Fleiri fréttir Coppell stjóri nóvembermánaðar Steve Coppell, stjóri Íslendingaliðs Reading í ensku úrvalsdeildinni, var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins í annað sinn á leiktíðinni. Reading hefur komið mjög á óvart í vetur og vann sigur á Tottenham, Charlton og Fulham, en tapaði fyrir Liverpool. Coppell var einnig kjörinn stjóri septembermánaðar. 8.12.2006 21:45 Ronaldo bestur í nóvember Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United var í dag útnefndur knattspyrnumaður nóvembermánaðar í ensku úrvalsdeildarinnar. United tapaði ekki leik í deildinni í mánuðinum og skoraði Ronaldo tvö glæsileg mörk á þessum tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem Portúgalinn ungi vinnur þessi verðlaun, en félagi hans Paul Scholes hjá United hreppti þau í október. 8.12.2006 20:52 Sýnir félögum í 1. deild vanvirðingu David Gold, stjórnarformaður enska 1. deildarliðsins Birmingham, segir að Jose Mourinho sýni liðum deildinni vanvirðingu með tillögu sinni þess efnis að varaliðum úrvalsdeildarfélaga verði leyft að spila í 1. deildinni. 8.12.2006 17:30 Hagnaður hefur dregist saman hjá Tottenham Rekstrarhagnaður hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham minnkaði verulega á síðasta rekstrarári ef marka má tölur sem gefnar voru út í dag. Á rekstrarárinu sem lauk þann 30. júní sl. kemur fram að hagnaður félagsins minnkar úr 4,9 milljónum punda árið áður í aðeins 600 þúsund pund þetta árið. 8.12.2006 17:15 Pearce ber mikla virðingu fyrir Ferguson Stuart Pearce, stjóri Manchester City, hrósaði kollega sínum Alex Ferguson í hástert í dag þegar hann var spurður út í leik liðsins gegn Manchester United á morgun. Pearce segir aðdáunarvert hvernig Ferguson hafi komið United á toppinn á ný þrátt fyrir harða gagnrýni. 8.12.2006 16:30 Speed spilar 500. leikinn á morgun Miðjumaðurinn Gary Speed nær væntanlega þeim merka áfanga á morgun að verða fyrsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að spila 500 deildarleiki. Formaður leikmannasamtakanna hrósar Speed sem einstökum atvinnumanni. 8.12.2006 16:00 Cole er við öllu búinn Bakvörðurinn Ashley Cole hjá Chelsea segist vera við öllu búinn þegar hann mætir fyrrum félögum sínum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og segist skilja að margir af stuðningsmönnum Arsenal hugsi sér þegjandi þörfina. 8.12.2006 15:30 Mourinho ögrar Wenger Jose Mourinho hefur nú sent kollega sínum Arsene Wenger góða sneið fyrir stórleik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, en Mourinho segir vandræði Arsenal í deildinni í vetur að hluta til stafa af því að Wenger sé ekki nógu góður í að laga lið sitt eftir aðstæðum. 8.12.2006 14:45 Ferguson á von á mjög erfiðum grannaslag Sir Alex Ferguson segist eiga von á mjög erfiðum leik þegar grannarnir í Manchester eigast við í ensku úvalsdeildinni á morgun. Manchester City hefur náð í stig í síðustu tveimur leikjum sínum á Old Trafford og því á Ferguson von á miklu stríði á morgun. 8.12.2006 14:16 Shevchenko ekki í úrvalsliði Mourinho Jose Mourinho segir að það séu aðeins bestu leikmennirnir hverju sinni sem fái sæti í liði Chelsea og hefur lýst því yfir að Andriy Shevchenko sé ekki einn þeirra, að minnsta kosti ekki í augnablikinu. Mikið er rætt um framtíð framherjans á Englandi þessa dagana. 8.12.2006 13:43 Dein hótar FIFA öllu illu David Dein, stjórnarmaður hjá Arsenal sem einnig situr í stjórn G-14, segir að FIFA eigi ekki von á góðu ef hugmyndir forsetans Sepp Blatter um takmarkanir á útlendingum í evrópskri knattspyrnu ná fram að ganga. Dein segir að ef FIFA falli ekki frá áformum sínum, muni það fá yfir sig þungar lögsóknir. 7.12.2006 22:06 Mótlætið hefur styrkt Ronaldo Wayne Rooney segir að mótlætið sem félagi hans Cristiano Ronaldo varð fyrir á Englandi eftir hinn umdeilda leik Englendinga og Portúgala á HM í sumar hafi styrkt hann til muna og segir hann einn besta knattspyrnumann heims. 7.12.2006 21:45 Cole á skilið að fá það hrátt Jens Lehmann, markvörður Arsenal, segir að fyrrum félagi hans Ashley Cole sem nú leikur með Chelsea, eigi skilið að fá það hrátt frá stuðningsmönnum Arsenal þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. 7.12.2006 19:45 Tottenham án lykilmanna um jólin Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham verður að sætta sig við að vera án tveggja lykilmanna í árlegri leikjatörn yfir jólin, en í dag tilkynnti Martin Jol knattspyrnustjóri að Robbie Keane yrði frá í 5-6 vikur vegna hnémeiðsla og Jermaine Jenas í um mánuð vegna ökklameiðsla. Tottenham á því aðeins tvo leikfæra framherja í hóp sínum því Egyptinn Mido verður einnig frá um óákveðinn tíma. 7.12.2006 17:02 Leikmenn Sunderland léku í kynlífsmyndbandi Forráðamenn enska 1. deildarliðsins Sunderland hafa nú hrundið af stað rannsókn eftir að út spurðist að þrír af leikmönnum liðsins hefðu leikið í klámfengnu myndbandi. Leikmennirnir eru Ben Alnwick, Liam Lawrence og Chris Brown, en þeir eiga ekki von á góðu frá Roy Keane knattspyrnustjóra og Niall Quinn stjórnarformanni ef þessar fréttir reynast réttar. 7.12.2006 16:56 Yfirtaka í Man City á viðræðustigi Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City er nú nýjasta félagið á Englandi til að vera orðað við yfirtöku, en forráðamenn félagsins hafa staðfest að þeir séu í viðræðum við fjárfesta sem hafi í huga að kaupa félagið. Breska sjónvarpið segir að hér sé um fjársterkan einstakling að ræða og því hefur verið slegið fram að 70 milljón punda tilboð verði lagt fram fljótlega. 7.12.2006 16:44 Boateng sleppur við bann Miðjumaðurinn George Boateng hjá Middlesbrough sleppur við leikbann eftir að rauða spjaldið sem hann fékk í leik gegn Tottenham í vikunni var dregið til baka. Aganefnd knattspyrnusambandsins fór yfir átökin sem upphófust á lokamínútum leiksins og komst að þeirri niðurstöðu að Boateng hefði ekki gert neitt til að uppskera rautt spjald. 7.12.2006 15:30 Shevchenko er tilbúinn að pakka saman Framherjinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea segist vera ánægður í herbúðum Chelsea, en segist óttast að leikstíll hans henti ekki áherslum Jose Mourinho. Hann segist vera tilbúinn að pakka niður í tösku og fara aftur til Ítalíu ef Chelsea geti ekki notað sig. 7.12.2006 15:11 Pardew biður stuðningsmenn West Ham afsökunar Alan Pardew var ekki par hrifinn af frammistöðu sinna manna í West Ham í kvöld þegar liðið lá 2-0 á heimavelli fyrir Wigan fyrir framan þá Eggert Magnússon og Björgólf Guðmundsson sem sátu í heiðursstúkunni. 6.12.2006 23:16 West Ham lá heima fyrir Wigan Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Björgólfur Guðmundsson sat við hlið Eggerts Magnússonar í heiðursstúku West Ham í kvöld en þurfti að horfa upp á sína menn tapa 2-0 fyrir Wigan. Þá vann Newcastle afar mikilvægan sigur á Reading 3-2 í æsilegum leik. 6.12.2006 22:14 Newell ákærður fyrir ummæli í garð dómara Mike Newell, stjóri Luton Town í ensku fyrstu deildinni, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir niðrandi ummæli sín í garð aðstoðardómara eftir leik gegn QPR í byrjun síðasta mánaðar. 6.12.2006 15:03 Phillips á sér framtíð hjá Chelsea Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að vængmaðurinn smávaxni Shaun Wright-Phillips eigi sér framtíð með félaginu þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis að hann fari frá félaginu í janúar. Phillips hefur m.a. verið orðaður við West Ham og gamla félagið sitt Manchester City, en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í gær í Meistaradeildinni. 6.12.2006 14:36 Boateng og Zokora eiga yfir höfði sér bann Þeim Derek Boateng og Didier Zokora hafa báðir íhugað að áfrýja rauðu spjöldunum sem þeir fengu að líta í leik Tottenham og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í gær, en leikmennirnir tókust á þegar hitnaði verulega í kolunum undir lok leiksins. Zokora fær þriggja leikja bann að öllu óbreyttu, en Boateng fjögurra leikja bann vegna annars brottreksturs á leiktíðinni. 6.12.2006 14:32 Beckham er ríkasti knattspyrnumaður Bretlandseyja David Beckham er ríkasti knattspyrnumaður á Bretlandseyjum samkvæmt nýrri könnum sem birt var í dag. Beckham er nærri þrisvar sinnum ríkari en næsti maður á listanum, Michael Owen. 6.12.2006 14:15 Charlton af botninum Herman Hreiðarsson og félagar í Charlton lyftu sér af botni ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Blackburn nokkuð verðskuldað á heimavelli sínum með marki frá Talal El Karkouri beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Tottenham lagði Middlesbrough 2-1 þar sem tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið. 5.12.2006 22:10 Ekkert mark komið í ensku úrvalsdeildinni Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í leikjunum tveimur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Tottenham tekur þar á móti Middlesbrough og Hermann Hreiðarsson er í eldlínunni þar sem botnlið Charlton tekur á móti Blackburn. 5.12.2006 21:04 Jewell vill leyfa leikaraskap Hinn litríki og skemmtilegi Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur fundið lausn á vandamáli sem verið hefur uppi á borðinu í deildinni að undanförnu. Hann vill hvetja leikmenn til að reyna leikaraskap við hvert tækifæri. 5.12.2006 18:42 Eggert ósáttur við samninga Tevez og Mascherano Eggert Magnússon segir að þó West Ham hafi alls ekki í hyggju að losa sig við Argentínumennina Javier Mascherano og Carlos Tevez í janúar, sé samningurinn sem þeir gerðu við félagið alls ekki að sínu skapi. 5.12.2006 17:15 Of gott lið til að falla Eggert Magnússon segist hafa fulla trú á liði sínu West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og segir liðið einfaldlega allt of gott til að falla í fyrstu deild. Hann á von á að liðið rétti fljótlega úr kútnum og nái jafnvel að ljúka keppni um miðja deild í vor. 5.12.2006 15:00 Markalaust hjá Man. City og Watford Manchester City og Watford gerðu markalaust jafntefli í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var lítið fyrir augað og voru úrslitin nokkuð sanngjörn. 4.12.2006 21:45 Benitez spenntur fyrir hugsanlegri yfirtöku Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að hann sé spenntur fyrir hugsanlegri yfirtöku International Capital fyrirtækisins frá Dubai á félaginu. Benitez segir mikilvægt fyrir liðið að fá meiri pening til leikmannakaupa. 4.12.2006 19:25 Liverpool staðfestir viðræður Rick Parry, stjórnarformaður Liverpool, hefur staðfest að félagið eigi í viðræðum við Dubai International Capital fyrirtækið um mögulega yfirtöku þess á enska félaginu. Parry segir í yfirlýsingu sem send var út nú síðdegis að nýir eigendur komi með mikla möguleika inn í félagið. 4.12.2006 18:45 Eggert: Argentínumennirnir klára tímabilið hjá West Ham Argentínumennirnir Carlos Tévez og Javier Mascherano munu ekki fara frá West Ham þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Þetta heldur Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, fram í viðtali við Sky Sports í dag. 4.12.2006 17:45 Doyle stefnir á markakóngstitilinn Kevin Doyle, hinn funheiti framherji Reading, stefnir á að enda tímabilið í hópi markahæstu manna ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir gott gengi að undanförnu er hann orðinn markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. 