Allt að 9 punda urriðar að veiðast í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 25. maí 2014 18:19 Jóhannes með vænan urriða úr Ytri Rangá Ytri Rangá hefur ekki verið hátt skrifuð sem annað en laxveiðiá en það stafar líklega af því að sárafáir leggja orðið leið sína uppá efri svæðin en þar er hægt að setja í stóra urriða. Veiðin síðustu daga hefur verið góð samkvæmt fréttum frá leigutökum en Norskir veiðimenn sem hafa verið við veiðar þarna síðan sunnudag hafa fengið marga fallega urriða allt upp í 4,2 kg og stærri fiskar hafa sloppið. Eingöngu er veitt og sleppt og í flestum tilfellum aðeins notast við agnhaldslausar flugur en tekin hefur verið sú ákvörðun að öllum silungi í Ytri Rangá verði sleppt á þessu tímabili meðan unnið er að frekari rannsóknum á stofninum. Þetta á við jafnt á urriðasvæði (ofan Árbæjarfoss) sem og á laxasvæðinu. Efra svæðið er nokkuð stórt og mikið um fallega veiðistaði þar sem stóra urriða er að finna en það að hafa smá þolinmæði með í farteskinu þegar farið er á þetta svæði. Undirritaður hefur veitt þetta svæði í þrígang með því hugarfari að ná í stórann urriða og alltaf hefur það tekist. Jafnan er þetta vænn fiskur sem veiðist en inná milli koma svo minni fiskar en sjaldan sjást urriðar þarna sem eru mikið undir 4 pundum, mest er þetta fiskur sem er stærri en það. Urriði veiðist í ánni allri þó mest sé af honum uppfrá. Á neðra svæðinu er nokkuð af urriða en þá sem sjóbirtingur. Stangveiði Mest lesið Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði
Ytri Rangá hefur ekki verið hátt skrifuð sem annað en laxveiðiá en það stafar líklega af því að sárafáir leggja orðið leið sína uppá efri svæðin en þar er hægt að setja í stóra urriða. Veiðin síðustu daga hefur verið góð samkvæmt fréttum frá leigutökum en Norskir veiðimenn sem hafa verið við veiðar þarna síðan sunnudag hafa fengið marga fallega urriða allt upp í 4,2 kg og stærri fiskar hafa sloppið. Eingöngu er veitt og sleppt og í flestum tilfellum aðeins notast við agnhaldslausar flugur en tekin hefur verið sú ákvörðun að öllum silungi í Ytri Rangá verði sleppt á þessu tímabili meðan unnið er að frekari rannsóknum á stofninum. Þetta á við jafnt á urriðasvæði (ofan Árbæjarfoss) sem og á laxasvæðinu. Efra svæðið er nokkuð stórt og mikið um fallega veiðistaði þar sem stóra urriða er að finna en það að hafa smá þolinmæði með í farteskinu þegar farið er á þetta svæði. Undirritaður hefur veitt þetta svæði í þrígang með því hugarfari að ná í stórann urriða og alltaf hefur það tekist. Jafnan er þetta vænn fiskur sem veiðist en inná milli koma svo minni fiskar en sjaldan sjást urriðar þarna sem eru mikið undir 4 pundum, mest er þetta fiskur sem er stærri en það. Urriði veiðist í ánni allri þó mest sé af honum uppfrá. Á neðra svæðinu er nokkuð af urriða en þá sem sjóbirtingur.
Stangveiði Mest lesið Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði