Fleiri fréttir

Celtic vann 9-0 í dag

Skoska úrvalsdeildin er ekki alltaf jöfn og spennandi og það sást greinilega þegar að Celtic tók á móti Aberdeen í dag.

Lykilmenn United léku veikir í dag

Nemanja Vidic, Patrice Evra og Paul Scholes léku allir með United gegn Wolves í dag þrátt fyrir veikindi. Sá síðastnefndi gat ekki einu sinni æft

Arnór á bekknum hjá Esbjerg

Arnór Smárason er á góðri leið með að ná sér góðum af meiðslum sínum en hann var á bekknum þegar lið hans, Esbjerg, gerði 1-1 jafntefli við Álaborg í dag.

Ótrúlegar tölur í sigri Vals

Valur vann ÍR í N1-deild kvenna með 36 marka mun í dag, 48-12. Fram er enn á toppnum eftir tíu marka sigur á FH, 37-27.

Haukar lögðu Selfyssinga

Haukar eru komnir upp í sex stig í N1-deild karla eftir sigur á Selfossi í dag, 31-25.

Jafntefli í fyrsta leik Guðlaugs

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Dagenham & Redbridge sem gerði 1-1 jafntefli við Leyton Orient í 1. umferð ensku bikarkeppninnar í dag.

Leeds vann Coventry

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry töpuðu í dag fyrir Leeds á heimavelli í ensku B-deildinni í knattspyrnu, 3-2.

Hülkenberg á ráspól í fyrsta sinn

Þjóðverjinn Nico Hülkenberg kom öllum að óvörum er hann tryggði sér sæti fremst á ráslínu í tímatökum á Interlagos brautinni í Brasilíu í dag.

Coyle: Frábær frammistaða

Owen Coyle hrósaði sínum mönnum í Bolton eftir 4-2 sigurinn á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Davíð Þór og félagar héldu sæti sínu

Davíð Þór Viðarsson og félagar í Öster leika áfram í sænsku B-deildinni á næstu leiktíð. Liðið hafði betur gegn Qviding í tveimur umspilsleikjum um sætið.

Eiður ekki í hópnum hjá Stoke

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Stoke í dag en liðið mætir Sunderland á útivelli nú klukkan 15.00.

Kubica fljótastur á blautri lokaæfingunni

Robert Kubica á Renault reyndist fljótastur á lokaæfingu keppnisliða fyrir tímatökuna á Formúlu 1 brautinni við Sao Paulo í Brasilíu í dag. Hann varð 0.309 sekúndum á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji.

Gylfi á bekknum hjá Hoffenheim

Gylfi Þór Sigurðsson er á bekknum þegar að lið hans, Hoffenheim, mætir Hamburg á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Grétar Rafn glímir við Bale

Grétar Rafn Steinsson fær það verkefni í dag að hafa gætur á heitasta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar, Gareth Bale.

Ekkert breyst eftir dauða Enke

Það er liðið tæpt ár síðan þýski markvörðurinn Robert Enke tók sitt eigið líf er hann kastaði sér fyrir lest. Landsliðsmarkvörðurinn Rene Adler segir ekkert hafa breyst á þessu ári þrátt fyrir gífuryrði um annað.

Ribery verður klár eftir helgi

Það styttist loksins í það að Frakkinn Franck Ribery spili aftur með FC Bayern. Það er búist við honum á fullri ferð í næstu viku en hann er byrjaður að iðka léttar æfingar.

Danskir handboltamenn voru fullir á Ólympíuleikunum

Danski handboltamarkvörðurinn Kasper Hvidt gefur út ævisögu sína á morgun og þar fjallar hann meðal annars um ástæður þess af hverju hann sé hættur að spila fyrir danska landsliðið eftir 14 ára feril.

LeBron vill spila á ÓL í London eins og Kobe

Kobe Bryant braut ísinn fyrir NBA-stjörnurnar í vikunni þegar hann sagðist vera tilbúinn að gefa kost á sér í bandaríska körfuboltalandsliðið fyrir Ólympíuleikana í London árið 2012.

