Fleiri fréttir

Liverpool fer á kostum

Leikmenn Liverpool hafa heldur betur kvatt útivallardrauginn því nú þegar flautað hefur verið hálfleiks í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefur liðið 4-0 forystu gegn Wigan á útivelli. Craig Bellamy hefur skorað tvö marka Liverpool.

Coppell ánægður með nýja samninga

Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading í ensku úrvalsdeildinni, hefur lýst yfir ánægju sinni að nánast allir lykilmenn liðsins, þar af Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson, hafa nýlega skrifað undir langtíma samninga við félagið.

Strachan segir Larsson hafa tekið rétta ákvörðun

Gordon Strachan, knattspyrnustjóri Celtic í Skotlandi, segir að það hafi verið rétt af Henrik Larson að ganga til liðs við Manchester United. Einhverjir stuðningsmenn skoska liðsins eru sárir yfir því að sá sænski hafi valið þá rauðu fram yfir sína fyrrum félaga í Skotlandi.

Arsenal valtaði yfir Tottenham

Arsenal vann afar sannfærandi sigur á Tottenham í háegisleik ensku úrvalsdeildarinnar sem var að ljúka rétt í þessu. Lokatölur urðu 3-0 fyrir Arsenal þar sem Gilberto Silva skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum.

Thierry Henry vill fá SWP til Arsenal

Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, hefur ráðlagt stjóra sínum Arsene Wenger að fá til sín enska vængmanninn Shaun-Wright Phillips frá Chelsea þegar opnað verður fyrir félagsskipti leikmanna að nýju í næsta mánuði.

Pardew vill unga leikmenn til West Ham

Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Ham, segir að han horfi helst til góðra ungra leikmanna þegar kemur að því að hann styrki lið sitt. Líklegt er að það verði strax í janúar þegar leikmannaglugginn opnast að nýju, enda Eggert Magnússon búinn að lofa honum allt að milljarði króna.

Graham segir Arsenal skorta reynslu

George Graham, fyrrverandi stjóri Arsenal og Tottenham, sem leiða saman hesta sína í hádegisslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, segir lið Arsenal skorta einfaldlega skorta reynslu. Þess vegna hafi liðið ekki náð upp stöðugleika í leik sínum það sem af er vetri.

Ferguson ánægður með Adu

Unglingurinn Freddy Adu hefur nú lokið tveggja vikna reynslutímabili sínu í herbúðum Manchester United og heldur nú aftur heim til Bandaríkjanna. Þessi efnilegi og Afríkuættaði Bandaríkjamaður verður ekki 18 gamall fyrr en á næsta ári og getur ekki sótt um atvinnuleyfi í Bretlandi fyrr en hann nær þeim aldri.

Southgate kallar á breytingar

Gareth Soutgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, vill að breytingar verði gerðar svo landsliðsmönnum sé kleift að sækja þjálfaranámskeið. Southgate er sjálfur á undanþágu með að stýra liði Boro, en hann bendir á að aðeins sé hægt að sækja námskeið í þjálfun á sumrin og að þá hafi landsliðsmenn engan tíma til að sækja slík námskeið.

Wallwork á sjúkrahúsi eftir hrottalega líkamsárás

Ronnie Wallwork, leikmaður West Brom og fyrrum leimaður Manchester United, er nú á sjúkrahúsi eftir að árásarmaður stakk hann sjö sinnum á bar í Manchester. Wallwork fékk stungusár á hönd, maga og bak, en er þó ekki talinn í lífshættu. Wallwork hefur verið sem lánsmaður hjá Barnsley í vetur.

Við vinnum Tottenham

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga og vælir nú sáran undan leikjaniðurröðun í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur þó litlar áhyggjur af grannaslagnum við Tottenham á morgun og á þar ekki von á neinu öðru en sigri.

Henrik Larsson lánaður til Manchester United

Sænska markamaskínan Henrik Larsson hefur samþykkt að fara til Manchester United sem lánsmaður í janúar. Larsson er 35 ára gamall og hefur leikið með liði Helsingborg í heimalandi sínu síðan hann varð Evrópumeistari með Barcelona í vor.

Terry ákærður fyrir ummæli sín

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur ákært John Terry, fyrirliða Chelsea, fyrir ummæli sín í garð Graham Poll dómara eftir að hann vísaði Terry af velli í leik Tottenham og Chelsea fyrr í þessum mánuði. Terry hefur verið veittur frestur til 15. desember til að svara fyrir sig í málinu.

James íhugaði að raka af sér hárið

Markvörðurinn David James hjá Portsmouth segist hafa íhugað að raka af sér allt hárið á dögunum eftir að nýjasta hárgreiðslan hans varð miðpunktur athyglinnar í breskum fjölmiðlum um síðustu helgi. Hárgreiðslu James var líkt við vel smurða hárgreiðslu Ofurmennisins.

Af hverju að fara til Englands?

Argentínski framherjinn Hernan Crespo hjá Inter Milan á Ítalíu segist ekki skilja af hverju framherji sem er sáttur í herbúðum liðs síns á Ítalíu ætti að láta sér detta í hug að flytja til Englands og spila í ensku úrvaldseildinni. Þessi orð lét hann falla í samtali við breska blaðið Mirror þegar hann svar spurður út í vandræði Andriy Shevchenko hjá Chelsea.

Mourinho segir Chelsea fara á toppinn fljótlega

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ekki hafa áhyggjur af því þó Manchester United hafi enn þriggja stiga forystu á sína menn á toppi ensku úrvaldsdeildarinnar og bendir á að Chelsea hafi spilað mun erfiðari leiki í deildinni til þessa.

Fyrsti sigur Fulham á Arsenal í 40 ár

Fulham lagði Arsenal 2-1 á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og var þetta fyrsti sigur Fulham á grönnum sínum í fjóra áratugi. Fulham komst í 2-0 eftir rúmlega stundarfjórðung segja má að Arsenal hafi aldrei náð sér almennilega á strik eftir það. Efstu liðin, Man Utd og Chelsea, unnu bæði sigur í sínum leikjum.

Bolton heimtar virðingu

Sammy Lee, aðstoðarstjóri Bolton í ensku úvalsdeildinni, segir að félagið hafi mikinn hug á að reyna að ná einu af fjórum efstu sætunum í deildinni í vetur svo það fái loks þá virðingu sem það á skilið. Bolton hefur verið á meðal átta efstu liða í deildinni undanfarin ár og lagði Arsenal 3-1 um síðustu helgi. Liðsins bíður erfiður leikur gegn Chelsea í kvöld.

Tevez fékk harða refsingu frá félögum sínum í West Ham

Argentínumaðurinn Carlos Tevez þurfti að taka út mjög harða refsingu frá félögum sínum í enska úrvalsdeildarliðinu West Ham eftir að hann rauk til síns heima strax eftir síðasta leik liðsins án þess að tala við kóng eða prest. Stjóri liðsins Alan Pardew sagðist ætla að láta leikmennina ráða því hvaða refsingu framherjinn fengi.

Bellamy sleppur

Velski landsliðsframherjinn Craig Bellamy hjá Liverpool var í dag sýknaður af ákæru um líkamsárás fyrir rétti í Cardiff, en hann var ákærður fyrir að hafa ráðist að stúlku á næturklúbbi í borginni fyrr í haust. Bellamy hefur lítið geta æft með liði sínu vegna réttarhaldanna og misstir til að mynda af leik Liverpool og Portsmouth í kvöld.

Fimm leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld

Fimm leikir verða á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld og þar verða sex efstu liðin í deildinni öll í sviðsljósinu. Efstu liðin, Manchester United og Chelsea, eiga mjög erfiða leiki fyrir höndum.

Henry ekki tilnefndur sem knattspyrnumaður ársins

Alþjóða knattspyrnusambandið gaf í dag út hvaða þrír menn eru tilnefndir sem knattspyrnumenn ársins hjá FIFA. Athygli vekur að framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal er ekki á listanum að þessu sinni, en hann skipa nýkjörinn knattspyrnumaður Evrópu, Fabio Cannavaro frá Ítalíu og þeir Ronaldinho og Zinedine Zidane.

Fulham yfir gegn Arsenal í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Fulham hefur yfir 2-1 gegn Arsenal á heimavelli og Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Everton. Manchester City hefur 2-0 yfir gegn Aston Villa á Villa Park. Markaskorara má sjá á Boltavaktinni hér á íþróttasíðunni.

Mikilvægur sigur Sheffield United

Sheffield United tryggði sér þrjú afar dýrmæt stig í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 1-0 útisigri á Watford. Það var Danny Webber, fyrrum leikmaður Watford, sem skoraði sigurmark United rétt fyrir leikslok. Markið var nokkuð umdeilt, því Webber þótti hafa verið rangstæður þegar hann skoraði, en sigurinn var engu að síður verðskuldaður hjá United.

Howard er enn inni í myndinni

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að markvörðurinn Tim Howard gæti vel átt framtíðina fyrir sér á Old Trafford þó hann hafi ekki náð að festa sig í sessi hjá félaginu. Howard er lánsmaður hjá Everton um þessar mundir.

Orkuríkur Rooney

David James, nemandi við háskóla í Sheffield á Englandi, opinberaði í dag rannsókn sína á orkuframleiðslu framherjans Wayne Rooney á knattspyrnuvellinum og niðurstöður skýrslu hans voru mjög eftirtektarverðar. James fann það út að Rooney framleiddi t.a.m. næga orku til að sjóða vatn í 16 tebolla á meðan á einum knattspyrnuleik stendur.

Tottenham að kaupa ungan miðjumann

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er nú sagt hafa gengið frá kaupum á 17 ára gömlum miðjumanni frá franska liðinu Lens. Þetta er Marokkómaðurinn Abel Taarabt sem verið hefur í akademíu franska liðsins síðan hann var uppgötvaður hjá Vallons, uppeldisfélagi Zinedine Zidane.

Thomas Sörensen í aðgerð

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Sörensen hjá Aston Villa þarf að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla semhann varð fyrir þegar hann lenti í samstuði við Emmanuel Pogatetz hjá Middlesbrough um helgina. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru, en ljóst er að hann verður frá keppni í að minnsta kosti nokkrar vikur.

Nýliðarnir eigast við í kvöld

Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar nýliðar Watford taka á móti nýliðum Sheffield United. Fyrirfram má búast við mikilli hörku í leiknum þar sem liðin tvö eiga eftir að vilja sækja þrjú dýrmæt stig hvort af öðru í botnbaráttunni.

Zenden frá í sex vikur

Hollenski miðjumaðurinn Boundewijn Zenden hjá Liverpool verður frá keppni næstu sex vikurnar hið minnsta eftir að hann þurfti í uppskurð á hné. Zanden meiddist á hné í leiknum gegn Manchester City um helgina, en hann var líka frá keppni meira og minna allt síðasta tímabil vegna meiðsla á sama hné.

Johnson verður ekki með gegn United

Enski landsliðsframherjinn Andy Johnson getur ekki leikið með liði sínu Everton gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld vegna meiðsla. Johnson er meiddur á læri og þarf nokkra daga til að jafna sig. Þá má lánsmaðurinn Tim Howard ekki spila gegn sínum gömlu félögum í United og það verður því Richard Wright sem stendur í marki Everton í fyrsta úrvalsdeildarleik sínum síðan í apríl.

Chelsea að skoða David Villa

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að útsendarar Chelsea hafi fylgst náið með spænska landsliðsframherjanum David Villa hjá Valencia að undanförnu og því er haldið fram að hann sé jafnvel hugsaður sem arftaki Andriy Shevchenko hjá enska liðinu, enda hefur Úkraínumanninum ekki gengið vel að skora til þessa.

Phillips er velkominn aftur

Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að Shaun Wright-Phillips sé alltaf velkominn aftur til Manchester City eftir 16 mánaða tilþrifalitla veru í herbúðum Englandsmeistara Chelsea. Breskir fjölmiðlar eru á því að Phillips verði seldur frá Chelsea í janúar og var hann síðast orðaður við West Ham.

Solskjær og Park farnir að æfa á ný

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur fengið þær gleðifregnir að þeir Ole Gunnar Solskjær og Park Ji-Sung hafi nú snúið aftur til æfinga eftir meiðsli. Solskjær hefur verið meiddur á læri, en þó hann sé byrjaður að æfa létt - mun hann ekki snúa aftur fyrr en í kring um jólin. Park hefur verið frá vegna ökklameiðsla síðan í september.

