Fleiri fréttir

Deco tryggði Chelsea sigur

Chelsea vann 1-0 útisigur á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eina mark leiksins kom strax á fjórðu mínútu en það skoraði portúgalski miðjumaðurinn Deco beint úr aukaspyrnu.

Bianchi til Torino

Rolando Bianchi er farinn frá Manchester City og hefur skrifað undir fimm ára samning við Torino á Ítalíu. Hann var keyptur til City í fyrra en átti ekki fast sæti og var lánaður til Lazio seinni hluta síðasta tímabils.

Fabregas vill fá Alonso í Arsenal

Cesc Fabregas segir að það yrði frábært fyrir Arsenal að fá miðjumanninn Xabi Alonso frá Liverpool. Arsene Wenger hefur áhuga á því að fá Alonso samkvæmt fréttum frá Englandi.

Bolton snýr sér að Bullard

Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton, ætlar að reyna að fá Jimmy Bullard frá Fulham. Hann hefur hinsvegar gefist upp á því að reyna að fá James Harper, miðjumann Reading.

Eiður Smári: Þjálfarinn hefur trú á mér

Eiður Smári Guðjohnsen segir í spænskum fjölmiðlum í dag að hann hafi fulla trú á því að hann verði áfram hjá Barcelona eftir að hann ræddi við Pep Guardiola, nýráðinn þjálfara liðsins.

Veigar skoraði í jafntefli Stabæk

Veigar Páll Gunnarsson skoraði mark Stabæk sem gerði jafntefli, 1-1, gegn Lyn í norsku úrvalsdeildinni í dag. Veigar Páll skoraði fyrsta mark leiksins á 57. mínútu en Lyn jafnaði á þeirri 65. með marki frá Gustavino og þar við sat.

Fulham vann Arsenal

Fulham bar sigurorð af Arsenal, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það var norski varnarmaðurinn Brede Hangeland sem skoraði sigurmarkið með skoti af stuttu færi á 21. mínútu leiksins.

Shevchenko farinn aftur til AC Milan

Úkraínumaðurinn Andryi Shevchenko er farinn aftur til AC Milan eftir misheppnaða dvöl hjá Chelsea þar sem hann skoraði aðeins níu mörk á tveimur tímabilum. Kaupverð er ekki gefið upp en ljóst er að það er langt undir þeim 30 milljónum punda sem Chelsea borgaði fyrir hann fyrir tveimur árum.

KR í úrslit bikarkeppni kvenna

KR-stúlkur tryggðu sér sæti í úrslitum VISA-bikars kvenna í fótbolta með því að leggja Breiðablik að velli, 4-2, á KR-vellinum í dag. Staðan í hálfleik var, 3-0, KR í vil og sigurinn því aldrei í hættu.

Ásdís Rán: Garðar negldi feitan díl

Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson, sem leikið hefur með sænska liðinu Norrköping undanfarin ár, hefur skrifað undir þriggja ára samning við búlgarska liðið Lokomotiv Sofia. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, fyrirsæta og eiginkona Garðars greinir frá þessu á bloggi sínu.

Arsenal marki undir í hálfleik

Fulham hefur yfir, 1-0, gegn Arsenal í hálfleik í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Norski varnarmaðurinn Brede Hangeland skoraði markið á 21. mínútu með skoti af stuttu færi.

KR-stúlkur þremur mörkum yfir í hálfleik

KR-stúlkur hafa yfir, 3-0, í hálfleik gegn Breiðabliki í undanúrslitum VISA-bikars kvenna á KR-vellinum. Leikurinn hefur verið algjör einstefna að marki Breiðabliks sem má þakka fyrir að vera ekki bíð að fá á sig fleiri mörk.

Sunderland vann Tottenham - Gerrard tryggði Liverpool sigur

Sunderland vann óvæntan sigur á Tottenham, 2-1, á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni. Franski framherjinn Djibril Cisse skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik. Steven Gerrard skoraði sigurmark Liverpool gegn Middlesbrough þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Helena Ólafs: Mætum í hefndarhug gegn Blikum

KR og Breiðablik mætast í dag í seinni undanúrslitaleik VISA-bikars kvenna í fótbolta. Leikurinn, sem fer fram á KR-velli, hefst kl. 16 . Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR, segir að sínar stúlkur séu klárar í slaginn.

Fljótasti maður heims heldur með Stoke

Hlaupagarpurinn Usain Bolt, sem hefur unnið til þriggja gullverðlauna og sett þrjú heimsmet á Ólympíuleikunum í Peking, heldur með Stoke City í ensku úrvalsdeildinni. ástæðan er sú að Ricardo Fuller, einn af hans bestu vinum, leikur með liðinu.

Ensku liðin eiga 17 af 20 leikmönnum

Ensk lið eiga sautján af þeim tuttugu leikmönnum sem hafa verið tilnefndir af Knattspyrnusambandi Evrópu sem bestu leikmenn í meistaradeild og UEFA-keppninni á síðasta tímabili.

Ronaldo verður frá fram í miðjan nóvember

Cristiano Ronaldo getur ekki spilað með Manchester United fyrr um miðjan nóvember. Áðu höfðu forráðamenn ensku meistaranna búist við að kappinn yrði búinn að jafna sig á ökklameiðslum í byrjun október.

Argentína vann gullið í fótboltanum

Argentínumenn tryggðu sér gullverðlaun í knattspyrnu á Ólympíuleikunum í Peking með því að leggja Nígeríumenn, 1-0, í úrslitaleik. Argentínumenn unnu einnig á Ólympíuleikunum í Aþenu fyrir fjórum árum.

Tiago ekki til Everton

Portúgalski leikmaðurinn Tiago hefur hafnað tilboði um að gera lánssamning við enska úrvalsdeildarliðið Everton.

Valur í úrslit bikarsins

Valur vann í kvöld 5-1 sigur á Stjörnunni á útivelli í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu.

Brasilía vann bronsið

Brasilía vann öruggan 3-0 sigur á Belgíu í bronsleiknum á Ólympíuleikunum. Jo, sóknarmaður Manchester City, skoraði tvívegis eftir að Diego hafði náð að brjóta ísinn.

Telur ólíklegt að United bæti við sig

Sir Alex Ferguson viðurkennir að vera ekki bjartsýnn á að Manchester United muni bæta við sig leikmanni fyrir lokun félagaskiptagluggans. Evrópumeistararnir hafa haft hægt um sig og ekki keypt neinn leikmann í sumar.

Robinho: Ég vil fara til Chelsea

Brasilíski sóknarmaðurinn Robinho hefur gefið það út að hann vilji fara frá Real Madrid og ganga til liðs við Chelsea. Enska liðið hefur verið á eftir þessum snjalla leikmanni í allt sumar.

Enska deildin með 17 af 25 tilnefningum

Fjölmargir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa verið tilnefndir til verðlauna sem fótboltamaður ársins í Evrópu. Tilnefningarnar voru opinberaðar af UEFA í morgun.

Boruc datt á djammið

Artur Boruc, markvörður skoska liðsins Celtic, hefur verið tekinn úr landsliðshópi Póllands fyrir leiki í undankeppni HM í næsta mánuði. Ástæðan er sú að hann og tveir liðsfélagar hans brutu agareglur.

Shevchenko fer ekki til Milan

Andriy Shevchenko fer ekki til AC Milan á nýjan leik eftir því sem forseti félagsins, Silvano Ramacconi, segir.

Frey hættur með franska landsliðinu

Sebastian Frey hefur ákveðið að hætta að gefa kost á sér í franska landsliðið eftir því sem fram kemur í ítölskum fjölmiðlum.

Chelsea fær portúgalskan miðjumann

Fabio Paim hefur verið lánaður til Chelsea frá portúgalska úrvalsdeildarfélaginu Sporting Lissabon. Paim er tvítugur miðvallarleikmaður.

1500 Skotar á leið til landsins

Það er mikill áhugi meðal stuðningsmanna skoska landsliðsins í knattspyrnu fyrir leiknum gegn Íslandi á Laugardalsvelli þann 10. september næstkomandi.

ÍBV tapaði stigum fyrir norðan

Topplið ÍBV í 1. deild karla tapaði í kvöld fyrir KA á Akureyri, 2-1, er átjánda umferð deildarinnar kláraðist með fjórum leikjum.

David Healy til Sunderland

Sunderland er að ganga frá kaupunum á sóknarmanninum David Healy frá Fulham. Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland, er að tryggja sér Djibril Cisse á lánssamningi svo liðinu ætti ekki að skorta möguleika í sóknarlínuna.

Hermann fær samkeppni frá Traore

Franski vinstri bakvörðurinn Armand Traore er kominn til Portsmouth. Hann kemur á lánssamningi frá Arsenal til eins árs og mun veita Hermanni Hreiðarssyni samkeppni um stöðuna.

Steve Davis til Rangers

Norður-Írinn Steve Davis er farinn frá Fulham og hefur skrifað undir fjögurra ára samning við skoska liðið Glasgow Rangers. Þessi 23 ára miðjumaður var á lánssamningi hjá Rangers seinni hluta síðasta tímabils.

Bandaríska kvennaliðið vann eftir framlengingu

Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta var að vinna sitt þriðja Ólympíugull á fjórum leikum. Úrslitaleiknum er nýlokið en Bandaríkin unnu 1-0 sigur á Brasilíu í framlengingu.

Vincent Kompany til City

Manchester City hefur komist að samkomulagi við þýska félagið Hamburg um kaupverðið á varnarmanninum Vincent Kompany. Þessi 22 ára belgíski varnarmaður á 23 landsleiki að baki.

Útilokað að Arshavin fari til Tottenham

Zenit frá Pétursborg hefur útilokað að Andrei Arshavin fari til Tottenham. Félagið segir það ljóst að viðræður við enska félagið muni ekki halda áfram þar sem það væri ekki hægt að finna leikmann í stað Arshavin.

Barwick að hætta hjá FA

Brian Barwick mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins í lok ársins. Þessi ákvörðun var tekin eftir langar viðræður hans við stjórnarformanninn Lord Triesman um hlutverk sitt í sambandinu.

Berbatov áritaði United treyju

Breska blaðið The Sun birti í dag myndir af Dimitar Berbatov, sóknarmanni Tottenham, að árita Manchester United treyju. Leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við United í sumar.

Úrslit vináttulandsleikja

Fjölmargir vináttulandsleikir í knattspyrnu fóru fram í kvöld. Frakkar unnu til að mynda 3-2 sigur á Svíum og Danir steinlágu á heimavelli fyrir Spánverjum, 3-0.

Sjá næstu 50 fréttir