Fleiri fréttir

Carvalho meiddist aftur

Portúgalski landsliðsmaðurinn Ricardo Carvalho verður frá keppni næstu þrjár vikurnar eða svo eftir að hafa meiðst á læri í leik Chelsea og Hull í gær.

Þrír leikir í úrvalsdeildinni í kvöld

Fjórða umferðin í Iceland Express deildinni í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum. Njarðvíkingar sækja ÍR-inga heim í Seljaskóla, Tindastóll tekur á móti Stjörnunni á Sauðárkróki og Þór og FSu mætast á Akureyri. Allir leikir hefjast 19:15.

Oden frá í 2-4 vikur

Miðherjinn Greg Oden hjá Portland Trailblazers er enn að berjast við meiðsladrauginn sem hefur elt hann frá því hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu í NBA í fyrrasumar.

Ferguson fundaði með Tevez

Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United hefur haldið fund með framherjanum Carlos Tevez til að ítreka að hann sé stór þáttur í framtíðarplönum sínum.

Tottenham byggir nýjan leikvang

Forráðamenn Tottenham hafa staðfest að félagið ætli að byggja nýjan leikvang skammt frá White Hart Lane í framtíðinni sem taka mun 60,000 manns í sæti.

NBA: Phoenix lagði San Antonio

Fjöldi leikja var á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Phoenix vann góðan útisigur á San Antonio 103-98 og hefndi þar fyrir tapið gegn heimamönnum í úrslitakeppninni í vor.

Létt verk hjá Íslandi gegn Belgíu

Ísland vann stórsigur á Belgíu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2010, 40-21. Staðan í hálfleik var 21-9, Íslandi í vil.

Ein breyting á byrjunarliðinu

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið íslenska landsliðsins sem mætir því írska í umspili um laust sæti á EM í Finnlandi á næsta ári.

Tottenham náði ótrúlegu jafntefli á Emirates

Tottenham skoraði tvö mörk í lok leiksins gegn Arsenal á útivelli í kvöld og náði þar með í jafntefli, 4-4, en níu leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hamar enn ósigrað á toppnum

Hamar heldur áfram góðu gengi sínu í Iceland Express deild kvenna í kvöld með sigri á Grindavík á útivelli, 83-80.

Maradona: Ég er ekki óreyndur

Diego Maradona segir það hlægilegt að hann sé ekki nægilega reyndur til að taka að sér starf landsliðsþjálfara Argentínu.

Barton tileinkaði stuðningsmönnum markið

Joey Barton tileinkaði markið sem hann skoraði í 2-1 sigri Newcastle á West Brom í gær öllum þeim sem hann hefur valdið vonbrigðum á undanförnum mánuðum.

Níu leikir í úrvalsdeildinni í kvöld

Það verður mikið fjör í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem níu leikir eru á dagskrá. Kraftaverkalið Hull tekur á móti Chelsea og erkifjendurnir Arsenal og Tottenham mætast á Emirates.

Ferguson: Fletcher vildi fara

Sir Alex Ferguson segir að sér hafi létt stórum í sumar þegar hann náði að telja skoska miðjumanninn Darren Fletcher af því að fara frá Manchester United.

Ballesteros sýnir góð batamerki

Spánverjinn Seve Ballesteros er á ágætum batavegi eftir að hafa gengist undir þriðju aðgerðina á skömmum tíma á föstudag.

Montoya: Hamilton gæti sín á Massa

Fyrrum McLaren maðurinn Juan Pablo Montoya bendir Lewis Hamilton á það að gæta sín á því að fara í návígi við Felipe Massa í lokamótinu um helgina.

Ræði við Eið Smára þegar nær dregur

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari segir ekki tímabært að segja til um hvort Eiður Smári Guðjohnsen taki þátt í æfingaleiknum gegn Möltu í næsta mánuði.

Matthäus styður landsliðsþjálfarann

Lothar Matthäus, fyrrum fyrirliði Bayern Munchen og þýska landsliðsins, tekur afstöðu með landsliðsþjálfaranum Joachim Löw í deilu hans við Michael Ballack á dögunum.

Heinze: Ronaldo yrði betri á Spáni

Gabriel Heinze, fyrrum leikmaður Manchester United, segir af og frá að hann hafi verið keyptur af Real Madrid til þess eins að hjálpa til við að lokka Cristiano Ronaldo til Spánar.

Ljungberg samdi við Seattle

Sænski miðjumaðurinn Freddie Ljungberg hefur gengið frá tveggja ára samningi við bandaríska liðið Seattle Sounders. Ljungberg er 31 árs gamall og lék áður með Arsenal og West Ham. Sagt er að hann fái um 5 milljónir dollara í árslaun á samningstímanum.

Höfum enn ekki gert markalaust jafntefli

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er bjartsýnn fyrir leikinn mikilvæga gegn Írum um laust sæti á EM sem fyrirhugaður er annað kvöld ef vallarskilyrði leyfa.

Ekki hægt að tala um skyldusigur

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir ekki hægt að tala um skyldusigur íslenska handboltalandsliðsins gegn Belgum í kvöld þó mótherjinn sé ef til vill ekki hátt skrifaður.

Veigar Páll tilnefndur sem knattspyrnumaður ársins

Veigar Páll Gunnarsson hefur verið tilnefndur sem knattspyrnumaður ársins í norsku úrvalsdeildinni. Þrír leikmenn hafa verið tilnefndir og eru þeir allir frá Stabæk. Félagar hans Daniel Nannskog og Alanzinho eru einnig tilnefndir.

Toppslagur í kvennakörfunni í kvöld

Tveir leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Topplið Hamars sækir Grindavík heim og Valur tekur á móti Snæfelli.

Síðasta mót David Coulthard um næstu helgi

Skotinn David Coulthard ekur í síðasta Formúlu 1 móti sínu í Brasilíu um næstu helgi. Hann lýkur ferlinum með Red Bull, en hefur ekið með Williams og McLaren.

Adebayor: Mikilvægt að skora gegn Tottenham

Emmanuel Adebayor, leikmaður Arsenal, segir að Thierry Henry hafi kynnt sér mikilvægi þess að standa sig vel í grannaslagnum við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Shaq: Ég er enn besti miðherjinn í NBA

Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Phoenix Suns segist enn vera besti miðherjinn í NBA deildinni þrátt fyrir að vera kominn af léttasta skeiði sem leikmaður.

KR-ingar á leið til GAIS

Sænska liðið GAIS í Gautaborg er að verða sannkallað Íslendingalið. Í Fréttablaðinu í morgun kemur fram að Hallgrímur Jónasson hjá Keflavík hefur gert fimm ára samning við félagið en á eftir að gangast undir læknisskoðun.

Boston byrjaði með sigri - Oden meiddist aftur

Keppnistímabilið í NBA deildinni hófst í nótt með þremur leikjum. Leikmenn Boston fengu afhenta meistarahringana sína fyrir sigurinn síðasta sumar og lögðu svo Cleveland að velli 90-85 á heimavelli.

Maradona tekur við Argentínu

Þær óvæntu fréttir bárust í kvöld að Diego Armando Maradona hefur verið ráðinn þjálfari argentínska landsliðsins. Maradona er lifandi goðsögn eftir að hafa leikið lykilhlutverk í sigri Argentínu á HM 1986.

Leverkusen vann Bremen

Bayer Leverkusen komst upp í efsta sætið í þýsku deildinni í kvöld með því að vinna 2-0 útisigur á Werder Bremen. Fjórir leikir voru í kvöld en aðrir fimm eru á dagskrá á morgun og þá getur Hoffenheim endurheimt toppsætið.

Krkic bjargaði andliti Barcelona

Barcelona vann nauman 1-0 sigur á 3. deildarliðinu Benidorm í spænska bikarnum í kvöld. Bojan Krkic reyndist bjargvættur Börsunga en hann skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu.

Burnley vann Reading

Fjöldi leikja voru í ensku 1. deildinni í kvöld, Coca Cola deildinni. Augu Íslendinga beindust að viðureign Burnley og Reading en hann endaði með 1-0 sigri Burnley.

Keflavík vann stórsigur á Fjölni

Einn leikur var í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Fjölnir tók á móti Keflavík og urðu lokatölur 54-87.

Sjá næstu 50 fréttir