Fleiri fréttir

Íris Björk: Þurfum að vera þolinmóðar

Íris Björk Eysteinsdóttir, annar tveggja þjálfara KR, var svekkt í leikslok eftir 1-4 tap gegn Stjörnunni á KR-vellinum í kvöld en ítrekaði þó að KR-ingar þurfi ekki að örvænta.

Umfjöllun: Stjörnustúlkur léku á alls oddi

Stjarnan skaust upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með frábærum 1-4 sigri gegn KR á KR-vellinum. Stjörnustúlkur voru að spila einn sinn besta leik í sumar og sýndu og sönnuðu að þær ætla sér að vera með í spennandi toppbaráttu deildarinnar í sumar.

Le Tissier og félagar hættir við Southampton yfirtöku

Fjárfestingarfyrirtækið Pinnacle Group, sem fyrrum Southampton leikmaðurinn Matt Le Tissier fór fyrir, hefur hætt við fyrirhugaða yfirtöku sína á enska c-deildarfélaginu Southamton. Frá þessu var greint á Sky Sports fréttastofunni í kvöld.

Valencia formlega genginn í raðir United

Englandsmeistarar Manchester United hafa formlega gengið frá kaupum á Antonio Valencia og hefur vængmaðurinn skrifað undir fjögurra ára samning við félagið.

Zaki vill snúa aftur til Wigan

Framherjinn Amr Zaki sem sló eftirminnilega í gegn á lánssamningi með Wigan í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, sér í lagi framan af vetri, vill ólmur koma aftur til félagsins frá EL Zamalek í Egyptalandi.

West Ham sagt hafa áhuga á Fortune

Búist var við því að framherjinn Marc-Antoine Fortune, liðsfélagi Veigars Páls Gunnarssonar hjá Nancy, myndi ganga frá samningi við Hull eftir að félögin tvö náðu samkomulagi um kaupverð.

Vucinic ekki á leiðinni til Englands

Þrátt fyrir að framherjinn Mirko Vucinic sé nýbúinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við Roma þá hætta breskir fjölmiðlar ekki að orða Svartfellinginn við félagsskipti til Englands og eru Englandsmeistarar Manchester United á meðal þeirra félaga sem orðuð eru við hann.

Roberto Di Matteo að taka við WBA

Samkvæmt Sky Sports fréttastofunni er Ítalinn Roberto Di Matteo við það að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá b-deildarliði WBA sem hefur verið að leita að eftirmanni Tony Mowbray sem tók við Glasgow Celtic.

Þrír leikir í Pepsi-deild kvenna í kvöld

Stjörnustúlkur geta skotist upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld þegar þær heimsækja KR á KR-völlinn. Stjarnan vann fyrri leik liðanna í Garðabæ en Bikarmeisturum KR hefur gengið brösuglega framan af sumri.

Margrét Lára til Kristianstad

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skipt um lið í sænsku úrvalsdeildinni og gengið til liðs við Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar.

Melo ekki til Arsenal

Það þykir nokkuð ljóst að Brasilíumaðurinn Felipe Melo mun ekki fara til Arsenal þar sem hann hefur framlengt samning sinn við Fiorentina til loka tímabilsins 2013.

Eto'o boðinn nýr samningur

Umboðsmaður Samuel Eto'o segir að Barcelona hafi boðið skjólstæðingi sínum nýjan samning sem gildir til næstu tveggja ára.

Inter samdi við Milito

Diego Milito er formlega genginn í raðir Inter en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið í gær. Hann lék síðast með Genoa.

Kaka stóðst læknisskoðun hjá Real Madrid

Real Madrid hefur nú staðfest að Brasilíumaðurinn Kaka hafi staðist læknisskoðun hjá félaginu og verði kynntur fyrir stuðningsmönnum sem leikmaður félagsins í kvöld.

Arnór sagður telja líklegt að Eiður fari

Haft er eftir Arnóri Guðjohnsen í spænskum fjölmiðlum í dag að hann telji líklegt að Eiður Smári sé á leið frá Barcelona í sumar. Nú sé Everton sagt hafa áhuga á honum.

Eto'o íhugar boð City

Búist er við því að Samuel Eto'o muni greina frá því í dag hvort hann ætli að taka boði Manchester City og ganga til liðs við félagið.

Shepherd vill kaupa Newcastle

Freddy Shepherd, fyrrum stjórnarformaður Newcastle, er sagður fara fyrir fjárfestingarhópi sem er reiðubúið að borga 60 milljónir punda fyrir Newcastle.

Blackburn samdi við Jacobsen

Blackburn gerði í gær tveggja ára samning við danska varnarmanninn Lars Jacobsen sem lék síðast með Everton.

Doyle keyptur á metfé

Enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hefur gengið frá kaupum á sóknarmanninum Kevin Doyle frá Reading fyrir 6,5 milljónir punda sem er metupphæð fyrir Úlfana.

Freyr: Hefði getað endað hvernig sem er

Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var ágætlega sáttur með að taka eitt stig gegn Breiðabliki í kvöld. Jafnteflið þýðir að liðin eru áfram jöfn að stigum á toppi deildarinnar en markamunur Vals er það hagstæður gagnvart Breiðabliki að hann jafnast nánast á við stig.

Wake: Frábær auglýsing fyrir kvennaboltann

Gary Wake, þjálfari Breiðabliks, var stoltur af stúlkunum sínum eftir 1-1 jafnteflið gegn Íslandsmeisturum Vals í kvöld. Hann hrósaði liði sínu fyrir frábæran leik, bæði í vörn og sókn.

Umfjöllun: Jafntefli í toppslag Blika og Vals

Breiðablik og Valur skildu jöfn, 1-1, í skemmtilegum og opnum toppbaráttuleik Pepsi-deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Breiðablik á 62. mínútu en Kristín Ýr Bjarndóttir jafnaði fyrir Val um fimm mínútum síðar og þar við sat.

Ólafur: Fáránlegt að tapa þessum leik

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum þungur á brún eftir leikinn í kvöld. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik þá fékk liðið á sig þrjú mörk í þeim síðari.

Jónas Guðni: Frábær karakter

„Þetta var hörkugóður leikur og skemmtilegur áhorfs. Áhorfendur létu vel í sér heyra og það var frábær stemning, bæði út á vellinum og uppi í stúku," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir sigurinn dramatíska á Breiðabliki í kvöld.

Umfjöllun: Mögnuð endurkoma KR-inga

KR-ingar unnu ótrúlegan sigur, 3-2, í Pepsi-deild karla í kvöld eftir að hafa lent 0-2 undir. Alfreð Finnbogason og Olgeir Sigurgeirsson komu Blikunum yfir með tveimur mörkum snemma leiks og staðan var 0-2 fyrir gestinum í hálfleik.

Engin kauptilboð borist í Ibrahimovic

Umboðsmaður framherjans Zlatan Ibrahimovic hefur staðfest að engin kauptilboð hafi enn borist í skjólstæðing sinn en bæði Barcelona og Real Madrid eru talin hafa áhuga á Svíanum.

Fabiano gæti yfirgefið Sevilla

Umboðsmaður framherjans Luis Fabiano hjá Sevilla viðurkennir að skjólstæðingur sinn gæti mjög hugsanlega yfirgefið Sevilla í sumar. Mörg af stærstu félögum Evrópu eru sögð hafa áhuga á Brasilíumanninum.

Manchester United að klófesta Valencia

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar eru Englandsmeistarar Manchester United við það að ganga frá kaupum á vængmanninum Antonio Valencia frá Wigan en kaupverðið er sagt vera 16 milljónir punda.

Eyjastúlkur fara í Árbæinn

Í dag var dregið í fjórðungsúrslit VISA-bikarkeppni kvenna þar sem tvö 1. deildarlið voru með í pottinum.

Xavi: Ronaldo er óstjórnanlegur

Þó svo að Cristiano Ronaldo sé ekki enn formlega genginn í raðir Real Madrid hefur Xavi Hernandez, leikmaður erkifjendanna í Barcelona, látið Portúgalann sykursæta heyra það í fjölmiðlum.

Tímasóun að bjóða í Pato

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að það væri alger tímasóun fyrir önnur félög að leggja fram tilboð í Brasilíumanninn Alexandre Pato. Þeim yrði umsvifalaust hafnað.

Engin tilboð í Benzema

Forráðamenn franska úrvalsdeildarfélagsins Lyon halda því fram að félagið hafi ekki móttekið nein tilboð frá Manchester United, Arsenal eða Real Madrid í sóknarmanninn Karim Benzema.

Allardyce gefst upp á Davies

Sam Allardyce hefur greint frá því að Blackburn hafi spurst fyrir um Kevin Davies, leikmann Bolton, nú í síðustu viku.

Silva vill Melo til Arsenal

Gilberto Silva, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur ráðlagt landa sínum Felipe Melo að ganga til liðs við félagið frá Fiorentina.

Rooney: Ég get fyllt skarð Ronaldo

Wayne Rooney segir að hann geti fyllt skarðið í liði Manchester United sem Cristiano Ronaldo skildi eftir sig þegar hann fer til Real Madrid.

City með risatilboð í Eto'o

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Manchester City hafi lagt fram „himinhátt“ tilboð í sóknarmanninn Samuel Eto'o.

Tryggvi: Alltaf gaman að spila í Eyjum

“Það er alltaf gaman að koma til Vestmannaeyja og spila leik, maður á góðar minningar héðan svo þetta er bara gaman og Hásteinsvöllur alltaf frábær,” sagði Tryggvi Guðmundsson glaður í bragði eftir leikinn í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir