Litlar flugur gefa vel Karl Lúðvíksson skrifar 11. júlí 2016 14:27 Oft tekur stór lax lita flugu Þegar laxinn stekkur um allt í hylnum og það virðist vera alveg sama hvaða fluga er sett undir er eitt sem getur skipt máli. Það er ekkert óumdeilanlegt af hverju lax vill taka eina flugu umfram aðra en það er alveg klárt mál að sumar flugur gefa betur en aðrar. Það skal þó hafa það í huga þegar veiðibækur eru skoðaðar og mikið af laxi er bókaður á t.d. Sunray eða Frances að báðar þessar flugur eru geysilega mikið notaðar og þar af leiðandi gefa þær mikið en þær eru líka veiðnar. Svo þegar allt er fullreynt á þessar flugur en ekkert gengur þá er aðeins eitt til ráða og það er að minnka flugurnar. Sumir af færustu veiðimönnum landsins veiða bara á nokkrar tegundir af flugum og eiga þær í öllum helstu stærðum. Detti takan niður er bara skipt um stærð, oftar upp um númar (minni fluga) en niður um númer. Því er haldið fram og það er reyndar mikið til í því að stærðin skiptir máli þegar kemur að því að egna fyrir lax og silung. Minni flugur veiða oft mikið betur en stærri flugurnar og það er eins og hylurinn verði fyrir minna raski þegar lítil fluga fer yfir hann frekar en stór fluga. Þegar við tölum um litlar flugur eru það stærðir 14-18# í laxaflugum og 14-20# í silungaflugum. Þegar árnar verða vatnslitlar eða þegar líður á tímabilið er oft mjög sterkur leikur að minnka flugurnar. Byrjendur í veiði eru oft ragir við þetta en ættu alls ekki að vera það því reynsluboltarnir segja allir það sama, þegar takan er erfið á fyrst að minnka fluguna svo að huga að því að breyta því hvernig hún er dreginn inn. Prófa bæði á dauðu reki og strippi. Mest lesið Yfir 500 bleikjur í Norðfjarðará Veiði Flottir sjóbirtingar úr Eyjafjarðaá Veiði Mikil aukning í sleppingum fyrir norðan Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Laxarnir mættir í Elliðaárnar Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Vikuveiðin í laxveiðiánum og lokatölur víða Veiði
Þegar laxinn stekkur um allt í hylnum og það virðist vera alveg sama hvaða fluga er sett undir er eitt sem getur skipt máli. Það er ekkert óumdeilanlegt af hverju lax vill taka eina flugu umfram aðra en það er alveg klárt mál að sumar flugur gefa betur en aðrar. Það skal þó hafa það í huga þegar veiðibækur eru skoðaðar og mikið af laxi er bókaður á t.d. Sunray eða Frances að báðar þessar flugur eru geysilega mikið notaðar og þar af leiðandi gefa þær mikið en þær eru líka veiðnar. Svo þegar allt er fullreynt á þessar flugur en ekkert gengur þá er aðeins eitt til ráða og það er að minnka flugurnar. Sumir af færustu veiðimönnum landsins veiða bara á nokkrar tegundir af flugum og eiga þær í öllum helstu stærðum. Detti takan niður er bara skipt um stærð, oftar upp um númar (minni fluga) en niður um númer. Því er haldið fram og það er reyndar mikið til í því að stærðin skiptir máli þegar kemur að því að egna fyrir lax og silung. Minni flugur veiða oft mikið betur en stærri flugurnar og það er eins og hylurinn verði fyrir minna raski þegar lítil fluga fer yfir hann frekar en stór fluga. Þegar við tölum um litlar flugur eru það stærðir 14-18# í laxaflugum og 14-20# í silungaflugum. Þegar árnar verða vatnslitlar eða þegar líður á tímabilið er oft mjög sterkur leikur að minnka flugurnar. Byrjendur í veiði eru oft ragir við þetta en ættu alls ekki að vera það því reynsluboltarnir segja allir það sama, þegar takan er erfið á fyrst að minnka fluguna svo að huga að því að breyta því hvernig hún er dreginn inn. Prófa bæði á dauðu reki og strippi.
Mest lesið Yfir 500 bleikjur í Norðfjarðará Veiði Flottir sjóbirtingar úr Eyjafjarðaá Veiði Mikil aukning í sleppingum fyrir norðan Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Laxarnir mættir í Elliðaárnar Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Vikuveiðin í laxveiðiánum og lokatölur víða Veiði