Bellamy missir af næsta leik

Vandræðagemlingurinn Craig Bellamy hjá Liverpool mun að öllum líkindum missa af leik Liverpool og Portsmouth í miðri viku eftir að réttarhöld yfir honum í heimaborg hans Cardiff töfðust um nokkurn tíma. Bellamy var tvo daga fyrir rétti í síðustu viku og þarf að eyða þremur dögum þar í þessari viku. Hann er ákærður fyrir líkamsárás.

Silvestre vill reyna fyrir sér á Spáni

Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre hjá Manchester United segist gjarnan vilja breyta til og spila jafnvel á Spáni áður en hann leggur skóna á hilluna. Þessi 29 ára gamli leikmaður hefur misst sæti sitt í liði United til Nemanja Vidic, en segist engu að síður sáttur við sitt hlutskipti.

Hahnemann og Little semja við Reading

Markvörðurinn Marcus Hahnemann og miðjumaðurinn Glen Little hafa nú fetað í fótspor Íslendinganna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Reading og undirritað nýjan samning við félagið. Báðir leikmennirnir eru nú samningsbundnir Reading út leiktíðina 2008.

Vialli spáir Manchester United sigri

Gianluca Vialli, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Manchester United sé líklegasta liðið til að hampa Englandsmeistaratitlinum í vor vegna þeirrar auknu áherslu sem lögð sé á Meistaradeildina í herbúðum Chelsea.

Tottenham að fá ungan markvörð

Allt stefnir nú í að enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham muni fá enska U-21 árs landsliðsmarkvörðinn Ben Alnwick frá Sunderland í sínar raðir í janúar. Sunderland fær í staðinn ungverska markvörðinn Martin Fulop og eina milljón punda ef af skiptunum verður, en þau geta ekki klárast formlega fyrr en í janúar.

Tevez biðst afsökunar

Argentínski framherjinn Carlos Tevez hjá West Ham hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum á laugardaginn þegar hann stormaði beint til síns heima eftir að honum var skipt af velli í viðureign liðsins gegn Sheffield United - fyrsta deildarleik liðsins eftir að Eggert Magnússon tók við formennsku hjá félaginu.

Börn sitja í fangelsi fyrir að horfa á fótbolta í sjónvarpi

Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast í gær þegar löggæslumenn stjórnvalda í Sómalíu réðust inn í kvikmyndahús þar sem 150 manns fylgdust með leik Manchester United og Chelsea. Íslamskir ráðamenn í landinu hafa fordæmt allt íþróttaáhorf í sjónvarpi og líta á menn sem horfa á fótbolta sem glæpamenn.

Ferguson sagður vera með framherja í sigtinu

Sænskir og ítalskir heimildarmenn halda því fram í dag að Sir Alex Ferguson hafi í huga að reyna að fá hinn 17 ára gamla sókarmann Goran Slavkovski í raðir Manchester United í janúar. Slavkovski þessi er yngsti leikmaðurinn í herbúðum Ítalíumeistara Inter Milan og hefur verið líkt við Zlatan Ibrahimovic vegna uppruna síns og hæfileika.

Mido verður frá keppni í tvær vikur

Framherjinn Mido hjá Tottenham verður frá keppni næstu tvær vikurnar eftir að í ljós koma að hann er með rifinn vöðva í nára. Þessi 23 ára framherji skrifaði undir samning við félagið í sumar en hefur skorað 17 mörk á þeim tíma sem hann hefur leikið með Tottenham - lengst af sem lánsmaður frá Roma á Ítalíu.

Hunt óskar eftir fundi með Petr Cech

Miðjumaðurinn Stephen Hunt hjá Reading segist ætla að fara þess á leit við Petr Cech, markvörð Chelsea, að hann hitti sig að máli maður á mann þegar liðin eigast við að nýju í kring um jólin. Cech hefur ekki spilað með Chelsea síðan hann höfuðkúpubrotnaði í viðskiptum sínum við Hunt í deildarleik í síðasta mánuði.

Menn verða að vinna fyrir sæti sínu

Martin Jol, stjóri Tottenham, var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í dag eftir að liðið lagði Wigan 3-1 á White Hart Lane. Jol hrósaði framherjanum Dimitar Berbatov fyrir frammistöðu sína og svaraði spurningum sem dunið hafa á honum vegna sífelldra mannabreytinga í framlínunni.

Sjá næstu 50 fréttir