Fleiri fréttir

Sunnudagsmessan: Elokobi sat á bekknum gegn Liverpool

Að venju var farið yfir helstu afrek varnarmannsins George Elokobi hjá Wolves í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport um s.l. helgi. Hinn 25 ára gamli leikmaður frá Kamerún sat reyndar á varamannabekknum gegn Liverpool en þrátt fyrir það lét hann að sér kveða með ýmsum hætti.

Kiel mætir Magdeburg í bikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta í dag. Alfreð Gíslason og félagar í Kiel eru núverandi bikarmeistarar en þeir fá það erfiða verkefni að mæta Magdeburg á heimavelli.

Joe Cole: Ég vona að Fabio Capello horfi á frönsku deildina

Joe Cole hefur byrjað vel með franska liðinu Lille sem fékk hann á láni frá Liverpool fyrir þetta tímabil. Cole skoraði í síðasta leik liðsins og hefur að auki lagt upp tvö mörk fyrir félaga sína í fyrstu fjórum leikjum sínum.

Dramatík á Old Trafford - City og Ajax töpuðu

Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn fyrir Ajax sem tapaði fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Manchester-liðin United og City lentu í miklum vandræðum í sínum leikjum.

Kobe Bryant með 595 milljóna tilboð frá ítölsku liði

Ítalska körfuboltaliðið Virtus Bologna er tilbúið að borga Kobe Bryant stórar fjárhæðir sé hann tilbúinn að spila með því á tímabilinu. Bryant er laus þar sem að allar líkur er á því að ekkert verði af NBA-tímabilinu vegna launadeilu.

Sunnudagsmessan: Umræða um Theo Walcott leikmann Arsenal

Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason ræddu um Theo Walcott leikmann Arsenal í Sunnudagsmessunni um s.l. helgi. Þeir félagar eru ekki á einu máli hvort Walcott sé að taka framförum hjá Arsenal en Hjörvar varði enska landsliðsmanninn með kjafti og klóm.

Naumur sigur Inter í Moskvu

Inter Milan vann í kvöld góðan 3-2 sigur á CSKA Moskvu á útivelli í spennandi leik í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Maure Zarate skoraði sigurmarkið tólf mínútum fyrir leikslok.

Forúthlutunarvinna SVFR að hefjast

Umsóknarferli forúthlutunar veiðileyfa fyrir sumarið 2011 lauk þann 20. september sl. Næstu tvær vikurnar eða svo mun úthlutunarvinna standa yfir.

Kobayashi telur jákvætt að keppt sé í Japan eftir náttúruhamfarirnar

Japanski Formúlu 1 ökumaðurinn Kamui Kobayashi verður á heimavelli í næstu keppni, sem verður í Japan um aðra helgi. Hann hefur stutt landa sína með ráði og dáð eftir náttúruhamfarirnar í Japan fyrr á árinu og útbjó m.a. rafræna Formúlu 1 bók í samstarfi við ökumenn og keppnisliðin til styrktar Rauða krossinum í Japan.

Ísland bara með eitt lið í Meistaradeild kvenna á næsta ári

Ísland verður bara með eitt lið í Meistaradeild kvenna á næsta ári en Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út þátttökulista fyrir næstu keppni í Meistaradeild kvenna. Nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar verða því einu fulltrúar Íslands í keppninni 2012-2013 en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Snæfell sendir Shannon McKever heim

Shannon McKever, leikmaður kvennaliðs Snæfells í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, er farin heim til Bandaríkjanna eftir að Snæfell rifti samningi við hana. Shannon þótti ekki standa undir væntingum sem farið var af stað með í upphafi samkvæmt frétt á heimasíðu Snæfells.

Chelsea-liðið þurfti að skipta um flugvél á Gatwick

Það var mikil töf á flugi Chelsea-manna til Valencia í morgun en Chelsea mætir spænska liðinu í Meistaradeildinni á morgun. Chelsea-liðið átti að fljúga klukkan 9.00 í morgun að íslenskum tíma en fluginu seinkaði um þrjá og hálfan tíma vegna bilanna í flugvélinni sem átti að flytja liðið til Spánar.

Sunnudagsmessan: Hversu mikilvægur er Rooney fyrir Man Utd?

Wayne Rooney var ekki með ensku meisturunum í 1-1 jafntefli liðsins gegn Stoke um s.l. helgi í ensku úrvalsdeildinni. Sérfræðingarnir í Sunnudagsmessunni fóru yfir málin í þættinum og þar sagði Hjörvar Hafliðason m.a. að Dimitar Berbatov ætti enga framtíð fyrir sér hjá Manchester United. Berbatov var í fremstu víglínu ásamt Michael Owen í leiknum.

Teitur búinn að finna bandarískan bakvörð við hlið Justin

Stjarnan hefur samið við bandaríska bakvörðinn Keith Cothran um að leika með liðinu í Iceland Express deild karla á komandi leiktíð og mun hann því leika við hlið leikstjórnandans Justin Shouse sem fékk íslenskan ríkisborgarétt í sumar.

Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna í Dalhúsum á sunnudaginn

Keflavík og Haukar mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í ár en riðlakeppninni lauk í gærkvöldi. Keflavík hafði betur í baráttunni við KR um efsta sætið í sínum riðli en Haukar unnu alla leikina í sínum riðli örugglega.

Helgi Már samdi við nýtt félag í Svíþjóð

Landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon er búinn að semja við nýtt lið í sænska körfuboltanum en hann mun spila með 08 Stockholm HR í vetur. Helgi Már lék í fyrra með Uppsala Basket en hafði áður spilað með Solna Vikings og er þetta því þriðja félagið hans í sænska körfuboltanum.

