Fleiri fréttir

Umfjöllun: Létt verk og löðurmannlegt hjá Keflavík

Keflavík er komið í undanúrslit Iceland Express-deildarinnar eftir að hafa unnið Tindastól örugglega í oddaleik í Toyota-sláturhúsinu í kvöld 107-78. Keflvíkingar hertu tökin í öðrum leikhluta og gestirnir áttu aldrei möguleika eftir það.

Balotelli sendi frá sér afsökunarbeiðni

Sóknarmaðurinn Mario Balotelli hefur gefið út formlega afsökunarbeiðni vegna hegðunar sinnar. Afsökunarbeiðnin er birt á opinberri heimasíðu Inter.

Mancini vill halda Joe Hart

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, vill halda markverðinum Joe Hart innan félagsins.

Fabregas gæti misst af HM

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas verður frá í að minnsta kosti sex vikur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni.

Hafa Balotelli og Mourinho grafið stríðsöxina?

Búist er við því að Mario Balotelli snúi aftur í leikmannahóp Inter um helgina þegar liðið fær Bologna í heimsókn. Balotelli hefur verið úti í kuldanum eftir deilur við þjálfarann Jose Mourinho.

Alonso: Allir eiga enn möguleika

Spánverjinn Fernando Alonso telur að fjöldi ökumanna eigi möguleika á titlinum, en hann og Jenson Button unnu tvö fyrstu mót ársins. Alonso er efstur að stigum með 37 stig, Felipe Massa er með 33 og Jenson Button 31

Unnur Tara aðeins einu stigi frá stigameti Íslendings

KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábæran leik í 83-61 sigri KR á Hamar í DHL-höllinni í gær í þriðja leik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Unnur Tara skoraði 33 stig í leiknum og hitti úr 13 af 19 skotum sínum sem er mögnuð skotnýting í svona mikilvægum leik.

Annasamur vinnudagur hjá Almunia

„Ég hef aldrei haft svona mikið að gera í leik með Arsenal," segir markvörðurinn Manuel Almunia sem hafði nóg að gera í vinnunni í gær þegar Arsenal tók á móti Barcelona.

Riera: Mér líður vel hjá Liverpool

„Ég vil halda áfram með feril minn hjá Liverpool því þetta er eitt besta félag í heimi," segir Albert Riera sem reynir að vinna sig aftur í náðina hjá stuðningsmönnum Liverpool.

KR og Snæfell fylgjast spennt með oddaleikjum kvöldsins

KR og Snæfell eru bæði komin áfram í undanúrslit Iceland Express deildar karla í körfubolta en þau fá ekki vita um andstæðinga sína fyrr en að loknum tveimur oddaleikjum átta liða úrslitanna sem fram fara í Garðabæ og Keflavík í kvöld.

Barthez verður í marki KR í dag

Leit KR-inga að nýjum markverði hefur tekið nýja og óvænta stefnu því Fabien Barthez, fyrrum markvörður Man. Utd og franska landsliðsins, er kominn til félagsins og mun standa í marki liðsins gegn Þrótti er liðin mætast í Lengjubikarnum á KR-vellinum klukkan 14.00 í dag.

Tímabilið búið hjá Gallas og Arshavin frá í þrjár vikur

Arsenal-mennirnir William Gallas og Andrei Arshavin meiddust báðir í fyrri hálfleik á móti Barcelona í Meistaradeildinni í gær og það lítur út fyrir að Arsene Wenger geti ekki notað þá í mörgum mikilvægum leikjum á næstunni. Þessar slæmu fréttir bætast ofan á þær af fyrirliðinn Cesc Fabregas sé hugsanlega fótbrotinn.

Leikirnir sem Wayne Rooney missir af á næstunni

Manchester United hefur ekki enn gefið út formlega tilkynningu um niðurstöður sínar á rannsóknum á ökklameiðslum Wayne Rooney en stjórinn Alex Ferguson ætlar ekki að skýra frá stöðu mála fyrr en á blaðamannafundi á morgun.

Forseti Inter óttast ekki að missa Jose Mourinho

Massimo Moratti, forseti Inter Milan, hefur ekki miklar áhyggjur af því að þjálfarinn Jose Mourinho sé á leið frá félaginu þrátt fyrir að Portúgalinn hafi ítrekað tjáð óánægju sína með ítalska fótboltann.

Fabregas óttast það að hann sé fótbrotinn

Enn einn ný kafli í meiðslasögu Cesc Fabregas á þessu tímabili bættist við á lokamínútu jafnteflisleiks Arsenal á móti Barcelona í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar i gær. Fabregas jafnaði leikinn í lokin en meiddist við það og hugsanlega er tímabilið búið hjá honum.

NBA: Cleveland marði Bucks og Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð

Cleveland Cavaliers steig í nótt stórt skref í átt að því að vera með besta árangurinn í deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og þar með heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Cleveland vann 101-98 sigur á Milwaukee Bucks á sama tíma og Los Angeles Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð.

Sjá næstu 50 fréttir