Fleiri fréttir

NBA: San Antonio vann 30 stiga sigur á Miami

San Antonio Spurs fór illa með stjörnurnar í Miami Heat í 125-95 sigri í NBA-deildinni í nótt og sýndi enn á ný að það er engin tilviljun að Spurs-liðið er með besta árangurinn í deildinni. Chicago Bulls vann Orlando, Boston og Lakers unnu sína leiki en New York Knicks tapaði hinsvegar fyrir Cleveland í annað skiptið á stuttum tíma.

Katrín jafnaði met Rúnars

Katrín Jónsdóttir jafnaði í gær met Rúnars Kristinssonar er hún lék sinn 104. A-landsleik þegar Ísland vann Kína, 2-1, á Algarve Cup. Rúnar lék á sínum tíma jafn marga leiki með A-landsliði karla. Hún getur bætt metið þegar að Ísland mætir Danmörku á mánudaginn.

Ætla að vera áfram í Þýskalandi

Eftir sex góð ár hjá TuS N-Lübbecke er hornamaðurinn knái Þórir Ólafsson á förum frá liðinu. Honum var tjáð af stjórnarmanni félagsins að hann fengi ekki nýjan samning hjá félaginu þar sem hann hefur verið fyrirliði síðustu tvö ár.

Mourinho ómeiddur eftir hnífaárás

Maður vopnaður hnífi er sagður hafa ráðist að Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Real Madrid, á flugvelli á Spáni í síðustu viku.

Spjaldaglaðasti dómari HM-sögunnar fyrirlesari hjá íslenskum dómurum

Um helgina fer fram árleg landsdómararáðstefna sem er hluti af undirbúningi dómara fyrir komandi keppnistímabil í fótboltanum. Dómarar hafa verið við æfingar frá því 1. nóvember undir stjórn Egils Eiðssonar en auk þess hafa kennarar og nemendur úr Háskólanum í Reykjavík komið að undirbúningnum með einum eða öðrum hætti. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Dortmund enn á sigurbraut

Michael Rensing átti stórleik í marki Köln í kvöld en náði þó ekki að koma í veg fyrir enn einn sigur Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni.

Ingi Þór: Vorum alltaf skrefinu á eftir þeim

"Við vorum strax tveimur skrefum á eftir þeim,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. Snæfellingar voru teknir í bakaríið í kvöld þegar Stjarnan sigraði þá örugglega 94-80 í 20. umferð Iceland-Express deild karla.

Teitur: Besti leikurinn okkar á tímabilinu

"Þessi sigur var aldrei í hættu og líklega besti leikur okkar á tímabilinu,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, kampakátur eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan bar sigur úr býtum gegn Íslandsmeisturum Snæfells, 94-80, í 20. umferð Iceland-Express deild karla í kvöld.

Umfjöllun: Stjarnan tók Snæfell í kennslustund

Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfell, 94-80, í Iceland-Exrpess deild karla í kvöld en leikurinn var hluti af 20.umferð Iceland-Express deild karla. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og því var sigurinn aldrei í hættu. Justin Shouse og Renato Lindmets voru frábærir fyrir Stjörnuna.

Stjarnan lagði topplið Snæfells - KFÍ fallið

Allt útlit er fyrir hörskuspennandi baráttu um deildarmeistaratitilinn í Iceland Express-deild karla eftir að toppliðið, Snæfell, tapaði fyrir Stjörnunni á útivelli í kvöld, 94-80.

Liðsfélagi Gylfa hjá Hoffenheim má ekki mæta á æfingar

Króatíski varnarmaðurinn Josip Simunic hjá Hoffenheim hefur fengið skýr fyrirmæli frá forráðamönnum félagsins að hann megi ekki lengur mæta á æfingar liðsins. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson spilar einmitt með þýska liðinu.

Hlynur og Jakob deildarmeistarar í Svíþjóð

Sundsvall Dragons, lið Hlyns Bæringssonar og Jakobs Sigurðarsonar, tryggði sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta með sigri á 08 Stockholm á útivelli, 97-89.

Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum

Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins.

Ancelotti búinn að ræða við Roma

Fyrrum félagi Carlo Ancelotti hjá ítalska landsliðinu, Ruggerio Rizzitelli, heldur því fram í dag að Ancelotti sé þegar búinn að ræða við forráðamenn Roma um þann möguleika að taka við liðinu.

Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur.

Carroll kostaði eina milljón árið 2009

Andy Carroll, framherji Liverpool, er dýrasti leikmaður Bretlandseyja en Liverpool keypti hann á 35 milljónir punda. Ef Liverpool hefði haft trú á honum fyrir einu og hálfu ári síðan hefði félagið sparað sér 34 milljónir punda.

Brawn segir Mercedes um sekúndu á eftir toppbílunum

Ross Brawn, yfirmaður Mercedes Formúlu 1 liðsins telur að bílar liðsins séu um sekúndu lakari í hverjum eknum hring, en toppbílarnir, en keppnislið hafa æft á Spáni á árinu og lið hafa því fengið samanburð. Brawn sagði þetta í frétt á BBC Sport.

Ferguson ætlar að áfrýja

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er allt annað en sáttur við kæru enska knattspyrnumsabandsins um óviðeigandi hegðun eftir leik liðsins gegn Chelsea.

Mancini: Mario hlustar ekkert á mig

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er orðinn þreyttur á því að ná ekki til Mario Balotelli sem gengur illa að hlýða fyrirmælum hjá City alveg eins og var upp á teningnum undir stjórn Jose Mourinho hjá Inter Milan.

Guðlaugs-áhrifin greinileg á gengi Hibernian

Guðlaugur Victor Pálsson hefur slegið í gegn með skoska liðinu Hibernian en hann kom þangað frá Liverpool í janúarglugganum. Þórður Már Sigfússon á fótbolti.net hefur tekið saman ótrúlega breytingu á gengi Hibs-liðsins síðan að íslenski 21 árs landsliðsmaðurinn mætti á staðinn.

Óðinn Björn langt frá sínu besta á EM í París

FH-ingurinn Óðinn Björn Þorsteinsson hefur lokið keppni í kúluvarpi á EM í frjálsum íþróttaum í París en hann var töluvert frá sínu besta í undankeppninni í dag. Óðinn kastaði lengst 17.31 metra og varð í næstsíðasta sæti af þeim sem náðu gildum köstum.

Cantona: Karatesparkið var hápunkturinn á ferlinum

Eric Cantona er einn dáðasti leikmaður allra tíma hjá stuðningsmönnum Manchester United og afrek hans á fótboltavellinum voru stórkostleg. Cantona gerði einnig margt sem var frekar vafasamt og þar má nefna árás hans á stuðningsmann Crystal Palace árið 1995. Cantona fékk langt keppnisbann í kjölfarið en hann segist ekki sjá eftir neinu og hinn litríki persónuleiki segir að "karatesparkið“ sé einn af hápunktum hans á ferlinum.

Litlar líkur á að Bale verði með í seinni leiknum við AC Milan

Tottenham-menn eru nánast búnir að gefa upp alla von að Gareth Bale verði með í seinni leiknum á móti ítalska liðinu AC Milan í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bale hefur ekki spilað síðan að hann fór meiddur af velli eftir níu mínútur í leik á móti Newcastle United í janúar.

Tröllatroðsla í túrbóútgáfu - myndband

Fjölnismaðurinn Brandon Brown hefur byrjað frábærlega með Grafarvogsliðinu í Iceland Express deild karla í körfubolta en hann er með 24,5 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í tveimur fyrstu leikjum sínum sem hafa báðir unnist.

Sigurður Ragnar gerir þrjár breytingar fyrir Kínaleikinn

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kínverjum í Algarve-bikarnum í dag en hann gerir þrjár breytingar á liðinu sem vann 2-1 sigur á Svíum í fyrsta leiknum á miðvikudaginn.

Sir Alex Ferguson neitar núna að tala við MUTV

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er þekktur fyrir að loka á fjölmiðla ef hann er ekki ánægður með umfjöllun þeirra en nú hefur hann stigið einu skrefi lengra og neitað að fara í viðtöl hjá MUTV, sjónvarpsstöð Manchester United.

NBA: Miami missti niður 24 stiga forskot í tapi gegn Orlando

Orlando Magic vann 99-96 útisigur á Miami Heat í nágrannaslag Flórídaliðanna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem Miami er með 22 stiga eða meiri forystu en tapar því niður og jafnframt enn einn stórleikurinn sem liðið tapar.

Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur

Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum.

Vick framlengdi við Eagles

Hundatemjarinn og leikstjórnandinn Michael Vick, sem er einn umdeildasti íþróttamaður Bandaríkjanna, er búinn að skrifa undir nýjan samning við Philadelphia Eagles.

Real Madrid slátraði Malaga

Cristiano Ronaldo skoraði þrennu er Real Madrid fór hamförum gegn Malaga í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og vann 7-0 sigur.

Sjá næstu 50 fréttir