Fleiri fréttir

Ferguson hrósar fyrirliðanum unga

Sir Alex Ferguson hlóð Wayne Rooney hrósi eftir 3-0 sigur Manchester United á FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni í kvöld, en framherjinn ungi tók við fyrirliðabandinu í fyrsta sinn í fjarveru þeirra Ryan Giggs og Rio Ferdinand.

Á von á skemmtilegum leik á morgun

Jose Mourinho segist eiga von á skemmtilegum leik þegar hans menn í Chelsea taka á móti Barcelona í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Ánægður með óvænt gengi Celtic

Gordon Strachan var að vonum ánægður með sigur sinna manna í Glasgow Celtic á portúgalska liðinu Benfica í Meistaradeildinni í kvöld. Hann segir árangur liðsins til þessa í keppninni framar sínum björtustu vonum.

Kennir dómaranum og vallaraðstæðum um tapið

Arsene Wenger kennir dómaranum og lélegum vallaraðstæðum um tap Arsenal gegn CSKA Moskvu í Meistaradeildinni í kvöld, en viðurkennir að heimamenn hafi ráðið ferðinni löngum stundum í leiknum.

Markasúpa í Meistaradeildinni

Það var mikið fjör í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu og menn voru sannarlega á skotskónum á flestum vígstöðvum. Alls voru skoruð 25 mörk í leikjunum 8 í kvöld og það voru leikmenn Porto og Real Madrid sem voru iðnastir við kolann.

United yfir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Leikur Manchester United og FC Köbenhavn er sýndur beint á Sýn og þar hafa heimamenn í Manchester 1-0 forystu með marki frá Paul Scholes. Heimamenn hafa verið miklu betri í hálfleiknum en markvörður danska liðsins hefur farið mikinn.

Henry skoraði löglegt mark

Brasilíumaðurinn Gilberto var afar óhress með tap Arsenal gegn CSKA Moskvu í Meistaradeildinni í kvöld og sagði dómarann hafa dæmt fullkomlega löglegt mark af félaga sínum Thierry Henry.

Arsenal tapaði í Moskvu

Arsenal varð að sætta sig við 1-0 tap gegn CSKA Moskva í G-riðli Meistaradeildar Evrópu í dag. Mark CSKA skoraði Daniel Carvalho í fyrri hálfleik, en leikurinn var mjög fjörugur. Arsenal sótti grimmt að marki CSKA eftir þetta, en bæði lið fengu reyndar dæmd af sér mörk vegna rangstöðu.

Arsenal undir í hálfleik

Arsenal er undir 1-0 gegn CSKA Moskvu í fyrsta leik dagsins í Meistardeild Evrópu. Heimamenn hafa verið mjög sprækir með Brasilíumennina Vagner Love og Daniel Carvalho fremsta í flokki, en það var einmitt sá síðarnefndi sem skoraði mark Moskvu með þrumuskoti úr óbeinni aukaspyrnu.

Eggert hækkar tilboð sitt í West Ham

Breska sjónvarpið greinir frá því í dag að hópur fjárfesta undir stjórn Eggerts Magnússonar hafi nú hækkað tilboð sitt í enska úrvalsdeildarfélagið West Ham.

Steven Reid frá í fjóra mánuði

Miðjumaðurinn Steven Reid hjá Blackburn getur ekki spilað fótbolta næstu fjóra mánuðina eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í baki. Reid meiddist í landsleik Íra og Þjóðverja í byrjun september og getur nú ekki byrjað að spila aftur fyrr en í fyrsta lagi í febrúar á næsta ári.

Fjórir leikir í beinni á Sýn í dag

Rétt er að minna enn og aftur á knattspyrnuveisluna sem verður á sjónvarpsstöðvum Sýnar í dag og í kvöld, en boðið verður upp á fjórar beinar útsendingar frá Meistaradeild Evrópu. Fjörið hefst með leik CSKA Moskva og Arsenal á Sýn klukkan 16:15.

Gerrard verður ekki með gegn Bordeaux

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, getur ekki leikið með liðinu gegn Bordeaux í Meistaradeildinni annað kvöld vegna meiðsla á læri sem hann hlaut í leiknum gegn Blackburn um helgina. Gerrard fór því ekki með félögum sínum til Frakklands, en vonir standa til um að hann verði búinn að ná sér fyrir leikinn gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Heiðar náði sér ekki á strik

Heiðar Helguson náði sér ekki á strik með Fulham í gær þegar liðið lagði botnlið Charlton 2-1 í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar fékk aðeins 5 í einkunn hjá Sky sjónvarpsstöðinni á meðan Hermann Hreiðarsson fékk 6 hjá Charlton. Darren Bent fékk hæstu einkunn Charlton eða 8, en varamaðurinn Claus Jensen hjá Fulham var kjörinn maður leiksins og fékk 9, enda átti hann stóran þátt í sigri liðsins.

Ætlar að láta hart mæta hörðu

Jens Lehmann hefur gefið sóknarmönnum sem gera sig líklega til að valda sér meiðslum skilaboð í kjölfar meiðsla þeirra Petr Cech og Carlo Cudicini hjá Chelsea um helgina. Lehmann segir að úr því að dómarar ætli ekki að vernda markverði fyrir glæfralegum árásum - verði þeir að verja sig sjálfir.

Hilario er vandanum vaxinn

Miðjumaðurinn Joe Cole hjá Chelsea segir að liðið sé ekki á flæðiskeri statt þó þeir Petr Cech og Carlo Cudicini séu meiddir, því þriðji markvörðurinn sé vandanum vaxinn. Hilario heitir sá kappi og gekk í raðir Chelsea í sumar, en hann hefur áður spilað gegn Barcelona í Meistaradeildinni.

Fulham 2-1 Charlton

Tvö mörk á tveimur mínútum gerðu það að verkum að Fulham sigraði grannaslaginn gegn Charlton 2-1 í kvöld. Brian McBride skoraði á 65 mínútu og Claus Jensen á þeirri 67. Jensen kom inn á fyrir Heiðar Helguson. Darren Bent minkaði muninn fyrir Charlton sem eru í miklum vandræðum á botni deildarinnar með þrjú stig. Fulham er í níunda sæti með 12 stig.

Cudicini getur ekki spilað gegn Barcelona

Ítalski markvörðurinn Carlo Cudicini heilsaði upp á félaga sína hjá Chelsea á æfingu í dag, aðeins 48 tímum eftir að hann rotaðist í leik gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist vonandi verða búinn að ná sér um helgina, en segir ekki möguleika á því að mæta Barcelona í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið.

Tottenham í miklum vandræðum

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham er nú í gríðarlegum vandræðum með að manna vörnina fyrir leikinn gegn Besiktas í Evrópukeppni félagsliða á fimmtudaginn, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Aðeins einn nothæfur miðvörður er í hóp liðsins í dag.

Liðið er búið að missa sinn besta leikmann

Eiður Smári Guðjohnsen segir að hans menn í Barcelona verði að skora fyrsta markið í leiknum gegn Chelsea í Meistaradeildinni á miðvikudaginn, því það sé mjög erfitt að lenda undir gegn jafn vel skipulögðu liði og gömlu félögum hans í Chelsea. Hann segist líka vita af hverju Chelsea hefur ekki byrjað mjög vel í ensku úrvalsdeildinni í haust.

Ætlar að taka til í liði sínu

Roy Keane hefur látið í veðri vaka að hann ætli sér að gera enn frekari breytingar á leikmannahópi sínum á næstu dögum, en lið Sunderland hefur aðeins fengið fjögur stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni og nálgast nú fallsvæðið.

Denilson í hópnum hjá Arsenal

Brasilíski táningurinn Denilson verður í 18 manna leikmannahópi Arsene Wenger fyrir leikinn gegn CSKA Moskvu í Meistaradeildinni á morgun, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 16:15. Denilson er aðeins 18 ára gamall og gekk í raðir enska liðsins frá Sao Paulo í Brasilíu í sumar.

Tottenham ætlar ekki á Ólympíuleikvanginn

Forráðamenn Tottenham hafa nú hætt við öll áform um að reyna að fá að kaupa Ólympíuleikvanginn í London sem notaður verður á leiknunum árið 2012, því félagið hefur ekki áhuga á að spila á velli sem hefur hlaupabrautir.

Íslendingarnir í byrjunarliðum

Þeir Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson verða í byrjunarliðum Charlton og Fulham þegar liðin mætast í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni sem hefst nú klukkan 19. Leikurinn er á heimavelli Fulham, sem er í 12. sæti deildarinnar, en Hermann og félagar í Charlton þurfa nauðsynlega á sigri að halda því liðið er á botninum með aðeins 3 stig.

Fjórir leikir í beinni á Sýn á morgun

Það verður óvenju mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðvum Sýnar í vikunni þegar leikjunum í Meistaradeild Evrópu verða gerð góð skil að venju, en boðið verður upp á fjórar beinar útsendingar á morgun. Þetta er vegna þess að leikur CSKA og Arsenal fer fram nokkru fyrr en aðrir leikir og hefst klukkan 16:15 á morgun.

Eiður hugsar ekki um að skora á Stamford Bridge

Eiður Smári Guðjohnsen er nú að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir viðureign Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge á miðvikudagskvöldið. Hann segist væntanlega muni fagna hóflega ef hann nær að skora gegn sínum gömlu félögum, en hefur meiri áhyggjur af vini sínum Petr Cech.

Neville og Ronaldo klárir

Gary Neville og Cristiano Ronaldo mættu báðir á æfingu hjá Manchester United í morgun og verða því væntanlega klárir í slaginn gegn FC Kaupmannahöfn annað kvöld, en United hefur unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa. Gabriel Heinze er þó enn tæpur vegna meiðsla á læri.

Pesic semur við Fram

Miðjumaðurinn Igor Pesic, sem leikið hefur með Skagamönnum undanfarin tvö ár, hefur gengið frá þriggja ára samningi við nýliða Fram í Landsbankadeildinni. Pesic leikur því á ný undir stjórn Ólafs Þórðarsonar sem þjálfaði hann hjá ÍA lengst af.

Petr Cech verður frá í hálft ár

Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea gæti orðið frá keppni í allt að hálft ár að mati lækna sem framkvæmdu aðgerð á höfuðkúpubroti hans um helgina. Stephen Hunt, leikmaður Reading, hefur sent Cech skriflega afsökunarbeiðni fyrir að valda meiðslunum og stjóri Bolton hefur boðist til að lána Chelsea markvörð.

Baldur Bett semur við Val

Knattspyrnudeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að félagið hafi gert þriggja ára samning við FH-inginn Baldur Bett. Baldur hefur leikið með FH síðan árið 2000 og á að baki 99 leiki í efstu deild.

Ætlar að spila aftur fyrir Rangers

Gennaro Gattuso hjá AC Milan segist ákveðinn í að spila aftur með liði Glasgow Rangers á ný áður en hann leggur skóna á hilluna, en þessi magnaði miðjumaður var aðeins 19 ára gamall þegar Walter Smith keypti hann frá Perugia á sínum tíma og gaf honum tækifæri með Rangers.

Viðræður hafnar um nýjan samning

Framherjinn Wayne Rooney er sagður vera kominn í viðræður við forráðamenn Manchester United um framlengingu á samningi sínum. Enn eru nokkur ár eftir af samningnum sem hann undirritaði þegar hann gekk í raðir félagsins frá Everton árið 2004 fyrir 27 milljónir punda.

Barcelona lagði Sevilla

Barcelona lagði Sevilla 3-1 í spænska boltanum í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona. Ronaldinho skoraði tvö mörk, annað úr víti og Leo Messi bætti við þriðja marki Katalóníumanna sem skutust á toppinn með sigrinum.

Betis - Deportivo í beinni

Nú klukkan 19:00 hefst leikur Real Betis og Deportivo í spænska boltanum og er hann sýndur beint á Sýn. Betis er í fallsæti með aðeins 3 stig eftir 5 leiki, en Deportivo hefur fengið 10 stig og er í 7. sæti.

Inter á toppinn

Inter Milan skellti sér á toppinn í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag með 2-1 sigri á Catania í dag. Það var Dejan Stankovic sem skorað bæði mörk Inter í dag og eru ítölsku meistararnir þar með komnir með 14 stig eftir 6 leiki og hafa 2 stiga forskot á Roma sem tapaði 1-0 úti gegn Reggina.

Bolton í þriðja sætið

Bolton skaust í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með því að leggja Newcastle á útivelli 2-1. Newcastle hafði undirtökin framan af og Shola Ameobi kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. El Hadji Diouf skoraði hinsvegar tvö mörk á innan við tveimur mínútum í þeim síðari og gerði út um leikinn fyrir Bolton.

RIbery vill fara til Arsenal

Umboðsmaður franska miðjumannsins Franck Ribery segir leikmanninn hafa fullan hug á að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal í framtíðinni.

Óttast að missa starfið

Alan Pardew viðurkennir að hann óttist mjög að verða vikið úr starfi hjá West Ham eftir að liðið seig niður í fallbaráttuna í gær með 2-0 tapi gegn Portsmouth.

Viktor Bjarki og Margrét Lára leikmenn ársins

Viktor Bjarki Arnarsson úr Víkingi og Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val voru í gær valin leikmenn ársins í karla- og kvennaflokki á Íslandsmótinu í knattspyrnu á lokahófi HSÍ sem haldið var á Hótel Íslandi.

Cech fór í aðgerð

Tékkneski markvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea fór í aðgerð í dag vegna höfuðkúpubrots sem hann varð fyrir í leiknum gegn Reading í gærkvöldi.

Getafe hefur tak á Real Madrid

Stórliðið Real Madrid reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni við granna sína í smáliðinu Getafe í spænska boltanum í gær og tapaði 1-0 á útivelli. Eins og til að fullkomna ömurlegt kvöld fyrir Real, lék framherjinn Ronaldo reka sig af velli fyrir kjaftbrúk í lok leiksins og verður því í banni í næsta leik þegar Real mætir Barcelona.

Cech var á sjúkrahúsi í nótt

Petr Cech, aðalmarkvörður Chelsea, varði síðustu nótt á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg í upphafi leiksins gegn Reading í gær, en Carlo Cudicini var leyft að fara heim að lokinni rannsókn í gærkvöldi.

Æfur yfir meiðslum markvarða sinna

Jose Mourinho var afar ósáttur við framgöngu Stephen Hunt í leik Reading og Chelsea í dag, en honum þótti Hunt brjóta gróflega á Petr Cech með þeim afleiðingum að markvörðurinn lenti á sjúkrahúsi líkt og félagi hans Carlo Cudicini.

Ósáttur við færin sem fóru forgörðum

Martin Jol þurfti enn að skammast yfir því hvað leikmenn hans fóru illa með færi sín þegar liðið gerði jafntefli við Aston Villa á útivelli í dag.

Telur að Watford muni halda sér í deildinni

Arsene Wenger segir sitt lið hafa þurft á öllu sínu að halda í dag þegar það lagði Watford 3-0 í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að þó Watford hafi enn ekki unnið leik í deildinni, hafi það alla burði til að halda sér uppi í vor.

Sjá næstu 50 fréttir