Fleiri fréttir

Andy Carroll lánaður til West Ham

Andy Carroll var í kvöld lánaður til West Ham til loka tímabilsins. Síðarnefnda félagið á svo möguleika á að kaupa kappann fyrir ótilgreinda upphæð að tímabilinu loknu.

Tryggvi var aðeins í mánaðarlöngu agabanni

Það vakti athygli að Tryggvi Guðmundsson var kominn aftur í leikmannahóp FH í kvöld. Hann hefur verið í agabanni síðan hann braut agareglur á Þjóðhátíð. Miðað við ummæli eftir það var ekki búist við því að hann myndi spila aftur fyrir liðið.

Liverpool slapp með skrekkinn gegn Hearts

Liverpool verður með í Evrópudeild UEFA í vetur en það varð ljóst eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Hearts í síðari leik liðanna í lokaumferð forkeppninnar.

Úlfarnir komust áfram

Björn Bergmann Sigurðarson og Eggert Gunnþór Jónsson voru báðir í byrjunarliði Wolves sem komust í kvöld áfram í þriðju umferð ensku deildabikarkeppninnar.

Lygilegur sigur AIK í Rússlandi | Heerenveen úr leik

Helgi Valur Daníelsson spilaði allan leikinn þegar að sænska liðið AIK vann ótrúlegan 2-0 sigur á CSKA Mosvku í Rússlandi og tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í vetur.

Iniesta valinn besti knattspyrnumaðurinn í Evrópu 2012

Spánverjinn Andrés Iniesta var valinn besti knattspyrnumaður Evrópu 2012 af 53 blaðamönnum frá öllum löndum innan UEFA. Valið fór fram í beinni í Mónakó í kvöld í kjölfarið á drættinum fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

FH hefur ekki tapað tveimur heimaleikjum í röð í þrjú ár

FH tekur á móti ÍBV klukkan 18.00 í kvöld í Pepsi-deild karla en leikurinn tilheyrir 10. umferð og var frestað í byrjun júlí vegna þátttöku beggja liða í Evrópukeppninni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

D er Dauðariðillinn | Real og Man. City mætast

Í dag var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Dauðariðillinn er að sjálfsögðu D-riðillinn. Þar mætast meðal annars Real Madrid og Manchester City. Lið Kolbeins Sigþórssonar, Ajax, er einnig í riðlinum sem og Þýskalandsmeistarar Dortmund.

Miklir markaleikir á milli FH og ÍBV síðustu sumur

FH tekur á móti ÍBV klukkan 18.00 í kvöld í Pepsi-deild karla en leikurinn tilheyrir 10. umferð og var frestað í byrjun júlí vegna þátttöku beggja liða í Evrópukeppninni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Þorvaldur dæmir stórleikinn í kvöld

Það er Þorvaldur Árnason sem fær það erfiða hlutskipti að dæma stórleik FH og ÍBV í kvöld. Þorvaldur hefur sýnt það að hann er óhræddur við að sveifla spjöldum í stóru leikjunum.

Cristiano Ronaldo: Við vorum að vinna mikilvægan titil

Það tók Real Madrid fjóra leiki að vinna fyrsta leikinn sinn á þessu tímabili en sá sigur nægði liðinu samt til að vinna fyrsta titilinn á Spáni á þessu tímabili. Real Madrid vann 2-1 sigur á Barcaelona í gær í seinni leik liðanna um spænska ofurbikarinn og hafði betur á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Tryggvi í leikmannahópi ÍBV gegn FH

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, verður samkvæmt heimildum Vísis í leikmannahópi liðsins sem mætir FH í Kaplakrika í Pepsi-deild karla í kvöld.

Zlatan byrjaður að slást við liðsfélagana í PSG

Svíinn Zlatan Ibrahimovic er þekktur fyrir lenda upp á kant í samskiptum sínum við liðsfélagana og það tók hann ekki langan tíma að búa til vandræði hjá franska félaginu Paris Saint-Germain.

FH-grýla hjá Magnúsi Gylfasyni - 1 stig af 27 mögulegum

Það hefur ekki gengið vel hjá liðum Magnúsar Gylfasonar á móti FH í efstu deild karla. Magnús mætir með Eyjamenn í Kaplakrikann í kvöld en leiknum var frestað í byrjun júlí vegna þátttöku beggja liða í Evrópukeppninni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.00.

Chelsea með sex leikmenn í enska landsliðshópnum

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur valið hóp sinn fyrir leiki í undankeppni HM 2014 á móti Moldavíu og Úkraínu. John Terry er valinn í hópinn sem og nýliðinn Ryan Bertrand og varaskeifan hjá Liverpool, Andy Carroll.

Meistarar Englands, Spánar, Ítalíu og Þýskalands gætu lent saman í riðli

Það verður dregið í riðla í Meistaradeildinni í dag og eins og áður er mikil spenna í loftinu enda geta mörg stórlið lent saman í riðla. UEFA er búið að skipta liðunum 32 niður í fjóra styrkleikaflokka og þar vekur athygli að Porto er í efsta flokki frekar en ensku meistararnir í Manchester City.

Tottenham ekki hætt að kaupa - Remy næstur á dagskrá

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham er ekki alveg sáttur við leikmannahópinn hjá Tottenham og stjórnarformaðurinn Daniel Levy flýgur til Marseille í dag til þess að reyna að ganga frá kaupum á framherjanum Loic Remy. Félagsskiptaglugginn lokar á miðnætti á föstudag og verða Tottenham-menn því að hafa hraðann á ætli þeir að gera Remy að leikmanni Tottenham fyrir þann tíma.

Real Madrid vann spænska ofurbikarinn

Real Madrid vann í kvöld fyrsta titil tímabilsins á Spáni með 2-1 sigri á Barcelona í síðari viðureign liðanna um spænska ofurbikarinn í kvöld.

Walcott verður ekki seldur

Samkvæmt enskum fjölmiðlum verður Theo Walcott áfram í herbúðum Arsenal um sinn eftir að aðilar komust að samkomulagi um það.

Rooney segir fréttaflutninginn þvætting

Wayne Rooney sagði á Twitter-síðu sinni í dag að það væri ekkert hæft í þeirri umfjöllun enskra fjölmiðla sem segja hann á leið frá Manchester United.

Stoke bauð í Adam

Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Stoke lagt fram fjögurra milljóna tilboð í Charlie Adam, leikmann Liverpool.

Berbatov nú á leið til Fulham

Dimitar Berbatov hefur hafnað bæði Fiorentina og Juventus og er nú helst orðaður við Fulham. Forráðamenn Fiorentina eru afar óánægðir með framkomu Berbatov.

Julio Cesar á leið til QPR

Markvörðurinn Julio Cesar hefur samþykkt fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið QPR.

Lampard dreymir um að verða knattspyrnustjóri Chelsea

Chelsea-goðsögnin Frank Lampard er þegar farinn að huga að lífinu eftir að skórnir fara upp á hillu en það lítur út fyrir að Lampard verði áfram viðloðandi fótboltann. Lampard hefur verið hjá Chelsea síðan 2001 og dreymir um að fara í fótsport manna eins og Ruud Gullit, Gianluca Vialli og Roberto Di Matteo sem allt urðu knattspyrnustjórar hjá Chelsea eftir að hafa spilað fyrir félagið.

Arna Sif: Þurfum líka aðeins að hefna okkar

Kvennalið Þór/KA getur orðið Íslandsmeistari í fótbolta í kvöld þegar liðið heimsækir ÍBV í Eyjum en fyrsti Íslandsmeistaratitilinn mun fara norður vinni þær leikinn á sama tíma og Stjarnan tapar stigum í Mosfellsbænum.

Kristinn dæmir hjá Marseille á morgun

Knattspyrnudómarinn Kristinn Jakobsson hefur fengið verkefni í Evrópudeildinni í fótbolta en hann mun dæma seinni leik Marseille og FK Sheriff frá Moldavíu í Evrópudeild UEFA sem fram í á Stade Velodrome í Marseille í Frakklandi á morgun.

Lucas verður frá í tvo til þrjá mánuði

Liverpool varð fyrir áfalli í dag þegar kom í ljós að brasilíski miðjumaðurinn Lucas Leiva verður frá keppni í tvo til þrjá mánuði vegna tognunar aftan í læri. Brendan Rodgers staðfesti þetta við fjölmiðla í dag.

Engin norsk sjónvarpsstöð vill sýna leik Íslands og Noregs

Ísland og Noregur mætast í fyrsta leik undankeppni HM 2014 á Laugardalsvellinum í næstu viku og vanalega er mikil spenna í Noregi fyrir leikjum fótboltalandsliðsins en svo er ekki nú. Það vill nefnilega engin norsk sjónvarpsstöð sýna leikinn og Norðmenn verða því að skella sér til Íslands ætli þeir að sjá leikinn.

Chelsea gæti brotið 100 milljón punda múrinn með kaupum á Schürrle

Chelsea hefur verið að yngja upp í leikmannahópnum í sumar og nýjasti ungi leikmaðurinn á leiðinni á Stamford Bridge gæti verið André Schürrle hjá Bayer Leverkusen. Bayer Leverkusen er þegar búið að hafna 16 milljón punda tilboði Chelsea í þýska landsliðsmanninn en Guardian segir að Chelsea sé tilbúið að hækka sig til þess að krækja í leikmanninn áður en félagsskiptaglugginn lokar á föstudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir