Fleiri fréttir

Stjörnur ESPN á EM 2016 eru Griezmann, Ísland og Wales

Bandaríski íþróttamiðilinn ESPN fjallaði ítarlega um Evrópumótið í Frakklandi á meðan því stóð og var með einn bloggara frá hverri þátttökuþjóð sem sögðu frá keppninni frá sínu sjónarhorni.

Ísland er stærsta litla fótboltalandið

Íslensku knattspyrnulandsliðin hafa ekki bara verið með á tveimur síðustu Evrópumótum því þau komust bæði í átta liða úrslitin á þessum mótum.

Carew á hvíta tjaldið sem norski Bond

John Carew sem lék um árabil í ensku úrvalsdeildinni fékk á dögunum hlutverk í bíómynd þar sem hann verður norska útgáfan af James Bond og Jason Bourne.

Larry Bird hefði aldrei dottið það í hug að fara í liðið hans Magic

NBA-stórstjarnan Kevin Durant kom mörgum á óvart á dögunum með því að semja við Golden State Warriors, liðið sem sló Durant og félaga í Oklahoma City Thunder út úr úrslitakeppninni í ár. Margir hafa tjáð sig um ákvörðun Durant og meðal þeirra er NBA-goðsögnin Larry Bird.

Bjarni: Hörmungar varnarleikur í mörkunum

„Við erum hundfúlir. Það vantaði örlítið meiri gæði í leikinn fram á við í fyrri hálfleik,“ sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV eftir 2-1 tapið gegn Val á útivelli í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta.

Tim Duncan hættur í NBA

Tim Duncan hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Tim Duncan hélt upp á fertugsafmælið í apríl en hann var að klára sitt 19. tímabil með San Antonio Spurs.

Litlar flugur gefa vel

Þegar laxinn stekkur um allt í hylnum og það virðist vera alveg sama hvaða fluga er sett undir er eitt sem getur skipt máli.

Tony Parker og félagar komust til Ríó

Serbía, Króatía og Frakkland urðu um helgina þrjú síðustu liðin til þess að tryggja sér sæti í keppni í körfubolta karla á Ólympíuleikunum í Ríó, sem fara fram í ágúst.

Harden fær risa launahækkun hjá Houston

James Harden fékk sinn skammt af gagnrýni á síðasta tímabili en hann hefur samt sem áður fullt traust frá forráðamönnum Houston Rockets. Harden fékk nefnilega veglega launhækkun í nýjum samningi sínum og Houston Rockets sem nær til ársins 2020.

Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik

Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni.

Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið

Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu.

Wenger gæti tekið við Englandi

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að hann gæti vel hugsað sér að verða stjóri enska landsliðsins í knattspyrnu eftir að samningur hans við Arsenal rennur út.

Ofboðslega sátt við þetta

Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir enduðu báðar í 8. sæti í sínum greinum á EM í frjálsum íþróttum á laugardaginn. Ásdís kveðst ánægð með árangurinn sem gefur góð fyrirheit fyrir Ólympíuleikana í Ríó.

Sjá næstu 50 fréttir