Fleiri fréttir Ísland í riðli með Noregi í undankeppni HM í Brasilíu Dregið var í riðla í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta sem fram fer í Brasilíu 2014 í kvöld. Ísland dróst í E-riðil og er aðra forkeppnina í röð með Noregi og Kýpur í riðli. 30.7.2011 20:11 Golfskóli Birgis Leifs: Hvernig er best að slá úr sandinum? Margir kylfingar óttast það mest að þurfa að slá boltann úr sandglompu þegar þeir leika golf. Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur, sýnir réttu aðferðina við þetta högg. Atriðið er úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs, sem sýndir eru á Stöð 2 sport. 30.7.2011 20:00 Phelps náði þriðja gullinu á HM í sundi Áttfaldi Ólympíumeistarinn í sundi, Michael Phelps, landaði sínum þriðju gullverðlaunum á heimsmeistaramótinu í Kína þegar hann kom fyrstur í mark í 100 metra flugsundi. Hann vann einnig 200 metra flugsundið og hann var í bandarísku boðsundssveitinni sem vann 4x200 metra skriðsundið. 30.7.2011 19:00 Antonio Valencia mun skrifa undir nýjan samning við Man Utd David Gill, stjórnarformaður Manchester United, segir að Antonio Valencia muni skrifa undir langtímasamning í næstu viku. Valencia, sem er frá Ekvador, er aðeins hálfnaður með samninginn sem hann skrifaði undir til fjögurra ára árið 2009 þegar hann var keyptur frá Wigan fyrir um 19 milljónir punda eða sem nemur 3,6 milljörðum kr. 30.7.2011 18:00 Guðlaugur Victor lék í sigri Hibernian Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn þegar Hibernian sigraði Inverness Caledonian Thistle 1-0 á útivelli í annarri umferð skosku úrvalsdeildarinnar sem hófst í dag. 30.7.2011 17:08 Rory McIlroy stimplaður sem óþroskuð dekurrófa Rory McIlroy stendur í ströngu eftir að hann skrifaði allt sem hann hugsaði í Twitterfærslu um sjónvarpsþul sem starfar á Golf Channel. Bandaríkjamenn eru allt annað en ánægðir með hversu hreinskilinn Norður-Írinn var í þessari færslu og kylfingurinn hefur nú fengið „stimpil“ sem „óþroskuð og barnaleg dekurrófa“. 30.7.2011 17:00 Vettel fullur sjálfstrausts á ný Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er fremstur á ráslínu fyrir ungverska kappaksturinn á sunnudag, eftir góða frammistöðu í tímatökunni í dag. Hann var á undan Lewis Hamilton og Jenson Button á McLaren. 30.7.2011 16:27 Bankaði upp á hjá Ferguson með DVD disk og fékk að spreyta sig Max Lonsdale er ekki þekktasta nafnið í fótboltaheiminum. Hann virðist vera með bein í nefinu því hinn 18 ára gamli leikmaður er nú á reynslu hjá Manchester United eftir að hann bankaði upp á hjá Alex Ferguson og lét hann fá DVD disk sem innihélt hápunkta úr ýmsum leikjum hjá Lonsdale. Sir Alex tók vel á móti drengnum sem var látinn fara frá Macclesfield Town á síðustu leiktíð og Lonsdale er nú til reynslu hjá enska meistaraliðinu. 30.7.2011 16:00 Torres tryggði Chelsea Asíubikarinn Chelsea sigraði Aston Villa 2-0 í úrslitum Asíubikarsins í dag þar sem Fernando Torres tryggði sigurinn með marki skömmu eftir að hafa komið inná sem varamaður. 30.7.2011 15:41 Eriksson telur að Mourinho sé rétti maðurinn fyrir England Svíinn Sven Göran Eriksson, sem var þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, telur að Portúgalinn Jose Mourinho ætti að sækjast eftir því að komast í það starf. Eriksson telur að Mourinho sé rétti maðurinn fyrir England en Ítalinn Fabio Capello er þjálfari liðsins. 30.7.2011 15:30 Andrés Már komin til Haugesund Norska úrvalsdeildarfélagið Haugesund hefur staðfest að Andrés Már Jóhannesson sé orðinn leikmaður félagsins. 30.7.2011 15:09 HM í sundi í Kína - bestu myndirnar frá AFP Heimsmeistaramótið í sundi fer fram í Sjanghæ í Kína þessa dagana þar sem keppt er í margvíslegum greinum sundíþróttarinnar. Ljósmyndarar AFP hafa sett saman myndasyrpu þar sem bestu myndirnar að þeirra mati eru fréttaefnið. 30.7.2011 14:30 Vettel sló Hamilton við í tímatökunni Sebastian Vettel náði besta tíma í tímatökum fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fer fram á morgun. Hann var 0.162 úr sekúndu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökunni á Hungaroring brautinni, en Jenson Button var þriðji fljótastur. 30.7.2011 13:45 Guðmundur samdi við ÍBV til tveggja ára Guðmundur Þórarinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV en hann gekk í raðir úrvalsdeildarliðsins fyrir þetta keppnistímabil í Pepsideildinni í fótbolta. Guðmundur er frá Selfossi og er bróðir Ingólfs sem oftast er kenndur við Veðurguðina. 30.7.2011 13:30 Fer Tevez til Inter í skiptum fyrir Eto‘o? Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City og Inter frá Ítalíu eru í viðræðum um leikmannaskipti samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Telegraph. Viðræðurnar snúast um að Argentínumaðurinn Carlos Tevez fari til Inter í skiptum fyrir Samuel Eto‘o, landsliðsframherjann frá Kamerún 30.7.2011 12:30 Steven Gerrard missir af upphafi keppnistímabilsins Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun missa af upphafi keppnistímabilsins í ensku úrvalsdeildinni vegna sýkingar í nára. Gerrard, sem er 31 árs gamall, er á sýklalyfjum og dvelur á sjúkrahúsi og er búist við að hann verði þar í nokkra daga. 30.7.2011 11:45 Aston Villa keypti N'Zogbia fyrir um 2 milljarða kr. Enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa virðast hafa tröllatrú á miðjumanninum Charles N'Zogbia því hann skrifaði undir fimm ára samning við liðið í gær en hann var áður í herbúðum Wigan. N'Zogbia er 25 ára gamall franskur landsliðsmaður. Hann segir í viðtali á heimasíðu félagsins að hann hafi tekið stórt skref á ferlinum þar sem að Aston Villa sé stórt félag sem ætli sér stóra hluti á næstu árum. 30.7.2011 11:30 Golfskóli Birgis Leifs: Hvernig á slá boltann í sveig frá vinstri til hægri? Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur, er með mörg högg í "pokahorninu“ og í þessu atriði sýnir hann hvernig hann ber sig að þegar hann slær boltann í sveig frá vinstri til hægri. Þetta boltaflug er oftast kallað "feid“ eða "slæs“ á meðal kylfinga. 30.7.2011 11:00 Lochte er gullkálfurinn á HM í sundi Ryan Lochte er maðurinn sem lætur verkin tala á heimsmeistaramótinu í sundi sem fram fer í Sjanghæ í Kína. Í gær landaði Bandaríkjamaðurinn þriðju gullverðlaunum sínum á mótinu með því að vinna 200 metra baksundið. Lochte er sá eini sem hefur bætt heimsmet í 50 metra laug frá því að nýjar keppnisreglur um sundfatnað tóku gildi í byrjun ársins 2010. Hann bætti við fjórðu gullverðlaunum í gær með bandarísku boðssundssveitinni í 4x200 metra skriðsundi. 30.7.2011 10:45 Næturvinna skilaði Vettel besta tíma Tæknimenn Red Bull unnu næturlangt í bíl Sebastian Vettel eftir að hann var ósáttur með gang mála á æfingum í gær. Sú vinna virðist hafa skilað sér á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi dag því Vettel náði besta tíma á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. 30.7.2011 10:19 Veigar Páll fer til Vålerenga eftir allt saman Norskir fjölmiðlar telja sig hafa sterkar heimildir fyrir því að Veigar Páll Gunnarsson sé á förum til Vålerenga í Osló en hann virtist vera búinn að semja við Noregsmeistaralið Rosenborg í Þrándheimi fyrir nokkrum dögum. Veigar er ein verðmætasta söluvara Stabæk sem er í miklum fjárhagsörðugleikum. 30.7.2011 10:15 WBA fær Foster að láni frá Birmingham Ben Foster fær tækifæri til þess að leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð þrátt fyrir að hafa upplifað fall með Birmingham í lokaumferðinn s.l. vor. Markvörðurinn verður lánaður til grannaliðsins WBA sem einnig er staðsett í Birmingham og er lánssamningurinn til eins árs. Birmingham fær Boaz Myhill í staðinn frá WBA. 30.7.2011 10:00 Bolt með yfirburði í Stokkhólmi en langt frá sínu besta Usain Bolt, frá Jamaíku, sigraði með yfirburðum í 200 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti sem fram fór í Stokkhólmi í Svíþjóð. Mótið er hluti af demantamótaröðinni og kom heimsmethafinn í mark á 20,03 sek., í mótvindi. 30.7.2011 09:30 Mamma Kristínar heimsmeistara: Orðnar algjörar stjörnur í Grikklandi Hin grísk-íslenska Kristín Krisúla Tsoukala varð í gær heimsmeistari í sundknattleik með gríska landsliðinu. Grikkir unnu 9-8 sigur á gestgjöfum Kína í úrslitaleiknum á HM í Sjanghæ. Kristín Krisúla er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. 30.7.2011 09:00 Aron Einar: Byrjaður að vaxa mosi á mér á hótelinu Aron Einar Gunnarsson leikmaður Cardiff tekur ekki þátt í æfingaleik Cardiff gegn Parma á Þúsaldarvellinum í Cardiff á morgun. Malky Mackay knattspyrnustjóri Cardiff vill hvíla Aron sem fékk lítið sumarfrí vegna anna með landsliðum Íslands. 30.7.2011 09:00 Ólíkir draumariðlar hjá Gunnleifi og Aroni Dregið verður í riðla í undankeppni HM 2014 í Brasilíu í kvöld. Draumar landsliðsmannanna Arons Einars Gunnarssonar og Gunnleifs Gunnleifssonar eiga fátt sameiginlegt nema þegar kemur að frændum okkar Færeyingum. 30.7.2011 08:00 Pistill Helgu Margrétar: Er meira alltaf betra? Dugnaður, agi, metnaður, vilji, baráttugleði, samviskusemi og ákveðni. Þessi lýsingarorð finnst mér lýsa því íslenska íþróttafólki sem ég þekki. 30.7.2011 06:00 Átta ára fótboltagutti með snilldartakta - nýr Messi? Tomy Angel, átta ára gamall fótboltastrákur í Los Angeles í Bandaríkjunum, hefur vakið athygli á undanförnum mánuðum fyrir færni sína og hæfileika. Máltækið; sjaldan fellur eplið langt frá eikinni á vel við við um Tomy því faðir hans er Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Angel, fyrrum framherji enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa. 29.7.2011 23:30 Kobe vill fá milljón dollara á mánuði fyrir að spila í Tyrklandi Kobe Bryant hefur verið í viðræðum við tyrkneska liðið Besiktas um að spila þar á meðan NBA-deildinni er í verkfalli en hann vill fá enga smáaura fyrir. Bryant vill fá milljón dollara á mánuði í laun samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum sem eru um 115 milljónir íslenska króna. 29.7.2011 22:45 Enn óvissa með Jósef Kristin - FIFA komið í málið Lítið gengur í deilum Grindvíkingsins Jósefs Kristins Jósefssonar við búlgarska félagið PSFC Chernomorets Burgas. Jósef, sem æft hefur með Grindvíkingum undanfarnar vikur, hefur enn ekki fengið laun greidd frá félaginu sem ennfremur neitar honum um félagaskipti. 29.7.2011 22:00 Wenger gæti róað stuðningsmenn með kaupum á Jagielka og Mata Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðið í ströngu í sumar við að reyna að halda sínum bestu leikmönnum, Cesc Fábregas og Samir Nasri, hjá félaginu. Nú lítur út fyrir það að Wenger ætli loksins að fara reyna að styrkja leikmannahópinn fyrir alvöru með því að kaupa tvo sterka leikmenn til félagsins. 29.7.2011 21:15 Villa-Boas vill yngja upp - segir leikmannahóp Chelsea gamlan Knattspyrnustjóri Chelsea, Portúgalinn Andre Villas-Boas, segir að leikmannahópur félagsins sé gamall. Það sé ástæða þess að hann horfi til yngri leikmanna enda vilji hann byggja lið til framtíðar. 29.7.2011 20:30 Enn einn Skotinn til Grindavíkur - ekki séð hann spila Skoski miðjumaðurinn Derek Young hefur gengið til liðs við Grindavík. Þorsteinn Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar segir að Grindvíkingar renni að vissu leyti blint í sjóinn hvað Young varðar. Robbie Winters, framherji þeirra, gefi honum þó topp meðmæli. 29.7.2011 19:45 Owen Coyle nær í hægri bakvörð til Bolton - staða Grétars í hættu? Owen Coyle, stjóri Bolton, er búinn að kaupa tvo leikmenn frá Burnley, þá Chris Eagles og Tyrone Mears, sem báðir spiluðu undir stjórn Coyle þegar hann réði ríkjum hjá Burnley. 29.7.2011 19:00 Diaby missir af fyrstu leikjum Arsenal á tímabilinu Abou Diaby, miðjumaður Arsenal, þurfti að fara í aðgerð á ökkla og mun af þeim sökum missa af byrjuninni á tímabilinu. Diaby missir af þremur deildarleikjum og tveimur leikjum í forkeppni Meistaradeildarinnar. 29.7.2011 18:15 Íslensk stelpa heimsmeistari í sundknattleik Hin íslenska Kristín Krisúla Tsoukala varð í dag heimsmeistari í sundknattleik með gríska landsliðinu. Grikkir unnu 9-8 sigur á gestgjöfum Kína í úrslitaleiknum á HM í Sjanghæ. 29.7.2011 17:53 Pétur Markan lánaður til BÍ/Bolungarvíkur Knattspyrnumaðurinn Pétur Georg Markan hefur verið lánaður til BÍ/Bolungarvíkur frá Víkingi. Pétur Georg er kominn vestur og mun mæta á sína fyrstu æfingu klukkan 10 í fyrramálið á Ísafirði. 29.7.2011 17:36 Jurgen Klinsmann ráðinn þjálfari bandaríska landsliðsins Þjóðverjinn Jurgen Klinsmann var í dag ráðinn þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta og mun taka við stöðu Bob Bradley sem var rekinn í gær. Klinsmann hefur verið orðaður við bandaríska landsliðið frá árinu 2006 en skrifaði undir samning í dag. 29.7.2011 17:30 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Eystri Rangá var í 59 löxum í gærdag og hefur náð að hreinsa sig síðan í byrjun vikunar. Í morgun var búið að skrá 25 laxa í bók og veiðimenn en eftir að skila sér niðri veiðihús. Það má einnig bæta við að 9kg lax veiddist í morgun og er það stærsti lax sumarsins hingað til í Eystri en við fáum því miður ekki mynd af drekanum fyrr en í kvöld eða á morgun. 29.7.2011 16:47 Domenech fær milljón evrur frá franska sambandinu Raymond Domenech, fyrrum þjálfari franska landsliðsins, og franska knattspyrnusambandið hafa sæst á það að leysa skaðabótamál Domenech, utan réttarsalsins. 29.7.2011 16:45 Haukur Ingi til Grindavíkur - vantar karaktera í liðið Knattspyrnumaðurinn Haukur Ingi Guðnason er genginn til liðs við Grindavík. Þorsteinn Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar segir vanta karaktera í Grindavíkurliðið og vonar að Haukur geti ekki síður styrkt liðið á því sviði. 29.7.2011 16:15 Heiðar fær samkeppni - QPR að kaupa DJ Campbell frá Blackpool Heiðar Helguson fær meiri samkeppni í framlínu Queens Park Rangers á komandi tímabili því Neil Warnock, stjóri QPR, er við það að kaupa DJ Campbell frá Blackpool. Blackpool er búið að samþykkja tilboð QPR sem er líklega í kringum 1.25 milljónir punda. 29.7.2011 15:45 Sam Hewson skrifar undir tveggja ára samning við Fram Framarar hafa gengið frá samningi við Sam Hewson fyrrum fyrirliða varaliðs Manchester United. Hewson hefur æft með Safamýrarpiltum að undanförnu og hefur þótt standa sig vel. 29.7.2011 15:15 Samningur við Ágúst í höfn - verður með stelpurnar til 2013 Ágúst Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta til ársins 2013 en Handknattleikssamband Íslands hefur á undanförnum vikum verið í samningaviðræðum við Ágúst Jóhannsson um áframhaldandi samstarf er varðar þjálfun kvennalandsliðs Íslands. 29.7.2011 14:45 Semjum aldrei aftur við Íslendinga Forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins Jitex eru allt annað en sáttir við markvörðinn Söndru Sigurðardóttur. Varaformaður félagsins hefur lokað dyrunum á íslenskt knattspyrnufólk og segir að brennt barn forðist eldinn og á þar við sænska félagið. 29.7.2011 14:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ísland í riðli með Noregi í undankeppni HM í Brasilíu Dregið var í riðla í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta sem fram fer í Brasilíu 2014 í kvöld. Ísland dróst í E-riðil og er aðra forkeppnina í röð með Noregi og Kýpur í riðli. 30.7.2011 20:11