4.12.2006 17:00 Baros vantar mikið upp á sjálfstraustið Milan Baros getur orðið frábær fyrir Aston Villa – ef hann nær að vinna aftur upp sjálfstraustið sem hann hefur skort svo mánuðum skiptir. Þetta segir Martin O´Neill, stjóri Villa. 4.12.2006 16:15 Saha segir Ferguson hafa bjargað ferli sínum Louis Saha, framherji Manchester United, hefur greint frá því að hann hafði komist mjög nálægt því að leggja skóna á hillunna fyrir ekki löngu síðan en að Alex Ferguson hefði fengið hann ofan af því með sínum sannfæringarkrafti. 4.12.2006 15:45 Þetta er maðurinn sem vill kaupa Liverpool Á myndinni hér til hliðar sést Mohammad bin Rashid Al Maktoum, krónprins Dubai, og maðurinn sem stendur á bakvið yfirtökutilboð Dubai International Capital á Liverpool. Ef forráðamenn Liverpool samþykkja tilboð Maktoum er ljóst að það mun kveða við nýjan tón í flóru erlendra eigenda félaga í ensku úrvalsdeildinni. 4.12.2006 14:30 Henry tjáir sig um meiðslin og Wenger Thierry Henry staðfesti nú í hádeginu að hann yrði frá út árið vegna meiðsla á hálsi. Hann sagði jafnframt að ekkert væri til í fregnum um ósætti milli hans og Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal. 4.12.2006 13:45 Drogba ætlar að verða bestur á Englandi Didier Drogba, framherji Chelsea, skortir ekki sjálfstraust. Í dag lýsti hann því yfir að markmið hans á tímabilinu væri að verða besti framherji Bretlandseyja. Drogba, sem spilað hefur frábærlega það sem af er leiktíð, segist enn eiga mikið inni. 3.12.2006 20:45 Hvað er í gangi á milli Wenger og Henry? Það ríkir undarlegt ástand í herbúðum Arsenal um þessar mundir og orðrómurinn um ósætti milli fyrirliðans Thierry Henry og stjórans Arsene Wenger fer vaxandi. Wenger hefur nú gefið í skyn að Henry muni ekki spila meira á árinu, þrátt fyrir að hann sé heill heilsu, og að hann muni ekki koma neinn leikmann í janúar. 3.12.2006 18:30 West Ham tapaði fyrir Everton Eggert Magnússon og lærisveinar hans í West Ham máttu þola 2-0 tap gegn Everton í leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Bjarni Þór Viðarsson var í leikmannahópi Everton en fékk ekki tækifærið að þessu sinni. 3.12.2006 17:57 Liverpool tekur á móti Arsenal í bikarnum Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirri fyrstu sem liðin úr úrvalsdeildinni taka þátt í. Núverandi bikarmeistarar í Liverpool drógust gegn Arsenal nú síðdegis og munu liðin mætast á Anfield í byrjun janúar. 3.12.2006 17:24 Baptista vill spila meira Julio Baptista, brasilíski sóknarmaðurinn sem kom til Arsenal í haust frá Real Madrid, kveðst ósáttur með að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliði liðsins. Baptista hefur fengið að spila afar lítið síðan hann kom til Arsenal og aðeins skorað eitt mark í vetur. 3.12.2006 16:30 Nýtt upphaf fyrir Bellamy Craig Bellamy gæti orðið eins og nýr leikmaður fyrir Liverpool eftir að hans persónulegu vandamál eru nú úr sögunni, að sögn Rafael Benitez, stjóra liðsins. Bellamy var hreinsaður af ákærum um líkamlegt ofbeldi í vikunni og hélt upp á áfangann með því að skora tvö mörk gegn Wigan í gær. 3.12.2006 14:15 Southgate æfur út í Ronaldo Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, sakaði portúgalska vængmanninn Cristiano Ronaldo hjá Man. Utd. um að vera svindlara eftir viðureign liðana í gær. Ronaldo fiskaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik með því sem virtust vera leikrænir tilburðir. 3.12.2006 13:30 Sjá næstu 50 fréttir
Coppell stjóri nóvembermánaðar Steve Coppell, stjóri Íslendingaliðs Reading í ensku úrvalsdeildinni, var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins í annað sinn á leiktíðinni. Reading hefur komið mjög á óvart í vetur og vann sigur á Tottenham, Charlton og Fulham, en tapaði fyrir Liverpool. Coppell var einnig kjörinn stjóri septembermánaðar. 8.12.2006 21:45
Ronaldo bestur í nóvember Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United var í dag útnefndur knattspyrnumaður nóvembermánaðar í ensku úrvalsdeildarinnar. United tapaði ekki leik í deildinni í mánuðinum og skoraði Ronaldo tvö glæsileg mörk á þessum tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem Portúgalinn ungi vinnur þessi verðlaun, en félagi hans Paul Scholes hjá United hreppti þau í október. 8.12.2006 20:52
Sýnir félögum í 1. deild vanvirðingu David Gold, stjórnarformaður enska 1. deildarliðsins Birmingham, segir að Jose Mourinho sýni liðum deildinni vanvirðingu með tillögu sinni þess efnis að varaliðum úrvalsdeildarfélaga verði leyft að spila í 1. deildinni. 8.12.2006 17:30
Hagnaður hefur dregist saman hjá Tottenham Rekstrarhagnaður hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham minnkaði verulega á síðasta rekstrarári ef marka má tölur sem gefnar voru út í dag. Á rekstrarárinu sem lauk þann 30. júní sl. kemur fram að hagnaður félagsins minnkar úr 4,9 milljónum punda árið áður í aðeins 600 þúsund pund þetta árið. 8.12.2006 17:15
Pearce ber mikla virðingu fyrir Ferguson Stuart Pearce, stjóri Manchester City, hrósaði kollega sínum Alex Ferguson í hástert í dag þegar hann var spurður út í leik liðsins gegn Manchester United á morgun. Pearce segir aðdáunarvert hvernig Ferguson hafi komið United á toppinn á ný þrátt fyrir harða gagnrýni. 8.12.2006 16:30
Speed spilar 500. leikinn á morgun Miðjumaðurinn Gary Speed nær væntanlega þeim merka áfanga á morgun að verða fyrsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að spila 500 deildarleiki. Formaður leikmannasamtakanna hrósar Speed sem einstökum atvinnumanni. 8.12.2006 16:00
Cole er við öllu búinn Bakvörðurinn Ashley Cole hjá Chelsea segist vera við öllu búinn þegar hann mætir fyrrum félögum sínum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og segist skilja að margir af stuðningsmönnum Arsenal hugsi sér þegjandi þörfina. 8.12.2006 15:30
Mourinho ögrar Wenger Jose Mourinho hefur nú sent kollega sínum Arsene Wenger góða sneið fyrir stórleik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, en Mourinho segir vandræði Arsenal í deildinni í vetur að hluta til stafa af því að Wenger sé ekki nógu góður í að laga lið sitt eftir aðstæðum. 8.12.2006 14:45
Ferguson á von á mjög erfiðum grannaslag Sir Alex Ferguson segist eiga von á mjög erfiðum leik þegar grannarnir í Manchester eigast við í ensku úvalsdeildinni á morgun. Manchester City hefur náð í stig í síðustu tveimur leikjum sínum á Old Trafford og því á Ferguson von á miklu stríði á morgun. 8.12.2006 14:16
Shevchenko ekki í úrvalsliði Mourinho Jose Mourinho segir að það séu aðeins bestu leikmennirnir hverju sinni sem fái sæti í liði Chelsea og hefur lýst því yfir að Andriy Shevchenko sé ekki einn þeirra, að minnsta kosti ekki í augnablikinu. Mikið er rætt um framtíð framherjans á Englandi þessa dagana. 8.12.2006 13:43
Dein hótar FIFA öllu illu David Dein, stjórnarmaður hjá Arsenal sem einnig situr í stjórn G-14, segir að FIFA eigi ekki von á góðu ef hugmyndir forsetans Sepp Blatter um takmarkanir á útlendingum í evrópskri knattspyrnu ná fram að ganga. Dein segir að ef FIFA falli ekki frá áformum sínum, muni það fá yfir sig þungar lögsóknir. 7.12.2006 22:06
Mótlætið hefur styrkt Ronaldo Wayne Rooney segir að mótlætið sem félagi hans Cristiano Ronaldo varð fyrir á Englandi eftir hinn umdeilda leik Englendinga og Portúgala á HM í sumar hafi styrkt hann til muna og segir hann einn besta knattspyrnumann heims. 7.12.2006 21:45
Cole á skilið að fá það hrátt Jens Lehmann, markvörður Arsenal, segir að fyrrum félagi hans Ashley Cole sem nú leikur með Chelsea, eigi skilið að fá það hrátt frá stuðningsmönnum Arsenal þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. 7.12.2006 19:45
Tottenham án lykilmanna um jólin Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham verður að sætta sig við að vera án tveggja lykilmanna í árlegri leikjatörn yfir jólin, en í dag tilkynnti Martin Jol knattspyrnustjóri að Robbie Keane yrði frá í 5-6 vikur vegna hnémeiðsla og Jermaine Jenas í um mánuð vegna ökklameiðsla. Tottenham á því aðeins tvo leikfæra framherja í hóp sínum því Egyptinn Mido verður einnig frá um óákveðinn tíma. 7.12.2006 17:02
Leikmenn Sunderland léku í kynlífsmyndbandi Forráðamenn enska 1. deildarliðsins Sunderland hafa nú hrundið af stað rannsókn eftir að út spurðist að þrír af leikmönnum liðsins hefðu leikið í klámfengnu myndbandi. Leikmennirnir eru Ben Alnwick, Liam Lawrence og Chris Brown, en þeir eiga ekki von á góðu frá Roy Keane knattspyrnustjóra og Niall Quinn stjórnarformanni ef þessar fréttir reynast réttar. 7.12.2006 16:56
Yfirtaka í Man City á viðræðustigi Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City er nú nýjasta félagið á Englandi til að vera orðað við yfirtöku, en forráðamenn félagsins hafa staðfest að þeir séu í viðræðum við fjárfesta sem hafi í huga að kaupa félagið. Breska sjónvarpið segir að hér sé um fjársterkan einstakling að ræða og því hefur verið slegið fram að 70 milljón punda tilboð verði lagt fram fljótlega. 7.12.2006 16:44
Boateng sleppur við bann Miðjumaðurinn George Boateng hjá Middlesbrough sleppur við leikbann eftir að rauða spjaldið sem hann fékk í leik gegn Tottenham í vikunni var dregið til baka. Aganefnd knattspyrnusambandsins fór yfir átökin sem upphófust á lokamínútum leiksins og komst að þeirri niðurstöðu að Boateng hefði ekki gert neitt til að uppskera rautt spjald. 7.12.2006 15:30
Shevchenko er tilbúinn að pakka saman Framherjinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea segist vera ánægður í herbúðum Chelsea, en segist óttast að leikstíll hans henti ekki áherslum Jose Mourinho. Hann segist vera tilbúinn að pakka niður í tösku og fara aftur til Ítalíu ef Chelsea geti ekki notað sig. 7.12.2006 15:11
Pardew biður stuðningsmenn West Ham afsökunar Alan Pardew var ekki par hrifinn af frammistöðu sinna manna í West Ham í kvöld þegar liðið lá 2-0 á heimavelli fyrir Wigan fyrir framan þá Eggert Magnússon og Björgólf Guðmundsson sem sátu í heiðursstúkunni. 6.12.2006 23:16
West Ham lá heima fyrir Wigan Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Björgólfur Guðmundsson sat við hlið Eggerts Magnússonar í heiðursstúku West Ham í kvöld en þurfti að horfa upp á sína menn tapa 2-0 fyrir Wigan. Þá vann Newcastle afar mikilvægan sigur á Reading 3-2 í æsilegum leik. 6.12.2006 22:14
Newell ákærður fyrir ummæli í garð dómara Mike Newell, stjóri Luton Town í ensku fyrstu deildinni, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir niðrandi ummæli sín í garð aðstoðardómara eftir leik gegn QPR í byrjun síðasta mánaðar. 6.12.2006 15:03
Phillips á sér framtíð hjá Chelsea Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að vængmaðurinn smávaxni Shaun Wright-Phillips eigi sér framtíð með félaginu þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis að hann fari frá félaginu í janúar. Phillips hefur m.a. verið orðaður við West Ham og gamla félagið sitt Manchester City, en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í gær í Meistaradeildinni. 6.12.2006 14:36
