Fleiri fréttir

Sigurður Ragnar ætlar að fá íslenska þjálfara sér til aðstoðar í Kína

Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir í samtali við Fótbolta.net að hann ætli allavega að ráða tvo íslenska þjálfara sér til aðstoðar hjá Kínverska kvennalandsliðinu í fótbolta. Sigurður skrifaði í gær undir þriggja ára samning við kínverska knattspyrnusambandið en hann hefur náð góðum árangri með kvennalið Jiangsu Suning þar í landi á þessu ári.

Hope Solo sakar Blatter um kynferðislega áreitni

Ein skærasta stjarna bandarískrar knattspyrnu sakar fyrrum forseta um kynferðislega áreitni í viðtali sem kemur út um helgina en hún segir Blatter hafa gripið í rassinn á sér rétt áður en þau afhendu verðlaunin fyrir bestu knattspyrnukonu heimsins árið 2013.

Emil Pálsson verður liðsfélagi Ingvars hjá Sandefjord

Emil Pálsson, miðjumaður FH, verður liðsfélagi Ingvars Jónssonar í Sandefjord, en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við liðið. Emil gengur í raðir liðsins um áramót þegar að samningur hans við FH rennur út.

Ellefti sigur Celtics í röð

Boston Celtics, sem spiluðu án síns besta leikmanns, Kyrie Irving, unnu endurkomusigur á Charlotte Hornets á heimavelli í nótt og hafa þar með unnið ellefu leiki í röð. Sitja þeir á toppi Austurdeildar NBA með 11 sigra og tvö töp.

„Versta ákvörðun Drinkwaters á ferlinum“

Danny Drinkwater, leikmaður Chelsea, skoraði sjálfsmark þegar hann afþakkaði sæti í enska landsliðshópnum. Þetta segir Chris Sutton, fyrrverandi leikmaður Blackburn Rovers, Chelsea og fleiri liða.

Tveggja nátta vítaferð FH-inga

FH ferðast 5.400 kílómetra frá Íslandi til Rússlands og aftur til baka til að framkvæma eina vítakastkeppni. Liðið lendir aftur á Íslandi á sunnudagskvöldið. Sigurvegarinn mætir liði frá Slóvakíu í 3. umferðinni.

Hrafn: Stórkostlegt áhyggjuefni

Það var ekki bjart yfir Hrafni Kristjánssyni, þjálfara Stjörnunnar, eftir að hans menn köstuðu frá sér unnum leik gegn Val í kvöld.

Lewis Hamilton fljótastur á föstudegi í Brasilíu

Lewis Hamilton á Mercedes lét fjórða heimsmeistaratitilinn sem hann tryggði sér í síðustu keppni ekki aftra sér og var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir brasilíska kappaksturinn.

Jakob og félagar áfram á toppnum

Jakob Örn Sigurðarson hélt upp á endurkomu sína í íslenska körfuboltalandsliðið með því að hjálpa sínu liði Borås Basket að vinna fimm stiga útisigur á Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Evra í sjö mánaða bann

Patrice Evra, leikmaður Marseille, hefur verið úrskurðaður í bann frá leikjum á vegum UEFA út júní á næsta ári.

Sjá næstu 50 fréttir