Fleiri fréttir

Framarar sömdu við Skotann Scott Robertsson

Skoski leikmaðurinn Scott Robertson hefur samið við Fram og mun hann leika með liðinu út leiktíðina í Pepsi-deild karla. Robertson er 23 ára gamall og kemur frá Stirling Albion en hann hefur verið á reynslu hjá Fram í vikutíma. Frá þessu er greint á vef BBC.

Gunnar: Höfum ekki fengið heimaleik í nokkur ár

Gunnar Borgþórsson þjálfari kvennaliðs Vals var nokkuð sáttur við dráttinn en lið hans sækir Aftureldingu heim í undanúrslitum Valitor-bikarsins. Hann hefði þó kosið að fá heimaleik.

Bjarni: Stóð eins og stafur í bók

Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR vaknaði í nótt og honum var heitt. Hann hafði dreymt að KR hefði dregist gegn BÍ/Bolungarvík í bikarnum og leikið yrði fyrir vestan. Nú er draumurinn orðinn að staðreynd en liðin mætast á Torfnesvelli þann 28. júlí.

Guðjón: Líklega eins erfitt og það getur orðið

Vestfirðingar taka á móti KR-ingum á heimavelli 28. júlí. Guðjón sá sjálfur um að draga mótherjana upp úr hattinum. Guðjón Þórðarson þjálfari BÍ/Bolungarvíkur var nokkuð sáttur við dráttinn og lýsti honum að nokkru leyti sem draumadrætti.

Feðgarnir mætast fyrir vestan í bikarnum

KR-ingar sækja BÍ/Bolungarvík heim í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu. Feðgarnir Guðjón Þórðarson þjálfari Vestfirðinga og Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR-inga munu því mætast. Í hinni viðureigninni tekur Þór á móti ÍBV.

Bikarmeistarar Vals fara í Mosfellsbæ

Bikarmeistarar Vals í knattspyrnu sækja Aftureldingu heim í undanúrslitum Valitor-bikars kvenna í knattspyrnu. Í hinni viðureigninni tekur Fylkir á móti KR.

KR vann Keflavík í roki og rigningu - myndir

KR-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í gærkvöldi með 3-2 sigri á Keflavík. Leikurinn var hin mesta skemmtun þrátt fyrir að aðstæður til knattspyrnu hafi ekki verið eins og best verður á kosið. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis var á staðnum.

ÍBV skreið í undanúrslit - myndir

Pepsi-deildarlið ÍBV vann nauman sigur á 1. deildarliði Fjölnis, 1-2, er liðin mættust í átta liða úrslitum Valitor-bikars karla í Grafarvoginum í gær.

KR komið í undanúrslit

KR varð í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Valitor-bikars karla. KR lagði þá Keflavík, 3-2, í stórskemmtilegum leik vestur í bæ.

Willum: Strákarnir eiga hrós skilið

"Þetta var frábær leikur og við fengum óskabyrjun sem við náum ekki að nýta okkur,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, í kvöld.

Heimir: Við spiluðum aldrei sem lið í dag

Heimi Hallgrímssyni, þjálfara ÍBV, var létt eftir sigurinn á Fjölni í dag í átta liða úrslitum Valitor-bikars karla. Hans menn voru ekki með hugann við verkefnið en sluppu með skrekkinn.

Ásmundur: Þeir fengu ódýrt víti

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var ekki sáttur við vítið sem Þóroddur Hjaltalín dæmdi á hans menn í dag. Úr því komust Eyjamenn yfir og þeir unnu að lokum leikinn, 1-2.

Bikarævintýri BÍ/Bolungarvíkur heldur áfram

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík halda áfram að fara á kostum í Valitor-bikarnum. BÍ er komið í undanúrslit í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Þrótti á Torfnesvelli í dag.

ÍBV komið í undanúrslit

ÍBV er komið í undanúrslit Valitor-bikars karla eftir 1-2 sigur á Fjölni í Grafarvoginum. Leikurinn var hrútleiðinlegur og ekkert gerðist í honum fyrr en á síðustu 15 mínútunum.

Afturelding í undanúrslit eftir bráðabana

Það var ótrúleg spenna þegar ÍBV tók á móti Aftureldingu í átta liða úrslitum Valitors-bikars kvenna. Úrslit fengust ekki fyrr en í bráðabana eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Afturelding hafði betur að lokum.

Kristinn dæmir á Emirates Cup

Knattspyrnudómarinn Kristinn Jakobsson hefur fengið boð um að koma til Englands og dæma á hinu sterka Emirates Cup. Þetta kom fram í viðtali við Gylfa Þór Orrason í þættinum fótbolti.net á X-inu í dag.

Umfjöllun: Ingi Freyr hetja Þórsara

Ingi Freyr Hilmarsson tryggði Þórsurum farseðilinn í undanúrslit Valitor-bikarkeppninnar, í þriðja skipti í sögu félagsins, með marki í blálok framlengingar í jöfnum leik við Grindavík.

Bikarmeistarar Vals lögðu Stjörnuna

Valskonur komust í undanúrslit Valitor-bikars kvenna í knattspyrnu í kvöld með 1-0 útisigri á Stjörnunni í Garðabæ. Það var Bandaríkjamaðurinn Caitlin Miskel sem skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleiknum. Miskel hefur verið iðin við kolann í sumar en þetta var hennar fimmta mark í öllum keppnum.

Kjartan Henry markahæstur KR-inga í Evrópukeppnum

Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrsta mark KR-inga í 3-1 sigrinum á ÍF í Evrópudeildinni í gær. Kjartan Henry hefur þar með skorað fimm mörk samtals í Evrópukeppnum fyrir KR. Markið gerði hann að markahæsta KR-ingi í Evrópukeppnum frá upphafi.

Fylkir í undanúrslit Valitor-bikars kvenna

Fylkir komst í kvöld í undanúrslit Valitor-bikars kvenna í knattspyrnu þegar liðið sigraði FH 3-2 í dramatískum leik á Árbæjarvelli. Fylkir lenti tvívegis undir en skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok.

Sjá næstu 50 fréttir