Fleiri fréttir

Heimavöllurinn gæti hjálpað Webber

Ástralinn Mark Webber verður í faðmi heimamanna í Melbourne í Ástralíu um næstu helgi og á Red Bull sem talinn er brjálæðislega fljótur að einum keppinaut hans, Lewis Hamilton. Þeir aka báðir Albert Park brautina í Melbourne um helgina.

Hnéð á Rooney áhyggjuefni

Svo gæti farið að Sir Alex Ferguson hvíli Wayne Rooney í leiknum gegn Bolton á laugardag. Hnéð á Rooney er ekki gott og hann þarfnast hvíldar.

Tiger æfði á Augusta-vellinum í gær

Degi eftir að Tiger Woods veitti sín fyrstu viðtöl á árinu var hann kominn út á Augusta-golfvöllinn að æfa sig. Á þessum fræga velli fer Masters-mótið fram sem verður fyrsta mótið sem Tiger tekur þátt í síðan upp komst um framhjáhald hans í nóvember á síðasta ári.

Valencia ætlar að selja Villa

Chelsea og Man. City eru bæði í startholunum eftir að það kvisaðist út að Valencia ætli sér að selja framherjann David Villa í sumar til þess að rétta fjárhag félagsins af.

Brynjar og Friðrik valdir bestir

KKÍ tilkynnti eftir hádegið hvaða leikmenn hefðu hlotið verðlaun fyrir seinni hlutann í Iceland Express-deild karla.

Balotelli fór í treyju AC Milan

Ungstirnið Mario Balotelli hjá Inter var ekki að auka vinsældir sínar þegar hann ákvað að klæðast treyju AC Milan. Það gerði hann í sjónvarpsþætti og myndir af uppákomunni eru út um allt á netinu.

Carroll kjálkabraut Taylor á æfingu

Mórallinn er greinilega ekki alveg nógu góður hjá Newcastle því liðsfélagarnir Andy Carroll og Steven Taylor lentu í heiftarlegum slagsmálum á æfingu.

Schumacher nýtur mests stuðnings

Formúlu 1 áhugamenn um heim allan tóku þátt í víðtækri könnun á vegum FOTA, samtaka keppnisliða og F1 racing tímaritsins í vetur. Samkvæmt henni er Michael Schumacher með mest fylgi ökumanna.

Cole vinnur að tónlist með 50 cent

Ashley Cole leynir á sér á ýmsan hátt og hæfileikar hans á tónlistarsviðinu hafa ekki farið hátt þó svo Cole sé nýbúinn að vinna að tónlist með 50 cent.

Ivanovic frá í mánuð

Það gengur allt á afturfótunum hjá Chelsea þessa dagana og enn ein slæmu tíðindin bárust í dag. Varnarmaðurinn Branislav Ivanovic verður frá í mánuð vegna meiðsla.

Sandro á leið til Spurs

Brasilíska félagið Internacional heldur því að fram að félagið sé búið að nú samkomulagi við Tottenham um að enska félagið kaupi Sandro frá félaginu.

Cole ekki búinn að fá tilboð frá Chelsea

Chelsea er ekki enn búið að gera Joe Cole nýtt samningstilboð þó svo núverandi samningur hans renni út í sumar. Leikmaðurinn vonast þó enn til þess að ganga frá nýjum samningi áður en tímabilinu lýkur.

Valskonur skelltu Blikum á Hlíðarenda í gær - myndasyrpa

Kvennalið Vals og Breiðabliks áttust við í Lengjubikar kvenna á gervigrasvellinum á Hlíðarenda í gær. Valur vann leikinn 5-0 með mörkum frá Kristínu Ýr Bjarnadóttur (2 mörk), Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Dóru Maríu Lárusdóttur og Rakel Logadóttur.

Ingvar Árnason: Við áttum bara að klára þennan leik

Ingvar Árnason, fyrirliði Vals, var ekki mjög sáttur með að hafa fengið bara eitt stig út úr leik Vals við HK í N1 deild karla í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. Valur var með tveggja marka forskot og tveimur mönnum fleiri þegar fimm mínútur voru eftir en missti leikinn niður í 25-25 jafntefli.

Hafþór Ingi skoraði körfu af 25 metra færi - myndband

Borgnesingurinn Hafþór Ingi Gunnarsson hefur skorað nokkrar magnaðar körfur á ferlinum en sú sem hann skoraði í fyrsta leik Skallagríms á móti Val í úrslitakeppni 1. deildar karla slær væntanlega þeim öllum við.

Pedro hjá Barcelona: Lionel Messi er betri en Diego Maradona

Pedro Rodriguez, liðsfélagi Lionel Messi hjá Barcelona, sparar ekki hrósið á Argentínumanninn eftir átta mörk hans á síðustu átta dögum. Pedro Rodriguez talaði um félaga sinn í viðtalið við spænska blaðið Marca.

Haukar tryggðu sér oddaleik í úrslitakeppni 1. deildar

Haukar unnu 89-73 sigur á Þór Þorlákshöfn í Þorlákshöfn í undanúrslitum 1. deildar karla í körfubolta í kvöld og tryggðu sér þar með oddaleik á heimavelli sínum á Ásvöllum. Þór vann fyrsta leikinn með einu stigi í Hafnarfirði.

Kristín Ýr með tvö í 5-0 sigri Vals á Blikum

Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö mörk fyrir Val þegar liðið vann 5-0 sigur á Breiðabliki á gervigrasvellinum að Hlíðarenda í kvöld en leikurinn var í A-deild Lengjubikarsins.

Gunnar: Við undirbjuggum okkur eins og um úrslitaleik væri að ræða

HK-menn fögnuðu stigi í Vodafonehöllinni í kvöld eftir 25-25 jafntefli við Valsmenn. Gunnar Magnússon, þjálfari liðsins sagði liðið hafa náð í gríðarlega mikilvægt stig og HK-ingar hafa nú náð í þrjú stig út úr tveimur síðustu heimsóknum til Valsmanna.

Stjörnumenn unnu FH í Kaplakrika og Fram fór aftur á botninn

Það voru sviftingar í botnbaráttu N1 deildar karla í handbolta í kvöld þar sem Fram og Stjarnan skiptu um sæti eftir jafna og spennandi leiki hjá báðum liðum. Stjarnan komst úr botnsætinu með 28-27 sigri á FH á útivelli en Framarar töpuðu naumlega 32-33 á heimavelli fyrir toppliði Hauka.

Inter á eftir Vargas

Inter ætlar að bjóða Fiorentina 20 milljónir evra og markvörðinn Emiliano Viviano í skiptum fyrir vinstri vængmanninn Juan Vargas.

Enn eitt áfallið fyrir Ernu Björk - óttast um slitin krossbönd

Þjálfari kvennaliðs Breiðabliks óttast að Erna Björk Sigurðardóttir, fyrirliði Breiðabliks og byrjunarliðsmaður í íslenska kvennalandsliðinu, sé með slitin krossbönd. Erna Björk meiddist á landsliðsæfingu um helgina. Vefmiðillinn Sport.is greindi frá þessu í dag.

Wenger: Fólk tekur okkur ekki alvarlega

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að þó svo lið hans standi afar vel að vígi í baráttunni um enska meistaratitilinn njóti það enn takmarkaðrar virðingar. Þess utan séu menn ekki enn farnir að taka liðið alvarlega.

Gott forskot Ferrari í stigamótinu

Gott forskot Ferrari í stigamótinu Ferrari er með gott forskot í stigamóti keppnisliða eftir fyrsta mótið af 19 á þessu keppnistímabili í Formúlu 1.

Moggi: Mourinho er allt of strangur

Gamli Juventus-maðurinn, Luciano Moggi, er ekki alls kostar sáttur við það hvernig Jose Mourinho, þjálfari Inter, fer með ungstirnið Mario Balotelli þessa dagana.

Óskar Bjarni: Mér fannst við bara tapa stigi

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals var ekki sáttur eftir 25-25 jafntefli við HK í kvöld. Valsmenn voru með 25-23 forustu þegar fjórar mínútur voru eftir en misstu leikinn niður í jafntefli.

Styttist í Van Persie

Hollendingurinn Robin Van Persie er byrjaður að æfa á nýjan leik en þó ekki af fullum krafti. Hann stefnir á að spila á ný áður en tímabilinu lýkur.

Riera sagður vera á leið til CSKA Moskva

Hermt er í breskum fjölmiðlum í dag að Spánverjinn Albert Riera verði sendur frá Liverpool til Moskvu og það strax í þessari viku. Mun CSKA Moskva vera til í að taka á móti honum.

Rússar fagna nýliðanum í Formúlu 1

Vitaly Petrov frá Rússlandi keyrði í sínu fyrsta Formúlu 1 móti í Barein á dögunum og stökk úr sautjánda sæti á ráslínu í það ellefta. En svo bilaði bíllinn eftir góða spretti.

Hamilton: Red Bull fáránlega fljótur

Lewis Hamilton segir að keppnisbíll Red Bull liðsins sé fáránlega fljótur og því erfiður viðureignar. Hann sagði þetta í spjalli við breska blaðamenn.

Mancini ekki á leið til Juventus

Hinn ítalski stjóri Man. City, Roberto Mancini, hafnar því með öllu að hann sé á leið til Juventus í sumar eins og orðrómur var um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir