Fleiri fréttir

Milan-liðin unnu í kvöld

Heil umferð var í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina sem tapaði 2-1 heima fyrir AC Milan.

Eiður tryggði Barcelona sigur á Betis

Eiður Smári Guðjohnsen var hetja Barcelona í kvöld þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 3-2 sigri á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni.

Stabæk í úrslit norska bikarsins

Stabæk tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar með því að leggja Molde 3-0 í undanúrslitum. Veigar Páll Gunnarsson var í byrjunarliði Stabæk í leiknum og Pálmi Rafn Pálmason kom inn sem varamaður í lok leiks.

Heimir: Höldum áfram að berjast

Það hefði verið fínt að fá eitt mark í viðbót en þetta var öruggur sigur og við erum klárir í næsta leik," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir sigur hans manna á Breiðablik í kvöld.

Titilvonir FH lifa enn

FH vann í dag sannfærandi 3-0 sigur á Breiðabliki í frestuðum leik úr átjándu umferð Landsbankadeildar karla.

Tap fyrir Sviss

Íslenska U-17 ára landsliðið tapaði í dag 2-1 fyrir Svisslendingum í undankeppni EM, en leikið var á Akranesi. Á sama tíma unnu Norðmenn 4-0 sigur á Úkraínumönnum í Grindavík.

Wilshere minnir á Liam Brady

Arsene Wenger var ekki spar á stóru orðin þegar hann lýsti leik hins unga Jack Wilshere eftir frammistöðu hans með Arsenal í 6-0 sigri á Sheffield United í enska deildarbikarnum í gær.

Ísland vann sigur á Ísrael

Íslenska U-19 ára landslið kvenna vann í dag 2-1 sigur á Ísraelum ytra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM.

Mineiro til Chelsea

Chelsea gekk í dag formlega frá samningi við miðjumanninn Mineiro sem var með lausa samninga eftir að hafa verið á mála hjá Hertha Berlin á síðustu leiktíð.

Pogatetz biðst afsökunar

Emanuel Pogatetz, fyrirliði Middlesbrough, hefur beðist afsökunar á tæklingunni ljótu á Rodrigo Possebon hjá Manchester United í gær.

Possebon óbrotinn

Rodrigo Possebon hjá Manchester United er ekki fótbrotinn eftir skelfilega tæklingu sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Middlesbrough í gær eins og óttast var í fyrstu.

Boltavaktin: FH 3 - Breiðablik 0

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá frestaðri viðureign FH og Breiðabliks í átjándu umferð Landsbankadeildar karla.

Agüero á leið til City í janúar?

Enskir fjölmiðlar halda því fram að Manchester City gæti reynt að lokka Argentínumanninn Sergio Agüero frá Atletico Madrid til félagsins.

Degen er tvírifbeinsbrotinn

Varnarmaður Liverpool, Philipp Degen, tvírifbeinsbrotnaði í leik liðsins gegn Crewe í ensku deildarbikarkeppninni í gær.

Björgólfur ætlar ekki að yfirgefa West Ham

Greinarhöfundur í breska dagblaðinu The Times fullyrðir að Björgólfur Guðmundsson muni ekki yfirgefa West Ham jafnvel þótt að félagið þurfi að borga meira en fimm milljarða króna vegna Tevez-málsins svokallaða.

Stelpurnar okkar og Fix You

Á heimasíðu KSÍ má sjá myndband sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari tók saman fyrir leik Serbíu og Íslands í maí síðastliðnum.

Möguleiki á fjórum Evrópusætum í deildinni

Fjögur efstu liðin í Landsbankadeild karla fá þátttökurétt í Evrópukeppnunum á næsta ár ef KR verður bikarmeistari karla um aðra helgi og verður í einum af fjórum efstu sætum deildarinnar.

Þrír leikir í beinni í kvöld

Leikur FH og Breiðabliks í Landsbankadeild karla verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti í dag klukkan 16.30.

Sigursteinn Gíslason ráðinn þjálfari Leiknis

Sigursteinn Gíslason mun taka við liði Leiknis í 1. deild karla eftir leiktímabilið en þetta kemur fram á heimasíðu Breiðholtsliðsins. Sigursteinn hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari KR.

Brynjar lék í tapi Reading

Íslendingaliðið Reading er úr leik í ensku deildabikarkeppninni eftir að hafa tapað fyrir Stoke í vítaspyrnukeppni. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Ronaldo skoraði í sigri United

Manchester United er komið áfram í enska deildabikarnum eftir 3-1 sigur á Middlesbrough á Old Trafford í kvöld. Englands- og Evrópumeistararnir féllu í fyrra út gegn Coventry á þessu stigi deildabikarsins.

Ungt lið Arsenal með kennslustund

Ungt lið Arsenal sýndi hreint frábær tilþrif þegar liðið tók Sheffield United í kennslustund og vann 6-0 sigur. Með þessum sigri komst Arsenal í fjórðu umferð ensku deildabikarkeppninnar.

Nítján í banni í lokaumferðinni

Alls voru nítján leikmenn í Landsbankadeild karla úrskurðaðir í bann á fundi aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í dag. Þeir taka allir út leikbann í lokaumferð deildarinnar sem fram fer á laugardag.

Heimir Hallgrímsson: Þurfum að styrkja okkur

Heimir Hallgrímsson hefur áhuga á að halda áfram með ÍBV en þó með ákveðnum forsendum. Eyjamenn komust upp í Landsbankadeildina með því að sigra 1. deildina í sumar.

Atli Heimisson: Vantaði bara gullskóinn

Atli Heimisson hjá ÍBV var valinn leikmaður ársins í 1. deild en þetta var tilkynnt á hófi sem vefsíðan Fótbolti.net stóð fyrir. Atli er ungur sóknarmaður og hefur verið skæður upp við mark andstæðingana í sumar.

Drogba kátur með lífið hjá Chelsea

Didier Drogba segist vera þreyttur á þeim sögusögnum að hann sé ekki ánægður í herbúðum Chelsea. Sóknarmaðurinn sterki hefur reglulega verið orðaður við önnur lið síðan Jose Mourinho hætti með Chelsea.

Heimir og Atli valdir bestir

Í dag var opinberað val á úrvalsliðum 1. og 2. deildar karla í knattspyrnu. Það eru þjálfarar og fyrirliðar í deildunum sem kjósa en vefsíðan Fótbolti.net stendur fyrir kjörinu ár hvert.

Ronaldo gat beitt sér að fullu

Brasilíumaðurinn Ronaldo gat í dag æft af fullum krafti í fyrsta sinn síðan hann meiddist illa á hné fyrir sjö mánuðum síðan.

Georgía má spila í Tblisi

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið knattspyrnusambandi Georgíu grænt ljós á að spila heimaleiki sína í undankeppni HM 2010 á heimavelli sínum í Tblisi.

Verður Keflavík Íslandsmeistari á æfingu?

Sú einkennilega staða gæti komið upp á morgun að Keflavík verði Íslandsmeistari í knattspyrnu á morgun ef úrslit í leik FH og Breiðabliks verða liðinu hagstæð. Keflvíkingar ætla ekki í Kaplakrika - heldur á æfingu.

Savage má fara frá Derby

Robbie Savage hefur verið tilkynnt að honum sé heimilt að fara frá Derby á lánssamningi til annars félags.

Tíu ára áætlun Manchester City

Nýir eigendur Manchester City hafa gefið út tíu ára áætlun á félagið en á þeim tíma ætla þeir að byggja upp stórveldi í heimsknattspyrnunni.

Owen saknar Keegan

Michael Owen viðurkennir að bæði hann og liðsfélagar hans sakni Kevin Keegan sem sagði starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Newcastle í upphafi mánaðarins.

Mamma Arons flutt til Coventry

Enskir fjölmiðlar segja frá því að móðir Arons Einars Gunnarssonar er flutt til Coventry til að hugsa um heimili sonar síns.

Sjá næstu 50 fréttir