Fleiri fréttir

Knattspyrnusamband Malasíu biðst afsökunar en þó með fyrirvara

Knattspyrnusamband Malasíu hefur beðið enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea afsökunar eftir að hrópað var að Ísraelsmanninum Yossi Benayoun í vináttuleik í síðustu viku. Leikurinn fór fram á þjóðarleikvanginum í Kuala Lumpur í Malasíu og voru forsvarsmenn Chelsea ósáttir við hegðun heimamanna.

Vettel: Afsaknir eru tilgangslausar

Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að lið sitt verði að svara velgengni McLaren og Ferrari í síðustu mótum með góðum árangri um helgina. Fernando Alonso vann á dögunum á Silverstone brautinni í Bretlandi og Lewis Hamilton á McLaren kom fyrstur í mark á Nürburgring brautinni í Þýskalandi á sunnudaginn.

Lögfræðingur vill Pato á bak við lás og slá

Brasilíski fótboltamaðurinn Pato, sem hefur leikið með AC Milan á Ítalíu undanfarin misseri, stendur í ströngu utan vallar. Lögfræðingur fyrrum eiginkonu hans hefur nú farið fram á að Pato verði dæmdur í fangelsi.

Golfskóli Birgis Leifs: Hvernig á að undirbúa sig fyrir höggið?

Birgir Leifur Hafþórsson segir hér frá því hvernig hann skiptir undirbúningnum fyrir hvert högg í tvo þætti. Atvinnukylfingurinn útskýrir hugtökin "play box“ og "think box“ en Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari er með Birgi í þessu innslagi úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs sem sýndir eru á Stöð 2 sport.

Fylkir og Haugesund í viðræðum um Andrés Má

Fylkismaðurinn Andrés Már Jóhannesson gæti verið á förum til norska knattspyrnufélagsins Haugesund. Norska félagið hefur gert tilboð í miðjumanninn og viðræður standa yfir milli félaganna. Kjartan Daníelsson formaður knattspyrnudeildar Fylkis staðfesti þetta við Vísi í dag.

ÍBV og Örebro komast að samkomulagi um kaupverð á Eiði Aroni

ÍBV og sænska knattspyrnufélagið Örebro hafa komist að samkomulagi um kaupverðið á varnarmanninum Eiði Aroni Sigurbjörnssyni. ÍBV hafnaði tveimur tilboðum frá sænska liðinu og sendu Örebro gagntilboð sem Svíarnir samþykktu. Rúv greindi frá þessu í gærkvöldi.

Hamilton fljótastur í Ungverjalandi

Sigurvegari síðustu Formúlu 1 keppni, Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi í morgun. Hann var 0.204 úr sekúndu sneggri um brautina en meistarinn Sebastian Vettel á Red Bull, en Fernando Alsono á Ferrari varð þriðji.

Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði

Holl sem lauk veiðum á aðalsvæði Hítarár þann 27/7 hjó nærri veiðimeti árinnar því 81 lax veiddist í hollinu. Mjög góður gangur er í ánum á Vesturlandi.

Tiger Woods mætir til leiks á ný eftir 3 mánaða hvíld

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods tilkynnti í gær að hann ætlaði sér að vera með á Bridgestone meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku. Woods hefur ekkert keppt í golfi undanfarnar 11 vikur vegna meiðsla í hné og hásin. Á þessum tíma hefur hann misst af tveimur stórmótum, opna bandaríska meistaramótinu og opna breska.

Arsenal að missa þolinmæðina gagnvart Barcelona

Peter Hill-Wood stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal segir að forráðamenn Barcelona þurfi að ákveða sig mjög fljótlega hvað þeir ætli sér að gera varðandi Cesc Fabregas. Sagan endalausa um væntanleg vistaskipti spænska miðjumannsins hefur staðið yfir í nokkur misseri og segir Hill-Wood að spænska meistaraliðið þurfi að gera upp hug sinn áður en tækifærið rennur þeim úr greipum.

80 laxa dagur úr Ytri Rangá

Ytri Rangá og vesturbakki Hólsár voru í 80 löxum í gærdag þrátt fyrir leiðindarok seinnipart dags. Matti veiðivörður sagði okkur að svæði sjö væri komið í gang ásamt því að Gullfossbreiðan á svæði tíu er alltaf að gefa meira og meira.

Veiðidónar á ferð í Blöndu

Á morgunvaktinni á svæði 1 í Blöndu veiddist lax í Damminum með þennan ófögnuð kræktan í kviðinn. Ekki leikur vafi á því að veiðiþjófar hafa verið á ferðinni þarna í nótt sem leið og notað þetta agn. Veiðiverði hefur að sjálfsögðu verið gert viðvart og má búast við aukinni veiðivörslu í framhaldi af þessu.