Boateng og Zokora eiga yfir höfði sér bann Þeim Derek Boateng og Didier Zokora hafa báðir íhugað að áfrýja rauðu spjöldunum sem þeir fengu að líta í leik Tottenham og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í gær, en leikmennirnir tókust á þegar hitnaði verulega í kolunum undir lok leiksins. Zokora fær þriggja leikja bann að öllu óbreyttu, en Boateng fjögurra leikja bann vegna annars brottreksturs á leiktíðinni. 6.12.2006 14:32
Beckham er ríkasti knattspyrnumaður Bretlandseyja David Beckham er ríkasti knattspyrnumaður á Bretlandseyjum samkvæmt nýrri könnum sem birt var í dag. Beckham er nærri þrisvar sinnum ríkari en næsti maður á listanum, Michael Owen. 6.12.2006 14:15
Charlton af botninum Herman Hreiðarsson og félagar í Charlton lyftu sér af botni ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Blackburn nokkuð verðskuldað á heimavelli sínum með marki frá Talal El Karkouri beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Tottenham lagði Middlesbrough 2-1 þar sem tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið. 5.12.2006 22:10
Ekkert mark komið í ensku úrvalsdeildinni Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í leikjunum tveimur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Tottenham tekur þar á móti Middlesbrough og Hermann Hreiðarsson er í eldlínunni þar sem botnlið Charlton tekur á móti Blackburn. 5.12.2006 21:04
Jewell vill leyfa leikaraskap Hinn litríki og skemmtilegi Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur fundið lausn á vandamáli sem verið hefur uppi á borðinu í deildinni að undanförnu. Hann vill hvetja leikmenn til að reyna leikaraskap við hvert tækifæri. 5.12.2006 18:42
Eggert ósáttur við samninga Tevez og Mascherano Eggert Magnússon segir að þó West Ham hafi alls ekki í hyggju að losa sig við Argentínumennina Javier Mascherano og Carlos Tevez í janúar, sé samningurinn sem þeir gerðu við félagið alls ekki að sínu skapi. 5.12.2006 17:15
Of gott lið til að falla Eggert Magnússon segist hafa fulla trú á liði sínu West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og segir liðið einfaldlega allt of gott til að falla í fyrstu deild. Hann á von á að liðið rétti fljótlega úr kútnum og nái jafnvel að ljúka keppni um miðja deild í vor. 5.12.2006 15:00
Markalaust hjá Man. City og Watford Manchester City og Watford gerðu markalaust jafntefli í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var lítið fyrir augað og voru úrslitin nokkuð sanngjörn. 4.12.2006 21:45
Benitez spenntur fyrir hugsanlegri yfirtöku Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að hann sé spenntur fyrir hugsanlegri yfirtöku International Capital fyrirtækisins frá Dubai á félaginu. Benitez segir mikilvægt fyrir liðið að fá meiri pening til leikmannakaupa. 4.12.2006 19:25
Liverpool staðfestir viðræður Rick Parry, stjórnarformaður Liverpool, hefur staðfest að félagið eigi í viðræðum við Dubai International Capital fyrirtækið um mögulega yfirtöku þess á enska félaginu. Parry segir í yfirlýsingu sem send var út nú síðdegis að nýir eigendur komi með mikla möguleika inn í félagið. 4.12.2006 18:45
Eggert: Argentínumennirnir klára tímabilið hjá West Ham Argentínumennirnir Carlos Tévez og Javier Mascherano munu ekki fara frá West Ham þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Þetta heldur Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, fram í viðtali við Sky Sports í dag. 4.12.2006 17:45