Michael Laudrup búinn að segja upp hjá Mallorca

Michael Laudrup, fyrrum leikmaður Barcelona, Real Madrid, Juventus og danska landsliðsins, hefur sagt upp störfum hjá Mallorca en hann hefur þjálfað spænska liðið frá 2010 og var með samning til júní 2012.

Dirk Kuyt tjáir sig um bekkjarsetuna hjá Liverpool

Dirk Kuyt hefur nú tjáð sig um vonbrigðin að missa sæti sitt í byrjunarliði Liverpool en Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hefur veðjað á það að nota Jordan Henderson frekar en Hollendinginn sem hafði átt fast sæti í Liverpool-liðinu undanfarin ár.

Balotelli á flottasta mark vikunnar í ensku deildinni

Enska úrvalsdeildin hefur tekið saman flottustu mörkin í sjöttu umferð deildarinnar sem fram fór um helgina. Það er enginn annar en vandræðagemlingurinn Mario Balotelli sem fær þann heiður að hafa skorað fallegasta mark vikunnar.

Jack Wilshere gæti verið frá fram í febrúar

Jack Wilshere fór í aðgerð á ökkla í gær og samkvæmt nýjustu fréttum frá Emirates þá gæti enski landsliðsmiðjumaðurinn verið frá fram í febrúar. Wilshere hafði vonast til að koma aftur til baka um jólin en Arsenal býst við að endurhæfingin taki fjóra til fimm mánuði.

Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá

Vel gekk í klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá um helgina en veiði lauk í báðum ám þann 24. september. Alls komu 263 laxar úr Langadalsá og sléttir 100 úr Hvannadalsánni í sumar. Í klakveiðinni í Hvannadalsá fengust 21 lax og á þessum veiðistöðum. Réttarfljót 2 laxar, Hellisfoss 10 laxar, Pallklettar 2 laxar og Stékkjarfljót 7 laxar, samtals 21 lax. Var skiptingin nokkuð jöfn í hænga og hrygnur en nokkrar mjög fallegar hrygnur fengust.

Signý snýr aftur heim á Hlíðarenda og spilar með Val í vetur

Signý Hermannsdóttir, miðherji íslenska landsliðsins og besti leikmaður Iceland Express deildar kvenna 2009 og 2010, ætlar að spila með nýliðum Vals í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í vetur en hún hefur verið í KR undanfarin tvö tímabil.

Vörn Framara kláraði meistarana - myndir

Þeir Ingimundur Ingimundarson og Ægir Hrafn Jónsson fóru á kostum er Fram gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara FH á útivelli, 28-23, í fyrstu umferð N1-deildar karla í gær.

Haukasigur í Digranesi - myndir

Haukar náðu að snúa erfiðri stöðu sér í hag þegar að liðið vann góðan sigur á HK í fyrstu umferð N1-deildar karla í gær, 27-22, á útivelli.

KR setti met í meistaratvennum

KR-ingar eru tvöfaldir meistarar í ár í bæði fótbolta og körfubolta og er þetta í fjórða sinn sem KR-ingar vinna Íslandsmeistaratitil á sama ári í tveimur af þremur stærstu boltagreinunum. Þeir fóru með því fram úr Valsmönnum sem hafa þrisvar unnið Íslandsmeistaratvennu.

Kristján Ara: Held að þetta verði erfitt hjá okkur fyrir jól

Kristján Arason, þjálfari FH, var ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld "Við vorum bara sofandi í fyrri hálfleik. Það var skelfilegt að sjá liðið og sóknarleikurinn virkilega dapur. Svo kom smá andi í þetta í seinni hálfleik. Munurinn var bara orðinn það stór að við áttum ekki möguleika á að komast inn í leikinn,“ sagði Kristján.

Einar Jónsson: Menn sýndu að við getum verið mjög góðir

"Þeir sem voru að koma til félagsins stóðu sig frábærlega og líka þeir sem við höfðum fyrir," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir að liðið vann fimm marka sigur á Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld. Sannkölluð óskabyrjun hjá Safamýrarliðinu sem tefldi fram mörgum nýjum leikmönnum sem svo sannarlega stóðu fyrir sínu.

Grótta byrjar vel í N1-deildinni

Nýliðar Gróttu gerðu í kvöld jafntefli við Val í N1-deild karla í kvöld þegar liðin mættust á Seltjarnarnesi. Lokatölur voru 21-21.

Umfjöllun: Framarar lögðu meistarana í Kaplakrika

Framarar fengu heldur betur óskabyrjun þegar fyrsta umferð N1-deildarinnar fór fram í kvöld. Þeir heimsóttu Íslandsmeistara FH í Kaplakrikann og náðu í bæði stigin, úrslitin 23-28. Bæði lið eru ansi breytt frá síðasta tímabili.

Umfjöllun: Aron fer vel af stað með Haukana

Haukar unnu frábæra sigur, 27-22, á HK í fyrstu umferð N1 deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Þetta var fyrsti leikur Arons Kristjánssonar sem þjálfari Hauka í nokkur ár, en hann tók við liðinu í sumar eftir dvöl sína í Þýskalandi.

Guardiola tekur upp hanskann fyrir Laporta

Sandro Rosell, forseti Barcelona, hefur verið ófeiminn við að gagnrýna fyrrum forseta félagsins, Joan Laporta. Rosell segir að kaup Laporta á Zlatan Ibrahimovic hafi verið verstu kaup í sögu félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir