Fleiri fréttir

Hvað myndu Guðjón Þórðarson og Bjarnólfur Lárusson gera við Tevez?

Framkoma Carlos Tevez á Allianz Arena í Munchen í gær hefur vakið mikla athygli bæði erlendis sem og hér heima. Carlos Tevez, sem fær 37 milljónir íslenskra króna í vikulaun, neitaði þá að koma inn á í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern München í Meistaradeildinni.

Bramble laus úr haldi gegn tryggingu

Enski knattspyrnumaðurinn Titus Bramble er nú laus úr haldi lögreglu en hann var handtekinn fyrr í dag grunaður um kynferðisglæp auk þess sem hann var með eiturlyf í sínum fórum.

Szczesny: Við áttum skilið að vinna

Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, telur að 2-1 sigur liðsins gegn Olympiakos í Meistaradeild Evrópu í kvöld hafi verið sanngjarn.

Aron Einar lagði upp mark í sigri Cardiff

Cardiff komst í kvöld upp í sjötta sæti ensku B-deildarinnar er liðið vann 2-1 sigur á toppliði Southampton á heimavelli. Kenny Miller skoraði bæði mörk Cardiff.

Kobe Bryant: Miklar líkur á því að ég spili á Ítalíu

Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, er greinilega mjög spenntur fyrir því að spila með ítalska félaginu Virtus Bologna á meðan verkfall NBA-deildarinnar stendur. Bryant hefur fengið mörg mismundandi tilboð frá ítalska liðinu og getur valið sér að spila einn leik, taka mánuð, tvo mánuði eða spila jafnvel allt tímabilið á norður Ítalíu.

Tevez vikið frá störfum í tvær vikur

Manchester City birti í kvöld yfirlýsingu á heimasíðu sinni þess efnis að félagið hefði vikið Carlos Tevez frá störfum í mest tvær vikur á meðan að rannsókn á atburðum gærkvöldsins fer fram.

Fyrsta tap Füchse Berlin á leiktíðinni

Lærisveinar Dags Sigurðssonar töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni. Liðið mætti þá Göppingen á útivelli og tapaði, 26-24. Kiel vann á sama tíma öruggan sigur á Hannover-Burgdorf.

Hlynur: Hélt að þær væru sterkari

Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Þórs/KA, bjóst við meiru af Potsdam í Meistaradeildinni í dag. Potsdam vann leikinn 6-0 en þjálfarinn er stoltur af leikmönnum sínum.

Helena: Gaman að mæta góðum leikmönnum

"Þetta var ógeðslega gaman," sagði Helena Jónsdóttir, markmaður Þórs/KA eftir leikinn gegn Potsdam í Meistaradeildinni í dag. Potsdam vann leikinn 0-6 á Akureyri.

Barcelona farið að spila leikkerfið 3-1-3-3

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, virðist vera búinn að finna leið til að koma öllum sókndjöfru heimsklassa leikmönnum sínum fyrir í liði Evrópumeistaranna. Koma Cesc Fabregas í haust skapaði viss vandamál í liðsuppstillingunni sem og uppkoma Thiago á undirbúningstímabilinu en Guardiola fann lausnina með því að breyta um leikkerfi.

Umfjöllun: Kennslustund í knattspyrnu á Akureyri

Eitt besta félagslið heims sýndi hvernig á að spila fótbolta þegar það vann öruggan sigur á Þór/KA í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Akureyri í dag. Lokatölur voru 0-6 fyrir Potsdam.

Huddlestone aftur á skurðarborðið í dag

Tom Huddlestone, miðjumaður Tottenham, verður ekkert með liðinu á næstunni þar sem hann þurfti að fara í aðgerð á ökkla í dag. Harry Redknapp, stjóri Tottenham, staðfesti þetta í morgun.

Bramble handtekinn í morgun

Titus Bramble, varnarmaður Sunderland, er í vondum málum. Hann var handtekinn í dag grunaður um kynferðislega árás og að hafa undir höndum eiturlyf.

Tolla og skattayfirvöld í Indlandi að hrella Formúlu 1 liðin

Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fer fram í lok október, en snuðra er hlaupinn á þráðinn þar sem tolla og skattayfirvöld þar í landi eru ströng hvað allan innflutning varðar. Forráðamenn Formúlu 1 liða hafa verið í viðræðum við tilheyrandi aðila varðandi innflutning á bílum og starfsmönnum, en svo virðist sem skattleggja eigi bæði lið og ökumenn fyrir að koma til landsins.

Steve Clarke um byrjun Liverpool: Við fáum sjö af tíu mögulegum

Steve Clarke, þjálfari aðalliðs Liverpool og aðstoðarmaður Kenny Dalglish, hefur tjáð sig um byrjun Liverpool-liðsins sem hefur fengið 10 stig af 18 mögulegum og er búið að tapa fyrir bæði Stoke og Tottenham. Liverpool er nú með aðeins fjórum stigum meira en í fyrra þegar mikil óánægja var þegar farin að gerjast með þáverandi stjóra Roy Hodgson sem var síðan rekinn í janúar.

Sandra María: Eins og strákarnir væru að mæta Barcelona

Þór/KA mætir þýska stórliðinu Turbine Potsdam í Meistaradeild kvenna í fótbolta á morgun í fyrsta Evrópuleik norðanstúlkna frá upphafi og það er ekkert smálið komið í heimsókn. Turbine Potsdam hefur komist alla leið í úrslitaleik keppninnar undanfarin tvö ár og vann Meistaradeildina 2010.

Smá von: NBA-eigendurnir bökkuðu aðeins í nótt

Deiluaðilar í laundeilu NBA-deildarinnar færðust aðeins nær hvor öðrum á samningafundi sínum í gær þegar NBA-eigendurnir bökkuðu aðeins í kröfu sinni um fast launaþak sem leikmennirnir segja að þeir muni aldrei samþykkja.

Stórlaxar síðustu daga

Þangað til að menn fara að vigta alla lengdarmælda stórlaxa, verður ekki hægt að tala um stærstu laxa eða bera saman hvað var að berast á land. 94 sentimetra lax, grútleginn, sem veiddist fyrir skemmstu í Vatnsdalsá var veginn 10 kg, eða 20 pund.

Carlos Tevez: Ég neitaði aldrei að spila fyrir Man City

Carlos Tevez fær meira en 200 þúsund pund í vikulaun eða 37 milljónir íslenskra króna og fékk því litla samúð þegar fréttir bárust af því í gærkvöldi að hann hafi neitað að fara inn á völlinn í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern Munchen.

Affelay með slitið krossband og á leið í aðgerð

Ibrahim Affelay þarf að gangast undir aðgerð vegna hnémeiðsla og verður af þeim sökum frá næstu sex mánuðina hið minnsta. Óvíst er hvort að hann geti spilað meira með Barcelona á leiktíðinni.

Enn lengist meiðslalisti Arsenal

Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og verða mörg stórlið evrópskrar knattspyrnu í eldlínunni.

Í beinni: Arsenal - Olympiacos

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Arsenal og Olympiacos í F-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Mancini vill Tevez í burtu frá City

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, vill losna við Carlos Tevez frá félaginu eftir að sá síðarnefndi neitaði að koma inn á sem varamaður gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Tevez: Reyni að gera mitt besta

Carlos Tevez sagði í raun lítið um ástæður sínar fyrir því að hafa neitað að koma inn á sem varamaður í leik Manchester City gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann ítrekaði aðeins að hann væri óánægður hjá félaginu í viðtölum við fjölmiðlamenn eftir leikinn.

Platini fékk berbrjósta móttökur í Kiev

Michel Platini, forseti UEFA, er mættur til Kiev í Úkraínu þar sem hann er að skoða aðstæður fyrir Evrópumótið sem fer fram í landinu á næsta ári. Fimm konur úr kvennaréttendasamtökunum FEMEN notuðu tækifærið til að mótmæla vaxandi kynlífsiðnaði í landinu.

Nýju Nike-treyjunar eru eitt af því fáa sem hægir á Barcelona-liðinu

Leikmenn Barcelona eru allt annað en sáttir við nýju Barcelona-treyjurnar sem voru teknar í notkun fyrir þetta tímabil. Það er að heyra á þessu nýja hitamáli á Nývangi að eitt af því fáa sem nær að hægja á leikmönnum Barcelona þessa dagana séu hinar umræddu Nike-treyjur. Þær virðast safna í sig raka og ná því oft að meira en tvöfalda þyngd sína í einum hálfleik.

Jordan græðir meiri pening í dag en þegar hann spilaði í NBA

Það er langt síðan að Michael Jordan lagði körfuboltaskóna á hilluna en hann græðir engu að síður á tá og fingri í dag í gegnum allskyns auglýsingasamninga. Jordan aflaði meira en 60 milljónir dollara á síðasta ári, rúma sjö milljarða íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum frá Forbes eða meira en allir aðrir leikmenn NBA-deildarinnar í dag.

Sjá næstu 50 fréttir