Fleiri fréttir

Indriði bjargaði mannslífi á fótboltavellinum

Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking, var fljótur að hugsa í leik á móti Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir að leikmaður andstæðinga gleypti tunguna og gat ekki andað.

37 ár frá fyrsta sigri Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða

Í dag eru 37 ár liðin frá því Liverpool varð Evrópumeistari meistaraliða í fyrsta sinn. Þann 25. maí 1977 mætti Rauði herinn, undir stjórn Bobs Paisley, þýska liðinu Borussia Mönchengladbach í úrslitaleik á Ólympíuleikvanginum í Róm, frammi fyrir 57.000 áhorfendum.

Þórir pólskur meistari þriðja árið í röð

Þórir Ólafsson varð í dag pólskur meistari í handbolta þriðja árið í röð. Lið hans, Vive Kielce, vann níu marka sigur, 34-25, á Wisla Plock í fjórða leik liðanna um pólska meistaratitilinn. Kielce hafði betur í úrslitaeinvíginu, 3-1.

Ronaldo í metabækurnar

Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði fjórða og síðasta mark Real Madrid úr vítaspyrnu þegar liðið lagði nágranna sína í Atletico Madrid, 4-1, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær.

Ragnar áfram hjá FH

Örvhenta skyttan Ragnar Jóhannsson framlengdi í morgun samning sinn við FH og mun leika áfram með liðinu í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FH.

Allt að 9 punda urriðar að veiðast í Ytri Rangá

Ytri Rangá hefur ekki verið hátt skrifuð sem annað en laxveiðiá en það stafar líklega af því að sárafáir leggja orðið leið sína uppá efri svæðin en þar er hægt að setja í stóra urriða.

Ásgeir og Róbert bikarmeistarar í Frakklandi

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson urðu í dag bikarmeistarar með Paris SG eftir fjögurra marka sigur, 31-27, á Chambéry í úrslitaleik. Staðan í hálfleik var 15-12, Paris í vil.

Simeone: Mistök að byrja með Costa inn á

Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, viðurkennir að það hafi verið mistök að láta framherjann Diego Costa byrja úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í gær.

Arnór lék í tapi Helsingborgar

Arnór Smárason lék í 71 mínútu þegar lið hans, Helsingborg, beið lægri hlut fyrir Kalmar, 2-0, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Nico Rosberg vann aftur í Mónakó

Þjóðverjinn Nico Rosberg leiddi hvern einasta hring í keppninni eftir að ná ráspól á umdeildan hátt í gær. Liðsfélagi Rosberg hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.

Sögulegur sigur Ancelottis

Carlo Ancelotti hefur unnið jafn marga Meistaradeildartitla og Bob Paisley gerði á sínum tíma með Liverpool. Ítalinn komst einnig í hóp þeirra þjálfara sem hafa stýrt tveimur liðum til sigurs í Meistaradeildinni.

Stund Messíasar runnin upp?

Lionel Messi hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona, en að margra mati kemur hann aldrei til greina sem sá besti í sögunni fyrr en hann vinnur heimsmeistaratitilinn með argentínska landsliðinu.

Justin áfram með Stjörnunni - fjórir lykilmenn framlengja

Stjörnumenn hafa gengið frá samningum við fjóra öfluga leikmenn fyrir komandi tímabil í Dominos-deild karla í körfubolta og virðist ætla að halda saman kjarna liðsins frá því á síðasta tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Stjörnunnar.

Miami komið yfir

Miami Heat tók forystuna í úrslitum Austurdeildarinnar með tólf stiga sigri, 99-87, á Indiana Pacers á heimavelli í nótt.

Guðrún Brá og Bjarki efst í Leirunni

Bjarki Pétursson GB er með eins höggs forystu í karlaflokki og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK er með sömu forystu í kvennaflokki á fyrsta móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi eftir tvo hringi af þremur.

Robben vill ekki til United

Hollendingurinn Arjen Robben segir ekki koma til greina að yfirgefa Bayern Munchen til að ganga til liðs við Manchester United.

Hamilton stundar ekki sálfræðihernað

Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1 neitar að hafa stundað sálfræðihernað gegn liðsfélögum sínum með ásettu ráði.

Viltu gista í húsi Ronaldinho í Rio á meðan HM er?

Ronaldinho varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hann var ekki valinn í leikmannahóp Brasilíu fyrir heimsmeistarakeppnina þar í landi í sumar. Hann sá sér þó leik á borði og ætlar að græða á glæsivillu sinni.

Upphitun fyrir UFC 173

Seint í kvöld verður bein útsending á Stöð 2 Sport frá UFC 173 þar sem Renan Barao og TJ Dillashaw berjast um bantamvigtartitil UFC. Ólympíufararnir Dan Henderson og Daniel Cormier takast á auk þess sem þeir höggþungu Jake Ellenberger og Robbie Lawler berjast í mikilvægum bardaga í veltivigtinni. Bardagarnir hefjast kl 2 aðfaranótt sunnudags.

Paul George með í kvöld

Paul George skærasta stjarna Indiana Pacers verður með liðinu í kvöld í þriðja leik liðsins og Miami Heat í úrslitum austurstrandar NBA körfuboltans.

Slátrunin í Aþenu 20 ára

Það er farið að styttast í að úrslitaleikur Madrídarliðanna Real og Atletico í Meistaradeild Evrópu hefjist. Því er við hæfi að rifja upp einn merkasta úrslitaleik keppninnar sem fagnar 20 ára afmæli sínu nú í vor.

Hierro: Sigurinn 98 skipti sköpum

Fernando Hierro fyrrum fyrirliði Real Madrid rifjaði upp í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu í kvöld hvernig titillinn 1998 skipti sköpum fyrir félagið sem vann þrjá titla á fimm árum.

Hítarvatn opnar um næstu helgi

Hítarvatn á Mýrum hefur verið geysilega vinsælt síðustu ár enda veiðist oft mjög vel í vatninu og þá sérstaklega fyrstu vikurnar eftir að vatnið opnar.

Sjá næstu 50 fréttir