvöld þegar Chelsea vann baráttusigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni og minnkaði fyrir vikið forskot Man Utd niður í fimm stig á toppi deildarinnar. Mourinho sagði að sínir menn hefðu landað stigunum með baráttu sinni og engu öðru. 13.12.2006 22:45 Naumur sigur Chelsea á Newcastle Chelsea minnkaði forskot Manchester United niður í fimm stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á Newcastle á heimavelli sínum. Arsenal vann sömuleiðis 1-0 útisigur í Wigan í baráttuleik. 13.12.2006 21:56 Markalaust í hálfleik á Englandi Ekkert mark er enn komið í leikjunum tveimur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Chelsea tekur á móti Newcastle, þar sem bæði Didier Drogba og Andriy Shevchenko sitja á varamannabekknum og þá tekur Wigan á móti Arsenal. Þá fara fram átta leikir í UEFA keppninni og þar er markalaust í hálfleik hjá Blackburn og franska liðinu Nancy. 13.12.2006 20:41 Ole Gunnar ekki á leið til Sunderland Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland og fyrrum samherji framherjans Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United, segist ekki vera á höttunum eftir norska framherjanum í janúar eins og breskir fjölmiðlar hafa ritað í dag og í gær. 13.12.2006 18:37 Reo-Coker hefur áhyggjur af framtíðinni Nigel Reo-Coker, fyrirliði West Ham, sagðist í morgun óttast mjög að verða látinn fara frá félaginu í janúar í kjölfar mikillar gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir í vetur. Coker sló í gegn á síðustu leiktíð en hefur ekki náð sér á strik nú og hann óttast að brotthvarf Alan Pardew gæti orðið síðasti naglinn í kistu sína. 13.12.2006 16:52 Titus Bramble laus af sjúkrahúsi Varnarmaðurinn Titus Bramble er nú laus af sjúkrahúsi eftir að hafa legið rúmfastur í sjö daga vegna mikillar bólgu í öðrum fætinum. Bramble meiddist í Evrópuleik Newcastle og Frankfurt á dögunum og í kjölfarið stækkaði kálfi hans tvöfalt vegna dullarfullrar bólgu. Óvíst er talið að Bramble geti spilað á ný fyrr en í janúar vegna þessa. 13.12.2006 16:45 Curbishley tekinn við West Ham Alan Curbishley var í dag ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham og tekur við starfi Alan Pardew sem rekinn var á dögunum. "Það er frábært að fá mann eins og Alan til starfa hjá félaginu, en hann er maður sem hefur sannað sig sem stjóri og elskar það síðan hann lék með því á árum áður," sagði Eggert Magnússon stjórnarformaður í samtali við breska sjónvarpið. 13.12.2006 15:51 Curbishley sagður taka við West Ham Heimildarmenn breska sjónvarpssins fullyrða að forráðamenn West Ham muni ganga frá ráðningu Alan Curbishley í starf knattspyrnustjóra á morgun eða fimmtudag. Curbishley hefur þegar lýst yfir áhuga sínum á að taka við starfinu og staðfest hefur verið að hann hafi fundað með Eggerti Magnússyni stjórnarformanni, þar sem sagt er að viðræður hafi gengið vel. 12.12.2006 19:31 Shevchenko mun aldrei leika vel á Englandi Tony Cascarino, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko muni aldrei ná sér á strik með Chelsea og segir að ferill hans verði rjúkandi rúst ef hann komi sér ekki frá Englandi. 12.12.2006 17:30 Stóð aldrei til að fara til Barcelona Sænski framherjinn Henrik Larsson byrjar að æfa með Manchester United á sunnudaginn en félagið gekk á dögunum frá lánssamningi við hann frá sænska liðinu Helsingborg. Larsson neitar því að til hafi staðið að fara til Barcelona eins og spænskir fjölmiðlar höfðu haldið fram í haust. 12.12.2006 15:50 Henry líklega frá keppni út árið Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist óttast að framherjinn Thierry Henry verði frá keppni alla jólavertíðina vegna meiðsla. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Henry sé ekki meiddur heldur eigi hann í deilum við stjóra sinn og stjórn félagsins, en Wenger segir að hann sé bæði meiddur á hálsi og á læri. 12.12.2006 15:44 Cech vonast til að hefja æfingar í janúar Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea segist vonast til að geta hafið æfingar á fullu á ný í janúar eftir að hafa höfuðkúpubrotnað í leik gegn Reading um miðjan október. Sár hans eru enn ekki gróin að fullu, en hann segir líðan sína betri með hverjum deginum. 12.12.2006 15:34 Dowie í viðræðum við Hull City Ian Dowie þykir nú líklegastur til að taka við 1. deildarliðinu Hull af Phil Parkinson eftir að hann átti viðræður við félagið í dag. Dowie hefur verið atvinnulaus síðan hann varð fyrsti stjórinn sem látinn var taka pokann sinn í ensku úrvalsdeildinni í haust. 12.12.2006 15:27 Bann Henchoz stendur Aganefnd enska knattspyrnusambandsins vísaði í dag frá áfrýjun Blackburn á rauða spjaldið sem varnarmaðurinn Stephane Henchoz fékk að líta í leik gegn Newcastle á laugardaginn. Henchoz fer því í eins leiks bann og missir af leik gegn Reading umnæstu helgi. 12.12.2006 15:24 Curbishley sterklega orðaður við West Ham Knattspyrnustjórinn Alan Curbishley hefur viðurkennt að hann hafi mikinn áhuga á að taka við liði West Ham, en hann staðfesti í dag að forráðamenn félagsins hefðu verið í sambandi við sig. Curbishley spilaði með West Ham sem leikmaður á áttunda áratugnum og segir að það yrði "mikill heiður" fyrir sig ef honum yrði boðið starfið. 12.12.2006 14:40 Jafnt hjá Sheffield United og Aston Villa Nýliðar Sheffield United og Aston Villa gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik á Bramall Lane í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur þar sem fyrri hálfleikurinn var eign gestanna en heimamenn í United voru sterkari aðilinn í þeim síðari. 11.12.2006 22:02 Joe Cole úr leik út árið Enski landsliðsmaðurinn Joe Cole verður ekki með Chelsea í jólatörninni í ensku úrvalsdeildinni eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í öðrum fætinum. Cole hefur aðeins verið þrisvar í byrjunarliði Chelsea í vetur vegna meiðsla og búist er við að hann verði frá æfingum í að minnsta kosti þrjár vikur vegna þessa. 11.12.2006 18:29 Pardew rekinn frá West Ham Alan Pardew var í dag sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri West Ham eftir slakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu, sem er nú í eigu Íslendinga, að það sé gert með hagsmuni félagins í huga en það er Kevin Keen, þjálfari liðsins, tekur við því tímabundið. 11.12.2006 18:15 Maccarone væntanlega á förum frá Boro Ítalski sóknarmaðurinn Massimo Maccarone segist fastlega reikna með því að fara frá Middlesbrough fljótlega og þá væntanlega til heimalandsins. Hann segist hafa átt fund með Gareth Southgate knattspyrnustjóra og ljóst sé að engin not séu fyrir hann hjá úrvalsdeildarliðinu. 11.12.2006 16:30 Davies ætlar ekki að fara frá Bolton Kevin Davies hefur gefið það út að hann vilji alls ekki fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Bolton, en samningur hans við félagið rennur út í sumar og því má hann fræðilega ræða við önnur félög eftir áramótin. Erfiðlega hefur gengið í samningaviðræðum milli hans og Bolton, en hinn 29 ára gamli leikmaður segist ekki geta hugsað sér að fara frá félaginu. 11.12.2006 15:30 Árásarmaður Wallwork ákærður Tvítugur maður frá Manchester hefur nú verið ákærður fyrir manndrápstilraun eftir að hann stakk knattspyrnumanninn Ronnie Wallwork ítrekað í maga, bak og hendur á vínveitingahúsi í borginni þann 30. nóvember. Wallwork er nýútskrifaður af sjúkrahúsi eftir árásina. 11.12.2006 14:55 Sonko framlengir við Reading Miðvörðurinn Ibrahima Sonko hjá Reading hefur nú fetað í fótspor félaga síns Ívars Ingimarssonar í vörninni og framlengdi í dag samning sinn við félagið til ársins 2010. Sonko er 25 ára og hefur nú gert nýjan og betri samning en þann gamla, sem renna átti út árið 2008. Hann hefur spilað 111 leiki fyrir félagið síðan hann gekk í raðir þess frá Brentford árið 2004. 11.12.2006 14:48 Glazer-feðgar ætla að opna budduna Glazer-feðgarnir amerísku sem eiga Manchester United, hafa gefið grænt ljós á að opna budduna í janúar til að styrkja leikmannahóp liðsins - að því gefnu að góðir menn finnist. Hópur United þykir nokkuð þunnur og því er ljóst að félagið verður helst að verða sér út um liðsstyrk í janúar fyrir lokaátökin. 11.12.2006 14:43 Blackburn áfrýjar spjaldi Henchoz Úrvalsdeildarlið Blackburn hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Stephane Henchoz fékk að líta í 3-1 tapi liðsins gegn Newcastle á laugardag. Henchoz fékk rautt hjá Dermot Gallagher fyrir brot á Obafemi Martins, en Blackburn menn vilja meina að það hafi verið glórulaus dómur. Henchoz fær að vita niðurstöðu málsins á morgun. 11.12.2006 14:37 Arsenal hefur brugðist Thierry Henry Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal, segir félagið hafa brugðist Thierry Henry eftir að hann skrifaði undir nýjan samning við félagið. Henry hefur ekki leikið með Arsenal í undanförnum leikjum og hefur fjarvera hans verið skrifuð á meiðsli, en heyrst hefur að fjarvera hans sé vegna ósættis hans við Arsene Wenger og forráðamenn félagsins. 10.12.2006 22:30 Arsenal hafði engan áhuga á að vinna leikinn Jose Mourinho hrósaði sínum mönnum í Chelsea fyrir að ná að jafna metin gegn Arsenal eftir að hans menn höfðu lent undir á heimavelli í dag, en sagðist mjög hissa á því að Arsenal hefði mætt í leikinn án nokkurs áhuga á að reyna að vinna hann. 10.12.2006 19:23 Wenger stoltur af sínum mönnum Arsene Wenger sagðist vera stoltur af sínum mönnum í dag eftir að Arsenal slapp með 1-1 jafntefli frá viðureign sinni við Chelsea á Stamford Bridge. Hann segir að mark Chelsea hefði aldrei átt að standa vegna þess að Ashley Cole hafi brotið af sér skömmu áður en Michael Essien jafnaði leikinn með frábæru skoti. 10.12.2006 19:03 Arsenal slapp með skrekkinn Ekki verður annað sagt en að Arsenal hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea hafði mikla yfirburði í leiknum en þurfti engu að síður á einu af mörkum ársins að halda frá Michael Essien til að jafna leikinn eftir að Matthieu Flamini hafði komið Arsenal yfir. 10.12.2006 17:56 Markalaust á Stamford Bridge í hálfleik Nú hefur verið flautað til leikhlés í leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og er staðan jöfn 0-0. Chelsea hefur verið mun sterkara það sem af er og einu sinni hafa varnarmenn Arsenal bjargað á marklínu og svo átti Frank Lampard skot í stöng. Didier Drogba hefur einnig sett svip sinn á leikinn með óþolandi leikaraskap sínum. 10.12.2006 16:43 Stórleikur helgarinnar að hefjast Leikur Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni hefst nú klukkan 16 og eru byrjunarliðin klár. Thierry Henry er ekki í liði Arsenal vegna meiðsla og Robin Van Persie byrjar í stað Freddy Ljungberg. Þá kemur fyrirliðinn John Terry aftur inn í lið Chelsea eftir að hafa tekið út leikbann. 10.12.2006 15:47 Telur sig betri en Eric Cantona Vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hefur góða trú á sjálfum sér sem knattspyrnumanni og í dag sagði hann í samtali við News of the World að hann væri betri en sjálfur Eric Cantona sem á sínum tíma spilaði í treyju númer 7 hjá Manchester United. 10.12.2006 14:46 Pardew hefur enn trú á sínum mönnum Alan Pardew, stjóri West Ham, viðurkenndi að lið hans hefði verið yfirspilað löngum stundum í dag þegar það steinlá 4-0 gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Pardew sagði vandræðaganginn í vörninni skrifast mikið til á þá staðreynd að miðverðir hans í dag hafi aldrei áður spilað leik saman. 9.12.2006 22:00 Birmingham á toppnum í 1. deild Birmingham smellti sér í dag á toppinn í ensku 1. deildinni með sannfærandi 3-1 sigri á Preston North End. Gary McSheffrey skoraði þrennu fyrir Birmingham en Derby lyfti sér í annað sætið með 1-0 sigri á lánlausu liði Leeds United á útivelli. 9.12.2006 20:25 Elvis farinn úr húsi Steven Pressley, sem kallaður er Elvis á meðal stuðningsmanna skoska úrvalsdeildarfélagsins Hearts, var í dag látinn fara frá félaginu eftir deilur við eiganda félagsins. Mikil ólga hefur ríkt í herbúðum félagsins undanfarnar vikur og ljóst að eigandi félagsins verður ekki vinsælli í kjölfar þess að fyrirliðinn var látinn fara. 9.12.2006 20:11 Bolton burstaði West Ham Bolton burstaði West Ham 4-0 í lokaleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem þeir Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon sátu þungir á brún meðal áhorfenda og horfðu upp á lið sitt tapa enn eina ferðina. 9.12.2006 19:06 Sjá næstu 50 fréttir
Láttu Bent í friði Les Reed, sitjandi knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Charlton, segist þegar hafa sent fyrrum stjóra félagsins Alan Curbishley sms-skilaboð og varað hann við því að reyna að bjóða í framherjann Darren Bent. Curbishley tók við West Ham í gær og breskir fjölmiðlar slá því föstu að Curbishley muni reyna að ná í markaskorarann unga. 14.12.2006 22:15
Blackburn að landa Nesmachniy Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn á nú aðeins eftir að ganga frá formsatriðum til að landa úkraínska landsliðsmanninum Andriy Nesmachniy frá Dinamo Kiev. Nesmachniy er 27 ára gamall miðvörður og gengur í raðir Blackburn í janúar ef hann stenst læknisskoðun á Ewood Park á morgun. 14.12.2006 20:30
Terry fer fram á réttarhöld í máli sínu Enski landsliðsmaðurinn John Terry hjá Chelsea hefur farið fram á að réttað verði sérstaklega í máli sínu frá því þann 5. nóvember þegar hann fékk að líta rauða spjaldið í leik Tottenham og Chelsea. Terry segir dómarann Graham Poll hafa verið tvísaga þegar hann greindi frá ástæðu brottrekstursins og krefst þess að aganefndin hlusti á framburð sinn. 14.12.2006 19:17
Van der Sar framlengir við United Markvörðurinn Edwin van der Sar hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United og segir Alex Ferguson knattspyrnustjóri búast við því að Hollendingurinn standi milli stanganna hjá liðinu í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar. 14.12.2006 18:36
Kiraly hleypur í skarðið hjá Villa Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur fengið ungverska markvörðinn Gabor Krialy frá Crystal Palace að láni og verður honum ætlað að fylla skarð þeirra Stuart Taylor og Thomas Sörensen sem báðir eru meiddir. Kiraly var fenginn til West Ham undir sömu kringustæðum fyrir skömmu. 14.12.2006 18:27
Ekkert pláss fyrir gamlar hetjur á lista Ferguson Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur talið upp þá fimm leikmenn sem sér þykja hafa skarað framúr í stjórnartíð sinni hjá United í doðrantinum Manchester United Opus, þar sem saga félagsins er rakin. Leikmenn eins og David Beckham, Bryan Robson og Ruud Van Nistelrooy eru ekki á þessum lista. 14.12.2006 16:30
Allir byrja með hreint borð hjá Curbishley Alan Curbishley, nýráðinn knattspyrnustjóri West Ham, segir að allir leikmenn liðsins fái að byrja með hreint borð undir sinni stjórn og fái tækfæri til að sanna að þeir eigi skilið sæti í liðinu. West Ham fær það erfiða verkefni að mæta Manchester United í fyrsta leik Curbishley við stjórnvölinn. 14.12.2006 15:45
Gríðarleg meiðsli hjá Newcastle Charles N´Zogbia verður keppni um óákveðin tíma hjá enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle eftir að hann meiddist á hné í leiknum við Chelsea í gærkvöld. Antonie Sibierski meiddist líka á hásin og verða þau meiðsli skoðuð betur á næstu dögum. Glenn Roeder er með 12 menn úr liði sínu á meiðslalista. 14.12.2006 15:17
Wenger fær sekt og aðvörun Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið sektaður um 10.000 pund og fékk sterka áminningu um að gæta hegðunar sinnar í framtíðinni eftir að hann réðst að Alan Pardew, þáverandi knattspyrnustjóra West Ham, í leik í byrjun nóvember. Pardew á enn yfir höfði sér refsingu fyrir sinn þátt í málinu. 14.12.2006 14:52
Áttum ekki skilið að tapa þessum leik Paul Jewell, stjóri Wigan, var ósáttur við að tapa 1-0 fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, en hans menn fengu ágætis færi í leiknum og hefðu með smá heppni geta náð í stig. Arsene Wenger talaði um þreytu í liði sínu eins og við var að búast. 13.12.2006 22:53
Höfðum ekki efni á að tapa stigum í kvöld Jose Mourinho hrósaði Didier Drogba í hástert í kvöld þegar Chelsea vann baráttusigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni og minnkaði fyrir vikið forskot Man Utd niður í fimm stig á toppi deildarinnar. Mourinho sagði að sínir menn hefðu landað stigunum með baráttu sinni og engu öðru. 13.12.2006 22:45
Naumur sigur Chelsea á Newcastle Chelsea minnkaði forskot Manchester United niður í fimm stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á Newcastle á heimavelli sínum. Arsenal vann sömuleiðis 1-0 útisigur í Wigan í baráttuleik. 13.12.2006 21:56
Markalaust í hálfleik á Englandi Ekkert mark er enn komið í leikjunum tveimur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Chelsea tekur á móti Newcastle, þar sem bæði Didier Drogba og Andriy Shevchenko sitja á varamannabekknum og þá tekur Wigan á móti Arsenal. Þá fara fram átta leikir í UEFA keppninni og þar er markalaust í hálfleik hjá Blackburn og franska liðinu Nancy. 13.12.2006 20:41
Ole Gunnar ekki á leið til Sunderland Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland og fyrrum samherji framherjans Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United, segist ekki vera á höttunum eftir norska framherjanum í janúar eins og breskir fjölmiðlar hafa ritað í dag og í gær. 13.12.2006 18:37
Reo-Coker hefur áhyggjur af framtíðinni Nigel Reo-Coker, fyrirliði West Ham, sagðist í morgun óttast mjög að verða látinn fara frá félaginu í janúar í kjölfar mikillar gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir í vetur. Coker sló í gegn á síðustu leiktíð en hefur ekki náð sér á strik nú og hann óttast að brotthvarf Alan Pardew gæti orðið síðasti naglinn í kistu sína. 13.12.2006 16:52
Titus Bramble laus af sjúkrahúsi Varnarmaðurinn Titus Bramble er nú laus af sjúkrahúsi eftir að hafa legið rúmfastur í sjö daga vegna mikillar bólgu í öðrum fætinum. Bramble meiddist í Evrópuleik Newcastle og Frankfurt á dögunum og í kjölfarið stækkaði kálfi hans tvöfalt vegna dullarfullrar bólgu. Óvíst er talið að Bramble geti spilað á ný fyrr en í janúar vegna þessa. 13.12.2006 16:45
Curbishley tekinn við West Ham Alan Curbishley var í dag ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham og tekur við starfi Alan Pardew sem rekinn var á dögunum. "Það er frábært að fá mann eins og Alan til starfa hjá félaginu, en hann er maður sem hefur sannað sig sem stjóri og elskar það síðan hann lék með því á árum áður," sagði Eggert Magnússon stjórnarformaður í samtali við breska sjónvarpið. 13.12.2006 15:51
Curbishley sagður taka við West Ham Heimildarmenn breska sjónvarpssins fullyrða að forráðamenn West Ham muni ganga frá ráðningu Alan Curbishley í starf knattspyrnustjóra á morgun eða fimmtudag. Curbishley hefur þegar lýst yfir áhuga sínum á að taka við starfinu og staðfest hefur verið að hann hafi fundað með Eggerti Magnússyni stjórnarformanni, þar sem sagt er að viðræður hafi gengið vel. 12.12.2006 19:31
Shevchenko mun aldrei leika vel á Englandi Tony Cascarino, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko muni aldrei ná sér á strik með Chelsea og segir að ferill hans verði rjúkandi rúst ef hann komi sér ekki frá Englandi. 12.12.2006 17:30
Stóð aldrei til að fara til Barcelona Sænski framherjinn Henrik Larsson byrjar að æfa með Manchester United á sunnudaginn en félagið gekk á dögunum frá lánssamningi við hann frá sænska liðinu Helsingborg. Larsson neitar því að til hafi staðið að fara til Barcelona eins og spænskir fjölmiðlar höfðu haldið fram í haust. 12.12.2006 15:50
Henry líklega frá keppni út árið Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist óttast að framherjinn Thierry Henry verði frá keppni alla jólavertíðina vegna meiðsla. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Henry sé ekki meiddur heldur eigi hann í deilum við stjóra sinn og stjórn félagsins, en Wenger segir að hann sé bæði meiddur á hálsi og á læri. 12.12.2006 15:44
Cech vonast til að hefja æfingar í janúar Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea segist vonast til að geta hafið æfingar á fullu á ný í janúar eftir að hafa höfuðkúpubrotnað í leik gegn Reading um miðjan október. Sár hans eru enn ekki gróin að fullu, en hann segir líðan sína betri með hverjum deginum. 12.12.2006 15:34
Dowie í viðræðum við Hull City Ian Dowie þykir nú líklegastur til að taka við 1. deildarliðinu Hull af Phil Parkinson eftir að hann átti viðræður við félagið í dag. Dowie hefur verið atvinnulaus síðan hann varð fyrsti stjórinn sem látinn var taka pokann sinn í ensku úrvalsdeildinni í haust. 12.12.2006 15:27
Bann Henchoz stendur Aganefnd enska knattspyrnusambandsins vísaði í dag frá áfrýjun Blackburn á rauða spjaldið sem varnarmaðurinn Stephane Henchoz fékk að líta í leik gegn Newcastle á laugardaginn. Henchoz fer því í eins leiks bann og missir af leik gegn Reading umnæstu helgi. 12.12.2006 15:24
Curbishley sterklega orðaður við West Ham Knattspyrnustjórinn Alan Curbishley hefur viðurkennt að hann hafi mikinn áhuga á að taka við liði West Ham, en hann staðfesti í dag að forráðamenn félagsins hefðu verið í sambandi við sig. Curbishley spilaði með West Ham sem leikmaður á áttunda áratugnum og segir að það yrði "mikill heiður" fyrir sig ef honum yrði boðið starfið. 12.12.2006 14:40
Jafnt hjá Sheffield United og Aston Villa Nýliðar Sheffield United og Aston Villa gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik á Bramall Lane í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur þar sem fyrri hálfleikurinn var eign gestanna en heimamenn í United voru sterkari aðilinn í þeim síðari. 11.12.2006 22:02
Joe Cole úr leik út árið Enski landsliðsmaðurinn Joe Cole verður ekki með Chelsea í jólatörninni í ensku úrvalsdeildinni eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í öðrum fætinum. Cole hefur aðeins verið þrisvar í byrjunarliði Chelsea í vetur vegna meiðsla og búist er við að hann verði frá æfingum í að minnsta kosti þrjár vikur vegna þessa. 11.12.2006 18:29
Pardew rekinn frá West Ham Alan Pardew var í dag sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri West Ham eftir slakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu, sem er nú í eigu Íslendinga, að það sé gert með hagsmuni félagins í huga en það er Kevin Keen, þjálfari liðsins, tekur við því tímabundið. 11.12.2006 18:15
Maccarone væntanlega á förum frá Boro Ítalski sóknarmaðurinn Massimo Maccarone segist fastlega reikna með því að fara frá Middlesbrough fljótlega og þá væntanlega til heimalandsins. Hann segist hafa átt fund með Gareth Southgate knattspyrnustjóra og ljóst sé að engin not séu fyrir hann hjá úrvalsdeildarliðinu. 11.12.2006 16:30
Davies ætlar ekki að fara frá Bolton Kevin Davies hefur gefið það út að hann vilji alls ekki fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Bolton, en samningur hans við félagið rennur út í sumar og því má hann fræðilega ræða við önnur félög eftir áramótin. Erfiðlega hefur gengið í samningaviðræðum milli hans og Bolton, en hinn 29 ára gamli leikmaður segist ekki geta hugsað sér að fara frá félaginu. 11.12.2006 15:30
Árásarmaður Wallwork ákærður Tvítugur maður frá Manchester hefur nú verið ákærður fyrir manndrápstilraun eftir að hann stakk knattspyrnumanninn Ronnie Wallwork ítrekað í maga, bak og hendur á vínveitingahúsi í borginni þann 30. nóvember. Wallwork er nýútskrifaður af sjúkrahúsi eftir árásina. 11.12.2006 14:55
Sonko framlengir við Reading Miðvörðurinn Ibrahima Sonko hjá Reading hefur nú fetað í fótspor félaga síns Ívars Ingimarssonar í vörninni og framlengdi í dag samning sinn við félagið til ársins 2010. Sonko er 25 ára og hefur nú gert nýjan og betri samning en þann gamla, sem renna átti út árið 2008. Hann hefur spilað 111 leiki fyrir félagið síðan hann gekk í raðir þess frá Brentford árið 2004. 11.12.2006 14:48
Glazer-feðgar ætla að opna budduna Glazer-feðgarnir amerísku sem eiga Manchester United, hafa gefið grænt ljós á að opna budduna í janúar til að styrkja leikmannahóp liðsins - að því gefnu að góðir menn finnist. Hópur United þykir nokkuð þunnur og því er ljóst að félagið verður helst að verða sér út um liðsstyrk í janúar fyrir lokaátökin. 11.12.2006 14:43
Blackburn áfrýjar spjaldi Henchoz Úrvalsdeildarlið Blackburn hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Stephane Henchoz fékk að líta í 3-1 tapi liðsins gegn Newcastle á laugardag. Henchoz fékk rautt hjá Dermot Gallagher fyrir brot á Obafemi Martins, en Blackburn menn vilja meina að það hafi verið glórulaus dómur. Henchoz fær að vita niðurstöðu málsins á morgun. 11.12.2006 14:37
Arsenal hefur brugðist Thierry Henry Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal, segir félagið hafa brugðist Thierry Henry eftir að hann skrifaði undir nýjan samning við félagið. Henry hefur ekki leikið með Arsenal í undanförnum leikjum og hefur fjarvera hans verið skrifuð á meiðsli, en heyrst hefur að fjarvera hans sé vegna ósættis hans við Arsene Wenger og forráðamenn félagsins. 10.12.2006 22:30
Arsenal hafði engan áhuga á að vinna leikinn Jose Mourinho hrósaði sínum mönnum í Chelsea fyrir að ná að jafna metin gegn Arsenal eftir að hans menn höfðu lent undir á heimavelli í dag, en sagðist mjög hissa á því að Arsenal hefði mætt í leikinn án nokkurs áhuga á að reyna að vinna hann. 10.12.2006 19:23
Wenger stoltur af sínum mönnum Arsene Wenger sagðist vera stoltur af sínum mönnum í dag eftir að Arsenal slapp með 1-1 jafntefli frá viðureign sinni við Chelsea á Stamford Bridge. Hann segir að mark Chelsea hefði aldrei átt að standa vegna þess að Ashley Cole hafi brotið af sér skömmu áður en Michael Essien jafnaði leikinn með frábæru skoti. 10.12.2006 19:03
Arsenal slapp með skrekkinn Ekki verður annað sagt en að Arsenal hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea hafði mikla yfirburði í leiknum en þurfti engu að síður á einu af mörkum ársins að halda frá Michael Essien til að jafna leikinn eftir að Matthieu Flamini hafði komið Arsenal yfir. 10.12.2006 17:56
Markalaust á Stamford Bridge í hálfleik Nú hefur verið flautað til leikhlés í leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og er staðan jöfn 0-0. Chelsea hefur verið mun sterkara það sem af er og einu sinni hafa varnarmenn Arsenal bjargað á marklínu og svo átti Frank Lampard skot í stöng. Didier Drogba hefur einnig sett svip sinn á leikinn með óþolandi leikaraskap sínum. 10.12.2006 16:43
Stórleikur helgarinnar að hefjast Leikur Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni hefst nú klukkan 16 og eru byrjunarliðin klár. Thierry Henry er ekki í liði Arsenal vegna meiðsla og Robin Van Persie byrjar í stað Freddy Ljungberg. Þá kemur fyrirliðinn John Terry aftur inn í lið Chelsea eftir að hafa tekið út leikbann. 10.12.2006 15:47
Telur sig betri en Eric Cantona Vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hefur góða trú á sjálfum sér sem knattspyrnumanni og í dag sagði hann í samtali við News of the World að hann væri betri en sjálfur Eric Cantona sem á sínum tíma spilaði í treyju númer 7 hjá Manchester United. 10.12.2006 14:46
Pardew hefur enn trú á sínum mönnum Alan Pardew, stjóri West Ham, viðurkenndi að lið hans hefði verið yfirspilað löngum stundum í dag þegar það steinlá 4-0 gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Pardew sagði vandræðaganginn í vörninni skrifast mikið til á þá staðreynd að miðverðir hans í dag hafi aldrei áður spilað leik saman. 9.12.2006 22:00
Birmingham á toppnum í 1. deild Birmingham smellti sér í dag á toppinn í ensku 1. deildinni með sannfærandi 3-1 sigri á Preston North End. Gary McSheffrey skoraði þrennu fyrir Birmingham en Derby lyfti sér í annað sætið með 1-0 sigri á lánlausu liði Leeds United á útivelli. 9.12.2006 20:25
Elvis farinn úr húsi Steven Pressley, sem kallaður er Elvis á meðal stuðningsmanna skoska úrvalsdeildarfélagsins Hearts, var í dag látinn fara frá félaginu eftir deilur við eiganda félagsins. Mikil ólga hefur ríkt í herbúðum félagsins undanfarnar vikur og ljóst að eigandi félagsins verður ekki vinsælli í kjölfar þess að fyrirliðinn var látinn fara. 9.12.2006 20:11
Bolton burstaði West Ham Bolton burstaði West Ham 4-0 í lokaleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem þeir Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon sátu þungir á brún meðal áhorfenda og horfðu upp á lið sitt tapa enn eina ferðina. 9.12.2006 19:06