Rakel hafnaði Jitex - verður áfram á Akureyri

Landsliðskonan Rakel Hönnudóttir er greinilega mjög heimakær því hún hefur ákveðið að spila áfram með Þór/KA í Pepsi-deildinni í stað þess að fara utan til Svíþjóðar í atvinnumennsku. Þetta er staðfest á heimasíðu Þórs í dag.

Andersson gæti misst af HM

Alfreð Gíslason er í vandræðum með stöðu hægri skyttu hjá Kiel. Svíinn Kim Andersson hefur verið meiddur í hálft ár og á enn langt í land og svo var Þjóðverjinn Christian Zeitz að meiðast líka.

Bothroyd í enska landsliðið?

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, er sagður velta fyrir sér hvort hann eigi að velja framherjann Jay Bothroyd í liðið fyrir vináttuleikinn gegn Frökkum síðar í mánuðinum.

ÍBV krækti í Guðmund

Selfyssingurinn efnilegi. Guðmundur Þórarinsson, skrifaði í kvöld undir eins árs samning við spútniklið síðasta sumars, ÍBV. Frá þessi er greint á fótbolti.net í kvöld.

Sneijder: Fer aldrei aftur til Real

Wesley Sneijder, leikmaður Evrópumeistara Inter, segir að það komi ekki til greina að hann muni einn daginn snúa aftur til Real Madrid á Spáni.

Hodgson: Chelsea er ekki óstöðvandi

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segir að topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Chelsea, sé ekki óstöðvandi þrátt fyrir gott gengi á tímabilinu.

Osman frá í sex vikur

Leon Osman, leikmaður Everton, verður frá næstu sex vikurnar eftir að hann gekkst undir aðgerð á ökkla.

Vettel 0.104 sekúndu á undan Webber

Sebastain Vettel var enn og aftur á undan liðsfélaga sínum Mark Webber á Red Bull á seinni æfingu keppnisliða á Interlagos brautinni í Brasilíu í dag.

Renault hugsanlega að hætta sem keppnislið

Renault liðið sem vörumerki gæti verið að hætta í Formúlu 1 samkvæmt frétt á autosport.com í dag, en liðið er í meirihlutaeigu sjálfstæðs fyrirtækis sem heitir Genii Capital. Renault virðist ætla útvega liðum vélar á næsta ári, en hætta með keppnislið undir eigin merkjum. Í fréttinni segir að möguleiki sé að Lotus bílaframleiðandinn breski verði styrktaraðili hjá liði sem myndi þá kallast Lotus Renault og nota Renault vélar eins og Red Bull og annað lið sem kallast í dag Lotus. Áhöld er um hvort það lið hefur rétt á notkun nafnsins, en það lið er í eigu malasíkra aðila og liðið kallast Lotus Racing. Þó hefur þetta lið samið við Renault um notkun á vélum fyrirtækisins á næsta ári og í tilkynningu frá Renault í dag, þá kallaði fyrirtækið þetta keppnislið 1 Malaysia Racing Team. Team Lotus var viðfrægt vörumerki í kappakstri á síðustu öld og ef marka má frétt autosport.com, þá virðist Lotus bílaframleiðandinn vilja endurreisa það nafn undir eigin formerkjum með samvinnu við Renault.

Alex vill klára ferilinn hjá Chelsea

Brasilíumaðurinn Alex er ánægður hjá Chelsea og vill vera hjá félaginu þar til að ferli hans lýkur. Hann átti aldrei von á því að fá að spila með svo stóru félagi.

Bale: Maicon er herramaður

Gareth Bale lofaði Brasilíumanninn Maicon sem hann fór illa með í leik Tottenham og Inter í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöldið.

Gæðablak í Digranesi

Norðurlandakeppni félagsliða í blaki kvenna hefst í kvöld í Digranesi þar sem að Íslandsmeistaralið HK keppir fyrir Íslands hönd gegn liðum frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni er haldin hér á landi.

Holloway hélt snókermót fyrir leikmenn

Ian Holloway, stjóri Blackpool, brá á það ráð að halda snókermót fyrir leikmenn sína þegar hvassviðri gerði það að verkum að þeir gátu ekki æft.

Sjá næstu 50 fréttir