Golfskóli Birgis Leifs: Hvernig er best að slá úr sandinum? Margir kylfingar óttast það mest að þurfa að slá boltann úr sandglompu þegar þeir leika golf. Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur, sýnir réttu aðferðina við þetta högg. Atriðið er úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs, sem sýndir eru á Stöð 2 sport. 30.7.2011 20:00
Phelps náði þriðja gullinu á HM í sundi Áttfaldi Ólympíumeistarinn í sundi, Michael Phelps, landaði sínum þriðju gullverðlaunum á heimsmeistaramótinu í Kína þegar hann kom fyrstur í mark í 100 metra flugsundi. Hann vann einnig 200 metra flugsundið og hann var í bandarísku boðsundssveitinni sem vann 4x200 metra skriðsundið. 30.7.2011 19:00
Antonio Valencia mun skrifa undir nýjan samning við Man Utd David Gill, stjórnarformaður Manchester United, segir að Antonio Valencia muni skrifa undir langtímasamning í næstu viku. Valencia, sem er frá Ekvador, er aðeins hálfnaður með samninginn sem hann skrifaði undir til fjögurra ára árið 2009 þegar hann var keyptur frá Wigan fyrir um 19 milljónir punda eða sem nemur 3,6 milljörðum kr. 30.7.2011 18:00
Guðlaugur Victor lék í sigri Hibernian Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn þegar Hibernian sigraði Inverness Caledonian Thistle 1-0 á útivelli í annarri umferð skosku úrvalsdeildarinnar sem hófst í dag. 30.7.2011 17:08
Rory McIlroy stimplaður sem óþroskuð dekurrófa Rory McIlroy stendur í ströngu eftir að hann skrifaði allt sem hann hugsaði í Twitterfærslu um sjónvarpsþul sem starfar á Golf Channel. Bandaríkjamenn eru allt annað en ánægðir með hversu hreinskilinn Norður-Írinn var í þessari færslu og kylfingurinn hefur nú fengið „stimpil“ sem „óþroskuð og barnaleg dekurrófa“. 30.7.2011 17:00
Vettel fullur sjálfstrausts á ný Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er fremstur á ráslínu fyrir ungverska kappaksturinn á sunnudag, eftir góða frammistöðu í tímatökunni í dag. Hann var á undan Lewis Hamilton og Jenson Button á McLaren. 30.7.2011 16:27
Bankaði upp á hjá Ferguson með DVD disk og fékk að spreyta sig Max Lonsdale er ekki þekktasta nafnið í fótboltaheiminum. Hann virðist vera með bein í nefinu því hinn 18 ára gamli leikmaður er nú á reynslu hjá Manchester United eftir að hann bankaði upp á hjá Alex Ferguson og lét hann fá DVD disk sem innihélt hápunkta úr ýmsum leikjum hjá Lonsdale. Sir Alex tók vel á móti drengnum sem var látinn fara frá Macclesfield Town á síðustu leiktíð og Lonsdale er nú til reynslu hjá enska meistaraliðinu. 30.7.2011 16:00
Torres tryggði Chelsea Asíubikarinn Chelsea sigraði Aston Villa 2-0 í úrslitum Asíubikarsins í dag þar sem Fernando Torres tryggði sigurinn með marki skömmu eftir að hafa komið inná sem varamaður. 30.7.2011 15:41
Eriksson telur að Mourinho sé rétti maðurinn fyrir England Svíinn Sven Göran Eriksson, sem var þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, telur að Portúgalinn Jose Mourinho ætti að sækjast eftir því að komast í það starf. Eriksson telur að Mourinho sé rétti maðurinn fyrir England en Ítalinn Fabio Capello er þjálfari liðsins. 30.7.2011 15:30
Andrés Már komin til Haugesund Norska úrvalsdeildarfélagið Haugesund hefur staðfest að Andrés Már Jóhannesson sé orðinn leikmaður félagsins. 30.7.2011 15:09
HM í sundi í Kína - bestu myndirnar frá AFP Heimsmeistaramótið í sundi fer fram í Sjanghæ í Kína þessa dagana þar sem keppt er í margvíslegum greinum sundíþróttarinnar. Ljósmyndarar AFP hafa sett saman myndasyrpu þar sem bestu myndirnar að þeirra mati eru fréttaefnið. 30.7.2011 14:30
Vettel sló Hamilton við í tímatökunni Sebastian Vettel náði besta tíma í tímatökum fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fer fram á morgun. Hann var 0.162 úr sekúndu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökunni á Hungaroring brautinni, en Jenson Button var þriðji fljótastur. 30.7.2011 13:45
Guðmundur samdi við ÍBV til tveggja ára Guðmundur Þórarinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV en hann gekk í raðir úrvalsdeildarliðsins fyrir þetta keppnistímabil í Pepsideildinni í fótbolta. Guðmundur er frá Selfossi og er bróðir Ingólfs sem oftast er kenndur við Veðurguðina. 30.7.2011 13:30
Fer Tevez til Inter í skiptum fyrir Eto‘o? Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City og Inter frá Ítalíu eru í viðræðum um leikmannaskipti samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Telegraph. Viðræðurnar snúast um að Argentínumaðurinn Carlos Tevez fari til Inter í skiptum fyrir Samuel Eto‘o, landsliðsframherjann frá Kamerún 30.7.2011 12:30
Steven Gerrard missir af upphafi keppnistímabilsins Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun missa af upphafi keppnistímabilsins í ensku úrvalsdeildinni vegna sýkingar í nára. Gerrard, sem er 31 árs gamall, er á sýklalyfjum og dvelur á sjúkrahúsi og er búist við að hann verði þar í nokkra daga. 30.7.2011 11:45
Aston Villa keypti N'Zogbia fyrir um 2 milljarða kr. Enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa virðast hafa tröllatrú á miðjumanninum Charles N'Zogbia því hann skrifaði undir fimm ára samning við liðið í gær en hann var áður í herbúðum Wigan. N'Zogbia er 25 ára gamall franskur landsliðsmaður. Hann segir í viðtali á heimasíðu félagsins að hann hafi tekið stórt skref á ferlinum þar sem að Aston Villa sé stórt félag sem ætli sér stóra hluti á næstu árum. 30.7.2011 11:30
Golfskóli Birgis Leifs: Hvernig á slá boltann í sveig frá vinstri til hægri? Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur, er með mörg högg í "pokahorninu“ og í þessu atriði sýnir hann hvernig hann ber sig að þegar hann slær boltann í sveig frá vinstri til hægri. Þetta boltaflug er oftast kallað "feid“ eða "slæs“ á meðal kylfinga. 30.7.2011 11:00
Lochte er gullkálfurinn á HM í sundi Ryan Lochte er maðurinn sem lætur verkin tala á heimsmeistaramótinu í sundi sem fram fer í Sjanghæ í Kína. Í gær landaði Bandaríkjamaðurinn þriðju gullverðlaunum sínum á mótinu með því að vinna 200 metra baksundið. Lochte er sá eini sem hefur bætt heimsmet í 50 metra laug frá því að nýjar keppnisreglur um sundfatnað tóku gildi í byrjun ársins 2010. Hann bætti við fjórðu gullverðlaunum í gær með bandarísku boðssundssveitinni í 4x200 metra skriðsundi. 30.7.2011 10:45
Næturvinna skilaði Vettel besta tíma Tæknimenn Red Bull unnu næturlangt í bíl Sebastian Vettel eftir að hann var ósáttur með gang mála á æfingum í gær. Sú vinna virðist hafa skilað sér á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi dag því Vettel náði besta tíma á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. 30.7.2011 10:19
Veigar Páll fer til Vålerenga eftir allt saman Norskir fjölmiðlar telja sig hafa sterkar heimildir fyrir því að Veigar Páll Gunnarsson sé á förum til Vålerenga í Osló en hann virtist vera búinn að semja við Noregsmeistaralið Rosenborg í Þrándheimi fyrir nokkrum dögum. Veigar er ein verðmætasta söluvara Stabæk sem er í miklum fjárhagsörðugleikum. 30.7.2011 10:15
WBA fær Foster að láni frá Birmingham Ben Foster fær tækifæri til þess að leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð þrátt fyrir að hafa upplifað fall með Birmingham í lokaumferðinn s.l. vor. Markvörðurinn verður lánaður til grannaliðsins WBA sem einnig er staðsett í Birmingham og er lánssamningurinn til eins árs. Birmingham fær Boaz Myhill í staðinn frá WBA. 30.7.2011 10:00
Bolt með yfirburði í Stokkhólmi en langt frá sínu besta Usain Bolt, frá Jamaíku, sigraði með yfirburðum í 200 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti sem fram fór í Stokkhólmi í Svíþjóð. Mótið er hluti af demantamótaröðinni og kom heimsmethafinn í mark á 20,03 sek., í mótvindi. 30.7.2011 09:30
Mamma Kristínar heimsmeistara: Orðnar algjörar stjörnur í Grikklandi Hin grísk-íslenska Kristín Krisúla Tsoukala varð í gær heimsmeistari í sundknattleik með gríska landsliðinu. Grikkir unnu 9-8 sigur á gestgjöfum Kína í úrslitaleiknum á HM í Sjanghæ. Kristín Krisúla er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. 30.7.2011 09:00
Aron Einar: Byrjaður að vaxa mosi á mér á hótelinu Aron Einar Gunnarsson leikmaður Cardiff tekur ekki þátt í æfingaleik Cardiff gegn Parma á Þúsaldarvellinum í Cardiff á morgun. Malky Mackay knattspyrnustjóri Cardiff vill hvíla Aron sem fékk lítið sumarfrí vegna anna með landsliðum Íslands. 30.7.2011 09:00
Ólíkir draumariðlar hjá Gunnleifi og Aroni Dregið verður í riðla í undankeppni HM 2014 í Brasilíu í kvöld. Draumar landsliðsmannanna Arons Einars Gunnarssonar og Gunnleifs Gunnleifssonar eiga fátt sameiginlegt nema þegar kemur að frændum okkar Færeyingum. 30.7.2011 08:00
Pistill Helgu Margrétar: Er meira alltaf betra? Dugnaður, agi, metnaður, vilji, baráttugleði, samviskusemi og ákveðni. Þessi lýsingarorð finnst mér lýsa því íslenska íþróttafólki sem ég þekki. 30.7.2011 06:00
Átta ára fótboltagutti með snilldartakta - nýr Messi? Tomy Angel, átta ára gamall fótboltastrákur í Los Angeles í Bandaríkjunum, hefur vakið athygli á undanförnum mánuðum fyrir færni sína og hæfileika. Máltækið; sjaldan fellur eplið langt frá eikinni á vel við við um Tomy því faðir hans er Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Angel, fyrrum framherji enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa. 29.7.2011 23:30
Kobe vill fá milljón dollara á mánuði fyrir að spila í Tyrklandi Kobe Bryant hefur verið í viðræðum við tyrkneska liðið Besiktas um að spila þar á meðan NBA-deildinni er í verkfalli en hann vill fá enga smáaura fyrir. Bryant vill fá milljón dollara á mánuði í laun samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum sem eru um 115 milljónir íslenska króna. 29.7.2011 22:45
Enn óvissa með Jósef Kristin - FIFA komið í málið Lítið gengur í deilum Grindvíkingsins Jósefs Kristins Jósefssonar við búlgarska félagið PSFC Chernomorets Burgas. Jósef, sem æft hefur með Grindvíkingum undanfarnar vikur, hefur enn ekki fengið laun greidd frá félaginu sem ennfremur neitar honum um félagaskipti. 29.7.2011 22:00
Wenger gæti róað stuðningsmenn með kaupum á Jagielka og Mata Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðið í ströngu í sumar við að reyna að halda sínum bestu leikmönnum, Cesc Fábregas og Samir Nasri, hjá félaginu. Nú lítur út fyrir það að Wenger ætli loksins að fara reyna að styrkja leikmannahópinn fyrir alvöru með því að kaupa tvo sterka leikmenn til félagsins. 29.7.2011 21:15
Villa-Boas vill yngja upp - segir leikmannahóp Chelsea gamlan Knattspyrnustjóri Chelsea, Portúgalinn Andre Villas-Boas, segir að leikmannahópur félagsins sé gamall. Það sé ástæða þess að hann horfi til yngri leikmanna enda vilji hann byggja lið til framtíðar. 29.7.2011 20:30
Enn einn Skotinn til Grindavíkur - ekki séð hann spila Skoski miðjumaðurinn Derek Young hefur gengið til liðs við Grindavík. Þorsteinn Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar segir að Grindvíkingar renni að vissu leyti blint í sjóinn hvað Young varðar. Robbie Winters, framherji þeirra, gefi honum þó topp meðmæli. 29.7.2011 19:45
Owen Coyle nær í hægri bakvörð til Bolton - staða Grétars í hættu? Owen Coyle, stjóri Bolton, er búinn að kaupa tvo leikmenn frá Burnley, þá Chris Eagles og Tyrone Mears, sem báðir spiluðu undir stjórn Coyle þegar hann réði ríkjum hjá Burnley. 29.7.2011 19:00
Diaby missir af fyrstu leikjum Arsenal á tímabilinu Abou Diaby, miðjumaður Arsenal, þurfti að fara í aðgerð á ökkla og mun af þeim sökum missa af byrjuninni á tímabilinu. Diaby missir af þremur deildarleikjum og tveimur leikjum í forkeppni Meistaradeildarinnar. 29.7.2011 18:15
Íslensk stelpa heimsmeistari í sundknattleik Hin íslenska Kristín Krisúla Tsoukala varð í dag heimsmeistari í sundknattleik með gríska landsliðinu. Grikkir unnu 9-8 sigur á gestgjöfum Kína í úrslitaleiknum á HM í Sjanghæ. 29.7.2011 17:53
Pétur Markan lánaður til BÍ/Bolungarvíkur Knattspyrnumaðurinn Pétur Georg Markan hefur verið lánaður til BÍ/Bolungarvíkur frá Víkingi. Pétur Georg er kominn vestur og mun mæta á sína fyrstu æfingu klukkan 10 í fyrramálið á Ísafirði. 29.7.2011 17:36
Jurgen Klinsmann ráðinn þjálfari bandaríska landsliðsins Þjóðverjinn Jurgen Klinsmann var í dag ráðinn þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta og mun taka við stöðu Bob Bradley sem var rekinn í gær. Klinsmann hefur verið orðaður við bandaríska landsliðið frá árinu 2006 en skrifaði undir samning í dag. 29.7.2011 17:30
9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Eystri Rangá var í 59 löxum í gærdag og hefur náð að hreinsa sig síðan í byrjun vikunar. Í morgun var búið að skrá 25 laxa í bók og veiðimenn en eftir að skila sér niðri veiðihús. Það má einnig bæta við að 9kg lax veiddist í morgun og er það stærsti lax sumarsins hingað til í Eystri en við fáum því miður ekki mynd af drekanum fyrr en í kvöld eða á morgun. 29.7.2011 16:47
Domenech fær milljón evrur frá franska sambandinu Raymond Domenech, fyrrum þjálfari franska landsliðsins, og franska knattspyrnusambandið hafa sæst á það að leysa skaðabótamál Domenech, utan réttarsalsins. 29.7.2011 16:45
Haukur Ingi til Grindavíkur - vantar karaktera í liðið Knattspyrnumaðurinn Haukur Ingi Guðnason er genginn til liðs við Grindavík. Þorsteinn Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar segir vanta karaktera í Grindavíkurliðið og vonar að Haukur geti ekki síður styrkt liðið á því sviði. 29.7.2011 16:15
Heiðar fær samkeppni - QPR að kaupa DJ Campbell frá Blackpool Heiðar Helguson fær meiri samkeppni í framlínu Queens Park Rangers á komandi tímabili því Neil Warnock, stjóri QPR, er við það að kaupa DJ Campbell frá Blackpool. Blackpool er búið að samþykkja tilboð QPR sem er líklega í kringum 1.25 milljónir punda. 29.7.2011 15:45
Sam Hewson skrifar undir tveggja ára samning við Fram Framarar hafa gengið frá samningi við Sam Hewson fyrrum fyrirliða varaliðs Manchester United. Hewson hefur æft með Safamýrarpiltum að undanförnu og hefur þótt standa sig vel. 29.7.2011 15:15
Samningur við Ágúst í höfn - verður með stelpurnar til 2013 Ágúst Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta til ársins 2013 en Handknattleikssamband Íslands hefur á undanförnum vikum verið í samningaviðræðum við Ágúst Jóhannsson um áframhaldandi samstarf er varðar þjálfun kvennalandsliðs Íslands. 29.7.2011 14:45
Semjum aldrei aftur við Íslendinga Forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins Jitex eru allt annað en sáttir við markvörðinn Söndru Sigurðardóttur. Varaformaður félagsins hefur lokað dyrunum á íslenskt knattspyrnufólk og segir að brennt barn forðist eldinn og á þar við sænska félagið. 29.7.2011 14:30