Goodwillie gæti fetað í fótspor Butt og Dicks

David Goodwillie framherji Dundee United í skosku knattspyrnunni er líklega á leið í ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu. Eftirnafnið Goodwillie mun fylla í skarðið á skorti á skemmtilegum eftirnöfnum sem leikmenn á borð við Julian Dicks og Nicky Butt hafa skilið eftir sig.

Glæsimark Neymar dugði ekki til gegn þrennu Ronaldinho

Brasilíumaðurinn Neymar skoraði glæsilegt mark og kom Santos í 3-0 gegn Ronaldinho og félögum í Flamengo í gærkvöldi. Tæknitröllið Ronaldinho tók hins vegar til sinna ráða, skoraði þrennu og tryggði Flamengo 4-5 útisigur.

Rúnar: Förum ekki áfram í þessari keppni

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var skiljanlega svekktur eftir 4-1 tap á heimavelli gegn Dinamo Tbilisi í undankeppni Evrópudeildar í kvöld. KR-ingar fengu fín færi í leiknum sem nýttust ekki.

Bandaríkjamenn ráku Bob Bradley í dag

Bob Bradley, þjálfari bandaríska landsliðsins, var rekinn í dag en hann hefur þjálfað liðið frá janúar 2007. Síðasti leikur bandaríska landsliðsins undir stjórn Bradley var 2-4 tap fyrir Mexíkí í úrslitaleik Gullbikarsins 25. júní síðastliðinn.

Grétar Sigfinnur: Þetta er alls ekki vonlaust

Grétar Sigfinnur Sigurðarson var fyrirliði KR í kvöld í fjarveru Bjarna Guðjónssonar. Það er orðinn sjaldgæfur viðburður að taka viðtöl við KR-inga eftir tapleiki.

FH-banarnir unnu 3-0 sigur á Häcken

Portúgalska liðið CD Nacional Madeira vann 3-0 sigur á sænska liðinu Häcken í Evrópudeildinni í kvöld og er í góðum málum fyrir seinni leikinn.

Bendtner á leiðinni til Sporting Lissabon

Danski framherjinn Nicklas Bendtner er á leiðinni til Sporting í Lissabon ef marka má breska fjölmiðla. Talið er að kaupverðið sé í kringum níu milljónir punda eða sem nemur rúmum 1.7 milljörðum íslenskra króna.

Annar skellur Liverpool-manna í röð

Það gengur ekki vel hjá enska félaginu Liverpool á undirbúningstímabilinu því liðið tapaði 0-3 fyrir tyrkneska liðinu Galatasaray í æfingaleik í Istanbul í kvöld. Liverpool steinlá 0-3 á móti Hull um síðustu helgi og það er ljóst að stjórinn Kenny Dalglish á mikið starf fyrir höndum næstu daga.

Jóhann Berg skoraði í sigri AZ Alkmaar

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði seinna mark AZ Alkmaar í 2-0 sigri á tékkneska liðinu Jablonec í 3. umferð Evrópudeildarinnar í dag. Þetta var fyrri leikur liðanna en seinni leikurinn fer fram í Tékklandi í næstu viku.

Gekk best á NM þegar Helgi Már var inn á vellinum

Helgi Már Magnússon var efstur í plús og mínus á Norðurlandamótinu í körfubolta sem lauk í Sundsvall í Svíþjóð í gær. Íslenska landsliðið tryggði sér bronsið með sigri á Danmörku og Noregi í tveimur síðustu leikjum sínum.

Sölvi Geir: Menn urðu stressaðir

Sölvi Geir Ottesen var hetja FC Kaupmannahafnar í 3. umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Sölvi skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Shamrock Rovers en reiknað var með því að Kaupmannahafnarliðið færi létt með írsku meistarana.

Ísland mætir Þýskalandi í bronsleiknum - vítakeppni í hinum leiknum

Íslensku stelpurnar í 17 ára landsliðinu mæta Þýskalandi í leiknum um þriðja sætið á Evrópumótinu í Nyon í Sviss eftir að þýska liðið tapaði í vítakeppni á móti Frakklandi í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld. Leikurinn fer fram á sunnudaginn. Spánn og Frakkland spila til úrslita um Evrópumeistaratitilinn.

Aguero gerir fimm ára samning við Manchester City

Argentínumaðurinn Sergio Aguero hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Aguero hefur verið á mála hjá spænska félaginu Atletico Madrid á Spáni frá árinu 2006.

Umfjöllun: KR-ingar teknir í kennslustund á heimavelli

KR-ingar steinlágu 1-4 gegn Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Eftir að hafa fengið óskabyrjun og komist yfir sneru gestirnir leiknum sér í hag og unnu að lokum þægilegan sigur.

Telma: Við ætlum ekki að standa okkur svona illa aftur

Telma Þrastardóttir var einn besti leikmaður 17 ára landsliðs kvenna sem tapaði 0-4 á móti Spáni í undanúrslitum Evrópumótsins í dag. Íslenska liðið spilar um bronsið á mótinu og Telma og félagar ætla að gera þar miklu betur en í dag.

Laxá í Dölum að vakna til lífsins

Eftir mikla tregðu er Laxá í Dölum vöknuð til lífsins. Að sögn Árna Friðleifssonar sem er á staðnum þá er kominn fiskur um alla á í kjölfar rigningar.

Áfrýjun Real Madrid á leikbanni Mourinho tekið fyrir af UEFA á morgun

Evrópska knattspyrnusambandið tekur á morgun fyrir áfrýjun Real Madrid á fimm leikja banninu sem Jose Mourinho knattspyrnustjóri Real Madrid hlaut í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Reiknað er með því að Mourinho mæti á fundinn og standi fyrir máli sínu.

Diouf í fimm ára bann frá landsliðinu

El Hadji Diouf, hinn umdeildi leikmaður Blackburn Rovers, hefur verið settur í fimm ára bann frá knattspyrnu í heimalandi sínu Senegal. Diouf var afar gagnrýninn á knattspyrnusamband Senegal eftir að hann var ekki valinn í landsliðið í undankeppni Afríkukeppninnar.

Chelsea sendi inn kvörtun vegna áhorfenda í Malasíu

Chelsea hefur sent inn formlega kvörtun til knattspyrnusambands Malasíu vegna hegðunar áhorfenda á leik liðsins gegn úrvalsliði frá Malasíu. Yossi Benayoun, landsliðsmaður frá Ísrael, fékk að heyra það frá áhorfendum í leiknum og telja forsvarsmenn Chelsea að um kynþáttahatur hafi verið að ræða.

Ísland tapaði 4-0 gegn Evrópumeistaraliði Spánverja

Íslenska U17 ára kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 4-0 gegn ríkjandi Evrópumeistaraliði Spánverja í undanúrslitum Evrópumótsins í Nyon í Sviss í dag. Spánverjar voru með mikla yfirburði í leiknum en mörkin sem Ísland fékk á sig voru afar slysaleg svo ekki sé meira sagt. Frakkar og Þjóðverjar eigast við kl. 16 í dag í hinum undanúrslitaleiknum og mætir Íslandi tapliðinu úr þeirri viðureign í leiknum um bronsverðlaunin.

Kobayshi og Perez áfram hjá Sauber 2012

Sauber Formúlu 1 liðið tilkynnti í morgun að Kamui Kobayahsi og Sergio Perez verða áfram hjá liðinu á næsta ári. Þá verður varaökumaður liðsins, Esteban Gutigraverrez áfram hjá liðinu, en hann og Perez eru frá Mexíkó, en Kobayahsi er japanskur.

Rúnar Kristins: Vonandi getum við strítt þeim

Rúnar Kristinsson þjálfari KR leiðir lið sitt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Andstæðingurinn er Dinamo Tbilisi frá Georgíu sem fyrirfram er talið töluvert sterkara liðið.

Veigar Páll er enn leikmaður Stabæk segir talsmaður liðsins

Inge André Olsen, yfirmaður íþróttamála hjá norska fótboltaliðinu Stabæk, segir í viðtali við NRK að ekki sé búið að ganga frá sölunni á Veigari Páli Gunnarssyni til meistaraliðs Rosenborg í Þrándheimi. Olsen segir ennfremur að töluvert beri í milli í viðræðunum og það sé alls ekki búið að ganga frá samningum við Veigar Pál hjá Rosenborg.

Innsend frétt úr Korpunni

Það hefur verið fínn gangur í Korpunni í sumar, í gær miðvikudaginn 17. júlí voru komnir á land 110 laxar á land og 12 sjóbirtingar. Það eru ennþá stórar torfur af laxi sem dólar um í sjónum, hnusar af ósnum og bíður eftir réttum aðstæðum til þess að renna sér upp í ánna, það verður virkilega gaman að sjá hvað gerist núna þegar bleyta er í kortunum enda var farið að örla á vatnsleysi og ekki er áin vatnsmikil fyrir.

Sjá næstu 50 fréttir