Doyle stefnir á markakóngstitilinn Kevin Doyle, hinn funheiti framherji Reading, stefnir á að enda tímabilið í hópi markahæstu manna ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir gott gengi að undanförnu er hann orðinn markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. 4.12.2006 17:00
Baros vantar mikið upp á sjálfstraustið Milan Baros getur orðið frábær fyrir Aston Villa – ef hann nær að vinna aftur upp sjálfstraustið sem hann hefur skort svo mánuðum skiptir. Þetta segir Martin O´Neill, stjóri Villa. 4.12.2006 16:15
Saha segir Ferguson hafa bjargað ferli sínum Louis Saha, framherji Manchester United, hefur greint frá því að hann hafði komist mjög nálægt því að leggja skóna á hillunna fyrir ekki löngu síðan en að Alex Ferguson hefði fengið hann ofan af því með sínum sannfæringarkrafti. 4.12.2006 15:45
Þetta er maðurinn sem vill kaupa Liverpool Á myndinni hér til hliðar sést Mohammad bin Rashid Al Maktoum, krónprins Dubai, og maðurinn sem stendur á bakvið yfirtökutilboð Dubai International Capital á Liverpool. Ef forráðamenn Liverpool samþykkja tilboð Maktoum er ljóst að það mun kveða við nýjan tón í flóru erlendra eigenda félaga í ensku úrvalsdeildinni. 4.12.2006 14:30
Henry tjáir sig um meiðslin og Wenger Thierry Henry staðfesti nú í hádeginu að hann yrði frá út árið vegna meiðsla á hálsi. Hann sagði jafnframt að ekkert væri til í fregnum um ósætti milli hans og Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal. 4.12.2006 13:45
Drogba ætlar að verða bestur á Englandi Didier Drogba, framherji Chelsea, skortir ekki sjálfstraust. Í dag lýsti hann því yfir að markmið hans á tímabilinu væri að verða besti framherji Bretlandseyja. Drogba, sem spilað hefur frábærlega það sem af er leiktíð, segist enn eiga mikið inni. 3.12.2006 20:45
Hvað er í gangi á milli Wenger og Henry? Það ríkir undarlegt ástand í herbúðum Arsenal um þessar mundir og orðrómurinn um ósætti milli fyrirliðans Thierry Henry og stjórans Arsene Wenger fer vaxandi. Wenger hefur nú gefið í skyn að Henry muni ekki spila meira á árinu, þrátt fyrir að hann sé heill heilsu, og að hann muni ekki koma neinn leikmann í janúar. 3.12.2006 18:30
West Ham tapaði fyrir Everton Eggert Magnússon og lærisveinar hans í West Ham máttu þola 2-0 tap gegn Everton í leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Bjarni Þór Viðarsson var í leikmannahópi Everton en fékk ekki tækifærið að þessu sinni. 3.12.2006 17:57
Liverpool tekur á móti Arsenal í bikarnum Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirri fyrstu sem liðin úr úrvalsdeildinni taka þátt í. Núverandi bikarmeistarar í Liverpool drógust gegn Arsenal nú síðdegis og munu liðin mætast á Anfield í byrjun janúar. 3.12.2006 17:24
Baptista vill spila meira Julio Baptista, brasilíski sóknarmaðurinn sem kom til Arsenal í haust frá Real Madrid, kveðst ósáttur með að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliði liðsins. Baptista hefur fengið að spila afar lítið síðan hann kom til Arsenal og aðeins skorað eitt mark í vetur. 3.12.2006 16:30
Nýtt upphaf fyrir Bellamy Craig Bellamy gæti orðið eins og nýr leikmaður fyrir Liverpool eftir að hans persónulegu vandamál eru nú úr sögunni, að sögn Rafael Benitez, stjóra liðsins. Bellamy var hreinsaður af ákærum um líkamlegt ofbeldi í vikunni og hélt upp á áfangann með því að skora tvö mörk gegn Wigan í gær. 3.12.2006 14:15
Southgate æfur út í Ronaldo Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, sakaði portúgalska vængmanninn Cristiano Ronaldo hjá Man. Utd. um að vera svindlara eftir viðureign liðana í gær. Ronaldo fiskaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik með því sem virtust vera leikrænir tilburðir. 3.12.2006 13:30